Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Síða 24
36 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 Það sem at- vinnurek- endur óttast „Krafan sem endurómar um allt þjóðfélagið er mjög skýr: Góð- ærið til launafólks. Þessa kröfu óttast atvinnurekendur, hvort sem þeir eru einkcireknir eða op- inberir." Ögmundur Jónasson, form. 6SRB, f Alþýðublaðinu. Fjaran góða „Sauðárkrókur hefur eitt fram yfir alla aðra staði - fjöruna góðu.“ Jón Arnar Magnússon frjálsí- þróttamaður um æfingaaðstöðu, í Morgunblaðinu. Ummæli Ríkisstjómin og vísitalan „Það er flest afstætt í veröld- inni nema ríkisstjórnin og vístala framfærslukostnaðar." Benedikt Axelsson kennari, i DV. Frjálshyggjan og vinstrihreyfingin „Það er döpur saga að svokall- aðar vinstrihreyfingar, jafnaðar- menn, félagshyggjufólk, eða hvað á að kalla þetta fólk, að það er eins og trúarbrögð nýfijálshyggj- unnar hafi náð að skjóta rótum hjá þessum öflum.“ Júlíus Valdimarsson, húmanisti, í Degi-Tímanum. Get ekki haldið svona áfram „Ég er búinn að læra að ég get ekki haldið áfram að reyna of mikið á mig. Ég er til dæmis far- inn að sofa til hádegis á hverjum degi.“ Anthony Hopkins, sem orðinn er þreyttur á kvikmyndaleik, í viðtali. Geysilegur fjöldi sveppategunda er til og aöeins hluta þeirra er hægt aö hafa í mat. Stórir og eitrað- ir sveppir Margir risasveppirhafa fundist og erfitt er að henda reiður á hver er stærsti sveppur sem fundist hefúr. Sá sem Marcia Wallgren fann í Yellow Springs árið 1988 er engin smásmíði. Um var að ræða belgsvepp (Calvatia gigante) sem var 196 sentímetrar að ummáli. Árið 1976 fann Joseph Opple æti- svepp sem var 33 kíló að þyngd, af tegundinni Polyporus frondosus. Fundarstaðurinn var í grennd við Solon í Ohio. Stærsti trjásveppur sem um getur var furuhrosshófs- sveppurinn Oxyporus nobilissim- us sem var 142 sentímetra langur, 94 sentímetra breiður og vó 136 kíló. Sveppur þessi fannst i Was- hingtonríki í Bandaríkjunum árið 1946. Blessuð veröldin Eitruðustu sveppimir Gulbrúni flugnasveppurinn (Amanita phalioides) er talinn eitraðasti sveppur í heimi. 6-15 klukkustundum eftir neyslu hans koma áhrifin í ljós, uppköst, of- sjónir, magnleysi og að lokum dauði. Meðal fórnarlamba hans má nefna Giulio di Medici, sem einnig var Klemens 7. páfi, en hann dó af völdum sveppsins 25. september 1534. Yfir vestanverðu Grænlandshafi er 995 mb lægð sem þokast norður en lægðardrag yfir íslandi hreyfist norðaustur. 1025 mb hæð yfir Suð- ur-Noregi hreyfist austur. Veðrið í dag í dag verður allhvöss eða hvöss suðvestanátt um allt land, léttskýjað um austanvert landið en éljagangur um vestanvert landið. Frost 1 til 5 stig þegar líður á daginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss suðvestanátt, éljagangur, frost 3 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.17 Sólarupprás á morgun: 10.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.17 Árdegisflóð á morgun: 7.30, stórstreymi Veðrið kl. Akureyri Akurnes Bergstaóir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami París Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg 6 í morgun: skýjaö -1 léttskýjaó 1 snjóél -4 snjóél -5 léttskýjaó 1 snjóél á síö. kls. -2 snjóél -1 snjóél -1 snjóél á síð. kls. -2 snjóél -1 alskýjaó -1 lágþokublettir -2 léttskýjaó -5 léttskýjaó -3 rigning 7 jmkuruóningur 3 þokumóöa 13 alskýjaö -3 þoka 2 rigning 4 lágþokublettir 3 þoka 2 þoka á síó. kls. 5 skýjaö 11 skýjaö 9 léttskýjaó 21 þoka 6 þokumóöa 8 heiöskírt -2 heiöskírt 14 snjóél á síö. kls. -13 þokumóöa -2 heiöskirt -23 Sigurður Ingi Pálsson, veitingamaður og kennari: Golfið hefur heltekið mig í seinni tíð „Eg og eiginkona mín höfum rekiö félagsheimilið í tæp þrjú ár, höfum verið með veisluþjónustu og auk þess pöbb um helgar í anddyri hússins, sem heitir Felgan," segir Sigurður Ingi Pálsson sem mikið hefur verið í fréttum undanfarna daga þar sem hann hefur lokað sig inni í félagsheimilinu og neitar að hleypa yfirvöldum inn. Forsaga málsins er sú að Sigurður neitaði kvenfélaginu á staðnum um að halda þorrblót í félagsheimilinu upp á gamla mátann, að allir kæmu með sitt vín og engin veit- ingasala yrði í húsinu. í kjölfarið sendi stjórn hússins Sigurði bréf þar sem samningum er sagt upp en honum einnig boðið til fundar. Sig- urði fannst tíminn skammur og eft- ir tvær bréfasendingar í viðbót var Sigurði skipað að láta húsið af hendi. Sigurður neitaði að verða við þeirri ósk, skipti um læsingar og sat í húsinu síðast þegar fréttist. Maður dagsins Sigurður segir að reksturinn hafi gengið þokkalega: „Það er þörf fyrir þessa þjónustu og pöbbinn hefur notið vinsælda. Við höfum fengið til okkar virta og vinsæla tónlistarmenn tii að lífga upp á Sigurður Ingi Pálsson. bæjarlífið og hefur þetta mælst vel fyrir. Ég haföi hug á að reka þetta áfram en þegar ég gerði samning- inn við bæjarfélagið á sínum tíma voru ákvæði í samningnum um aö gerðar yrðu ákveðnar úrbætur á aðstöðunni til þess að hægt væri að vera með veitingasölu, en þær úr- bætur hafa ekki verið gerðar og nú stend ég frammi fyrir því að 28. júni verður rekstrarheimildin ekki endumýjað og mér hefúr verið tjáð af bæjaryfirvöldum að það standi ekki til að setja neina peninga í fé- lagsheimilið, þarrnig að framtíðin er ekki björt í þessum málum. En ég lifi í voninni enda held ég að fjöldi ánægðra viðskiptavina tali sínu máli um þennan rekstur.“ Sigurður fluttist til Patreksfjarð- ar tíu ár gamall: „Ég ólst upp hér, en flutti meðan ég var í skóla en kom síöan aftur fyrir tíu árum sið- an. Ég hef starfað um sjö ára skeið sem kennari við grunnskólann á Petreksfirði. Ég tók hlé frá því starfi í tvö ár þegar ég rak sölu- skála Essó hér á staðnum, en hætti því þegar ég fékk reksturinn á fé- lagsheimilinu. Hjá mér hefur þetta verið aukastarf en eiginkona mín hefur einnig starfað við rekstur- inn.“ Eiginkona Sigurðar heitir Mar- grét Þór og eiga þau fjögur böm. Sigurður sagði að áhugamál hans væm tónlist og golf: „í gegnum tíð- ina hef ég haft mjög gaman af tón- list og í seinni tíð hef ég verið hel- tekinn golfari. Hér á Patreksfirði erum við búin að gera níu holu völl sem er að verða skrambi góður. Golfklúbburinn hér hefur nokkra sérstöðu þar sem fjöldi kvenfólks er sjálfsagt meiri en í öðrum klúbb- um miðað við meðlimafjölda. í golf- klúbbnum era um sextíu manns og þegar við höldum mót þá er helm- ingur keppenda konur." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1717: ■bg hef- . nota-ð &Reieu. B(JRSTA,KAM»,6AFFAL \HRtF\J, EN EKNCRT JÖUGAR./* EVÞOR- Á í greiðsluerfiðleikum Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi Framliðnir hafa orðiö í Hátíð. Hátíð Nemendaleikhúsið sýnir ann- að kvöld í Lindarbæ Hátíð, eitt þekktasta verk ungverska leik- ritaskáldsins Georgs Taboris. Er þetta í fyrsta sinn sem leikverk eftir Tabori er fært á svið hér á landi en hann er eini leikhús- maður hins þýskumælandi heims nú sem sameinar enn þann dag I dag leikritahöfund- inn, leikstjórann, leikhússtjór- ann og jafnvel leikarann í einni persónu. Georg Tabori, sem er 82 ára gamall, skrifaði Hátíð árið 1983 og vitnar hann í verkinu margoft í Gyðingakonuna eftir Brecht, beint eða óbeint. Leik- hópurinn hefur því fléttað skáld- verkið inn í leikritið. Leikhús Kolbrún Halldórsdóttir leik- stýrir verkinu. Leikaraefnin sem leika i Hátið og ljúka námi í vor eru átta talsins og heita Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, Haildór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir og Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Talsvert er af tónlist í verkinu og hefur Nemendaleikhúsið fengið til liðs við sig fjóra hljóð- færaleikara úr Tónlistarskóla Reykjavíkur sem leika fjölbreytt sambland gyðingatónlistar og þýskrar alþýðutónlistar. Bridge Þjáifari frönsku ólympíumethaf- anna, Jean-Louis Stoppa, er ekki síður þekktur fyrir að vera góður spilari en þjálfari. Hann tók þátt í landskeppni nýverið og var sagn- hafi í fjórum hjörtum á suðurhönd- ina. Spilið kom fyrir á þremur borð- um og auk hans voru Hollendin- gamir Enri Leufkens og Italinn Andrea Buratti (sem var gestur hér á síðustu Bridgehátíð) í sama samn- ingi. Á öllum þessum þremur borð- um kom út hjartaáttan, sagnhafi drap tíu austurs á ás og svinaði síð- an laufdrottningu. Nú skildi leiðir hjá sagnhöfunum: * 87 V D43 * G6 * ÁDG1063 * KG103 M 86 ♦ D10984 4 K2 * ÁD2 •* Á9752 * ÁK75 * 4 Hollendingurinn Leufkens ákvað að snúa sér að tíglinum, tók ÁK í litnum og trompaði tígul en var yf- irtrompaður og fór að lokum tvo niður. ítalinn Buratti tók á laufás- inn í þriðja slag, fékk kónginn í frá vestri og reyndi nú einnig að trompa tígul. Austur yfirtrompáði og Buratti fékk 9 slagi í þessum samningi. Stoppa spilaði hins vegur betur úr spilunum. Hann tók á laufásinn, henti tigli heima og fékk kónginn í frá vestri. Stoppa ákvað nú að spila laufgosanum og henda spaða heima. Vestur trompaði, en var nú endaspilaður. Hann reyndi að spila spaða, Stoppa fékk slaginn á drottninguna, lagði niður hjartaás og trompaði þriðja tígulinn í blind- um. Tapslagir hans vora því aðeins þrír á hjarta. Ef vestur hefði átt þrjú tromp í stað tveggja og hefði spilað trompi til baka, þá hefði trompið fallið og Stoppa hefði átt innkomu á þriðja tromp blinds til að taka fríslagi i laufinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.