Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 32
rwm
til nijW/í að vinf^
Vinningstölur
11.2/97
@@@
KÍN
'O V
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997
Ákveðnir
hópar sendir
í verkfali?
DV, Akureyri:
„Það er rætt í okkar röðum að
senda í verkfóll einhverja þýðingar-
mikla aöila í þjóðfélaginu. Þar er ég
t.d. að tala um hafnarverkamenn
eða hleðslumenn á Keflavikurflug-
velli, svo að einhverjir hópar séu
nefndir, og við hin gætum haldið
þeim uppi með því að greiða þeim
laun fyrir að vera í verkfalli," sagði
Aðédsteinn Baldursson sem sæti á í
framkvæmdastjóm Verkamanna-
sambands íslands á opnum fundi
Alþýðubandalagsins um stöðu
kjaramála á Akureyri í gærkvöldi.
Aðalsteinn sagði að þessi leið, að
lama ákeðna þætti atvinnulífsins,
T0 gæti e.t.v. skilað jafnmiklum ár-
angri og aðrar aðgerðir og væri
hugsanlega hesta leiðin til að byrja
með komist ekki skriður á samn-
ingamálin á næstu dögum. „Ég ótt-
ast ekki bakland okkar að þessu
sinni. Það er mikil samstaða og það
hefur aldrei verið jafnlítið um úr-
töluraddir og núna þegar rætt er
um verkfallsaðgerðir. Viðsemjend-
ur okkar hafa hins vegar ekkert
annað haft til málanna að leggja en
að hækka kaupið um tíkall og að
færa sumardaginn fyrsta til hausts-
ins,“ sagði Aðalsteinn. -gk
Hlöðversmáliö:
Nákvæm rann-
sókn skýrir málið
„DNA-rannsókn á munnvatni úr
sígarettustubb, sem fannst í bíl
Hlöðvers heitins Aðalsteinssonar,
sem fannst látinn 29. desember sl.,
og blóðrannsókn á manni, sem RLR
hefur haft undir smásjánni frá því
daginn eftir að Hlöðver fannst, sýn-
ir að maðurinn hefur verið í bíl
Hlöðvers nóttina sem Hlöðver dó. Þá
hefur rannsóknardeild lögreglimnar
sýnt fram á það með einstakri rann-
, sókn að forhlaði úr haglaskoti, sem
fannst í handlegg Hlöðvers, hefur
veriö skotið úr haglabyssu manns-
ins. í framhaldi af nefndum rann-
sóknum var maðurinn handtekinn
og úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Fyrir dómi viðurkenndi hann að
hafa skotið að Hlöðveri. Rannsókn
stendur enn yfir. -sv
Ók niður
Ijósastaur
Einn ljósastaur á Keflavíkurflug-
velli sinnir hlutverki sínu ekki í bráð
eftir að hann var ekinn niður í nótt.
Ökumaður bifreiðar missti stjóm á
. ^bíl sínum í hálkunni með fyrrgreind-
um afleiðingum. Bíllinn var óökufær
eftir og staurinn ljóslaus. -sv
Fyrirhugaö álver Colombia á Grundartanga:
Raforkuverðið
verður hlutfall
af álverði
- eins og hjá álverinu í Straumsvík
Samkvæmt upplýsingum sem
DV hefur fengið verður raforku-
verð til álvers Colombia á Gnmd-
artanga ákveðið hlutfall af álverði
hveiju sinni.
Heimildarmenn DV segja að það
verði ekki minna en 2-3 mills yfír
kostnaðarverði sem þykir mjög
gott. Þeir segja jafhframt að þegar
allt kemur til alls verði raforku-
verðiö til Colombia það sama og
álverið í Straumsvík greiðir.
Raforkuverð þess er hlutfall af
álverði á heimsmarkaði og er nú
18 til 20 mills. Um leið og heims-
markaðsverð á áli lækkar þá lækk-
ar raforkuverðið.
Raforkuverð til Jámblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga er
mun lægra en til álversins í
Straumsvík. Það er að vísu tengt
heimsmarkaðsverði á járnblendi
en hlutfallið er lægra. Þannig
greiðir Jámblendiverksmiðjan
ekki nema 12 til 14 mills fyrir raf-
magnið.
Þetta kemur til af því að samið
hefur verið um að það megi draga
úr straumi til Jámblendiverk-
smiöjunnar ef þörf krefur á mestu
álagspunktiun hjá Landsvirkjun.
Það er aftur á móti ekki leyfilegt
samkvæmt samningum við álverið
í Straumsvík og verður heldur
ekki leyfilegt hjá fyrirhuguðu ál-
veri á Grundartanga. -S.dór
í dag er öskudagur og veröur eflaust mikiö um aö vera hjá yngri kynslóöinni. Venjan er aö börn og unglingar klæöi
sig í grímubúninga og mörg hver ganga á milli húsa og sníkja sælgæti. Myndin er tekin á grímuballi í
Snælandsskóla í gær þar sem var mikið fjör. DV-mynd BG
1»
L O K I
Veðriö á morgun:
Allhvasst
austanlands
Á morgun er reiknað með aust-
an stinningskalda eða allhvössu
með snjókomu austanlands en
slyddu eða snjókomu um landið
sunnan- og suðvestanvert. Heldur
hlýnar. Á Vestfjörðum og Norð-
urlandi verður að mestu úrkomu-
laust.
Veðrið í dag er á bls. 60
Ferðamálaráð:
Borðar
hval en vill
ekki veiða
„Hótel Saga bað um hvalkjöt
vegna Ferðamálaráðs og ég bjargaði
því. Þeir fengu hjá mér 4 kíló af lan-
greyði,“ segir Úlfar Eysteinsson,
matreiðslumeistari á Þremur
Frökkum, um hvalkjöt sem hann út-
vegaði vegna veislu Ferðamálaráðs
á Hótel Sögu í gærkvöld.
Það þykir skjóta nokkuð skökku
við að Ferðamálaráð skuli leggja sér
til munns hvalkjöt i því ljósi að á
mánudag samþykkti ráðið ályktun
þar sem þeir telja ótímabært að
hefja hvalveiðar á ný og slíkt geti
skaðað ferðaþjónustu.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
vildi sem minnst um þetta mál segja
í morgun. „Ég kannast ekki við að
hafa á nokkum hátt borðað hvalkjöt
lengi. Það er langt síðan ég hef gert
það,“ sagði Magnús og vildi ekki
ræða málið frekar. -rt
Bílvelta á
Ólafsfjarðarvegi
DV, Dalvík:
í gær lenti fólksbíll út fyrir veg og
valt á Hámundarstaðahálsi skammt
frá Dalvík. Ökumaður kvaðst hafa
lent í snjódrift á veginum og misst
stjórn á bílnum með fyrrgreindum
afleiðingum. Tveir voru í bílnum,
ökumaður sem kvartaði um eymsli
í hálsi og hlaut smávægilega
áverka, og farþegi er slapp ómeidd-
ur. Bifreiðin er mikið skemmd,
bæði á hliðum og framenda. -hiá
Hættuleg
grýlukerti
Víða á húsum má sjá stór og mikil
grýlukerti hanga niður eftir veggjum
húsa og samkvæmt lögreglu-sam-
þykkt ber húseigendum að sjá til þess
að ekki skapist hætta vegna þeirra og
snjóhengja af þökum. Lögreglan í
Reykjavík vill minna á þessa hættu og
hvetja eigendur til að huga að þessum
málum. Ekki er nefnilega ólíklegt að
þeir væru ábyrgir ef eitthvert óhapp
hlytist af vegna þessa. -sv
Eldur I trillu
Eldur kviknaði í trillunni Lilju
VE 7 í höfninni í Vestmannaeyjum
um klukkan 10 í gærkvöld. Eigandi
trillunnar hafði kveikt upp í kab-
yssu um borð og síðan farið eitt-
hvað frá. Annar maður kom að
nokkru síðar og þá höfðu orðið ein-
hverjar skemmdir vegna eldsins.
Vandræðalaust gekk að slökkva en
skemmdimar höfðu ekki verið
metnar til fulls í morgun. -sv