Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
11
I>V
Fréttir
Starfshópur sjávarútvegsráöuneytisins einróma um aö hvalveiðar heQist á ný:
Hrikaleg niðurstaða fýrir
ferðamannaþjónustuna
- stefnir í 100 prósenta fjölgun ferðamanna, segir Símon Ellertsson hjá Sjóferöum ehf.
„Þetta er hrikaleg niðurstaða fyr-
ir þá sem eru að berjast í þessari
ferðamannaþjónustu. Það yrði
hræðileg upplifun að vera að sýna
útlendingum hvali og á sama tíma
væru einhverjir að drepa þessar
skepnur í nágrenninu. Það hefði
þurft að gefa friðuninni lengri tíma
til að byggja þetta upp. Þetta er
grein sem er að byxja á íslandi og
má ekki við því höggi sem mun
hljótast af því að hefja veiðar á ný,“
segir Símon Ellertsson, fram-
kvæmdastjóri Sjóferða ehf. á Dal-
vík, sem byggja afkomu sína á því
að sigla með ferðamenn til hvala-
skoðunar.
Símon Ellertsson segir að verði
hvalveiðar hafnar á ný muni það
hafa alvarleg áhrif á þann nýja vaxt-
arbrodd íslenskrar ferðamanna-
þjónustu sem hvalaskoðunarferðir
eru. DV-mynd gk
Eins konar stuöpúöi
Samkvæmt heimildum DV er
starfshópur sá sem ætlað er að meta
hvort hvalveiðar skuli hafnar á ný
sammála um að leggja til að íslend-
ingar hefji hvalveiðar. Nefndin mun
á næstu dögum kynna þessa niður-
stöðu sína. Það felst í tillögu nefnd-
arinnar að veiðar verði hafnar „sem
fyrst“. DV er kunnugt um það að
innan hópsins er ekki mikO ánægja
með að þurfa að skila áliti sem
þessu og það viðhorf er uppi að með
því að fela hópnum að gera tillögur
sé ríkisstjómin að koma sér upp
eins konar stuðpúða sem tæki
mesta skellinn vegna hugsanlegrar
ákvörðunar um að hefja veiðar á
ný. í nefhdinni eiga sæti Ámi R.
Ámason, Sjálfstæðisflokki, sem er
formaður, Gunnlaugur Sigmunds-
son, Framsóknarflokki, Steingrím-
ur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi,
og embættismennimir Albert Jóns-
son frá forsætisráðuneyti, Tómas J.
Heiðar og Arnór Halldórsson.
Ámi R. Ámason, formaður nefnd-
arinnar, vildi í gær ekkert gefa upp
um afstöðu nefiidarmanna en sagði
að niðurstaðan yrði kynnt á næstu
dögum. Eins og fram kom í DV á
mánudag er afstaða formannsins
skýr: Hann vill veiðar og spurning-
in stendur í raun aðeins um það
hvenær eigi að hefja veiðar á ný, að
áliti nefndarmanna.
Símon Ellertsson segir þá ferða-
menn sem koma í hvalaskoðunar-
ferðir vera áhyggjufulla ef veiðar
yrðu teknar upp á ný og þeir spyrji
mikið um hugsanlegar veiðar.
„Miðað við þær spurningar sem
við fáum frá þessu ferðafólki myndu
veiðar rústa þessa grein ferða-
mannaþjónusfimnar sem verið hef-
ur í stööugum vexti. Þetta leggst því
ákaflega illa í mig. Það er yfir 100
prósenta flölgun á ferðamönnum frá
síðasta ári samkvæmt þeim bókun-
um sem okkur hafa borist," segir
Símon.
-rt
Starfshópur um nýtingu hvalastofna mun á næstu dögum skila áliti þar sem lagt er til aö hvalveiðar veröi hafnar sem
fyrst. Ekki eru þó allir á sama máii um ágæti þess og óvissa er um efnahagslegan ávinning. DV-mynd GVA
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður um hvalveiöar:
Ameríkumarkaðurinn
er stóri hausverkurinn
„Ef menn ætla að hefja hvalveiðar
verða þeir að gera það hið fyrsta. Það
verður of seint að hefja veiðamar eftir
nokkur ár þegar almenningsálitið hef-
ur færst meira yfir á friðunina. Það er
að veröa hver síðastur hvað það varðar -
að hefja veiðámar," segir Steingrímur
J. Sigfússon, alþingismaður og einn
nefndarmanna í starfshópi um það
hvort hefja eigi hvalveiðar eða ekki.
Hann segir mögulegar aðgerðir
þrýstihópa ekki vera sérstakt áhyggju-
efhi en annað sé uppi þegar litið sé til
viðskipta viþ Ameríku.
„Mesta vandamálið í þessu em við-
skiptin við Ameríku. Það er stóri haus-
verkurinn og spumingin er hvort við
höfum nokkra stöðu til að selja eitt-
hvað þar ef við hefjum veiðamar. Þau
mál eru jafii óleyst nú og þau hafa ver-
ið,“ segir hann.
„Norðmenn hafa ekki enn þorað að
flytja neitt út af hvalkjöti vegna þess
markaðar. Þeir hafa eingöngu selt á
innanlandsmarkaði og framleitt ofan í
frystikistur. Efhahagsleg rök fyrir því
að hefja veiðamar em mjög veik. Það
er alveg ljóst að skammtímaáhrifm
verða neikvæð að mínu mati en spum-
ing er um langtímaáhrifin og ef við
emm hvort sem er i slagsmálum við
öfgasamtök út af fiskveiðunum er
kannski engu að tapa á því að fara í
orrustu við þau. Ég er þeirrar skoðun-
ar að okkur sé nánast skylt að reyna að
veija þann fullveldisrétt að stjóma
þessari nýtingu og út frá því komumst
við ekki hjá því að taka þennan slag,“
segir Steingrímur. -rt
Kristín Halldórsdóttir alþingismaður um hvalveiöar:
Sé ekki hagnaðinn og
óttast afleiðingarnar
„Mér finnst þessi ákefö manna í að
hefja hvalveiðar á ný ekki byggjast á
neinum rökum og snúast um það að við
fáum að ráða því sem við viljum ráða.
Þetta sé meginhvatinn og það fari í
taugamar á hinum sjálfstæðu íslend-
ingum að þurfa að taka tillit til ann-
arra,“ segir Kristin Halldórsdóttir,
þingkona Kvennalistans, um þær hug-
myndir að taka upp hvalveiðar á ný.
Kristín segir málið ekki snúast um það
að hvalastofhar séu í útrýmingarhættu
og raunar sé engin ástæða til að ætla
annað en þeir standi vel. Kjami máls-
ins sé sá hvort efnahagsleg rök séu til
þess að hefja veiðamar á ný,“ segir
Kristín.
„Ég efast ekki um að það sé i lagi út
frá vísindalegum sjónarmiðum að hefja
veiðar. Stofiiamir em eflaust í jafn-
vægi og ekki ástæða til að óttast þess
vegna. Ég sé þó ekki hagnaðinn og ótt-
ast afleiðingar af því að að hefja veiðar.
Spumingin er hver á að borða allt þetta
kjöt. Ekki torgun við því öllu þar sem
viö höfum nóg annað kjöt í landinu.
Ekki er heimurinn að bíða eftir því,
svo ég viti til. Hvers vegna ættum við
þá að fóma svo miklum hagsmunum
fyrir miklu meiri,“ segir hún.
„Það þarf að horfa á ýmsa hagsmuni
þeirra sölusamstaka sem selja sjávaraf-
urðir okkar erlendis. Ég hef orðið vör
við áhyggjur sumra þeirra vegna hug-
mynda um að taka hvalveiðamar upp á
ný,“ segir Kristín. -rt
Hvorki efnahagsleg
né þjóðréttarleg rök
„Það er mín skoðun að ekki séu
efnahagsleg rök til þess að hefja hval-
veiðar á ný. Þá er heldur ekki þjóö-
réttarleg staða tU þess þar sem við
stöndum utan Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins,“ segir Ásbjöm Björgvinsson, sem
gert hefur skýrslu um hvalaskoðun-
arferðir í heiminum.
í skýrslunni kemur meðal annars
ffarn að á síðasta ári hafi um 9500
ferðamenn notfært sér þann mögu-
leika að fara í hvalaskoðunarferðir,
þar af hafa á bUinu 700-800 manns
komið gagngert tU að skoða hvali. Á
árinu 1995 fóru aUs 2200 manns í slík-
ar feröir þannig að fjöldinn rúmlega
tvöfaldaðist á mUli ára.
Ásbjöm, sem meðal annars hefur
verið tengUiður íslenskra aðUa í
hvalaskoðun við ferðaskrifstofur er-
lendis, segir áhyggjuefiii ef íslending-
ar taki nú upp á því að veiða hvali.
„Ég heyri það á kunningjum mín-
um erlendis sem eru í ferðamanna-
bransanum að ef farið verði af stað
með veiðamar á ný muni þaö leiöa til
heiftugra árása umhverfissamtaka á
ísland. Sum þessara samtaka vanti
aðeins tyUiástæður tU að ráðast á
okkur í fjáröflunarskyni og þau bíði
þess aö við misstigum okkur. Þegar
það gerist muni þeir strax setja grát-
kórinn í gang,“ segir Ásbjöm. -rt
Hvalaskoðun
- fjöldi feröamanna -
10.000 manns
8.000
6.000
4.000
2.000
96 rana