Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 17
16
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
49
íþróttir
Góð afkoma
hjá Celtic
Forráðamenn Celtic tilkynntu
í gær að hagnaður félagsins
hefði nær tvöfaldast á síöasta
sex mánaða fjárhagstímabili.
Veltan hækkaði um 46% í 1,3
milljarða og hagnaður fyrir
skatta hækkaði um 114% i 375
milljónir. Hagnaður eftir skatta
varð 210 milljónir og sala að-
göngumiða hefur aukist um 46%.
Það segir að um 48.400 áhorfend-
ur koma á hvern heimaleik liðs-
ins og er liðið í hópi tíu liða sem
hefur bestu aösóknina.
Louis Van Gaal á
leiðinni til Barca
Spænsk blöð greindu frá því í
gær að Louis Van Gaal, þjálfari
Ajax, yrði næsti þjálfari Barce-
lona. Núverandi þjálfari liðsins,
Bobby Robson, yröi þá að víkja
úr starfmu. Sögusagnir um að
Van Gaal tæki við Barcelona
fékk byr undir báða vængi þegar
fréttist að hann væri að leita að
húsnæði í Barcelona.
Ryan Giggs
undir þrýstingi
Stuðningsmenn Wales sem og
þjálfarinn eru ekki ánægðir meö
þá ákvörðun Ryan Giggs að gefa
ekki kost á sér í landsliðið vegna
meiðsla. Bobby Gould sagði að
Giggs ætti á hættu að missa sæti
sitt í landsliðinu.
„Ég er ekki sáttur við þessa
ákvörðun hans. Hann hefur ekki
leikið vináttuleik fyrir Wales
síðan 1991. Hann tilkynnir
meiðsli en leikur svo næsta leik
fyrir Manchester United," sagði
formaður stuðningsmanna-
klúbbs velska landsliðsins.
Scholes frá
keppni í 8 vikur
Breska blaðið The Sun greindi
frá því gær að Paul Scholes,
hinn efhilegi framherji
Manchester United, myndi gang-
ast undir aðgerð á næstu dögum.
Talið er að hann verði frá
keppni í 8 vikur. Þetta er áfaU
fyrir United þar sem Scholes átti
að leysa Eric Cantona af hólmi í
næstu tveimur leikjum. Cantona
tekur út leikbann gegn Arsenal
og Chelsea.
Jafnt hjá Svíum
Svíar og Tælendingar gerðu
markalaust jafntefli á fjögurra
þjóða knattspymumótinu í Ban-
kok í gær og Japan og Rúmenía
skildu jöfn, 1-1.
Sharp rekinn
Graheme Sharp var í gær rek-
inn sem framkvæmdastjóri Old-
ham, liðs Þorvaldar Örlygsson-
ar, en liðið situr á botni ensku 1.
deildarinnar. Ekki hefur verið
ráðinn eftirmaður hans.
Naumt hjá Geir
Montpellier, lið Geirs Sveins-
sonar, sigraði spænska liðið
Granollers, 21-20, á heimavelli í
8-liða úrslitmn EHF-keppninnar
í handknattleik um helgina.
Hætt er við að þessi eins marks
sigur dugi skammt því Spán-
verjamir þykja mjög sterkir á
heimavelli.
Sex en ekki átta
Pétur Hrafn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri KKÍ, haföi sam-
band við DV og sagði það ekki
rétt hjá Skagamönnum, sem
fram kom i blaðinu í gær, að
þeir ættu 8 leiki í úrvalsdeild-
inni í febrúar. Leikimir væm
sex. -JKS/GH
íþróttir
Itolsku stulkurnar
eru alveg einráðar
ítalir unnu enn ein gullverðlaun-
in á heimsmeistaramótinu á skíðum
í Sestriere á Ítalíu í gær þegar Is-
olde Kostner varð hlutskörpust í
risasvigi kenna. Þýskar stúlkur
komu í næstu tveimur sætum, Fyrr-
um heimsmeistari, Katja Seizinger,
vann silfrið og Hilde Gerg fékk
bronsverðlaunin. Kostner náði mjög
góðri seinni ferð og kom í mark 0,08
sekúndubrotum á undan Seizinger
Þar með hafa ítalskar stúlkur
unnið öfl þrenn gullverðlaunin sem
í boði hafa verið á mótinu og
Kostner lék sama leik og Deborah
Comagnoni með því að verja titil
sinn frá því á heimsmeistaramótinu
í Sierre Nevada í fyrra. Hin 21 árs
gamla Kostner á möguleika á að
vinna önnur gullverðlaun en hún er
á meðal keppenda i bruninu á laug-
ardaginn.
Wiberg hlekktist á
Franska stúlkan Varole Montillet
varð í fjórða sæti, Katharina
Gutensohn frá Þýskalandi varð
fimmta, Reneter Goetschl frá Aust-
urriki hafnaði í sjötta sæti og
sænskan stúlkan Pernilla Wiberg
varð að gera sér sjöunda sætið að
góðu en henni hlekktist á i lok síð-
ari ferðarinnar.
ídag verður keppt í stórsvigi
karla og þar verða þeir Kristinn
Bjömsson og Arnór Gunnarsson á
meðal keppenda.
-GH
Glæsimark Daöa
tryggði Fram stig
- jafnaði beint úr aukakasti gegn Stjörnunni
Daði Hafþórsson tryggði Fram
jafntefli gegn Sljömunni, 24-24, í
Garðabænum í gærkvöldi þegar
hann skoraði glæsilegt mark beint
úr aukakasti eftir að leiktímanum
var lokið. Hann skaut úr erfiðri
stöðu vinstra megin, beint yfír
miðja vöm Stjömunnar og í homið
Ijær.
„Ég ætlaði mér að skora og hugs-
aði bara um koma höndinni nógu
hátt og úlnliðnum niður. Það var
góð tilflnning að sjá boltann í mark-
inu. Annars vorum við mistækir í
leiknum og frekar trekktir eftir
slakt gengi á útivöllum í vetur,“
sagði Daði við DV eftir leikinn.
Leiksins verður fyrst og fremst
minnst vegna marks Daða, sem auk
þess gerði mörg lagleg mörk, en
hann einkenndist af fjölda mistaka
hjá báðum liðum. Slök dómgæsla
setti líka mark sitt á leikinn og leik-
menn létu hana fara einum of í
taugamar á sér og voru famir að
kenna dómurunum um öll sin mis-
tök líka. Lokakaflinn var hins vegar
æsispennandi, Einar Einarsson
kom Stjörnunni yfir þegar 22 sek-
úndur voru eftir, en það virðist vera
komið upp í vana hjá Stjömunni að
missa leikina úr höndum sér þegar
mest á reynir.
-VS
Mikið einvígi hjá Pet-
erson og Meyers
- þegar Grindavík sigraöi á Króknum
DV, Sauðárkróki:
Grindvikingar gerðu góða ferð á
Krókinn i gærkvöld, unnu öruggan
sigur á Tindastóli i skemmtilegum,
jöfnum og spennandi leik lengst af.
Baráttan var mikil en ekkert ein-
vígi eins grimmt og Bandaríkja-
mannanna í liðunum. Herman
Meyers hafði betur en Winston Pet-
erson skoraði 39 stig fyrir Tindastól
í sínum fyrsta leik með liðinu.
Heimamenn komust 14 stigum
yfir í fyrri hálfleik eftir slæman
kafla Grindvíkinga og þrjú tækni-
víti en þess má geta að dómgæslan
var afar litrík á köflum. Gestirnir
gerðu síðan út um leikinn með góð-
um kafla á síðustu fimm mínútun-
um en þá hafði Ómar Sigmarsson
farið af velli með 5 villur hjá heima-
mönnum.
Meyers var allt í öllu hjá Grinda-
vík, Marel var drjúgur og þeir Helgi
Jónas og Páll áttu góða kafla.
Peterson lofar mjög góðu fyrir
Tindastól og er mjög kröftugur leik-
maður. Allt liöið lék vel en eins og
venjulega notaði Nagy þjálfari alltof
fáa leikmenn, aðeins sex. -ÞÁ
Isolde Kostner varð hlutskörpust í risasvigi kvenna á HM í gær. Hún getur bætt viö
öörum gullverðlaunum í safniö á laugardag. Símamynd Reuter
0-1,1-3, 3-6, 8-6, 9-7, 9-9,11-10,11-12,
(13-12), 13-13, 15-13, 17-14, 17-17,
18-19, 20-19, 21-22, 22-23, 24-23, 24-24.
Mörk Stjömunnar: Valdimar
Grímsson 8/2, Einar Einarsson 4,
Hilmar Þórlindsson 4, Siguröur Við-
arsson 2, Magnús A. Magnússon 2, Jón
Þórðarson 1, Sæþór Ólafsson 1, Einar
B. Ámason 1, Konráð Olavsson 1.
Varin skot: Ingvar Ragnarsson
8/1, Axel Stefánsson 0.
Mörk Fram: Daði Hafþórsson 7,
Sigurpáll Aðalsteinsson 7/3, Njörður
Árnason 4, Magnús Amgrímsson 3,
Páll Beck 2, Oleg Titov 1.
Varin skot: Reynir Reynisson 5,
Þór Bjömsson 2.
Brottvfsanir: Stjaman 6 min.,
Fram 10 min.
Dómarar: Einar Sveinsson og Þor-
lákur Kjartansson, slakir.
Áhorfendur: Um 150.
Maður leiksins: Daði Hafþórs-
son, Fram.
Tindast.
Grindav.
(49) 89
(45) 98
0-6, 11-12, 17-16, 25-24, 29-27, 44-29,
44-41, (49-45), 49-49, 57-56, 63-63,
70-78, 74-78, 77-91, 85-91, 89-98.
Stig Tindstóls: Winston Peterson
39, Arnar Kárason 15, Cesaro Piccini
12, Ómar Sigmarsson 11, Skarphéð-
inn Ingason 6, Láms Dagur Pálsson 6.
Stig Grindavíkur: Herman Mey-
ers 33, Helgi Jónas Guðfinnsson 12,
Pétur Guðmundsson 10, Jón Kr.
Gíslason 10, Bergur Hinriksson 8,
PáU Vilberg Kristinsson 7, Unndór
Sigurösson 3.
Fráköst: Tindastóll 35, Grindavik
24.
3ja stiga körfur: Tindastóll 7,
Grindavík 6.
Vítanýting: Tindastóll 7/14,
Grindavík 15\18.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Bergur Steingrímsson. Margir fúrðu-
legir dómar.
Áhorfendur: 490.
Maður leiksins: Herman Mey-
ers, Grindavík.
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Jordan var allt í öllu
- skoraði 43 stig þegar Chicago lagði Charlotte í United Center
NBA-deildin fór af stað á nýjan
leik í nótt eftir stjömuhelgina í
Cleveland. Það var fátt sem kom á
óvart í leikjunum tólf sem fram fóru
í nótt en Michael Jordan er engum
líkur frekar en fyrri daginn.
Úrslit leikja í NBA í nótt urðu
þessi:
Washington-New York...........92-97
Orlando-New Jersey...........98-104
Cleveland-Philadelphia.......105-94
Miami-Detroit................104-91
Chicago-Charlotte...........103-100
Milwaukee-Toronto............101-96
Dallas-San Antonio...........97-111
Houston-Vancouver ...........106-97
Portland-Phoenix........... 111-108
Seattle-Denver ..............108-91
LA Clippers-Boston .........116-112
Sacramento-Utah..............98-120
Það lék enginn betur en Michael
Jordan þegar Chicago lenti í erfið-
leikum gegn Charlotte í United
Center að viðstöddum 24 þúsund
áhorfendum.
Leikurinn var svo til í jámum
allan tímann og getur Chicago enn
og aftur þakkað Jordan sigurinn.
Hann var allt í öllu og skoraði 43
stig áður en yfir lauk.
Maður stjörnuíeiksins um
síðustu helgi, Glen Rice, skoraði 32
stig fyrir Charlotte.
Orlando tapaði heima fyrir New
Jersey. Gill var stigahæstur hjá
New Jersey með 28 stig og Kittles
skoraði 25 stig. Seikaly gerði 23 stig
fyrir Orlando og Hardaway skoraði
16 stig.
New York vann léttan sigur í
Washington. Patrick Ewing gerði 18
stig og blokkaði fjögur skot. Rod
Strickland skoraði 21 stig fyrir Was-
hington sem átti aldrei möguleika í
leiknum.
Alonzo Mourning og Hardaway
áttu frábæran leik fyrir Miami gegn
Detroit. Mouming var með 29 stig
og Hardaway 31 stig. Hill gerði 17
stig fyrir gestina.
San Antonio vann kærkominn
sigur í Daflas en allt hefur gengið á
afturfótunum hjá liðinu sem komst
í úrslitakeppnina i fyrra. Vemon
Maxwell skoraði 34 stig fyrir San
Antonio og fyrir Dallas skoraði
Gattling 24 stig.
Payton var yfirburðamaður hjá
Seattle í auðveldum sigri á Denver.
Payton skoraði alls 28 stig í leikn-
um.
Mifls og Hill gerðu sín 22 stig
hvor fyrir Cleveland en Iverson
skoraði 21 stig fyrir Philadelphia.
-JKS
Nýr þjálfarí hjá
Liechtenstein
Alfred Riedl frá Austurriki
var í gær ráðinn þjálfari knatt-
spyrnulandsliðs Liechtenstein,
sem mætir íslandi tvívegis í und-
ankeppni HM í ár. Hann tekur
við af Þjóðverjanum Dietrich
Weise. Aðstoðarþjálfari verður
Ralf Loose, fyrrum leikmaður
með Fortuna Dússeldorf.
Óvíst er með
beina sendingu
„Við erum að velta því fyrir
okkur þessa dagana hvort við
sýnum leikinn í beinni útsend-
ingu í ljósi síðustu atburða,“
sagði Ingólfur Hannesson,
íþróttastjóri RÚV, í samtali við
DV.
Um er að ræða leik Liverpool
og Brann í Evrópukeppninni í
knattspymu en til stóð að tveir
íslendingar yrðu þar í sviðsljós-
inu, þeir Birkir Kristinsson og
Ágúst Gylfason. Nú er óliklegt
að Birkir leiki í marki Brann og
í framhaldinu óvíst hvort RÚV
ætlar að sýna leikinn beint.
-SK
Mjög markvisst
vímuefnastarf
innan 9 félaga
íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR,
sem fagnar 90 ára afmæli sinu
um þessar mundir, verður fyrsta
íþróttafélagið sem nýtur sér-
stakrar fræðslu hjá ÍBR þar sem
markvisst vimuefnastarf verður
haft að leiðarljósi.
ÍBR samþykkti þá stefnu á síð-
asta þingi sínu að hefja mark-
visst vímuefnastarf innan félag-
anna 9 sem standa að bandalag-
inu. ÍR verður fyrsta félagið sem
nýtur fræðslunnar enda við hæfi
á afmælisári.
Þjálfarar hjá ÍR verða á nám-
skeiði um næstu helgi og í fram-
haldinu verður öllum foreldrum
boðið á fundi hjá forvamadeild
SÁÁ. Unnið verður eftir mark-
vissri stefnumörkun og stefht að
samstarfi við sem flesta aðila
innan félagsins. -SK
Gott hjá Eistum
Eistar og Skotar gerðu marka-
laust jafntefli í undankeppni HM
í knattspyrnu í gærkvöldi.
Leikurinn fór fram í Mónakó,
í stað leiksins fræga í Taflinn í
haust sem aldrei fór fram, og
kom frammistaða Eistanna, und-
ir stjóm Teits Þórðarsonar, mjög
á óvart.
Skotar halda efsta sæti 4. rið-
ils og em með 8 stig eftir 4 leiki.
Austurríki er næst með 7 stig
eftir þrjá leiki og Svíar era í
þriðja sæti með 6 stig eftir 4
leiki. Þá koma Eistar með 4 stig
að loknum þremur leikjum. -SK
Gunnar leigður til MW
- leikur með félaginu í hollensku 1. deildinni til vorsins
Gunnar Einarsson, knattspymu-
maður úr Val, sem á dögunum
samdi til 16 mánaða við hoflenska
úrvalsdeildarliðiö Roda, hefur ver-
ið leigður þaðan til 1. deildar liðs-
ins MW Maastricht til vorsins.
Gunnar fór til Hollands í síðustu
viku og beint í æfingaleik með
MVV gegn úrvalsdeildarliði Will-
em H. Hann lék þar sem aftasti
maður í þriggja manna vöm og
stóð sig vel en MVV tapaði leikn-
um, 1-3.
„Þrátt fyrir að hafa komiö beint
úr snjónum á íslandi í rigninguna í
Maastricht sýndi Gunnar Einars-
son mjög góðan leik í gærkvöldi.
Reyndar skoraði Jack de Gier tví-
vegis fyrir Willem en Einarsson
hefur góða afsökun fyrir því að
vera ekki í toppæfingu," sagði blað-
ið Voetbal í Maastricht um frammi-
stöðu Gunnars.
„Undanfamar þrjár vikur hef ég
ekkert getað æft heima á íslandi út
af snjó. Ég er því ekki í mínu besta
formi sem stendur,“ segir Gunnar í
viðtali við blaðið.
Góöur styrkur fyrir MVV
Þar er jafnframt haft eftir Sef
Vergoossen, yfirþjálfara MVV, að
hann sé mjög spenntur fyrir íslend-
ingnum. „Hann er mjög sterkur í
stöðunni maður gegn manni og
miðherji Willem fékk aldrei frið.
De Gier er einn af bestu sóknar-
mönnum í Hollandi og frammi-
staða Gunnars gegn honum sýnir
að hann veröur liði MW góður
styrkur,“ segir Vergoossen.
MW er í 5. sæti 1. deildar og á í
harðri baráttu um úrvalsdeildar-
sæti en segja má að 12 af 18 liðum
deildarinnar eigi góða möguleika á
að komast upp. Félagið hefur lengst
af leikið í úrvalsdeildinni en féll
þaðan vorið 1995.
Beint í byrjunarliöiö
Keppni í 1. deildinni hefst á laug-
ardaginn eftir vetrarfríið og MVV
leikur þá við Eindhoven sem er í
10. sæti en aðeins tveimur stigum á
eftir MVV. Þegar er ljóst að Gunn-
ar verður í byrjunarliðinu í þeim
leik.
Roda ætlar greinilega að koma
Gunnari í gott leikform hjá MW
en eflaust hefði hann þurft að
verma varamannabekkinn hjá
Roda til vorsins. Liðið er í hópi
efstu liða úrvalsdeildarinnar og er
ekki með varalið þannig að hætt er
við að verkefnin hefðu verið fá fyr-
ir Gunnar þar í bili.
-VS
Gunnar Einarsson byrjar aö spila
meö MVV á laugardaginn.
Enn óvissa með
lið Englendinga
- sem mætir ítölum
Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari
Englands í knattspyrnu, er enn ekki
viss um byrjunarlið sitt fyrir stór-
leikinn gegn ítölum í undankeppni
HM sem fram fer á Wembley í
kvöld.
Paul Gascoigne og Alan Shearer
geta spilað en báðir voru tæpir
vegna meiðsla en hinsvegar er enn
óvissa með Tony Adams og Paul
Ince.
Byrjunarliðið verður ekki tfl-
kynnt fyrr en skömmu fyrir leik.
Líklegast er þó: Seaman - Campbell,
Southgate, Adams, Pearce - Ince,
á Wembley í kvöld
Gascoigne, McManaman, Batty,
Beckham - Shearer. Þó gæti Ferd-
inand spilað frammi i stað einhvers
miðjumannsins.
ítalska liðið verður heldur ekki
tilkynnt fyrr en á síðustu stundu en
það verður líklega þannig skipað:
Perazzi - Di Livio, Panucci, Fer-
rera, Costacurta, Maldini - Dino
Baggio, Albertini, Di Matteo -
Casiraghi, Zola.
Löngu er uppselt á leikinn, 80
þúsund manns troðfylla Wembley,
og miðar gengu á 33 þúsund krónur
á svörtum markaði í gærkvöld. -VS
Heiðar stendur sig
vel hjá Preston
- skoraöi tvö gegn Everton
Alan Shearer leikur aö nýju meö enska landsliöinu í kvöld og hefur tekiö viö fyrirliöa-
stööunni á ný en hann missti af síöasta leik liösins vegna meiösla. ítalir óttast hann
manna mest og Costacurta fær væntanlega þaö verkefni aö halda honum niöri.
Heiðar Sigurjónsson, knatt-
spyrnumaður úr 2. deildar liði
Þróttar í Reykjavík, dvelur þessa
dagana hjá enska 2. deildar liðinu
Preston North End og hefur staðið
sig mjög vel.
Heiðar, sem er 19 ára, lék á laug-
ardaginn með unglingaliði Preston
gegn Everton og skoraði tvö mörk,
annað þeirra úr vítaspymu. Hann
fékk mjög góða dóma fyrir frammi-
stöðu sína og á að leika með vara-
liði félagsins nú í vikunni.
Heiðar fór fyrst til Hibemian í
Skotlandi og lék þar einn leik með
varaliðinu. Síðan er fyrirhugað að
hann fari til Partick Thistle og
Raith Rovers í Skotlandi en það
skýrist nánar eftir leik hans með
Preston. -hiá/VS
Ovænt í Belfast
Norður-írar unnu óvæntan
stórsigur á Belgum, 3-0, í vin-
áttulandsleik í knattspyrnu í
Belfast í gærkvöldi. Jimmy
Quinn, Jim Magilton og Phfl
Mulryne skoruðu mörkin. Mul-
ryne, 19 ára piltur frá Manchest-
er United, kom inn á sem vara-
maður í sínum fyrsta landsleik,
fiskaði fyrst víti og skoraði síðan
laglegt skallamark.
Wales og írland gerðu 0-0 jafn-
tefli i Cardiff. Mark Crossley lék
sinn fyrsta landsleik fyrir Wales
og forðaði liðinu frá tapi með
frábærri markvörslu.
Sextándi sigurinn
Víkingur vann auðveldan sig-
ur á ÍH, 22-33, í 2. deildinni í
handbolta i fyrrakvöld. Þetta var
16. sigur Víkinga í jafhmörgum
leikjum og það er aðeins forms-
atriði fyrir þá að tryggja sér 1.
deildar sætið.
Risasigur Keflavíkur
Keflavík vann yfirburðasigur
á Breiðabliki, 118-46, í 1. deild
kvenna í körfubolta í gærkvöldi.
Þaö kemur ekki beint á óvart,
Keflavík hefur unnið alla 13 leiki
sína en Breiðablik tapað öllum 14.
Fimm í kvöld
Fimm leikir eru í 1. deild
karla í handbolta í kvöld, FH-
ÍBV, Selfoss-Haukar, ÍR- Grótta,
Valur-KA og Afturelding-HK.
IBV-íþróttafélag
skal það heita
DV, Eyjum:
Hið nýja aðildarfélag ÍBV, sem fengið hefur
nafhið ÍBV-íþróttafélag og varð til við samein-
ingu Knattspymufélagsins Týs og íþróttafé-
lagsins Þórs, var formlega stofnað á fram-
haldsstofrifundi í síðustu viku. Nýja félagið
hefUr knattspymu og handknattleik alfarið á
sinni könnu og hefur allar fjái'aflanir Týs og
Þórs eins og þjóðhátíð, Pæjumót og Shellmót.
Miklar vonir eru bundnar við nýja félagið í
Vestmannaeyjum og almenn sátt um fram-
kvæmd málsins. Vestmannaeyjabær yfirtekur
að mestu skuldir Týs og Þórs en fær í staðinn
félagsheimili og velli og eru þau metin á 52
milljónir. Bærinn lætur svo ÍBV-iþróttafélag-
inu til umsjónar íþróttamannvirkin og vellina.
Búið er að ganga frá því formlega við ÍSÍ,
KSÍ og HSÍ að ÍBV-íþróttafélag taki við af Þór
og Tý í viðkomandi íþróttagreinum og leik-
menn ÍBV í knattspyrnu og handknattleik,
sem hingað til hafa verið skráðir í Þór og Tý,
eru löglegir með nýja félaginu án allra mála-
lenginga.
Framkvæmdastjóri nýja félagsins er Guð-
mimdur Þ. B. Ólafsson og formaður Þór Vil-
hjálmsson. Framkvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar er Ingi Sigurðsson og framkvæmda-
stjóri handknattleiksdeildar er Amar Péturs-
son. -ÞoGu
Störf á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar:
Júlíus situr út þetta ár
í einni fastanefndinni
A aðalfundi ólympíuneöidar ís-
lands í siðustu viku var Júlíus Haf-
stein ekki kosinn til áframhaldandi
formennsku í nefndinni. Júlíus
mun hins vegar sitja í einni af fasta-
nefndum Alþjóða ólympíunefndar-
innar út þetta ár eins og hann hefur
áður verið kjörinn til. Þetta kom
fram í viðtali sem DV átti við hann
í gær.
-Verður þú áfram í þessum
nefndum sem persónan Júlíus
Hafstein?
„Já, það er tilkomið vegna setu
minnar í einni af fastanefnd ólymp-
íunefndarinnar og það er forseti alþ-
jóðu ólympíunefndarinnar sem
skipar í þessar nefndir. Hvorki ís-
land né önnur lönd eiga sæti í
nefndunum. Þarna era valdir ein-
stáklingar sem bæði starfa innan
ólympíuhreyfinga og eins utan
hennar. í þessu tilfelli er um það að
ræðu að ég tengist bæði umhverfis-
málum og íþróttamálum þar sem ég
var formaður umhverfismálaráðs
Reykjavíkur í átta ár,“ sagði Júlíus
Hafstein í samtali við DV í gær.
I nefndinni er að finna menn með
hreinan umhverfismálabakgrann
og íþróttamálabakgrunn en fáir
hins vegar með hvortveggja.“
- Það skiptir þá engu að þú ert
ekki lengur tengdur íslensku
ólympíunefndinni?
„Það skiptir ekki neinu máli enda
nefndin skipuð til ákveðins langs
tima. Ég held að hún sé skipuð út
þetta ár og endumýjað um áramót-
in. Hvort framhald verður á því hjá
mér get ég ómögulegt sagt um enda
ekki i mínum verkahring að kveða
upp dóm um það. Ég fer á fundi
þessara nefndar og þeir era alfarið
greiddir af alþjóða ólympíunefnd-
inni og því að kostnaðarlausu fyrir
ólympiunefnd íslands," sagði Júlí-
us.
„I nefndinni eru 22 einstaklingar
frá 17 þjóðum og eru henni ætluð
ákveðin störf og skila jafnframt
skýrslum og greinargerðum til
framkvæmdastjórnar Alþjóða
ólympíunefndarinnar. Nefndar-
menn hafa í raun sjálfval hvemig
þeir haga störfum sínum í nefnd-
inni. Enda era í henni menn sem
ekki eru i viðkomandi ólympíu-
nefndum þjóða sinna.
-Ætlar þú að sitja áfram í
stjóm samtaka Smáþjóðaleik-
anna?
„Ég hef haft samráð við nánustu
samstarfsmenn mína í stjóm Smá-
þjóðaleikanna, varaformanninn frá
Luxemborg, næsta formann, sem
kemur væntalega frá Liechtenstein,
og fulltrúa Alþjóða ólympíunefndar-
innar svo og ritara nefndarinnar
sem kemur frá Möltu. Þessir aðilar
hafa óskað eftir að ég taki ekki þá
ákvörðun að segja af mér nema í
samráði við þá. Ég hef orðið við
þeirri ósk vegna þess að þetta eru
mínir nánustu samstarfsmenn. Það
eru fordæmi fyrir því í þessari
stjóm að þar hafa setið menn sem
ekki hafa verið fulltrúar í viðkom-
andi ólympíunefnd. Ég get nefnt
sem dæmi að ritari nefndarinnar
frá Möltu var kosinn í stjómina án
þess að vera fulltrúi Möltu. Ég vil
líka að það komi fram að það er mér
ekki fast í hendi að sitja þama, svo
langt sem það nær,“ sagði Júlíus
Hafstein í gær.
-JKS