Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 25 Fréttir Islenskir hestar: Fara 3100 kílómetra með boðkefli - frá Slóveníu til Noregs Þann 16. janúar hófst í Slóveníu boðreið á íslenskum hestum sem endar á heimsmeistaramótinu í hestaiþróttum í Seljord i Noregi 5. ágúst. Á siðasta heimsmeistaramóti í Sviss var farin svipuð ferð frá Nor- egi til Sviss en önnur leið verður farin nú. Lagt var af stað með boðkefli þann 16. janúar hjá Giselu Ross Pantelic í Slóveníu og riðu Slóven- amir 160 kílómetra að austurrísku landamærunum. Austurrískir knapar tóku þar við keflinu og ríða um 300 kílómetra að þýsku landamærunum, meðal ann- ars yfir Alpana þar sem er mikill snjór. Þjóðverjar munu ríða 1600 kílómetra að dönsku landamærun- um og er búist við að þeir verði þar í apríl. Danir fara yfir danskt land með boðkeflið og hugsanlega á víkinga- skipi yfir til Svíþjóðar þar sem Sví- ar taka við og ríða með keflið til Noregs og þaðan verður leiðin greið til Seljord. Leiðin sem farin verður með keflið er um það bil 3100 kílómetrar og verður farin á 27 vikum. Meðal- reið á viku er 120 til 130 kílómetrar. í samsvarandi ferð árið 1995 tóku um 1000 hestar og knapar þátt og er það lengsta boðreið sem farin hefur verið í heiminum og vakti hún mikla athygli. Danir ætlað að auglýsa íslenska hestinn þegar þeir verða með keflið með ýmiss konar uppákomum á leiðinni, meðal annars í Kaup- mannahööi. -E.J. slenskir knapar munu keppa á heimsmeistaramótinu í Noregi í ágúst. Hemmi Gunn í Áhrifum, tímariti um vímuefnamál: Iþróttafélögin ekki tilbúin í forvarnir Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, segir í nýlegu tímariti um vímuefnamál, Áhrifum, að íþróttafé- lögin séu ein og sér ekki tilbúin til að sinna forvamarstarfi. Þau eigi frekar að einbeita sér að því sem þau geri best, þ.e. að þjálfa upp íþróttamenn, en leyfa öðrum að ein- beita sér að fræðslu um skaðsemi og áhrif vímuefnaneyslu. Hreyfmgin geti engu að síður lagt þar lið. í tímaritinu er fjallað um úthlut- un úr Forvamarsjóði þar sem hæsta Á einstaka framlagið rann til íþrótta- sambands íslands, ÍSÍ, og Ung- mennafélags íslands, UMFÍ, eða 4 milljónir króna. Samtökin hafa sameiginlega komið á fót nefnd sem vinna á að skipulagningu forvarnar- starfs innan íþróttahreyfíngarinnar. I Áhrifum er velt upp nokkrum spumingum og rætt við forystu- menn úr íþróttahreyfmgunni. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki sú hreyfing sem eigi að vinna mest að forvömum í landinu, með fullri virðingu fyrir þeim ágætu mönnum sem þar starfa. Það eru svo margir aðrir sem ég tel færari um þessa hluti. Þeir gætu síðan virkjað einhverja úr íþróttahreyfingunni með sér. Það er allt annar hlutur. Það hef- ur meiri áhrif að fara inn í skólana og klíkurnar með fræðslu frá fólki sem hefur reynslu og svo öðrum með enga reynslu en hafa aldrei notað vímuefni. Þá er ég að tala um íþróttahetjur sem krakkamir líta upp til,“ segir Hemmi í viðtalinu við tímaritið Áhrif. -sv Formannsskipti í Náttúruverndarráði: Náttúruverndarþing gegn stóriðju Amþór Garðarsson prófessor lét af formennsku í Náttúravemdar- ráði á náttúruvemdarþingi sem lauk um helgina og við tók Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. Ólöf Guð- ný fær það hlutverk að móta starf ráðsins undir nýjum lögum sem tóku gildi á síðasta ári. „Hið nýja Náttúruvemdarráð hefúr ekki tekið til starfa enn þá, en ég mun kalla það saman fljótlega og ég reikna með því að álversmálið í Hvalfirði komi upp á vettvangi ráðsins. Starfið er hins vegar ekki hafið,“ segir nýr formaður Náttúm- vemdarráðs í samtali við DV, en á náttúruvemdarþinginu var sam- þykkt ályktun þar sem lagst er gegn frekari stóriðjuáformum í Hvalfirði Samkvæmt fyrmefndum lögum um náttúmvemd hefur ný stofnun verið sett á stofii, Náttúruvemd rík- isins, en hún tekur að nokkra leyti við því hlutverki sem Náttúru- vemdarráð hafði áður. Níu manns skipa nú Náttúravemdarráð en sex þeirra era skipaðir af umhverfis- ráðherra, einn þeirra, formaðurinn, án tilnefningar, en fimm eftir tillög- um Náttúrufræðistofnunar, Háskól- ans, Bændasamtakanna, Ferða- málaráðs og Skipulagsstjóra ríkis- ins. Þrír fulltrúanna eru kosnir af Náttúravemdarþingi. Náttúravemdarráð á nú að vera umhverfisráðherra og Náttúra- vemd ríkisins til ráðgjafar um frið- lýsingu svæða og náttúravemdar- aðgerðir og veita faglega ráðgjöf í málum sem varða náttúravemd. -SÁ Sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð: Forsendur breyttar fýrir sameiningu DV Ólafsfíröi: Ólafsfirðingar hafa dregið sig út úr viðræðum um sameiningu sveit- arfélaga við utanverðan Eyjafjörð vegna þess að allar forsendur fyrir henni séu breyttar. Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæj- arstjómar Ólafsfiarðar, leggur áherslu á að ekki sé farið of geyst í málinu. Beðið sé fram yfir næstu sveitarstjómarkosningar en mönn- um ekki stillt upp við vegg og ákveðið strax hvort kjósa skuli um sameiningu í haust. Dalvíkingar hafa haft forastu um að sameina Ólafsfiörð, Dalvík, Svarfdælahrepp og Árskógsstrandarhrepp í eitt sveitarfélag. „Við teljum mikilvægt að Siglu- fiörður sé með í þessu dæmi og þá horfúm við til þess að jarðgöng verði gerð milli Ólafsfiarðar og Siglufiarðar. Það er auðvitað for- sendan," sagði Þorsteinn. Málið er flókið og þeir sem frétta- maður DV hefur rætt við era allir sammála um nauðsyn þess að halda umræðunni opinni enda sé samein- ing í einhverju formi hagkvæm - jafnvel nauðsynleg. Flestir líta til þess að meiri samvinna verði milli fyrirtækja á Ólafsfirði og Siglufirði næstu árin, jafnvel á næstu mánuð- um. Bent er á í því sambandi að Þormóður rammi eignaðist á síð- asta ári 20% í Sæbergi, stærsta fyr- irtækinu á Ólafsfirði. Byltingarhreyfing lýsir ábyrgð á skemmdarverki Byltingarhreyfingin Rauöa stjarnan hefur lýst fullri ábyrgð á skemmdarverki sem unnið var á skilti á Miðnesheiði aðfaranótt sL fostudags. Skiltið, sem merkt var „Varnarstöð", var eyðilagt og í stað- inn var ritað á það „Morðingjar“. Byltingarhreyfingin sendi fréttatilkynningu til fiölmiðla þar sem hún lýsir fullri ábyrgð á að- gerðum sínum. Með þessu segjast samtökin vera að mótmæla heimsvaldastefnu Bandarikjanna og hersetu þeirra á íslandi. Hreyf- ingin segist berjast fyrir betri heimi og vill sníkjudýr kapítal- ismans burt. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunn- ar í Keflavík. -RR Hagstœö kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni. o\\t mllli hlrriif^ Smáauglýsingar 550 5000 -HJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.