Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 18
50 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 Fréttir DV Flateyri: „Það eru 18 ár frá því að ég gerð- ist umboðsaðili fyrir Flugfélagið Vængi og á þessum árum hef ég sinnt þremur félögum sem hafa flog- ið hingað, Vængjum, Arnarflugi og nú síðast íslandsflugi sem hefur þjónað okkur undanfarin ár,“ sagði Sigríður Sigursteinsdóttir, fulltrúi íslandsflugs á Flateyri, eða Sigga flug, eins og hún er einatt kölluð af heimamönnum, í samtali við DV. Sigríður hefur sjálf haft með höndum akstur til og frá flugvellin- um í Holti. Á þeirri leið eru margir erfiðir kaflar í vetrarfærð svo oft hefur þurft að grípa til annarra far- artækja en bílsins þegar leiðin hef- ur verið lokuð vegna snjóa eða yfir- vofandi snjóflóðahættu. „Við höfúm stundum þurft að not- ast við snjóbíl til að komast á milli og iðulega hefur verið farið á bátum yfir í Holt til að komast á völlinn. Það munar þó miklu um brúna yfir fjörðinn. Hún styttir leiðina um helming og margir snjóþungir kafl- ar hurfu með tilkomu hennar. Þó er Hvilftarströndin eftir og hún er oft ansi erfið yfirferðar," segir hún. Þegar Sigríður hóf að sinna flug- Farþegar ganga frá boröi f Holti nú f febrúar. afgreiðslunni var flogið 2-3 í viku til Flateyrar og var það mikil bylt- ing í því að rjúfa einangrun staðar- ins. „Það hefúr orðið mikil breyting á þessu. Nú flýgur íslandsflug daglega hingað og fólk úr nágrannabyggð- um hefur í auknum mæli nýtt sér þessa þjónustu. Þó hefur orðið nokkur fækkun á farþegum, m.a. vegna fólksfækkunar hér á svæðinu og svo vegna hættra samgangna á DV-mynd Guðmundur landi. Nú er orðið hílfært til Reykja- víkur allt árið. Ég reikna með að sinna starfinu á meðan flogið verð- ur hingað. Svo hef ég jafnframt þessu verið umboðsmaður DV og áður Dag- Sigríður Sigursteinsdóttir. hlaösins frá því að það var stofnað og haft af því ánægju enda gaman að öllum svona störfum á meðan maður þarf ekki að standa við færi- band í einhverri verksmiðju," sagði Sigríður. GS Oft erfitt aö komast á flugvöllinn í Holti í vetrarfærð: Hef þurft að notast við báta og snjóbíla - segir Sigríður Sigursteinsdóttir, umboðsmaður íslandsflugs og DV á Flateyri Tálknafjörður: Stóra-Laugardals- kirkja 90 ára DV, Tálknafirði: Þess var minnst sunnudaginn 2. febrúar að 90 ár eru frá vígslu Stóra-Laugardalskirkju á Tálkna- firði. Guðsþjónusta var í kirkjunni þar sem sóknarpresturinn, séra Sveinn Valgeirsson, þjónaði fyrir altari, séra Karl V. Matthíasson pré- dikaði og séra Hannes Björnsson las ritnignarorð. Kirkjukór Stóra- Laugardalskirkju söng ásamt félög- um frá Bíldudal og Patreksfirði. Það var 1990 sem Tálknafjarðar- prestakall var stofnað og nær það yfir kirkjumar á Barðaströnd, í Haga og á Brjánslæk og svo Stóra- Laugardalskirkju í Tálknafirði. Fyrst í stað var hinu nýja presta- kalli þjónað af séra Sigurði Jóns- syni á Patreksfirði en Stóra-Laugar- dalskirkja heyrði undir Patreks- fjarðarprestakall áður en hið nýja prestakall hér varð til. Haustið 1991 var séra Karl V. Matthíasson kallaður að Tálkna- fjarðarprestakalli og þjónaði hann því til hausts 1995. Það var svo í febrúar 1996 sem séra Sveinn Val- geirsson, núverandi prestur, vígðist í prestakallið. Við messuna á sunnudaginn var Stóra-Laugardals- kirkja þétt setin af sóknarhömum sínum og öðrum gestmn og eftir messu var öllum boðið í kaffi sem sóknarnefnd sá um. Við kaffið vom flutt ávörp og meðal annars fór Lilja Magnúsdótt- ir yfir mjög svo merkilega sögu Stóra-Laugardalskirkju og til gam- ans má geta þess að timbrið í húsið var allt flutt inn tilhöggvið frá Nor- egi með hvalveiðiskipunum sem lögðu upp við hvalstöðina á Suður- eyri sem er handan fjarðarins. Núverandi formaður sóknar- nefndar Stóra-Laugardalskirkju er Sigurður Magnússon. -KA Prestarnir við athöfnina. Frá vinstri: Karl V. Matthfasson, Sveinn Valgeirsson og Hannes Björnsson. DV-mynd Kristjana SkagaQörður: Fjölmenn ráðstefna um atvinnumál í DV, Fljótum: » „Það þarf að leita nýrra kosta í atvinnumálum á þessu svæði. Við eigum möguleika að virkja hér raf- orku og það hljóta aö vera tU iðnað- arkostir sem henta Norðurlandi vestra, en við þurfum að kynna okkur og það sem okkar landsvæði hefur upp á að bjóða,“ sagði PáU Pétursson félagsmálaráðherra í ávarpi sínu á fjölmennri atvinnu- málaráðstefnu í Miðgarði í Skaga- firði. Á ráðstefhiumi var fjallað um skýrslu sem atvinnumálanefnd kjördæmisins skUaði frá sér fýrir skömmu. Fjöldi framsöguerinda um atvinnulífiö í kjördæminu, kosti, gaUa og möguleg sóknarfæri var fiuttur við þetta tækifæri og að þeim loknum voru paUborðsumræð- ur. Eins og búast mátti við snerist umræðan mest um atvinnumál. Ekki var að heyra á ráðstefnu- gestum að landbúnaður og sjávarút- vegur væru liklegir tU að veita fleira fólki á þessu svæði vinnu í framtíðinni en nú er. Þó var nefnt að mögulega væri hægt að halda í horfinu með því að efla ýmsa þjón- ustu við sjávarútveginn og færa heim í viðkomandi hérað. Helst þóttust fúndarmenn eiga sóknar- færi tU framtíðar í ferðaþjónustu og iðnaði. Húnaröst i höfninni á Höfn. DV-mynd Júlía Höfn í Hornafiröi: Húnarösl orðin dóttur- fyrirtæki Borgeyjar DV, Höfn: Gengið hefúr verið frá kaupum Borgeyjar hf. á 50% hlut Hákonar Magnússonar og Rósu Sigurðardótt- ur í Húnaröst ehf. og með þeim er Húnaröst orðin dótturfýrirtæki Borgeyjar. Áður hafði Borgey keypt 50% hlut Björgvins Jónssonar og fjölskyldu í Húnaröst. Frá 1993 hefúr skipið Húnaröst verið kjölfestan í hráefnisöflun Borgeyjar við vinnslu á uppsjávar- fiskum og er nú aflahlutdeUd Borgeyjar orðin meiri en þær sem seldar voru frá félaginu fyrir nokkrum árrnn, að því er segir í fréttabréfi frá Borgey. Húnaröst átti auk samnefnds skips fiskimjölsverksmiðju á móti Borgey og Skinney, sem átti þar 20% hlut, og er nú hlutur Borgeyjar í fiskimjölsverksmiðjunni 80%. Áhöfn Húnarastar verður sú sama og verið hefur að því undan- skUdu að Hákon Magnússon lætur af skipstjórn en við tekur Jón Axels- son. Hann hefur verið stýrimaður þar undanfarin ár og í afleysingum sem skipstjóri. JI Skagafirði Ferðaþjónustan hefúr verið í stöðugri uppbyggingu í kjördæm- inu undanfarin ár og kom fram að svæðið ætti enn talsverða mögu- leika ónýtta á því sviði. í afstöðu tU iðnaöar heyrðust raddir bæði með og á móti stóriðju en að efla þyrfti eftir mætti uppbyggingu smærri fyrirtækja t.d. væri víða hægt að nýta betur jarðhita á þessu svæði en nú er gert. -ÖÞ Jón Eiríksson f ræöupúltinu í Miö- garöi. DV-mynd Örn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.