Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 DV
dagur í líti
Guðmundur Björnsson, forstjóri Pósts og síma hf.:
Steiktur fiskur hjá einum
þeim besta í faginu
„Dagurinn var svo sem ósköp
venjulegur mánudagur. Ég var
kominn á skrifstofuna klukkan 8.
Byrjaði á að ræða við Margréti,
sem var fulltrúi minn í 16 ár, um
nokkur mál er varða mitt gamla
starf og flutning af skrifstofu fjár-
málastjóra á þriðju hæð landssíma-
hússins upp á fimmtu hæðina þar
sem nýja skrifstofan mín verður.
Fór síðan og ræddi við Jódísi skrif-
stofustjóra um nokkur mál sem
bíða afgreiðslu í hinu nýja starfi
mínu.
Eftir það átti ég spjall við Örn
Skúlason gæðastjóra um skipulags-
mál og framvindu gæðaverkefna
sem hann hefur á sinni könnu.
Fundað með
ríkisendurskoðanda
Eftir stutt morgunkaffi ræddi ég
við Kristján Indriðason, nýráðinn
fjármálastjóra og náinn samstarfs-
mann minn til margra ára, um ýms-
ar breytingar sem verða á bókhaldi
fyrirtækisins nú um áramótin.
Klukkan 10.30 var svo fundur með
ríkisendurskoðanda, starfsmönnum
hans og nokkrum starfsmönnum
Pósts og síma um uppgjör nýliðins
árs, nýjan stofnefnahagsreikning og
ýmislegt varðandi bókhald fyrir-
tækisins. Þeim fundi lauk upp úr kl.
11.30. Þá átti ég stutt spjall við Har-
ald Sigurðsson framkvæmdastjóra
um utanferðir starfsmanna og fleiri
mál, Stefán Guðjónsson, deildar-
stjóra i starfsmannadeild, um
launamál og Ármann Ólafsson, að-
stoðarmann samgönguráðherra, um
ákveðiö mál er varðar samgöngu-
ráðuneytið og Póst og síma.
Rétt fyrir hádegi náði ég í Sigfús
Björnsson prófessor vegna sam-
starfsverkefnis Háskólans og Pósts
og síma sem snýr að uppbyggingu
aðstöðu til fjarkennslu fyrir Há-
skólann og jafnvel fleiri aðila.
Stelpurnar á stöðinni
í heimsókn kom Ásthildur Stein-
sen til að kynna fyrir mér talsíma-
kvennatalið „Stelpurnar á stöð-
inni“ sem er skrá yfir talsímakonur
frá 1906 til 1991.
Nú var orðið tímabært að
fá sér smá matarbita.
Fékk ég mér steiktan
fisk i mötuneytmu
hjá Sigurði kokki
sem er án efa einn sá
besti í faginu.
í hádeginu fékk
ég þær upplýsingar
hjá Bergþóri Hall-
dórssyni, fram-
kvæmdastjóra fjar-
skiptanetsins, að
ljósleiðarinn yfir
Skeiðarársand hefði
slitnað og að öll fjar-
skiptasambönd til
Austurlands færu
nú um Norðurland,
sem á ekki að koma
að sök.
Fljótlega eftir há-
degi hringdi Ingi-
björg, blaðakona á
DV, til að fá skýr-
ingar vegna fréttatil-
kynningar um beina
aðild Pósts og
síma að VSÍ
fyrir hluta
starfsmanna
fyrirtækis-
ins. Skýrði
ég út fyrir
henni
tilgang
aðildar-
innar.
Rætt um
starfsmannamalin
Klukkan 13.30 átti ég fund
með Viðari Viðarssyni,
nýráðnum framkvæmd-
stjóra rekstrarsviðs, um
málefni sviðsins en Viðar fer
með starfsmannamál, fast-
eigna- og bifreiðamál og tölvu-
mál. Að þessu sinni ræddum
við mest um tölvukerfí Pósts og
síma og frekari uppbyggingu og
þróun þessara kerfa. Einnig kom-
um við inn á starfs-
mannamálin en nú
standa yfir samning-
ar við starfsmanna-
félögin.
Klukkan 14.30 átti
ég svo spjall við
Emu Indriðadótt-
ur þar sem ég
hafði lofað að
mæta hjá
'nenni í
út-
varpsþátt daginn eftir.
Klukkan 15 ræddi ég við Einar
Þorsteinsson, nýráðinn fram-
kvæmdastjóra póstsviðsins, út af
póstflutningum og ýmsu er varðar
bókhalds- og fjármál póstþjónust-
unnar.
Ekki má gleyma
viðskiptavinunum
Þá ræddi ég við viðskiptavini um
málefni þeirra við innanhússmenn,
en viðskiptavinurinn má auðvitað
ekki gleymast í önn dagsins.
í lok dagsins ræddi ég svo við Jó-
dísi skrifstofustjóra um fund með
póststjórum Norðurlanda í Stokk-
hólmi i næstu viku og fúnd síma-
málasfjóra Norðurlanda sem hald-
inn verður hér á landi eftir tvær
vikur. Huga þarf að ýmsu vegna
þessara funda, ekki síst þeim sem
haldinn verður hér á landi.
Auk þessa hef ég reynt að rýma
skrifstofuna fyrir nýráðinn fjár-
málasfjóra, en sé ekki betur með
þessu áframhaldi en að það geti tek-
ið nokkra daga í viðbót.
Hér hefur verið tæpt á því helsta
sem gerðist á skrifstofunni en þeg-
ar klukkan var orðin rúmlega sjö
ákvað ég að fara heim og borða með
fjölskyldunni og sinna ýmsum
verkefiium sem ég átti þar ólokið."
Guðmundur Björnsson, nýráö-
inn forstjóri Pósts og síma hf.,
hefur átt annríka daga nú í byrj-
un ársins og lýsir hér einum
slíkum. DV-mynd Sveinn
Finnur þú fimm breytingar? 393
- Ó, eruö þaö þér, Edwin - bíddu aöeins, ég ætia aö slökkva á
ryksugunni.
Nafn:______________________________________________________________
Heimili:___________________________________________________________
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og
nítugustu getraun reyndust vera:
Stefán Öm Guðmundsson Haukur Ármannsson
Skagabraut 38 Víðigrund 6
300 Akranes 300 Akranes
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtrnn við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, aö
verðmæti kr. 3.950, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall
Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu
Kay Carpenter.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytmgar? 393
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík