Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
51
Fréttir
Norðurland vestra:
Straumnesið
hentar vel fýrir
stóriðjuver
DV, Fljótum:
„Ég tel það ekki spumingu - við
á Norðurlandi vestra eigum ekki
að hika við að sækjast eftir að hér
verði orkufrekur iðnaður í ein-
hverju formi og þar undanskil ég
ekki álver. Ég tel að við höfum ein-
mitt stað sem hentar vel fyrir slíka
atvinnustarfsemi, þar á ég við
Straumnesið í Fljótum.
Það hefur ýmsa kosti. Þar er tals-
vert víðáttumikið svæði, litill land-
búnaður í næsta nágrenni, jarðhiti
skammt frá og auk þess gætu íbúar
bæði á Sauðárkróki og Siglufirði
auðveldlega sótt þarna vinnu svo
að ekki sé minnst á Hofsós og
næsta nágrenni," sagði Sverrir
Sveinsson, veitustjóri á Siglufirði,
við DV.
Straumnesið, sem Sverrir hefúr
haft augastað á um árabil sem stað
undir iðjuver, er landsvæði á sjáv-
arbakka utarlega í Sléttuhlíð um 20
km norðan við Hofsós. Þaðan er
um 35 km til Siglufjarðar og 55 km
til Sauðárkróks. Fyrir liggur frum-
könnun varðandi hafnargerð við
Straumnes sem Þorsteinn Jóhann-
esson, verkfræðingur á Siglufirði,
gerði fyrir nokkrum árum og var
niðurstaðan að slíkt væri vel fram-
kvæmanlegt.
Mikil umræða um atvinnuupp-
byggingu og jafnvel stóriðju er nú
víða á Norðurlandi vestra í kjölfar
samdráttar í fiskvinnslu á Sauðár-
króki og Hofsósi og deilna sem
blossað hafa upp varðandi fyrir-
hugað álver í Hvalfirði.
Sverrir segist telja að Skagfirð-
ingar eigi sem fyrst að láta skipu-
leggja þetta svæði og bjóða það síð-
an fram með orkufrekan iðnað í
huga. Hann segir að deilur varð-
andi staðsetningu stóriðju í land-
búnaðarhéruðum, bæði við Hval-
fjörð og áður við Eyjafjörð, sýni að
brýnt sé að ná sátt fýrirfram um
staðsetningu slíkra fyrirtækja og
Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglufiröi.
velja eigi þeim stað þar sem þau
hafi sem minnst áhrif á landbúnað
og ferðaþjónustu. Þá þurfi jafnhliða
að stefna að virkjun Héraðsvatna
við Villinganes í Skagafirði. Það sé
í raun grundvöllur þeSs að orku-
frekum iðnaði verði komið á fót á
þessum slóðum. -ÖÞ
Suðureyri:
Fékk 2 tonn af
ýsu frá Reykja-
vík með bíl
DV, Suðureyri:
„Það er ansi erfitt að fá fisk núna,
bæði lélegar gæftir og síðan hátt
verð á mörkuðunum. Ég var að fá
tvö tonn af ýsu með flutningabíl frá
Reykjavík," sagði Jóhann Bjama-
son fiskverkandi i samtali við DV.
Jóhann þjónustar fyrirtæki og
stofnanir á Suðureyri og á ísafirði
og nágrenni með fisk. Hann hefur
oft þrnft að kaupa fisk frá Reykjavík
og er það orðið heldur langsótt hrá-
efni, að mati Vestfirðinga.
„Ýsan fæst ekki undir 160 krón-
um kílóið á mörkuðum í Reykjavík
og allt upp í 218 krónur. Það þýðir
ekkert aö bjóða fólki annað en ýsu
í soðið hér, það borðar ekki stein-
bít nema hertan. Ég herti lítið í
haust. Verðið var líka hátt, 130-140
krónur kilóið. Það er of dýrt. Það
er orðið ansi hart fyrir mann eins
og mig, sem stal steinbít sem púki,
borðaði steinbít alla daga, veiddi
hann síðan og verkaði á hjall, að
geta ekki útvegað steinbít. Fyrir
utan að eiga ekki kvóta. Það liggur
við að maður sæki í frumbýlisrétt-
inn og sæki sér sjálfur steinbít,“
segir Jói og hnýtir því við að þetta
sé ekki heilbrigt.
„Sem dæmi um hátt markaðsverð
þá er lúðan seld á 300-400 krónur
kílóið og ég held að menn séu að
hætta að herða hana vegna þess.
Þetta hefúr gengið dálítið erfiðlega,
ýsan fer að hætta að veiðast á þess-
um árstíma, fyrir utan langvarandi
gæftaleysi sem var i janúar. Það gaf
í fjóra daga þá,“ segir Jóhann
Bjamason sem stendur í harðfisk-
hjallinum í 10 gráða frosti og norð-
austan strekkingi og er að taka
herta ýsu í kippur fyrir væntanlegt
þorrablót á Suðureyri. -R.S.
Jóhann í haröfiskshjallinum.
Kjartan Ólafsson, formaöur Landssambands garðyrkjubænda, Guömundur Bjarnason landbúnaöarrábherra og Þor-
steinn Pálsson, framkvæmdastjóri KÁ, á fundi garöyrkjubænda. DV-mynd jþ
Islensk paprika
á markaði
DV, Suðurlandi:
Um 100 störf hafa á síðustu árum
orðið til í garðyrkju hér á landi yfir
vetrartímann eftir að farið var að
rækta grænmeti allan ársins hring.
Það hefur verið gert í stórauknum
mæli hin síðari ár og grænmetis-
bændur kaupa raforku fyrir 60
millj. króna á ári vegna þess.
Þetta hefur leitt til þess að farið
er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af
nýju og fersku ísl. grænmeti allt
árið. Tómatar, gúrkur og salat era á
markaði mestan hluta ársins og 6.
febrúar var sett á markað íslensk
paprika en hún hefur aldrei komið i
verslanir jafnsnemma árs. Kjartan
Ólafsson, formaður Landssambands
garðyrkjubænda, sagði af því tilefni
að ísl. paprika kæmi venjulega á
markað 15.-20. apríl. Þessa dagana
er ísland eini staðurinn i Norður-
Evrópu þar sem paprika er ræktuð.
Kemur það til af rafmagns- og hita-
orku sem hér er til staðar.
„íslenska grænmetið er talsvert
dýrara en það innflutta, enda eru
engir vemdartollar lagðir á inn-
flutning á bilinu 1. nóvember til 15.
mars og framleiðslan talsvert dýr
yfir vetrartímann. Þrátt fyrir það er
salan mjög góð á íslenska grænmet-
inu. „Þetta sýnir að neytendur
kaupa íslenska grænmetið fyrst og
fremst vegna gæða,“ sagði Kjartan
Ólafsson. -jþ
Starfsnám fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa
og fólk í hliðstæðum störfum.
Þann 17. mars 1997 hefst í Reykjavík starfsnám (grunnnámskeið)
fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa og fólk í hliðstæðum störfum.
Námskeiðið er 160 klst., með fjölbreyttu námsefni, og fer kennslan
fram að Grettisgötu 89, Reykjavík.
Umsóknarfrestur um námið er til 28. febrúar 1997 og fást umsóknar-
eyðublöð hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Grettisgötu 89, Reykja-
vík, sími 562 9644, og félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu
v/Tiyggvagötu, sími 560 9100.
Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins
DV-mynd Róbert