Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 4
4
MIÐVKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Aðalskipulag Reykjavikur 1996 til 2016:
Miklabraut í stokk og
Fossvogsbraut út
- ekkert ákveðið með athafnasvæði eða íbúðabyggð á Geldinganesi
I | Almenn útlvlstarsvœftl
n Athalnarsv. J í
I I íbúftasv.
__I Helgunarsv.
E3 Hafnarsv.
@ Mlslæg gatnamót
Landgrunnur (dag
Viðey
Aðalskipi
1996 - 2QltP
Aðalskip
1990 - 20
„í Aðalskipulaginu er ekki tekin
endanlega ákvörðun rnn íbúða-
byggð eða athafnasvæði á Geld-
inganesi. Við viljum ekki loka
neinum dyrum ef vera kynni að
við stæðum frammi fyrir því í
næstu framtíð að okkur vantaði
rými fyrir frekari athafnastarf-
semi. Þaö er hins vegar rangt að til
standi að fara út í einhvem stór-
iðnað á nesinu. Við sjáum frekar
fyrir okkur aö þarna geti orðið at-
hafnasvæöi líkt og er í Ármúlan-
um,“ segir Guðrún Ágústsdóttir,
borgarfulltrúi R-lista, um nýtt
Aðalskipulag Reykjavíkurborgar
1996-2016.
í nýju skipulagi er gert ráð fyrir
stóru hafharsvæði á nesinu og seg-
ir Guðrún að þama sé hafnarað-
staða eins og best sé hægt að hugsa
sér, t.d. sé verið að reyna að auka
ferðamannastraum til borgarinnar
og því sé nauðsynlegt að eiga höfn
þar sem skemmtiferðaskip geti
lagst að bryggju.
„Með nýju skipulagi erum við að
flytja stóru umferðaræðina, Klepp-
svíkurtenginguna, frá ströndinni.
Hún hefði eyðilagt hluta af strandl-
inu nessins og nú flytjum við hana
inn á nesið og friðum ströndina.
Við friðum allan Leirvoginn og
komum fyrir 500-700 íbúða byggð á
Geldinganesinu þannig að þá verð-
ur byggð allt í kringum Leirvoginn.
Við setjum hluta af Kleppsvíkur-
veginum í göng og með því að færa
hann er þessi stóra umferðaræð
flutt frá Borgarholtshverfunum.
Við teljum okkur vera að bæta
verulega umhverfið með þessum
tillögum um Geldinganes."
Hætt viö Hlíðarfót
Guðrún segir að annað markvert
í nýju skipulagi sé að hætt hafi ver-
iö við Hlíðarfót og Fossvogsbrautin
sé ekki inni í myndinni heldur.
Hlíðarfóturinn var stofnbraut sem
átti að liggja frá Fossvogi, meðfram
Fossvogskirkjugarði og niður í bæ.
„Með því að hætta við Hlíðarfót-
inn getum við friðað Fossvogsbakk-
ana og Nauthólsvíkursvæðið og
Öskjuhlíðin verða ekki slitin í
sundur. Lagning Hlíðarfótar og
Fossvogsbrautar væri umhverf-
isslys og því er mikilvægt að þær
umferðaræðar séu komnar út af
kortinu," segir Guðrún.
Að sögn Guðrúnar eru göngu- og
hjólastígar nú í fyrsta skipti orðnir
hluti af samgöngukerfinu. Hún seg-
ir að Miklabraut sé í senn stofn-
braut, hraðbraut og innanhverfis-
braut og að stefnt sé að því að setja
hluta hennar í stokk, líklega frá
Reykjahlíð að Miklatorgi.
„Með því viljum við tengja íbúa í
austurhlíðunum við Miklatún og
minnka loft- og hávaðamengun sem
er að veröa fólki óbærileg. Hug-
myndir sumra miða að því að borg-
in kaupi upp öll þau hús sem búa
við loft- og hljóðmengun en ég Vil
leita allra leiða áður en af því verð-
ur. Þarna eru margar afar góðar og
vandaðar íbúðir og sumir geta ekki
hugsað sér að flytja úr þeim,“ segir
Guðrún Ágústsdóttir.
-sv
Landlæknir:
Bíð gagna frá
lækninum
„Það hefúr í raun ekkert gerst
nýtt í málinu. Það er til rann-
sóknar hjá okkur og við bíðum
nú gagna frá lækninum," segir
Ólafur Ólafsson landlæknir um
mál Hauks Jónassonar læknis
sem greint var frá í DV á föstu-
dag.
Landlæknir er aö kanna með
hvaða hætti læknirinn hefur sent
fólk í rándýrar blóðrannsóknir
án þess að fyrir því liggi nægi-
lega gildar ástæður. Hópar frá
fyrirtækjum sem læknirinn hafði
til umsjónar hafa verið sendir í
blóðprufur og kostar rannsókn
hvers og eins 26-60 þúsund krón-
ur. -sv
Atvinnulífið í
blóma á Þórshöfn
DV, Akureyri:
Mjög mikil atvinna hefur verið
á Þórshöfh að undanfómu og er
ekki fyrirsjáanleg nein breyting á
því á næstunni. Unniö er við
bræðslu og frystingu á loðnu á
vöktum allan sólarhringinn og
komur rússneskra flutningaskipa,
sem eru að sækja frosna loðnu til
Þórshafhar, hafa verið tíðar.
Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar, segir að hjólin hafi
snúist vel að undanfómu. „Auk
bræðslunnar ffystum viö um 100
tonn á sólarhring af loðnu sem fer
óflokkuð á Rússlandsmarkað og
svo förum við að frysta fyrir Jap-
ansmarkað þegar hrognafylling
loðnunnar verður nægjanleg eða
yfir 15%. Það er mikill gangur í
þessu,“ segir Jóhann.
Loðnan hefúr ekki einungis ver-
ið fryst i frystihúsinu heldur einnig
um borð í togaranum Stakfelli sem
liggur við bryggju. Þegar hrogna-
fylling loðnunnar hefur aukist það
mikið að hún sé nægjanleg fyrir
Japansmarkað mun Stakfellinu
verða siglt til Þorlákshafhar og
fryst um borð í skipinu þar.
Á Þórshööi er einnig unnið við
kúfiskvinnslu en verið er að þróa
þá vinnslu og segir Jóhann þau
mál ganga ágætlega. Ekki þarf að
fara langt eftir kúflskinum, hann
er um allan Þistilfjörð og jafnvel
rétt við bryggjumar á Þórshöfn.
-gk
Fyrirtæki búi til námsgögn:
Vara eindregið
við því
- segir Svanhildur Kaaber
„Ég hef varað sérstaklega viö því
aö grunnskólamir kunni að missa
sjálfstæði sitt veröi þeir háöir fyr-
irtækjum eða stofhunum vegna
þess aö þeim veröi falið að búa til
námsefni fyrir skólana. Þaö er
hættuleg þróun og við höfúm víða
séö alvarlegar afleiöingar af slíku,"
segir Svanhildur Kaaber, fulltrúi í
fræðsluráði Reykjavíkur.
Svanhildur lét bóka skoöun sína
í þessu máli á fundi fræðsluráðs
fýrir skömmu. Hún segir að annaö
veifiö fari sú umræða af stað hvort
ekki eigi að leyfa fyrirtækjum og
stofnunum að leggja fram fjárfram-
lög til námsefhisgerðar og við því
vilji hún vara.
„Að mínu áliti snýst þetta um
fagleg vinnubrögð og aö ekki veröi
neinu hætt varðandi jafiirétti og
hlutleysi. Ég efast ekki um aö sum-
ar stofhanir gætu búiö til ágætt
námsefni en ég er líka jafnviss um
að aðrar myndu búa til vemlega
vont efni,“ segir Svanhildur.-sv
Dagfari
Styttir upp hjá Framsókn
Það er ekki ein báran stök hjá
aumingja Finni Ingólfssyni iðnað-
arráðherra. Honum er einkum
kennt um fylgistap Framsóknar-
flokksins i skoðanakönnunum að
undanfomu þótt Guðmundur um-
hverfísráðherra og Ingibjörg heil-
brigðisráðherra hjálpi þar til.
Finnur er að reyna að troða álveri
ofan i Kjósverja og það eru ekki all-
ir sem kjósa slíkar trakteringar.
Fólk í héraði gerir sér því ferð í
bæinn til þess að flauta á ráðherr-
ann og láta álit sitt á honum í ljós
með þeim hávaðasama hætti.
En þótt nóg sé fyrir hvem með-
almann að eiga við Kjósverjana þá
veröur Finnur að berjast á fleiri
vígstöðvum. Frá því hefur verið
greint aö listamaður nokkur hafi
tekið sig til og sent Finni og raun-
ar öðrum framsóknarráðherrum
og þingmönnum flokksins sand-
styttur að gjöf. Gjöfinni fylgdi það
að visu að listamaðurinn vonaðist
eftir styrk frá Iðnþróunarsjóði svo
hann gæti búið til fleiri sandstytt-
ur til þess að gefa mektarmönnum
og jafnvel koma þeim á markað svo
fleiri gætu notið en framsóknar-
menn.
Finnur ráðherra taldi sig geta
losnað við listamanninn með því
aö veita honum 200 þúsund króna
styrk úr sjóðum ráðuneytisins en
listamanninum fannst það ekki
nóg. Hann vildi sjóðastyrk en gall-
inn var bara sá að Iðnþróunarsjóð-
ur vildi ekki byggja á sandi. Lista-
maðurinn hélt þá áfram að djöflast
í ráðherranum en ekkert gekk.
Mikið hefur hvílt á Finni og því
kann að vera að þráðurinn hafi
veriö oröinn nokkuð stuttur í hon-
um. Hann tók sig því til og endurs-
endi sína sandstyttu og raunar aðr-
ar þær styttur sem borist höföu í
ráðuneytið. Listamaðurinn situr
því uppi með endursendar styttur
en engan iðnlánasjóðsstyrkinn.
Þaö er þó ekki alveg stytt upp
hjá Finni því listamaðurinn heldur
því fram að hann hafi sent ráð-
herrafrúnni sandstyttu. Þeirri
styttu haldi þau hjón. Má það vera
huggun harmi gegn hjá listamann-
inum. Finni líst því betur á stytt-
umar en hann vill vera láta. Sama
mun vera uppi á teningnum hjá að-
stoðarmanni ráöherrans og hans
frú. Þau halda styttunum sínum,
að sögn listamannsins.
Hvað gera menn sem eru óá-
nægðir með Framsóknarflokkinn?
Jú, þeir leita til yfirformanns
flokksins, Steingríms Hermanns-
sonar. Hann tók ráðherra flokksins
á beinið vegna álversins í Hvalfirði
og sagðist standa með Kjósverjum.
Þetta vissi listamaðurinn og leitaði
hann því til Steingríms með vanda
sinn. Hann hafði raunar áður gefið
honum styttu sem Steingrímur vill
að sjálfsögðu eiga og ekki hvarflar
að honum að endursenda. Að sögn
kom Steingrímur alveg af fjöllum.
Því bíða menn spenntir eftir
næsta útspili Steingríms í málinu.
Hann tók ráðherrana Finn og Guð-
mund á hné sér um daginn vegna
álversins. Hann tók það aö vísu
fram að hann væri hættur að
skipta sér af pólitík en yrði þó að
segja það að svona gerðu menn
ekki. Finnur iðnaðarráðherra á
það enn á hættu að stóri pabbi í
Seðlabankanum ávíti hann fyrir að
endursenda sandstyttumar í stað
þess að koma listamanninum á
jötu sjóðakerfisins.
Þótt Finnur vilji ekki byggja á
sandi er ekki víst að Steingrímur
sé honum sammála. Formaður
þingflokks Framsóknarflokksins er
heldur ekki í neinum vafa, sam-
kvæmt fréttum, því Valgerður
Sverrisdóttir stendur meö sínum
gamla flokksformanni og vill líka
eiga sína sandstyttu.
Enn hefur enginn spurt Halldór
flokksformann um stefnu flokksins
í málinu en hann á vist styttu eins
og hinir.
Dagfari