Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
Viðskipti
Endurskipu-
lagning
ríkisverðbréfa
Fjármálaráðherra hefur
ákveðið að unnið skuli að end-
urskoðun á útgáfu og sölu ríkis-
verðbréfa. Þessi endurskoðun
mun standa yfir fram á árið
1998. Stefnt er að því að fækka
bréfunum úr 45 í 9 og með því
veröur auðveldara að versla
með þau á eftirmarkaði. Gert er
ráð fyrir að verðmismunur milli
smárra verðbréfaflokka og
stærri flokka hverfi. Þá má ætla
að eftirmarkaösvextir bréfanna
muni með þessari ákvöröun
mynda traustan grunn fyrir
vaxtamyndun lántakenda á íjár-
magnsmarkaði.
Fjórir áfangar
I fyrsta áfanga mun ríkissjóð-
ur í einu lagi segja upp 9 flokk-
um spariskírteina sem eru með
gagnkvæmu uppsagnarákvæði í
skilmálum þeirra. Eigendum
þessara bréfa verður boðin þátt-
taka i sérstöku útboði 26. febrú-
ar nk. í öörum áfanga veröur
eigendum 22 flokka, sem eru of
litlir til að vera markaðsflokkar,
boðið að skipta yfir í ríkisverð-
bréf sem eru á eftirmarkaði.
Þetta skref verður stigið í april.
í þriðja áfanga, sem ákveðinn er
í október nk„ verður eigendum
tiltekinna spariskírteina, sem
útgefin eru 1993, boöiö að skipta
bréfum sínum fyrir ný bréf í
markaðsflokkum í frumsölu. í
lokaáfanga, sem er áformaður í
janúar- febrúar 1998, er ætlunin
að bjóða eigendum spariskír-
teina, útgefinna 1989, skipti á
nýjum markaðsbréfum.
Endurskipulagningin mun
m.a. geta stuðlað að lækkun
vaxta þar sem samanburður við
erlenda fiármagnsmarkaði verð-
ur skýrari en verið hefur.
Eimskip:
Aukning um 11%
- óánægja með afkomu
Umtalsverð aukning varð í
áætlunarflutningum til og frá ís-
landi á milli ára, úr tæplega 540
þúsund tonnum 1995 í 600 þús-
und tonn á liðnu ári, eða um
11%. Innflutningar með áætlun-
arskipum félagsins jókst um
16% á milli ára en frá landinu
var flutt tæplega 8% meira áriö
1996 en árið á undan. Stórflutn-
ingar til og frá landinu með
skipum Eimskips drógust sam-
an um 8% á milli ára. Þá jukust
áætlunarflutningar milli er-
lendra hafna um 16%.
Þrátt fyrir aukna flutninga og
almennt meiri umsvif verður af-
koman af hefðbundinni flutn-
ingastarfsemi félagsins talsvert
lakari en áætlanir gerðu ráð fyr-
ir. Kemur þar bæði til tekju-
lækkun vegna harðrar sam-
keppni en einnig hefur kostnað-
ur aukist á árinu vegna breyt-
inga á siglingakerfi, nýrra verk-
efna félagsins og kostnaöar-
hækkana erlendis.
Þróunarfélag íslands:
Hagnaður 438
milljónir
Þróunarfélag íslands skilaði
576 millj. króna hagnaöi fyrir
skatta á árinu 1996. Eftir skatta
nemur hagnaöurinn 438 milljón-
um kr. samanborið við 221 millj.
kr. árið áður. Liðið ár er þaö
besta frá upphafi hjá Þróunarfé-
lagi íslands.
Á árinu keypti félagið hlut i
34 félögum að upphæð 326 millj.
kr. og seldi hlutabréf alls að fiár-
hæð 268 millj. kr. í 20 félögum. í
árslok nemur eigið fé félagsins
1.524 millj. króna eða um 82% af
heildareignum. Hlutafé er 850
mifljónir og var aukið um 161
milljón kr. með útgáfu jöfhunar-
hlutabréfa og sölu nýrra hluta-
bréfa. -sv
DV
Allrahanda hf. meö tvo langferðabíla í akstri í Evrópu:
Keyra þúsundir Islendinga á
skíðasvæðin á hverjum vetri
- lengir vertíðina hjá okkur, segir Þórir Garðarsson
Allrahanda í Evrópu
Hamhorg
„Við erum með þrjá bíla fasta í
verkefnum ytra yfir vetrarmán-
uðina, einn lítinn og tvo lang-
ferðabíla, og erum í samstarfi við
þýskt rútubílafyrirtæki sem á um
60 bíla. Með þessu fáum við betri
nýtingu á bílunum, þeir eru í
akstri hér heima á siunrin og síð-
an flytjum við þá út þegar vertíð-
in klárast á haustin. Með því að
lengja vertíðina hjá okkur með
þessum hætti styrkjum við stöðu
okkar verulega," segir Þórir
Garðarsson, framkvæmdastjóri
Allrahanda hf., en fyrirtækið hef-
ur verið að færa út kvíarnar í
Evrópu upp á síðkastið.
Þórir segir að fyrirtækið haldi
sig mest á Lúxemborgarsvæðinu
og keyri síðan á alla helstu
áfangastaði Flugleiða í Evrópu,
Lúxemborg, París, Munchen,
Frankfurt og Hamborg. Hann seg-
ir að áhersla sé lögð á íslenska
bílstjóra fyrir íslenska farþega og
segir samkeppnishæfni þeirra í
Evrópu fela’st í því fyrst og
fremst.
„Farþegar okkar eru nær ein-
göngu íslendingar og við leggjum
mikla áherslu á það að bílstjórar
okkar séu meira eins og ferðafé-
lagar frekar en vinnudýr sem aka
bara á áfangastað og hvika ekki
frá einhverri fyrirfram skipu-
lagðri dagskrá. Við erum eina is-
lenska fyrirtækið með fasta að-
stöðu ytra og með svokallað EES-
leyfi frá samgönguráðherra. Við
erum að flytja þúsundir íslend-
inga á skíðasvæðin í Austurríki,
Ítalíu og Frakklandi.“
Þórir segir umsvifin alltaf vera
að aukast. Hann segir að sex bíl-
stjórar hafi verið ytra í verkefh-
um á dögunum en ítrekar að eng-
inn þeirra búi ytra. Þeir fljúgi út,
klári tiltekin verkefni og fljúgi
síðan heim aftur.
Allrahanda er með 25 bíla hér
heima, í strætisvagnaferðum á
höfuðborgarsvæðinu, áætlunum á
milli Reykajavíkur og ísafiarðar
og 3 bíla í föstum ferðum innan-
bæjar á ísafirði. Síðan séu fólks-
flutningabilar á ferð um allt land
á sumrin. -sv
Sameining sparisjóða á Vestfjörðum:
Yrði sá fimmti stærsti í
sparisjóðafjölskyldunni
„Það eiga sér stað formlegar viðræður og næstu
skref verða ákveðin í vikunni," segir Eiríkur
Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri á Flateyri, um
þær sameiningarviðræður sem eiga sér stað milli
sparisjóðanna á norðanverðum Vestfiörðum. Um
er að ræða Spafisjóð Önundarfiarðar á Flateyri,
Sparisjóð Súðavíkur, Sparisjóð Þingeyrarhrepps
og Sparisjóð Bolungarvíkur sem hugmyndin er að
sameina undir einu merki. Ef af sameiningu verð-
ur mun nýr sameinaður sjóður verða sá fimmti
stærsti í sparisjóðafiölskyldunni með eigið fé upp
á 700 milljónir króna. Eiríkur Finnm- segir að í
sínum huga sé ekki vafi á því að sameining sé af
hinu góða.
„Ef við ætlum að taka þátt í slagnum á peninga-
markaði þá er enginn vafi á því að þessar eining-
ar eru samkeppnishæfari með sameiningu en
hver fyrir sig,“ segir Eirikur Finnm. -rt
^ Verðbréfaviðskipti:
Islandsbankabréfin
vinsælust í liðinni viku
Viðskipti voru nokkuð líflega á
Verðbréfaþingi íslands og Opna til-
boðsmarkaðnum í síðustu viku.
Mest seldist af bréfum í íslands-
banka, eða fyrir rúmar 59 milljónir
króna, og hlutabréf að andvirði
rúmar 30 milljónir skiptu um hend-
ur í Eimskipafélaginu og Haraldi
Böðvarssyni. Bréf í íslenskum sjáv-
arafurðum seldust fyrir um 37 millj-
ónir í vikunni sem leið og bréf upp
á 33 milljónir seldust í Þróunarfé-
lagi íslands.
Bréf í Flugleiðum seldust fyrir
rúmar 16 milljónir króna en lítið
seldist í olíufélögunum, fyrir 1,6
milljónir í Olíufélaginu og rúma
milljón í Olís. Bréf fyrir tæpar fimm
milljónir króna skiptu um hendur í
Skeljungi.
Álverið tekur örlitla dýfu þessa
dagana og er komið niður í 1552
dollara tonnið. Dollarinn heldur
áfrcun að stíga, pundið er sömuleið-
is á uppleið en þýska markið og jen-
ið eru á hægri niðurleið. Þingvísi-
tala hlutabréfa er enn á uppleið.-sv
Hlutabréf:
Rangartölur
í vikunni 24. jan. til 31. jan.
voru skráð inn kauptilboð í við-
skiptakerfi VÞÍ um kaup á
hlutabréfum í Vaka aö nafh-
virði 100 þúsund krónur. Kaup-
gengi var fyrir mistök skráð 455
i staö 4,55. Leiðréttingin sem
gerð var skilaöi sér ekki til DV
og því var sagt frá óvenjulífleg-
um viðskiptum í fyrirtækinu. í
vikunni seldust hlutabréf fyrir
580 þúsund krónur en ekki 45
milljónir eins og fram kom í
upplýsingum VÞÍ. Þetta leið-
réttist hér með.
Dollar
Þingvísrt. hlutabr.
Eimskip
Olíufélagið
Skeljungur
Haraldur Böðv.
Flugleiðir
<
<
i
(
(
(
(
(
(
(
(
i
(
(
4
(
(
(