Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Side 36
 Tvöf&ldur I, vinningm IfTli /*V* 5iI mltó/* od Vinnö Vinningstölur 3.2/97 18}(27}(30j KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 „ Reykjavík: Ofremdar- ástand > vegna hálku „Það fóru bUar frá okkur með öU tæki klukkan 4 í nótt tU að ryðja göt- ur. Það er hins vegar ekkert saltað í svona frosti en við gerum það um leið og slaknar á frostinu. Þetta er afar sérstakt og erfitt ástand og óvenju- mikil hálka. Við gerum eins og við getum en ég á von á að ástandið skáni þegar líður á morguninn," segir Sig- urður Skarphéðinsson gatnamála- stjóri. Algert ófremdarástand myndaðist í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í morgun þegar þúsundir bílar komust vart leiðar sinnar vegna snjóþunga eða hálku á götum borgarinnar. Dæmi CS*- voru um að fólk væri aUt að klukku- stund með strætó úr Breiðholti niður á Hlemm. Töluvert var af umferðaróhöppum í morgun vegna hálkunnar en ekkert þeirra var talið alvarlegt. -RR Hafísinn kom- inn fram hjá Kolbeinsey ------------------------ DV, Akureyri: Hafísjaðarinn norður af landinu er kominn fram hjá Kolbeinsey og hefur verið að þokast nær landinu undanfarna daga. í gær var ísinn ríflega 40 sjómUur norður af Gríms- ey. Einar Sveinbjömsson veðurfræð- ingur sagði í morgun að útlit væri fyrir óhagstæða vindátt næstu daga, en það er norðanátt. Einar sagði þó ómögulegt að spá fyrir um fram- haldið, menn hefðu ekki mikla reynslu tU að setja slíkar spár fram auk þess sem veðurfar væri mjög stór þáttur varðandi framvindu mála. í Grímsey eru menn við öUu bún- ir ef „landsins forni fjandi" skyldi gera vart við sig. Sjá nánar á bls. 27. -gk Bruni í Súðavík Eldur kviknaði í einbýlishúsi við Nesveg í Súðavík í nótt. Ein kona var í húsinu en hún komst sjálf út. Hún var flutt á sjúkrahús með snert af reykeitrun. Slökkvilið Súðavíkur slökkti eld- inn og gekk slökkvistarf greiðlega. Húsið, sem stendur á snjóflóða- hættusvæði, er töluvert skemmt. j».Rannsókn á eldsupptökum stendur nú yfir. -RR PAÐ HAFA EINHVERJIR' orðid SALTVONDIR í UMFERÐINNI! 24 ára maður viðurkennir að hafa skotið að Hlöðveri Aðalsteinssyni: Segir Hlöðver hafa misnotað sig áður - ætlaði að hefna sín vegna kynferðislegrar áreitni á unglingsárum 24ra ára Hafnfirðingur, sem viðurkenndi i gærkvöldi að hafa hleypt af haglabyssu í átt að Hlöð- veri heitnum Aðalsteinssyni að- faranótt 29. desember, segir að ástæða verknaðarins sé sú að þegar hann var á unglingsárum hefði Hlöðver leitað á sig kynferð- islega. Því hafi verið um hefndar- aðgerð að ræða sem þó hefði ekki átt að enda með því að Hlöðver hlyti bana af. Hinn ungi Hafnfirðingur viður- kenndi jafnframt í gærkvöldi að hafa farið með Hlöðveri á Lödu- jeppa hans um nóttina að Krýsu- víkurvegi. Hann hafi til margra ára verið ósáttur við Hlöðver og hefði viljaö ræða fortíðina við hann. Nokkru áður hafði komist á samband á milli þeirra sem leiddi til hinnar örlagaríku ferðar þeirra á jeppa Hlöðvers að Krýsu- víkurvegi. Maðurinn segir að er þeir komu á vettvang hefði hann beint byssunni í átt að Hlöðveri til að hræða hann í hefhdarskyni fyrir hina kynferðislegu áreitni forð- um. Síðan hafi hann ætlað að hleypa af fram hjá honum. Hann viðurkennir því ekki ásetning um að hafa ætlað að bana Hlöðveri. Eins og fram hefur komið í DV var tæki í sima Hlöðvers heitins sem skráði tugi símtala aftur í tímann. Þannig bárust böndin að framangreindum manni en hann vísaöi því á bug við fyrstu yflr- heyrslur að hafa vitað um ferðir Hlöðvers heitins nóttina sem honum var banað. Haglabyssa fannst hins vegar í fórum hans. Rannsókn RLR leiddi síðan í ljós að högl sem fundust við Krýsu- víkurveg voru úr byssu manns- ins. Einnig fundust „lífssýni" úr manni í jeppa Hlöðvers heitins - sýni sem send voru í DNA-rann- sókn í Noregi. Niðurstaða hennar barst síðan í gær - sýnið var úr hinum grunaða. Hann var þá leiddur til yflrheyrslu þar sem hann viðurkenndi að hafa skotið úr byssunni í átt að Hlöðveri heitnum. Farið verður fram á langt gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Málið telst reyndar að miklu leyti upplýst hjá RLR en þó á eft- ir að ganga frá ýmsum lausum endum. -Ótt Bullandi oanægja rikir meö nýjan kjarasamning í loðnuverksmiöjunum. Jóhann Arnarson og Einar Einarsson, starfsmenn í loðnuverksmiðju Hraðfrystihúss Eskifjaröar virða fyrir sér þennan umdeilda samning. Gengið verður til atkvæðagreiðslu um samninginn um næstu helgi. Sjá nánar á bls. 5. DV-mynd Þórarinn Samræmd próf: Tíð manna- skipti stærsta vandamálið - segir skólastjóri „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu en vandi okkar liggur fyrst og fremst í tíðum mannaskiptum. Kenn- arar stoppa hér gjarna í einn til tvo vetur og það hefur auðvitað áhrif á langtímaskipulag. Að auki náðum við ekki að fullmanna skólann í vetur og því er hver og einn að kenna mjög mikið," segir Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík, en skólinn er með lægstu meðalein- kunn úr samræmdum prófum I 10. bekk 1996. Skarphéðinn segir meðaltalsút- reikninga mjög vafasama í svona fá- mennum skólum þar sem útkoman geti orðið nokkuð ýkt mynd af raun- veruleikanum. „Við leitum leiða til úrlausna og skólanefndin hefur m.a. óskað eftir fundi með hreppsnefndinni til þess að ræða það hvemig megi stuðla að betra skólastarfi á Hólmavík." - Sjá nánar á bls. 2 -sv Veörið á morgun: Snjókoma og skafrenn- ingur Á morgun verður hvöss aust- læg átt og snjókoma og skafrenn- ingur um mestallt land. Frost veröur á bilinu 0 til 8 stig, kald- ast í innsveitum norðaustan- lands. Veðrið í dag er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.