Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
ikvikmyndir
Diane Keaton, Goldie Hawn og Bette Midler leika þrjár fyrrum eiginkonur sem hafa verið látnar róa fyrir yngri konur.
Kvennaklúbburinn í Bíóborginni:
Fyrrum eiginkonur
í hefndarhug
Bíóborgin frumsýndi í gær gam-
anmyndina Kvennaklúbbinn (The
First Wives Club) en mynd þessi
hefur notið mikilla vinsælda í
Bandaríkjunum allt frá þvi hún var
frumsýnd fyrir tveimur mánuðum.
Það eru þrjár margreyndar valkyrj-
ur kvikmyndanna sem leika aðal-
hlutverkin, Goldie Hawn, Diane
Keaton og Bette Midler. Leika þær
þijár konur sem voru miklar vin-
konur þegar þær voru í skóla en
þegar háskólanámi lauk fóru þær
hver í sína áttina. Allar giftust þær s>
þó og hjálpuðu til að byggja upp
starfsferii eiginmannanna. Þegar
þær hittast eiga þær það sameigin-
legt að eiginmennirnir höfðu yfir-
gefið þær fyrir mun yngri konur.
Vinkonumar þrjár, Brenda, Elise
og Annie, ákveða að leita heftida og
þegar þessar gömlu vinkonur snúa
bökum saman er eins gott að varast
þær. Skotmörk þeirra eru eigin-
mennimir fyrrverandi og þeir fá al-
deilis að kenna á þvi að hafa yfirgef-
ið þær.
í aukahlutverkum í Kvenna-
klúbbnum em meðal annars Sarah
Jessica Parker, Maggie Smith, Dan
Haedaya, Bronson Pinchot,
Stockard Channing, Jennifer
Dundas, Eileen Heckart, Stephen
Collins, Victor Garber, Elizabeth
Berkley, Marcia Gay Harden og
Philip Bosco.
Kvennaklúbburinn er gerður eftir
skáldsögu Oliviu Goldsmith en bók
þessi sló í gegn og fékk bæði góða
dóma og var lengi á metsölulistum
vestan hafs. Kvennaklúbburinn ger-
ist í New York og er myndin tekin
að öllu leyti þar og vora hvorki
meira né minna en 60 staðir notaðir
til kvikmyndatökunnar. Útisenur
vom teknar að mestu í fyrravetur
en þá voru einhverjir mestu snjóar
í New York sem um getur og eitt er
víst það þurfti engan gervisnjó til að
gera vetrarsenur sannfærandi.
Leikstjóri Kvennaklúbbsins er
Huig Wilson sem á að baki langan
feril í kvikmyndum en þó aðallega í
sjónvarpi þar sem hann var meðal
annars upphafsmaður gaman-
myndaflokkanna Cincinnati og
Frank’s Place. Árið 1988 hlaut hann
Emmyverðlaunin sem besti hand-
ritshöfundur gamanmynda. Wilson
fæddist og ólst upp í Miami og lauk
námi frá University of Florida. Um
tíma vann hann sem höfundur aug-
lýsingatexta og hóf ritstörf í sjón-
varpi með því að skrifa handrit að
The Mary Tyler Moore Show og The
Bob Newhart Show.
Leikstjórnarferill hans byrjaði
þegar hann skrifaði og leikstýrði
fyrstu Police Academy myndinni.
Meðal mynda sem hann hefur leik-
stýrt má nefna Rustler’s Rhapsody,
með Tom Berenger og Selu Ward og
Guarding Tess með Shirley
MacLaine og Nicolas Cage.
-HK
Fagstefna Ljósmyndarafélags íslands
Myndavélar, framköllunarvélar, digital tækni, studíóljós, þrífætur, skannerar og margt fleira. Sunnudaginn 12. janúar í húsi Samtaka iðnaðarins, Hallveigarstíg 1.
Opiðfrákl. 12.00 til 18.00
Dagskrá: Aðgangseyrir 400 kr
Kl. 13.00 Lauren Piperno: Bandarískur Ijósmyndari sýnir skyggnur
I : Kl. 14.30 Er Intemetið hentugur miðill fyrir ljósmyndara?
: ; Kl. 16.00 Frá þjóðminjasafhinu.
n Einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um Ijósmyndun.
Á afmælisárinu verða einungis
frumsýnd íslensk leikrit
dómínó
eftir JökulJakobsson
Fersk, íslensk klassík! Dularíiillt leikrit, í senn flókið og einfalt,
sem sýnir okkur ráðvillt fólk í þjóðfélagi allsnægta. Leiksýningin
hefur nú þegar fengið stórkostlegar viðtökur.
eftir Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson
Söngleikur byggður á ljóðum Tómasar Guðmundssonar,
borgarskáldsins sem gerði Reykjavík spennandi,
rómantíska og gáskafulla.
Láttu þig ekki vanta á afmælissýningar
Leikfélags Reykjavíkur!
Finnst þér gaman að hlæja?
Trúðaskólinn er eitt fyndnasta barnaleikrit
í? * sem skrifað hefur verið!
K