Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 11
JLjX: laugardagur i. febrúar 1997 11 t L » yflr rústum þriðja ríkisins í Berlín, í kanslarahöllinni. Einnig kom Sverrir við í Niimberg og var við- staddur stríðsglæparéttarhöldin yfir öllum þeim ráðamönnum þriðja ríkisins sem sigurvegararnir leiddu fyrir dómstól. Dagblaðssprengjan há- punkturinn „Hápunkturinn á blaðamannsferli minum, sem spannar nú hátt 150 ár, var stofnun Dagblaðsins haustið 1975. Ég var algjör Jónasarmaður í þeim átökum sem áttu sér stað á Vísi mánuðina áður og lauk með þeirri sprengingu sem varð þegar Dagblaðið fæddist,“ segir Hallur Simonarson blaðamaður sem gekk í Blaðamannafélagið árið 1948 og er enn þá starfandi blaðamaður á DV. „Tilviljanir ráða oft miklu í lífi manns. Við Svavar heitinn Gests vorum æskuvinir og hann var mik- ill örlagavaldur í mínu lífi. Við lék- um okkur saman, hlupum saman, áttum báðir íslandsmet í frjálsum íþróttum, og við spiluðum saman. Svavar fékk þá hugmynd í KK- sextettinum haustið 1947 að gefa út tónlistarblað og ég var til í slaginn. Jazzblaðið kom út í nokkur ár og ég er enn stoltur þegar ég fletti þessu litla, fallega blaði sem við gáfúm út - rétt tvítugir strákarnir. Næsta sum- ar varð ég blaðamaður á Tímanum og lífsstarfið var ráðið,“ segir Hallur. Hallur átti þriggja mánaða frí á Vísi sumarið 1975 sem fór að mestu í spil, - fyrst á Norðurlandamótinu i bridge, síðan á Evrópumeistara- mótinu. Þegar heim kom voru ein- hverjar vikur eftir af fríinu og fór hann þá fljótt að vinna með Jónasi Kristjánssyni að undirbúningi Dag- blaðsins. „Það var stórkostlegur tími - sá skemmtilegasti sem ég hef átt sem blaðamaður. Mikill lærdómur að sjá hvernig Jónas vann að undirbún- ingi blaðsins. Allt lék í höndum hans. Við vorum fyrst í þessu tveir í nokkurn tíma en síðan bættust fleiri við, meðal annars Hallur Hallsson, sonur minn, sem þar hóf sinn blaðamannsferil,“ segir Hallur. Þegar blaðið kom út í fyrsta sinn streymdu þúsundir íslendinga nið- ur í Austurstræti til að berja blaðið augum og kaupa það. Mesta spreng- ing 1 íslenskri blaðaútgáfu. „Þó vinna mín á blaðinu snerist þá mest í kringum sportið hannaði ég opnuna frægu í DV daginn eftir um mannfjöldann í Austurstræti. Næstu vikur og mánuði snerist allt um blaðið - áhuginn mikill og ekk- ert talið eftir. Meira að segja spilin urðu að vikja þó ég endaði ferilinn með enn einum íslandsmeistaratitl- inum í bridge 1976. Það er skemmtileg tilviljun að í fjóra vetur vorum við bekkjar- systkin í Ágústarskólanum Ella Pálma á Mogganum, ívar Jónsson, Þjóðviljanum, og Bragi Sigurðsson, lögfræðingur og blaðamaður á DB. Þau héldu yflr Lækjargötuna upp í skólann þar í brekkunni en ég var orðinn pabbi, - Símonar Hallsson- ar, núverandi borgarendurskoð- anda Reykjavíkur. Þá skildi leiðir okkar flögmra um tima en endur- nýjuðust aftur í blaðamannafélag- inu,“ segir Hallm• sem hefur verið endurskoðandi Blaðamannafélags- ins í 37 ár. I » I Úskrifandi um sjötugt Gísli J. Ástþórsson hélt til Banda- rikjanna síðla árs árið 1942 og út- skrifaðist frá blaðamennskudeild University of North Carolina í árs- lok 1945. Gisli hefur starfað sem blaðamaður á Mogganum, sem rit- stjóri og helmingseigandi Vikunnar, sem ritstjóri Alþýðublaðsins, á dag- skrárdeild Ríkisútvarpsins og aftur sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann starfaði þar til sjötugs. „Þegar menn eru sjötugir verða þeir á einni nóttu óalandi og óferj- andi og mikið hvort þeir eiga að heita færir um að skrifa nafnið sitt,“ segir Gísli J. Ástþórsson, blaðamaður og fyrrum ritsljóri. Háskalegur krataum- hverfinu „Ég tók við ritstjóm Alþýðublaðs- fólk ins í upphafi fyrsta þorskastríðsins og þar var líf i tuskunum. Þar til einn góðan veðurdag að ég var allt í einu orðinn háskalegur krataum- hverfinu. Ég fékk pokann minn í skoplegri senu niðrí Stjómarráði með þáverandi forsætisráðherra á aðra hönd og utanríkisráðherra á hina. En þeir stungu í posann sex mánaða kveðjulaunum, hvað gerði þetta allt langtum bærilegra," segir Gísli. Gísli hefur ekki alltaf stundað blaðamennskuna en hann fór á síld og kenndi ensku í gagnfræðaskólan- um í Kópavogi auk þess að stunda eigin ritstörf. Hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur auk þriggja sjónvarpsleikrita. „Ég hef átt blessunarlega annríkt og verið svo hundheppinn að þessar hliðargreinar minar hafa verið af- þreying fremur en erfiði. Sigga Vigga varð til á Alþýðublaðinu og hélt síðan áfram í nokkur ár á Morgunblaðinu. Hún var einnig gef- in út í fjórum kiljum og trónar á mynd í Alfræðibókinni. Þankastrik- ið sem nú er í DV sá hins vegar dagsins ljós á Morgunblaðinu. Sum- ir halda að myndir af þessu tagi eigi að vera eintómt grín en því fer auð- vitað víðs fjarri. Þegar best tekst til em þær á við vænan leiðara," segir Gísli. -em Einkaþjálfuni Því ekki að fá íslandsmeistarann i vaxtarækt til að hjálpa þér að komast í gott form? Hafið samband í síma 555-4356 á milli kl. 20 og 22 á kvöldin. Nína Óskarsdóttir. Thorarensen Lyf Vatnagarðar 18 • 104 Reykjavík • Sími 568 6044 Nú er komið nýtt,ferskt og betra bragð í baráttunni við reykingarávanann; Nicotinell nikótíntyggjó. Ferska bragðið í Nicotinell nikótíntyggjóinu er einmitt bragðið sem þú þarft til þess að hætta að reykja. Nicotinell hefur sömu eiginleika og venju- legt tyggjó og fæst bæði með ávaxta- og pipar- myntubragði. Komdu í næsta apótek og fáðu bækling um það hvernig Nicotinell tyggjóið hjálpar þér best í baráttunni við tóbakið! Tyggðu frá þér tóbakið með Nicotinell! Nicotinell tygglgúmmí er lyf sem er nolað sem hjálparefni til þess að hætta reykingum. Aðeins má nota lyfið ef reykingum er hætt. Það inniheldur nikótin sem losnar úr því þegar tuggið er, Irásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfiö lengur en i 1 ár. Nicotinell fæst með ávaxta- og piparmyntubragði og f 2 styrkleikum, 2 mg og 4 mg. Nikótfniö i Nicotinell getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði og hiksta. Einnig erfingu í meltingarfærum. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicotinell tyggigúmmí án samráðs við lækni. Bamshafandi konurog konur með bam á brjósti eiga ekki að nota nikótínlyf. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota Nicotinell án þess að ráðfæra sig við lækni. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á fylgiseðii sem fylgir lyfinu. Varúð - Geyma skai lyfið þar sem börn ná ekkl tll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.