Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 32
40 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 **rt Skíðaferð S/L til Basalt í Colorado A fimmta tug stólalyftna Aspen/Basalt Snowmass skíöasvæðiö er frægt fyrir aö vera meö léttan púð- ursnjó. I síðari hluta febrúarmánaðar, nánar tiltekið 21. febrúar, verður farin tveggja vikna skíðaferð á veg- um Samvinnuferða/Landsýnar til Basalt í Colorado með Þóri Jónssyni skíðakappa. Basalt er i nágrenni Aspenskíðasvæðisins fræga. Dvalið verður í bænum Basalt, skammt frá Snowmassskíðasvæðinu. Flogið er um Baltimore og gist á Best Westem hótelum. Á þeim eru heitir nuddpottar sem notalegt er að hvíla sig í eftir erfiðan dag í fjöllunum. Aspen/Basalt Snowmass skíða- svæðið er með eftirsóttustu skíða- svæðum Bandaríkjanna. Ein meg- inástæða þess er sú að snjórinn er oftast nær þurr og léttur í sér og brekkur eru þarna við allra hæfi. Biðraðir þekkjast varla, enda er hægt að velja um einar 270 skíða- leiðir og 45 stólalyftur eru á svæð- inu. Skíðað er um skóglendi en skógurinn nær til efstu skíðasvæð- anna. Dæmigert verðdæmi í þessa ferð er 115.000 krónur á mann. Innifalið í því verði er flug, gisting með morgunmat í 13 nætur á Best Western, bílaleigubíll (fjórir saman i bíl) og íslensk fararstjóm. -ÍS Þaö hafa allir gott af því aö fá leiðsögn fyrstu sporin á skíöum, hvort sem þeir eru ungir eöa gamlir. Skíðakennsla í Bláfjöllum: Lítil fyrirhöfn að læra á skíði Margir eru smeykir við að bregða sér á skíði vegna þess að þeir telja sig enga kunnáttu hafa á því sviði. En slíkur ótti er ástæðu- laus fyrir þá sem bregða sér á skíðasvæði BláfjaUa því þar er starfræktur skíðaskólinn Snæfríð- ur sem kennir fólki á öllum ald- ursskeiðum tæknina á skíðum. Jafnvel er hægt að koma þama án þess að hafa skíðin meðferðis því skólinn hefur skíði á sínum snær- um til að lána nemendum sínum. Einar Þór Karlsson er skíðakenn- ari hjá skólanum. „Skólinn er nú á sínu eUefta ári. Hann er eingöngu starfræktur um helgar en er opnaður aðra daga vikunnar ef áhugi er á kennslu hjá hópum eða fyrirtækjum. Það er aUtaf eitthvað um sérhópa sem panta tima hjá okkur. í vetur bæt- um við skíðagöngu við kennsluna hjá okkur og þá er öU skíðaiðkun kennd hjá okkur nema bretta- kennsla. Við forum aUavega ekki út í kennslu á skíðabrettin í vetur, hvað sem síðar verður,“ sagði Ein- ar Þór. „Það þarf lítið að hafa fyrir því að nota þjónustu okkar. Engin nauðsyn er að panta tíma fyrir- fram. Þegar skiðamenn koma í Bláfjöll um helgar labba þeir inn á skrifstofu tU Dossa (Þorsteinn Hjaltason) í Bláfjallaskálanum sem skráir menn á námskeiðin og útbýtir merkjum. Síðan hefjast skíðakennslutímar við byrjenda- lyftuna klukkan 11, 13 og 15 og hver kennslutími er 1V2 klst. Við tökum fólk í kennslu á öllum getu- stigum, ekki aðeins byrjendur eins og margir halda. Það eru 6 kennarar á okkar snærum, sjá sjötti er Auður Krist- ín Ebenesersdóttir, margfaldur methafi sem ætlar að kenna skíða- göngu. Allir kennararnir hafa fengið úrvalsþjálfun í Kerlingar- fjöUum eða Austurríki," sagði Einar Þór. -ÍS Sumarleyfisfargjöld Flugleiða: Helmingsfjölgun áfangastaða Sumarleyfisfargjöld Flugleiða eru nú í boði til fimmtán borga í stað átta síðasta sumar. Fargjöldin eru lægri en samsvarandi fargjöld sem boðin voru í fyrra. Sala sumarleyfis- fargjalda Flugleiða hófst miðviku- daginn 22. janúar. Gildistími þessara fargjalda er frá 15. aprU til 30. september, það er að ferðast skal á þeim tíma. Hægt er að festa kaup á ferð á slíku fargjaldi frá og með 22. janúar til 30. júní á þrem- ur sölutímabUum. Sem dæmi má nefna að sumarleyfisfargjöld til Kaupmannahafnar, Óslóar og Stokkhólms á fyrsta sölutímabUi, sem er frá 22. janúar til 28. febrúar, er nú 25.500. Sams konar fargjöld síðastliðið sumar voru 27.500 krón- ur og 28.300. Lægsta sumarleyfisfar- gjaldið í ár er tU Glasgow, 19.000 krónur, en var 19.500 síðastliðið sumar (taka verður fram að flug- vaUarskattar bætast við fargjöldin). „Við lækkuðum ferðirnar í ár til þess að vera samkeppnisfærari á markaðnum. Verðið var einfaldlega of hátt í fyrra miðað við framboð á markaðnum en er mun lægra í ár. Frá því að nýju sumarleyfm voru sett fram hefur eftirspurn verið mikU og bókanir þegar mun fleiri en í fyrra. Það gerist þrátt fyrir að sumarleyfisfargjöldin hafi ekki ver- ið mikið auglýst, til dæmis kemur bæklingurinn okkar, Út í heim, ekki út fyrr en 9. febrúar," sagði Ama Ormarsdóttir, sölustjóri hjá Flugleiðum. Panta með fyrirvara Sumarleyfisfargjöldin þarf að bóka með minnst 14 daga fyrirvara. Gengið skal frá greiðslu um leið og bókað er en nú býðst fólki nýr greiðslumöguleiki, svokaUað ferðal- Sumarleyfisfargjöld Flugleiða eru nú til 15 borga og á lægra verði en í fyrra. Þessi mynd var tekin í Hamborg sem er einn af áfangastöðum Flugleiða. DV-mynd ÍS án, þar sem heildarupphæð er greidd með raðgreiðslum á greiðslu- korti á aUt að 24 mánuðum. Án efa eiga margir íslendingar eftir að notfæra sér þessi hagstæðu fargjöld og greiðslukjör og ættu aU- ir að finna áfangastaði við sitt hæfi. Alveg frá því fargjöldin vom aug- lýst hefur eftirspum verið mikU. Borgirnar sem sumarleyfisfar- gjöld eru í boði tU era: Kaupmanna- höfh, Ósló, Stokkhólmur, London, Glasgow, Amsterdam, Lúxemborg, París, Hamborg, Frankfurt, MUanó, Barcelona, Vín, Zúrich og Manchester. Síðastnefnda borgin er nýr áfangastaður í sumaráætlun Flugleiða og flug þangað hefst þann 27. júní. „í fyrra vora sumarleyfisfargjöld í boði tU skandinavísku borganna þriggja og London, Glasgow, Amst- erdam, Lúxemborgar og tU Færeyja. Færeyjar eru ekki inni í sumarleyf- isfargjöldunum í ár. Nýju borgim- ar, MUanó, Barcelona, Vín, Zúrich og Manchester, eru fyrst og fremst sumarstaðir hjá okkur. Við fljúgum ekki þangað í áætlunarflugi á vet- uma,“ sagði Arna. -ÍS Merkur fundur Frá Grikklandi bámst nýver- ið fregnir af einum merkasta fomleifafundi síðari ára. Fund- ist hafa rústir heimspekiskóla Aristótólesar, Lyceum í mið- borg Aþenu. Aristótóles var sagður hafa prédikað þar frá 49 ára aldri þar tU hann varð 62 ára, þegar hann lét af störfum. Kennslan fór fram á 3 öld fyrir krist. Búast má við því að rúst- imar muni í framtíðinni hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Stöðvar vöxt Einn af forstjórum Boeing flugvélaverksmiðjanna hélt því fram að vöxturinn sem undan- farið hefur verið í flugvélaiðn- aðinum, gæti stöðvast ef slysa- tíðni heldur áfram að aukast. Miðað við aukninga slysa á undanfórnum árum, gæti orðið alvarlegt flugslys á viku fresti að meðaltali árið 2005. Frakkland á toppnum Ekkert land státaði af komu fleiri ferðamanna en Frakkland á síðasta ári. Þangað komu hvorki meira né minna en 61,5 milljónir ferðamanna, sem er aukning um 2,5% frá því árið á undan. Það sem eru jafnvel enn betri fréttir fyrir Frakka, er að ferðamennimir eyddu 5% meira fé í Frakklandi, en árið á undan. Leiga mótorhjóla Loksins er tekin til starfa ný- stárleg „leigubílastöð" í París. Þar era ekki notaðir bílar, held- ur mótorhjól til þess að komast milli bæjarhluta. Umferð er mikið vandamál í þessari heimsborg og ökumenn stöðv- arinnar hafa nóg að gera, síðan stöðin tók til starfa. Viðskipta- vinir geta fengið lánaðan leður- jakka og hjálm. Meirihluti við- skiptavina eru menn úr at- vinnugeiranum sem vilja ógjama eyða miklum tíma í umferðina. Umferðaröryggi Vegna tíðra umferðaslysa í Ítalíu, stendur nú yfir umfangs- mikil rannsókn á umferðarör- yggi á helstu þjóðvegmn lands- ins. Þegar þær tölur liggja fyrir, verður gripið til aðgerða til að stemma stigu við vandanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.