Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 10
10 íenning MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 Hvað er íslenskt? Nýjasta sýn- ing Kaffileik- hússins heitir „íslenskt kvöld" - í stíl viö grískt kvöld og spánskt. En þó að þaö heiti ís- lenskt kvöld er þaö sem auganu og eyranu (og bragðlaukun- um) mætir sam- evrópskur menningararf- ur. Tímanna tákn. Maturinn er sjófang, síld, hrogn, fiskboll- ur og fleira, en ísúrt bragðið minnir á þorra- mat þó að ekk- ert sé lambið. Árni Bjömsson les fræðandi texta um sögu þorra og góu eft- ir tiltækum ís- lenskum heim- ildum, en hann er klæddur í skikkju og dokt- orshatt sem gæti verið frá Oxford. Og leikaramir Harald G. Haralds og Vala Þórsdóttir sprella með gamlar vetrarvættir og afkomendur þeirra, en múnder- ingin á þeim er ekki beinlínis fomislensk. Þau em máluð eins og trúðar og í stórkarlalegu trúðsgervi sem gæti verið ættað frá Ítalíu eða Spáni - eða jafhvel Suður-Ameriku. Gervin em handarverk Þómnnar E. Sveinsdóttur og Katrínar Þorvaldsdóttur og eru verulega for- vitnileg og sniðug. Hugmyndina að sýningunni fékk leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir, i Sverris sögu sem er frá 12. öld. Þar segir frá þvi að Mána skáldi þótti sér lítil virðing sýnd þegar hvítmálaðir leikarar stálu frá honum athyglinni við hirðina með trúðslátum. Snemma hafa menn farið að taka Diddi með venjulega fiölu (ekki þá fslensku) ó milli Völu og Haralds í trúðsgervi. Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir afþreyingu fram yfir hámenningu! 1 sýningu Brynju er Ámi eiginlega í hlutverki Mána skálds en inn á milli lesinna atriða hans stela leikararnir senunni. Islenskastur þetta kvöld er Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, sem sýnir okkur gamla ís- lenska fiðlu og segir okkur sögu hennar, hvem- ig hún týndist næstum því gersamlega en fannst á óvæntum stöðum. Og þeg- ar við heyrum hann spila á hana skiljum við hvers vegna fólk tók öll önn- ur hljóðfæri fram yfir hana og var ekkert að reyna að varðveita hana handa síðari kynslóðum! Ef maður er hepp- inn þá kemur lag, sagði Diddi, pollró- legur. Tónlistin sem Diddi lék og lét leikara, fræðimann og jafnvel áhorf- endur syngja með sér, var líka islensk og það sem best var heppnað þetta kvöld. Fólki þótti gam- an að taka und- ir viðlagið í þorra- og góu- kvæðum síra Bjama Gissurarsonar og kvæðinu um þorra og Snorra eftir Hannes Hafstein. Annars virtist ekki vera meiningin að sýna okkur eitthvað sér- íslenskt, eins og þátttakendur í grísku og spænsku kvöldi reyndu að laða áhorfendur inn í sérstakan heim með öllum ráðum. Textinn er fremur rýr og varla nógu lifandi og dramatísk- ur, - eins og vottaði fyrir efasemdum um að grunnhugmyndin - íslenskt kvöld - væri nógu góð. Kaffileikhúsið sýnir: íslenskt kvöld Höfundur frásagnar: Árni Björnsson Höfundur leiktexta: Vala Þórsdóttir Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir Grímur: Katrín Þorvaldsdóttir Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir DV-mynd Pjetur Myndlist og tíska í Feneyjum Nýlega var ítalski listfræðingur- inn Germano Celant ráðinn til að stýra Tvíæringnum í Feneyjum, um- fangsmestu og fjölsóttustu sýningu á samtímalist sem haldin er í heimin- um og verður haldin i 47. skiptið í ár. Tilnefning Celants hefur ekki gengið hávaðalaust fyrir sig, enda hefur löngum staðið styr um fram- kvæmd þessa viðamikla fyrirtækis. Celant er 57 ára gamall og einkum þekktur í listheiminum fyrir að hafa verið talsmaður þeirrar hreyfingar í list samtímans sem kennd er við „arte povera" og átti upptök sín í Torino á 7. áratugnum. Undanfarin ár hefur Celant starfað sem gesta- Myndlist Úlafur Gíslason prófessor við bandaríska háskóla auk þess sem hann hefur sett upp sýningar og skrifað gagnrýni og fræðigreinar um samtímalist. Síð- asta framtak hans var að hafa yfir- umsjón með svokölluðum Flórens- tvíæringi á síðastliðnu ári þar sem samtímalistin var sett í samhengi við tískuheiminn með því að blanda saman verkum kunnra listamanna og tískuhönnuða. Framtakið hlaut misjafnar undirtektir í listheimin- um en vakti mikla eftirtekt í fjöl- miölum, Celant segir í nýlegu viðtali að yfirskrift samsýningarinnar á Tví- æringnum í ár verði „Framtíð, nú- tíð, fortíð" og verði yngsta samtíma- listin þar sett 1 beint sögulegt sam- hengi við það sem gerst hefúr i myndlistarheiminum siðastliðin 30 ár eða frá 1967. Engin sérsýning verður fyrir unga til- raunastarfsemi eins og venjan er heldur öllu blandað saman i eina sögulega sýningu. Þar aö Ljósmynd Richards Avedons af tónlistarmanninum Elton John og tveim fyrirsætum í fötum frá tfskuhönnuðinum Versace. Myndin er úr sýningar- skrá tískusýningar Germano Celants i Flórens. auki verða hefðbundnir sýningarsalir einstakra þjóða. Celant segir markmið sitt vera að tefla saman tilraunastarfi og rannsóknum í samtíma- list ólíkra þjóða og meginlanda sem og ólíkra kynja og kynþátta þannig að úr verði fjölmenningarleg blanda. Eins og fyrr segir hefur tilnefhing Celants í embættið ekki gengið háv- aðalaust fyrir sig. Listgagnrýnand- inn Arthuro Scwarz segir í nýrri rit- stjómargrein listatímaritsins Tema Celeste að þeir listamenn er þátt tóku i tískusýningu Celants í Flórens séu verri en vændiskonur vegna þess að þær selji sig einungis sjálfúm sér til lífsviðurværis en listamennirnir hafi selt sig tískunni af hreinni hé- gómagimd og löngun í frægð. Tísku- húsin hafi þegar bolað listinni út úr sögufrægum vigjum sínum þar sem tískuverslánir hafa lagt undir sig sýningarsali og gallerí á Saint- Germain-des- Prés í París og Via della Spiga og Corso Montenapoleone í Mílanó. Tískukóngamir séu hægt og sígandi að drepa menninguna með peningum sínum og nú banki þeir upp á í Feneyjum. Ritstjóri tímaritsins, Demetrio Paparoni, tekur í sama streng og seg- ir allt benda til þess að heimspeking- urinn Massimo Cacciari, sem nú er borgarstjóri Feneyja fyrir samfylk- ingu vinstri flokkanna, ætli sér að láta hina vellauðugu tískukónga ítal- iu standa straum af kostnaði við Tví- æringinn og gera hann þar með að auglýsingu fyrir þá. Peningar séu reyndar bæði vel þegnir og nauðsyn- legir til að fjármagna fyrirtækið en gínur tískukónganna eigi ekki heima innan um listina. Þær ættu betur heima á kjötkveðjuhátíðinni. Þess er reyndar skemmst að minn- ast að tískuhúsið Benetton var form- legur aðili að Tvíæringnum 1993 meö ljósmyndum eftir Olivieri Toscani sem einungis vinnur fyrir téð tísku- hús og hefur þannig selt því einka- rétt á list sinni. Spumingin er hvort þetta fordæmi eigi eftir að verða að viður- kenndri reglu í framtíðinni. Breiðfirðmgur Tímaritið Breiðfirðingur er elsta lifandi átthagarit landsins og ný- lega kom út 54. árgangur joess. Þar er meðal annars birt greinargeröin fyrir frumvarpi til laga um vernd Breiðaijarðar, sem samþykkt var 1995, í samantekt Friðjóns Þórðar- sonar. Jón Marinó Samsonarson skrifar um eina siðustu fórukonu á íslandi, Þjóðhildi Þorvarðsdóttur frá Leikskálum, og Tómas R. Ein- arsson tónlistarmaður segir frá séra Friðrik Eggerz 1 Akureyjum og deilum höfðingja á Skarðs- strönd á öldinni sem leið. Síra Friðrik skrifaði endurminningar sínar seint á 19. öld sem voru end- urútgefnar um 1950 undir heitinu Úr fylgsnum fyrri aldar. Rekrn- Tómas margar bráðskemmtilegar sögur úr því riti og sumar allstórkarla- legar. Stalst í kútinn Hjónum einum í andskotaliði sínu lýsir Friðrik svo: „hann var drykkfelldur, hún eyðslu- og kaffihít og tóbaksgipur". Þegar maður þessi dó kom upp kvittur um að honum hefði verið byrlað eitur. Síðan segir síra Frið- rik: „Var hann þá krufinn hroðalega, nefnilega skorið út úr báðum munnvikjum og tekið aftur eftir, brjóst og magáll af honum, gam- imar og maginn látið í kút og spi- ritus hellt yfir og sent til landlækn- is, J. Hjaltalíns, og þaðan til lækn- is á Akureyri. En sögn var, að ein- hver drykkjumaður, sem ekki vissi um gamabaggann, hefði stolist í kútinn á leiðinni og tekiö teyg af honum. Datt málið niður og varð hann af fáum tregaður." Ritstjórar Breiðfirðings em Ámi Bjömsson og Einar Gunnar Péturs- son en afgreiðslu annast Berg- sveinn Breiöfjörð Gíslason í sím- um 553 6721 og 852 3507. Saxófónleikarar frá Stokkhólmi Á fóstudagskvöldið verða tón- leikar í Norræna húsinu á vegum Myrkra músíkdaga og hefjast kl. 20. Þar leika fjórir saxófónleikarar frá Svíþjóð sjö verk sem sérstak- lega em samin fyrir saxófóna af ýmsum gerðum, meðal annars Ex- halatio, verk fyrir saxófónkvartett eftir Þorstein Hauksson. Einsöngstónleikar á Akureyri Á sunnudaginn kemur, 16. febrú- ar, halda Mariola Kowalczyk messósópran og Jerzy Tosik-Wars- zawiak píanóleikari tónleika í A- sal Tónlistarskólans á Akureyri og hefjast þeir kl. 17. Efnisskráin er að hluta til ný- stárleg fyrir íslensk eym, á henni em meðal annars lög eftir Biset, Dvorak, Karlowicz, Moniuszko, Musgorski og Obradors. íslensku lögin em eftir Björgvin Guðmunds- son, Eyþór Stefánsson, Maríu Brynjólfsdóttur, Sigvalda Kalda- lóns og Þórarin Guðmundsson. Mariola er skólastjóri Tónskól- ans á Hólmavík og hefur getið sér gott orð sem söngvari. Hún fæddist í Kraká í Póllandi og hefur komið fram bæði austan hafs og vestan. Jerzy er píanókennari við Tónlist- arskóla Borgarfjarðar og hefur haldið tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann fæddist líka í Kraká og starfaði við Tónlist- arakademíuna þar til 1992. Hann er meðlimur í Berlínartríóinu og hef- ur unniö til verðlauna fyrir píanó- leik. Umsjón SlljaAðalsteinsdótdr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.