Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 Fréttir_________________________________________pv Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, á opnum fundi á Akureyri: Forstjórabitlingar í formi baksleikjuviðbits vegar milli þeirra sem eru bundnir við taxtakerfið og hins vegar sjálf- tökuliðsins. Voru Seðlabankastjór- arnir ekki að fá 52% hækkun? Svo segir framkvæmdastjóri VSÍ að þetta sé ekki svo mikið úr takt við það sem hefur verið að gerast. Ef þessar yfirlýsingar kveikja ekki upp í fólki og koma blóðinu á hreyfingu þá er bara hætt að renna blóðið í æðum þessarar þjóðar. Ég veit hins vegar að svo er ekki, ég held að það sé far- ið að ólga,“ sagði Ögmundur. -gk - fyrsta krafan að um kaup og kjör verði samið frá a til ö DV, Akureyri: „Ég er þeirrar skoðunar að verka- lýðshreyfíngin öll þurfi að styrkja áróðursstöðu sína miklu betur áöur en gengið er til kjarasamninga. Það er verið að slást um tilverugrundvöll verkcilýðshreyfingarinnar og það hvort hér eigi að semja um kaup og kjör verkalýðshreyfingarinnar yfir- leitt. Þess vegna er ég þeirrar skoð- unar að launataxtakerfið alit þurfi að hækka,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, á opnum fundi Al- þýðubandalagsins á Akureyri í gær- kvöldi inn stöðu kjaramála. Ögmundur sagði að tilgangurinn með lagasetningu um stéttarfélög og vinnudeilur, sem samþykkt var á Alþingi sl. vor, hefði veriö að flækja allt samningaferlið og hann gagn- rýndi mjög að í lögunum er ákvæði þar sem segir að forstjórar skulu fá heimild til að ákvarða svokölluð viðbótarlaun. „Þessar reglur eru til og ganga undir nafninu kjarasamningar. Síð- an hefur komið í ljós að viðsemjend- ur okkar vilja draga úr vægi grunn- launa en auka þann hlut sem er ákveðinn inni á vinnustaðnum og það verði atvinnurekandinn sem gegni þar lykilhlutverki. Fyrsta krafa okkar, og hún er afdráttar- laus, er sú að um kaup og kjör, frá a til ö, verði samið. BSRB mun eiga fund með viðsemjendum sínum í næstu viku og árétta þessa kröfu. Viðsemjendur okkar vilja að við semjum um lágmarkslaun, ekkert annað, en síðan komi forstjórabitl- ingamir í formi baksleikjuviðbits og einhliða ákvarðanir forsljóranna inni á vinnustöðunum. Ef við ætl- um að standa vörð um félagslega samninga þá verðum við að hækka launataxtakerfið almennt. Ef við ekki stöndum vörð um þetta kaup- taxtakerfi mun sjálftökuliðið fara sínu fram. Launamisréttið hefur ekki aukist í gegn um taxtakerfíð heldur annars íslensku forsetahjónunum tekið með hermennskubrögðum í Ósló: Leggja rækl viö varnir landsins - sagði Ólafur Ragnar um áberandi nærveru hersins í móttökunum DV, Ósló: „Ég lít ekki á það sem neinn sér- stakan hermennskuanda þótt Norö- menn leggi áherslu á sögu sína og þann þátt sem vamir landsins skipa," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, aðspurður hvort honum hefði líkað áberandi nærvera norska hersins við komuna í opinbera heim- sókn til Noregs í gærmorgun. Fallbyssuskotin dundu frá Akurs- húskastala og bergmáluðu í ráðhúsinu og konugshöllinni. Hermenn höfðu raðað sér meðfram hallargarðinum og niður um allan bæ til að bjóða ís- lensku forsetahjónin velkomin. „Hann er að koma! Hann er aö koma!“ kölluðu bömin eftir að hafa deilt af ákafa um hvort forseti ís- lands væri fæddur 14. apríl eða 14. maí! Þau höfðu mikinn áhuga á for- setahjónunum eins og allir aðrir, en töldu hann samt varla jafnmerkileg- an og kónginn vegna þess að „for- seti hefúr engan her“. íslenskum áhorfendum kom á óvart hve mikið var við haft við komu íslensku forsetahjónanna, Ól- afs Ragnars og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Fólk stillti sér upp meðfram Karl Jóhann, aðal- götunni í Ósló, og íslenskir og norskir fánar blöktu við hún út um allan bæ. „Það er bara eins og páfinn sé að koma,“ sagði einn áhorfenda. Móttökumar voru hlýjar en veðráttan heldur nöpur, suðvest- ankaldi og þykkt loft en þó þurrt. Þrátt fyr- ir hryssinginn safnað- ist fólk saman hvar- vetna þar sem forseta- hjónin fóm. Frú Guðrún Katrín var í hárauðri kápu með hatt í sama lit viö komuna. Sonja drottning var í líkt sniðnum fötum en fjólubláum. Síðar um daginn hafði Guðrún Katrín skipt yfir í brúna kápu með loð- kraga og barðastóran hatt. Sonja var í sömu kápu og fyrr. Við höllina höföu hirðmenn kon- ungs rúllað út öllum tiltækum rauð- um dreglum og Haraldur stóð í rétt- stöðu við hliö Sonju drottningar og tók á móti Ólafi Ragnari og Guð- rúnu Katrínu þegar þau renndu í hlað. Eftir könnun á heiðursverði hersins var haldið til bústaðar kon- ungshjónanna að Skógum, skammt vestan Óslóar. Eftir það var minning Ólafíu Jó- hannsdóttur heiðmð, en stytta henn- ar stendur í Ósló. Ólafia var hjúkr- imarkona og vann mikiö starf við að rétta hlut vændiskvenna í Ósló um 'og eftir aldamótin. Forsetinn opnaöi einnig sýningu á íslenskum bókum og í gærkvöld var kvöldverður í boöi norsku konungshjónanna í Akurs- húskastala. Sjálf konungshöllin er ónothæf vegna viðgerða. „Ég vona að heimsóknin verði til að bæta andann í samskiptum þjóð- anna,“ sagði Ólafur Ragnar um þýð- ingu Noregsferðarmnar. Hann sagði að Norðmenn og íslendingar hefðu alltaf átt i deilum en sagðist finna það nú að mikill vilji væri til að bæta sambúðina. Um lausn Smugu- mála vildi hann þó engu spá. -GK Laun bankastjóra Seðlabankans hafa hækkað um 36 prósent síðustu 2 árin: Hækkunin nemur 130 þúsund krónum á mánuði - bankastjórar með rúm 500 þúsund á mánuði og 50-250 þúsund í aukasporslur I svari Finns Ingólfssonar við- skiptaráöherra við fyrirspum Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem dreift var á Alþingi í gær, kemur fram að meðallaun bankastjóra Seðlabank- ans eru 481 þúsund krónur á mán- uði. Þau hafa hækkað síðustu 6 árin um 52 prósent. Þá vekur það athygli að þau hafa hækkað um 36 prósent síðustu 2 árin. Þessi launahækkun nemur 130 þúsund krónum á mán- uði sem eru nær þrefold lægstu laun í landinu. Meðallaun bankastjóra Búnaðar- hankans eru nú 536 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað síðustu 6 árin um 34 prósent eða um 137 þús- und krónur á mánuði. Meðallaun bankastjóra Lands- bankans eru nú 518 þúsund krónur á mánuöi og hafa hækkað um 27 prósent síöustu 6 árin eða 110 þús- und krónur á mánuði. Bankastjórar sitja í launuðum stjómum fyrir bankana. Lands- bankastjórar sitja í 16 stjómum, Búnaðarbankastjórar í 10 stjómum og Seðlabankastjórar í 5 stjómum. Laun fyrir hverja stjóm em frá 20 þúsundum og upp í 100 þúsund krónur á mánuði. Viöbótatekjur bankastjóranna em því líka frá 50 þúsund krónum og upp í 250 þúsund krónur á mán- uði, segir Jóhanna Sigurðardóttir. Þessu var ekki svarað og verður nánar spurt um þetta á Alþingi síð- ar. Ríkisbankamir greiöa banka- stjóralífeyri til 17 einstaklinga að meðaltali 291 þúsund krónur á mán- uði. Hæsta lífeyrisgreiðslan nemur 445 þúsund krónum á mánuði. Margir þessara einstaklinga fá lika greitt úr lífeyrissjóöum alþingis- manna og iífeyrissjóði ráðherra. Lífeyrisskuldbindingar bankanna vegna núverandi og fyrrverandi bankastjóra em 978 milljónir króna, Landsbankans 350 milljónir, Búnað- arbanaka 341 milljónir og Seðla- banka 287 miiijónir króna. -S.dór Já Nei 59% 41% FOLKSINS 904 1600 Verður KA íslandsmeistari í handbolta? Stuttar fréttir Forseti á gönguskíðum Ólafúr Ragnar Grímsson, for- seti íslands, gekk á gönguskíðum á Hoimenkollen við Ósló nú í morgun. Vel viðraði til skíðaiðk- unar í Ósló þar sem forseti er í opinberri heimsókn. RÚV sagði frá. Útvarpiö bætti þvi við að Eiður Guðnason sendiherra hefði dottið á göngunni. Engir rithöfundar Engir islenskir rithöfundar komu fram og lásu úr verkum sínum á íslenskri bókakynningu sem forseti íslands opnaði í Ósló í gær. Svo virðist sem farist hafi fyrir að bjóða rithöfundunum. RÚV sagði frá. Atlantsflug gert upp Skiptum er lokið á þrotabúi Atlantsflugs sem varð gjaldþrota í jan. 1993. 2,3% greiddust upp í al- mennar kröfur en ekkert upp í aðrar. 316 milljónir stóðu eftir í töpuðum kröfum. Viðskiptablaðið segir frá. 3.000 með FÍB-tryggingu Viðskiptablaöið segir að um 3% bíleigenda tryggi bílana hjá FÍB- tryggingu og hafi félagið náð um 3% markaðshlutdeild. Mikill órói sé á bílatryggingamarkaðnum og hart bitist um fyrrum viðskipta- vini Skandía. Loðnufrysting byrjuð Loðnufrysting fyrir Japans- markað hófst um borð í frysti- skipinu Blængi i gærkvöldi, að sögn RÚV, en auk þess er frysting að hegast á Eskifirði, Fáskrúðs- firði og víðar. Sýslumaður ávítaður Tölvunefnd telur að sýslu- manni Rangárvallasýslu hafi ver- ið óheimilt að afhenda ríkislög- manni afrit af lögreglugögnum vegna rannsóknar á hugsanlegu kynferðisbroti manns. Ríkislög- maður notaði gögnin sem vöm fyrir héraðsdómi til aö skýra hvers vegna manninum var neit- að um kennarastöðu. Með álveri í Hvalfiröi Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings því að álver rísi á Grundartanga. Talsmenn söftiun- arinnar búast við góðum undir- tektum. Dagur-Tíminn segir frá. Tollbúð á Seyðisfirði Seyðfirðingar gagmýna kostn- aöarhlutdeild sína í byggingu toll- búðar þar sem tekið er á móti far- þegum ferjunnar Norrönu og benda á að Keflvíkingar hafi ekki þurft að taka þátt í byggingu flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2 sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.