Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Síða 7
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 7 pv________________________________________________________________________________Fréttir Ökukennarar gagnrýna Umferöarráð harðlega: Prófdómarar ekki með tilskilin réttindi - segja ökukennarar og telja auk þess gróflega vegið að landsbyggðinni Siguröur Gíslason, skólastjóri ökuskóla SG og atvinnumaöur í ökukennslu undanfarin 25 ár, gagnrýnir Umferöarráö harkalega. DV-mynd PÖK „Það er verið að vega gróflega aö landsbyggðinni með þessu og þetta er algert óréttlæti. Auk þess er þetta með eindæmum óskynsamlegt því slysin verða á mjóu vegunum úti á landi en ekki í Reykjavík eða á Ak- ureyri. Erfiðar aðstæður úti á landi eru því besta æfingasvæðið en það virðast þeir hjá Umferðarráði ekki skilja,“ segir Sigurður Gíslason, skólastjóri Ökuskóla SG og atvinnu- maður í ökukennslu í 25 ár. Ásamt fleiri ökukennurum gagn- rýnir Sigurður mjög ákvörðun Um- ferðarráðs að verkleg námskeið og próf til aukinna ökuréttinda á hóp- bifreiðir verði einungis haldin í Reykjavík og á Akureyri en ekki á landsbyggðinni eins og verið hefur undanfarin ár. „Þessi breyting þýðir það að landsbyggðarmenn, sem hafa áhuga á að fá aukin ökuréttindi, geta tekið bóklega námið á landsbyggðinni. Þeir þurfa hins vegar að fara aila leið til Reykjavíkur eða Akureyrar til að taka það verklega sem er ai- veg fáránlegt. Þeir þurfa því að halda sér uppi fjarri heimahögum í marga daga og verða auðvitað fyrir vinnutapi vegna þess. Það er auðvit- að mikil óánægja meðal manna úti á landi með þetta og margir þing- menn þar eru mjög hissa á þessari ákvörðun Umferðarráðs. Slysin á landsbyggöinni Með þessum breytingum er líka verið að aðskilja bóklega og verk- lega þætti sem er mjög slæmt. Þá segir í umferðaröryggisáætlun, sem samþykkt er á Alþingi, að ekki megi gleyma akstri við erfiðar aðstæður úti á landi, t.d. akstri yfir óbrúaðar ár. En þetta er ekki tekið til greina lengur heldur telja þeir mikilvæg- ara að æfa menn í að keyra eftir umferðaljósum og um hringtorg í höfuöborginni heldur en að nýta sér æfingar úti á landsbyggðinni þar sem mestu hætturnar eru og flest slysin veröa. Það er margt annaö í ólestri hjá Umferðarráði í þessum efiium. Ráðnir hafa verið prófdóm- arar til starfa sem ekki hafa haft réttindi sjálfir á þær bifreiðir sem þeir eru að prófa á. Þannig að það hlýtur að gefa augaleið að þeir hafa varla þekkingu eða reynslu til að prófa aðra,“ segir Sigurður. Ingimundur Eymundsson, eig- andi Ökuskóla íslands, segir það fá- ránlegt að það skuli vera réttinda- lausir prófdómarar hjá Umferðar- ráði. „Sumir prófdómararnir vita varla hvað er fram og aftur á bílunum. Á sama tíma þurfum við kennaramir að uppfylla allar mögulegar reglur eins og endurmenntunamámskeið o.fl. Það er margt skrýtið í gangi hjá Umferðaráði sem þarf að taka á,“ segir Ingimundur. Ekki nægilegt samráð Þeir Sigurður og Ingimundur telja báðir að Umferðarráð hafi vað- ið áfram í að búa til reglur um bók- lega og verklega námiö án þess að hafa nægilegt samráð við þá sem vinna við sjálfa kennsluna. „Okkur hefur fundist líka að það sé verið að draga töluvert úr ýmsu við kennsluna, sem er mikilvægt, eins og upprifjun á umferðarregl- um, merkingum á vegum o.fl. Þess í stað er verið að leggja aukna áherslu á sálfræðiþáttinn þar sem stundum er komið irm á fiirðuleg- ustu atriði. Við viljum alls ekki gera lítið úr sálfræðiþættinum sem slíkum en það eru kannski óeðlileg- ir hagsmunir að starfsmaður Um- ferðarráðs sé annar höfunda sál- fræðiritsins sem kennt er og allir sem taka prófið verða að kaupa,“ segja þeir Sigurður og Ingimundur. -RR Snjóhestur eystra Á Mikil snjókoma var á Breiödalsvík á dögunum og lauk meö slyddu. Þá var komiö hiö ákjósanlegasta efni til aö móta listaverk. Paö notfæröi Hermann Arnþórsson sér og skapaöi glæsilegan gæöing meö hnakk og beisli. Hrefna Ingólfsdóttir fékk aö bregöa sér á bak en hér heldur hún I tauminn. DV-mynd Hanna, Breiödalsvík Áfangaskýrsla um íslenska fiskvinnslu: Þarf að stórbæta mennt- un og starfsþjálfun - til aö tryggja aukna framleiðni, segir í skýrslu nefndar Sjávarútvegsráöherra skipaði nefnd í nóvember sl. til að kanna helstu þætti í starfsumhverfi fisk- vinnslu og til að fjalla um framtíð- armöguleika hennar. Nefndin hefur nú skilað áfangaskýrslu til ráðherra en gert er ráð fyrir að hún skili lokaskýrslu um starf sitt í mars- mánuði. í áfangaskýrslunni kemur fram að sjávarútvegur í heild var rekinn með um 1,3% hagnaði miðað við rekstrarskilyrði í desember sl., sam- anborið við 0,5% halla í ágústmán- uði. Jafnframt kemur fram að rekstrarskilyrði botnfiskvinnslu hafa batnað á undanfómum mánuð- um en áætlað er að halli á botnfisk- vinnslu hafi numið um 4,6% af tekj- um miðað við rekstrarskilyrði í des- ember sl., samanborið við 8,5% halla í ágúst. Þá kemur einnig fram að botnfiskafli hefur dregist saman um 27,9% frá árinu 1988 til ársins 1985 en framleiðsla af landunnum botnfiski hefur minnkað heldur minna eða um 26%. í umfjöllun um verðmyndunar- kerfið á fiski upp úr sjó er lögð áhersla á að verð eigi að vera frjálst, eins og nú er, en leita þurfi leiða til að það miðist meira við gæði hrá- efnisins. Til að tryggja aukna fram- leiðni í fiskvinnslu telur nefndin að leggja beri áherslu á að stórbæta menntun og starfsþjálfun á öllum starfssviðum í sjávarútvegi. Á það við um menntun á öllum stigum að mati nefndarinnar. Margt má bæta Þá hefur danska ráðgjafarfyrir- tækið Matcon unnið skýrslu fyrir nefndina um íslenska fiskvinnslu. Meginniðurstaða í skýrslu Matcon er að margt megi bæta í starfsemi íslenskra fiskvinnslufyrirtækja. Danska ráðgjafarfyrirtækið telur að sterkasta vopn landvinnslunnar í samkeppninni um hráefiiið sé að auka framleiðslu á verðmeiri afurð- um. Þá er í skýrslunni m.a. talið sýnt að bæta megi sfjómun fisk- vinnslufyrirtækja, nýtingu afkasta- getu, framleiðni vinnuafls og ýmis atriði í skipulagi greinarinnar. -RR Opið um helgina frá 13-17 BILAHUSIÐ Sævarhötða 2 • Sími 525 8020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.