Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 33
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 41 Þeir sem hyggja á ferðalag frá ís- landi halda flestir suður á bóginn eða vestur um haf til Bandaríkjanna eða Kanada. Víða annars staðar er að finna fýsileg lönd til ferða- mennsku og eitt þeirra er í næsta nágrenni ef svo má að orði komast. Töfra Grænlands eiga margir eftir að uppgötva en sífellt fleiri íslend- ingar gera sér þó ferð þangað. Nýlega gerðu Flugleiðir og Green- landair með sér samstarfssamning um flug milli landanna. Bætt hefur verið við einum degi á flugleiðinni Reykjavík-Narssarssuaq en þangað verður flogið alla fimmtudaga yfir sumartímann. Ferðamálayfirvöld Grænlands ætla að gera stórátak í sínum ferðamálum og hyggja á mik- ið samstarf milli landanna. íslensk- ir aðilar sem skipuleggja ferðir til Grænlands eru fjölmargir: Flugleið- ir, Úrval-Útsýn, Samvinnuferðir- Landsýn, Guðmundur Jónasson, Ferðaskrifstofan Nonni og Ferða- skrifstofa íslands. Aukið gistirými Heimastjórnin í Græniandi hefur á fjárhagsáætlun sinni að eyða um 160 milljónum króna í kynningu á landinu. Að auki verða veittar yfir 30 milljónir króna í styrki fyrir að- ila sem vinna í ferðaþjónustu. Fram að þessu hefur gistirými verið held- ur af skornum skammti. Árið 1995 gátu landsmenn ekki tekið á móti fleiri en 16.000 ferðamönnum á ári en í áætlun er gert ráð fyrir að sú tala verði komin upp í 60.000 árið 2005. Gefinn hefur verið út fjöldinn all- ur af nýjum bæklingum og settar upp ævintýraferðir af öllu tagi. Oft- ast er miðað við eins til tveggja vikna ferðir. Straumur ferðamanna til Græn- lands hefur vaxið mjög á undan- fómum árum og yfirvöld sjá fram á vemlega aukningu á næstu áram. Flestir ferðamenn koma frá Þýska- landi, ef Danir eru ekki taldir með. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandseyjum, Ítalíu, Frakklandi, Noregi, Svíþjóð og Jap- an koma þar á eftir. Vetrarferðir Átakið í kynningarmálum teng- ist ekki aðeins ferðum yfir sumar- tímann heldur færist einnig í vöxt að fólk komi þangað að vetrarlagi. Vinsælustu mánuðirnir að vetrar- lagi em mars, apríl og fyrri hluti maí. Flestir sem koma á þeim tíma eru á höttunum eftir hundasleðaæv- intýrum norðan heimskautsbaugs. í þeim hluta landsins eru hundarnir fleiri en mannfólkið. Ferð með hundasleða og vönum grænlenskum veiðimanni er ævin- týri sem seint gleymist. Hægt er að velja um mislangar ferðir, tveggja tíma sleðaferðir eru vinsælastar, en ekkert mál er að panta lengri ferðir. Margir sameina hundasleðaferö og dorgveiði niður um ís en hana hafa Grænlendingar stundað um aldaraðir. Ferðamynstrið er einnig að breyt- ast. Áður fyrr var algengt að ferða- menn kæmu til Grænlands, veldu sér fyrsta flokks gistingu og vildu lítið fyrir lífinu hafa. Þessi ferða- máti er hins vegar á undanhaldi. Nú vill fólk komast í ævintýri, leggja minna upp úr gistingunni og eyða meiri peningum í skoðunar- ferðir og minjagripi. Margir eru ferðamennirnir virkt fólk sem kom- ið er á eftirlaunaaldur eða ungir of- urhugar. Það færist í vöxt að ferðamenn kjósi fábreyttar vistarverur, enda eru fæstir þeirra sem ferðast til Grænlands i leit að þægindum held- ur vilja þeir fyrst og fremst komast í góð tengsl við ósnortna náttúru. Gisting er reyndar af öllu tagi - hægt er að gista á fyrsta flokks hót- elum niður í að deila vistcirverum með hundasleðastjómanda og allt þar á milli. Upplýsingar um ferðir til Græn- lands em nú komnar á netið og íjöl- margir nota sér þá þjónustu. Frá því alnetið um Grænland tók til starfa í ágúst síðastliðnum hafa 26.500 manns fengið upplýsingar þaðan. Veffangið á netinu er: http: //www.greenland-guide.dk -ÍS Ferð með hundasleða og vönum grænlenskum veiðimanni er ævintýri sem seint gleymist. Vafasamir bíiar Mikið hefur borið á því að ráðist hafi verið á farþega leigubifreiða í Mexíkóborg að undanfömu og þeir rændir. Yfirvöld hafa bent ferða- mönnum á að nota helst leigubíla með skráð atvinnuleyfi, en þannig megi forðast atvik af þessu tagi. Því er heitið af hálfu borgaryfirvalda að herör verði skoriö upp gegn rétt- indalausum leigubílstjórum. Eftirspurn Fimm evrópsk og arabísk flugfé- lög hafa sótt um leyfi hjá Samein- uðu þjóðunum fyrir að hefja flug til íraks til að fljúga með birgðir í tengslum við nýgerðan samning SÞ við íraka um olíu og matvæli. Olíu- sölubann á írak hafði verið í gildi í sex ár frá Persaflóastríðinu en ný- lega var því aflétt að hluta og írök- um leyft að selja einhverjar olíu- birgðir í skiptum fyrir brýnustu nauðsynjar, eins og mat og lyf. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna neita að upplýsa hvaða flugfélög þetta eru. Hættulegur farþegi Farþegi um borð í flugvél Amer- ican Airlines á leið frá Sevilla á Spáni til Miami í Bandaríkjunum gekk af göflunum þegar honum var neitað um leyfl til þess aö reykja á leiöinni. Hann hótaði öllu illu, sagðist vera hryðjuverkamaður og myndi sprengja upp vélina en allt kom fyrir ekki. Farþeganum, hinni 57 ára gömlu Sally Ann Stein frá Bandaríkjunum, var stungið beint í steininn í Miami og á hún yfir höfði sér verulega þungar fjársekt- ir. Járnbraut Tyrkir og grannar þeima, Georg- íumenn, undirrituðu í vikunni samkomulag um lagningu járn- brautar á milli landanna. Hún mun tengja saman tyrknesku borgina Kars og höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Viðgerð hafin 8 IEitthvert mesta stolt Feneyj- ar er hinn 15. aldar kirkjuturn á St. Mark’s torgi í miðbæ borg- arinnar. Hann hefur aila tíð dregið að sér fjölda ferða- manna, en hefur látið nokkuð á sjá í gegnum aldirnar. Nú standa yfir umfangsmiklar við- gerðir á turninum, sem eru undir yfirstjórn klukkufram- leiðandans Piaget. Áætlað er að viðgerðum verði lokið árið 1999, þegar haldið verður upp á 500 ára afmæli tumsins. Kirkju- turninn er talin ein merkasta bygging Renaissance tímabils- ins. Aðvörun f Fólk sem á ferð til Grikk- lands á næstunni, má búast við i leiðinda töfum á ýmsum svið- um ferðaþjónustunnar. Tíð Iverkfóll undanfarnar vikur hafa gert ferðamönnum lífið leitt og ekki er útlit fyrir að úr rætist á næstu vikum. Verk- fallssinnar boða allshverjaverk- fall þann 4. febrúar sem standa á til óákveðins tíma. Banna reyk Indverjar eru þekktir fyrir að reykja meira en aðrar þjóðir og hingað til hafa reykingamenn að mestu verið látnir í friði með siði sína. En nú er farið að þrengja að þeim, því í vikunni voru sett í gildi lög í Nýju Del- hi sem banna reykingar i leik- húsum, strætisvögnum, opin- berum stöðum og almennings- görðum. Einnig er bannað að setja upp sígarettuauglýsingar innan borgarmai'kanna. Þetta er fyrsta borgin í landinu sem grípur til aðgerða gegn reyk- ingamönnum. Þeir sem brjóta þessi lög, geta átt von á sektum, frá 200 krónum fyrir fyrsta brot, upp í rúmar 1.000 krónur fyrir endurtekin brot. Það þykja ekki háar upphæðir á ís- landi, en eru þeimur meiri í Indlandi. Afpantanir Árásir heittrúaðra múslima I á feröamenn í vesturhluta Úg- !! anda á síðustu mánuðum hafa skaðað mjög ímynd landsins sem ferðamannaland. Flestar áráshnar hafa verið gerðar í vesturhluta landsins, meðal annars í Rwenzori þjóðgarðin- um, sem vinsæll er af ferða- mönnum. Um 7 af hverjum tíu ferðamönnum, sem pantað hafa ferðir til Úganda í þjóðgarðana í vesturhluta landsins, hafa af- pantað. Meira fyrir pundið Fastlega er búist við því að ; straumur ferðamanna frá Bret- landi eigi eftir að aukast mjög í ár. Sterk staða pundsins ræður þar mestu um, en vegna þess hve pundið er skráð óvenjuhátt s gagnvart helstu gjaldmiðlum heims, fá ferðamennirnir meira fyrir peningana erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.