Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 46
54 fréttir LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997 Nesfiskur og Njáll í Garði: Til hamingju með Metár 1996 með 1 Q afmælið 2. febrúar þúsund tonn upp úr sjó DVSuðumesjum: „Við unnum um 10 þúsund tonn af fiski upp úr sjó í fyrra sem er það mesta hjá okkur. Þetta hefur gengið vel síðustu árin og höfum við alltaf verið réttum megin við núllið,“ sagði Bergþór Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Nesfisks hf. og Njáls hf. í Garði, í samtali við DV. Fyrirtækin, sem eru í eigu sömu fjölskyldu i Garðinum, velti 1650 milljónum króna í fyrra. Velta frystihúss Nesfisks var rúmar 1100 milljónir og afla- verðmæti báta Njáls, sem eru sjö talsins, var rúmar 500 milljónir króna. Fyrirtækin hafa yfir að ráða 3800 þorskígildistonna kvóta. Um 250 manns vinna hjá fyrir- tækjunum og var launakostnað- ur í fyrra 438 milljónir sem er 1,2 milljónir á dag. Bergþór seg- ir að ekki sé eins bjart í sölumál- um þessa fyrstu daga ársins 1997 miðað við sama tíma i fyrra. „Það er lakara markaðsútlit og lægra afurðaverð. Verð á salt- fiski lækkaði og erfiðara er að selja hann. Þá er ekki eins bjart I sölumálum á loðnunni en við frystum 600 tonn í fyrra og reiknum með sama magni í ár,“ sagði Bergþór. -ÆMK Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri. DV-mynd ÆMK Snæfellið til rækjuveiða við Namibíu DV, Dalvík:__________________________ Togarinn Snæfellið SH 740 í eigu Njarðar, dótturfyrirtækis Útgerðarfélags Dalvikinga og Snæfellings, er nú á leið til rækjuveiða á ókunnum slóðum. Reynt verður að veiða rækjuna við Namibíu á suð- vesturströnd Afríku. Þangað er 3-4 vikna sigl- ing. Reiknað er með að skipið verði þar um miðjan febrúar. Að sögn Valdimars Bragasonar er um tilraunaverkefni að ræða og það skilyrði sett fyrir leyfi að reynt yrði við rækjuna í tvo mán- uði hvort sem eitthvað veiddist eður ei. Þeir bjartsýnustu reikna þó með að Snæfellið verði þarna í 2% ár. Gert er ráð fyrir að afla verði landað í Namibíu sem fari síðan að mestu til Spánar. í raun liggja litlar upplýsingar fyrir um veiðisvæðin og því um nokkurs konar þróunarverkefni að ræða. Samkvæmt upplýsingum DV er í landhelgi Namibíu stór og góð rækja þar sem ekkert hefur þó verið reynt að veiða frá því landhelgi Namibíu var færð út fyrir 6 árum og rússneskum og spænskum togurum vísað úr landhelginni. Þeir höfðu veitt þar rækju en upplýsingar um það litlar. Auk Snæfells mun Siglfirð- ingur stunda rækjuveiðar við Namibíu og er á leið þangað. -HIÁ fólk í fréttum Lokað . ídag Barbra Streisand geislar af hamingju Utsalan yfir nýju ástinni sinni hefst á morgun, kl. 8.00 oppskórinn Veltusundi v/Ingólfstorg Barbra Streisand var vinnualki, alltof feit og einmana og tróð sig út af ruslfæði þegar hún kynntist James Brolin. Sálfræðingurinn hennar, Linda Tatum, átti ekki til orð yfir því hvernig Streisand fór með sjálfa sig. Þetta átti allt eftir að breytast þegar hún kynntist hinum 56 ára James Brolin í haust en þá tók hún sér tak. Þau urðu yfir sig ástfangin 3**.»,. en það kom Sumarhús óskast til leigu Verkstjórafélag Reykjavíkur óskar eftir að taka á leigu sumar- hús fyrir félagsmenn sína, tímabilið júní-ágúst, í uppsveitum sunnanlands eða í Borgarfirði. Önnur staðsetning kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar á skrifstofu félassins í síma 562 7070 frá kl. 9-14. Myndriti 562 7050. vinum Börbru á óvart þegar Brolin flutti fljótlega inn á heimili hennar í Malibu þar sem hún eldar fyrir hann og hagar sér að öflu leyti eins og ung brúður. Á örfáum mánuðum breyttist Barbra úr ljóta andarunganum í fal- legan og hamingjusaman svan eins og í sögunni. Hún lítur út fyrir að vera tíu árum yngri en hennar 54 ár segja til um. Fitan er horfin og meiri hlýja einkennir persónuna en hefur gert lengi, segja þeir sem tfl þekkja. Margir segja að hún hafi loks fundið hamingjuna með Brolin. Hann er stór og sterkur og menn eru farnir að velta því fyrir sér hvenær kirkjuklukkumar fari að hringja en Brolin er tvífráskilinn. Barbra hefur verið orð- uð við Ryan O’Neal, Kris Kristoffer- son, Warren Beatty, Sam Elliott, Liam Neeson og framleið- andann Elliot Gould sem allir eru mikl- ir kvenna- menn. Söngkonan Barbra Streisand, sem er 54 ára, hefur sjaldan litiö betur út en eftir aö hún varð ástfangin af James Brolin. Guðfinna Einarsdóttir, Dalalandi 12, Reykjavík. 85 ára Ólafur Björnsson, Aragötu 5, Reykjavík. Ólafur verður að heiman á af- mælisdaginn. Jónína Þórðardóttir, Háteigsvegi 18, Reykjavík. 80 ára Stefán Ágústsson, Faxastíg 24, Vestmannaeyjum. Lilja Vigfúsdóttir, Holtagerði 52, Kópavogi. 75 ára Hildur Jónsdóttir, Dalbraut 23, Reykjavík. 70 ára Óli Magnús Þorsteinsson, Kárastíg 13, Hofshreppi. Jóna Margrét Júlíusdóttir, Hásteinsvegi 56a, Vestmanna- eyjum. 60 ára Ingibjörg Ólafsdóttir, Víðigrund 55, Kópavogi. Björg Gunnarsdóttir, Faxabraut 32b, Reykjanesbæ. Guðmundur Hólm, Blesugróf 29, Reykjavík. Elsa Guðmundsdóttir, Vogabraut, Aki'anesi. Helga Heiðbjört Bjömsdóttir, Marbakkabraut 12, Kópavogi. 50 ára Pálmi Þorsteinsson, Sólbrekku 29, Húsavík. Sigrún Bjamadóttir, Vesturási 23, Reykjavík. Unnur Hrönn Sigurgeirsdótt- ir, Vesturbergi 85, Reykjavík. Snæbjörn Magnússon, Grensásvegi 58, Reykjavík. Guðni Agnarsson, Engihjalla 9, Kópavogi. Einar Ingólfsson, Grundarhúsum 42, Reykjavík. Hrefna Þórarinsdóttir, Neðstaleiti 4, Reykjavík. Hans Sigurbjörnsson, Öldugranda 5, Reykjavík. Hjördís Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 8, Reykjanesbæ. Ragnheiður Guðmundsdótt- ir, Klébergi 10, Þorlákshöfn. Ragnhildur Ólafsdóttir, Hrauntungu 109, Kópavogi. Þórir Steingrímsson, Breiðvangi 52, Hafnarfirði. Pétur I. Pétursson, Hjarðarlundi 9, Akureyri. Sunneva Traustadóttir, Víðgrand 23, Kópavogi. 40 ára Sigríður Marteinsdóttir, Viðarrima 25, Reykjavík. Svava Loftsdóttir, Jöklaseli 3, Reykjavík. Unnur Gunnarsdóttir, Hlíðabyggð 11, Garðabæ. Hafþór Harðarsson, Lyngholti, Leirár- og Mela- hreppi. HeUen Magnea Gunnarsdótt- ir, Kvisthaga 13, Reykjavík. Ingimar Amdal Árnason, Hörgshlíð 2, Reykjavik. Bryndís Torfadóttir, Salthömrum 12, Reykjavík. Kristín Elísabet Guðjónsdótt- ir, Skildinganesi 50, Reykjavík. Indriði Þorkelsson, Veghúsum 11, Reykjavík. Þorsteinn Guðnason, Spóahólum 14, Reykjavík. Rögnvaldur Othar Erlings- son, Hrauntungu 27, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.