Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 15 Stjórnin fer út fyrir valdsvið sitt Kjallarinn Ögmundur Jónasson formaður BSRB og alþm. Stjórn ATVR vill samkvæmt „fram- tíðarsýn" sinni kollvarpa því skipu- lagi sem þrátt fyrir allt enn ríkir á sölu og dreifingu tóbaks og áfengis. Þessi sérskipaða sfjórn hefur nú lagt fram tillögur sem fela m.a. í sér verðlækk- un á bjór og létt- víni, fjölgun vín- búða, einkavæð- ingu á vínbúðum og algert afnám einka- sölu og á dreifíngu á tóbaki. Vill þjóðin þetta? Ráöherra getur sjálfur lækkað verðiö Stjórn ÁTVR hefur í kynningu á „framtíöarsýn" sinni vísað til þess að það þurfi að lækka verð á áfengi til að styrkja ferðamanna- iðnaðinn. Þetta er dæmigerð full- yrðing sem byggist á vanþekkingu eða tilraunum til blekkingar. Er- lendir ferðamenn hafa vissulega kvartað yfir of háu verði á áfengi. Nú er það hins vegar þannig að ferðamenn kaupa áfengi yfirleitt á vínveitingastöðmn þar sem gilda sérstakar álagningareglur eða frjálsar. Veitingahúsin leggja allt frá nokkrmn tugum upp í hundruð prósenta ofan á heildsöluverðið, allt eftir geðþótta. Sjálft söluverðið frá ÁTVR skiptir nánast engu máli í þeirri verðlagningu. Þannig lækkuðu veitingahúsin yfirleitt ekki um krónu verð á bjómum þegar verðlækkun varð síðast á þeim miði frá ÁTVR. Ekki nóg með það, ef það væri einhver áhugi á að lækka verð á áfengi til ferðamanna á veitinga- stöðum þá væri ekkert auðveldara því samkvæmt lögum hefur ráð- herra heimild til að ákvarða há- marksálagningu á veitingastöðum. Einu sinni var þeim lögum framfylgt og há- marksálagning var lengi 35% á áfengi. En á síðustu árum hefur heimild laga ekki verið nýtt og dæmi er um álagningu á veitinga- húsum upp á 300%. Með öðrum orðum: ef vilji er fyrir hendi þá getur ráðherra lækkað verð á veit- ingastöðum þar sem erlendir ferðamenn drekka aðallega áfengi. Þetta káfar hins vegar ekkert upp á stjórn ÁTVR og er ekki á hennar starfssviði. Sama má segja um verðlækkunaráform stjómarinnar á léttvíni og bjór. Ráðherra hefur heimild í lögum til að lækka áfengisgjald og þar með útsöluverð á þessum tegundum - og þarf enga framtíðarsýn eða stjóm ÁTVR til. Skattalækkun í trássi við löggjafann Blaðamannafundur stjórnarinn- ar og kynning á „framtíðarsýn" „Hvað myndu menn segja ef ríkis- skattstjórí héldi blaðamannafundi til aö kynna löngun sína til að lækka skatta? Stjórn ÁTVR hefur tekið sér vald langt umfram það sem eðlilegt getur talist með háttalagi sínu.u var með miklum eindæmum og hefur fátt eitt af þeim ósköpum komið fram í fjölmiðlum. Þannig var t.d. stjórnin að grípa fram fyr- ir hendurnar á Alþingi í mörgu til- liti, t.d. með því að leggja til lækk- un skatta af áfengi, skatta sem fara til almannaþarfa. Hvað myndu menn segja ef ríkisskatt- stjóri héldi blaðamannafund til að kynna löngun sína til að lækka skatta? Stjóm ÁTVR hefur tekið sér vald langt umfram það sem eðlilegt getur talist með háttalagi sínu. Reyndar er stjóm þessi stjómskipulega afar ólýðræðisleg og hæpin. Hún er skipuð af einum ráðherra, fólki með sömu þröngu við- horfin og ganga þvert á ríkjandi stefnu í áfengis- málum þjóðarinnar, heilbrigðisstefnu og stjómarstefnu þeirrar ríkisstjóm- ar sem fer með völdin í landinu. Ögmundur Jónasson „Reyndar er stjórn þessi stjórnskipulega afar ólýöræðisleg og hæpin,“ segir m.a. f grein Ögmundar. - Stjórn ÁTVR. Stolt til sölu ... þeir em búnir að selja Gugg- una.. . Jújú, mikil ósköp, það fer prýði- lega um flóttafólk á flötunum milli Esju og Keilis. Ekkert flæðisker það, aðbúnaður hinn besti, gnótt afþreyingar og þjónustu. Veit á gott fyrir alla þá íslendinga sem enn gætu þurft á búðunum að halda. Því nú er dagljóst orðið að hvorki stjórnvöld né önnur öfl hafa vilja eða getu til að halda öllu landinu í byggð, allra síst Vest- fjörðum. Það má til dæmis ráða af öxlum sem yppt- ast þegar skjald- armerki vest- firskrar reisnar er selt. Peninga- byr hlýtur að ráða, jafnvel þó að margir falli út- byrðis í sjóferð- tnni. Fómarkostnaður hagræðing- arinnar skal ekki sýttur, arðurinn guðdómlegi vegur hann margfalt upp. ... seldu flaggskipiö gula meö öllum gögnum og gæöum úr bænum ... Allt hefur sinn tíma og stundum er gott að hafa vistaskipti. Eigi að síður fylgja þjóðflutningum mikil átök, mikið rask. Fólk er misvel undir slíkt búið, sumir kannski ekki tilbúnir að fara, eins og geng- ur. Missir af einhverju tagi er óumflýjanleg afleiðing, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur líka fýrir þjóðfélagið, hvað sem ávinn- ingnum líðiu-. Því er ekki heldur að neita að innan í sérhverjum Vestfirðingi, hvar á landi sem hann býr, kveða við brothljóð þegar fregnir berast af hruni í átthögunum. Lögheimili sálarinnar verður ekki flutt þótt líkaminn leggist í flakk. Maður fær aldrei sigrað sinn fæðingar- hrepp, sagði áttrætt skáld að vest- an. ... í lestinni sviti, tár og tregi vestfirskra sjómanna í 40 ár... Æskuminningar ísfirðings eru á þessa lund: Togarar koma með góðan afla í viku hverri og oft er unnið myrkranna á milli í firysti- húsum bæjarins. Fyrirtækin „Vissulega hirtu Vestfirðingar ekki um að fjárfesta í björgunar- bát, svo sem i formi atvinnustarf- semi sem hefði skotið fleiri og fjölbreyttari stoðum undir byggð- ina, enda átti sjávarpláss þá bara að vera sjávarpláss.“ Kjallarinn byggja glæsi- byggingar og endumýja skip sín ört. Nýjasta skip- ið er jafnan betra en þau skip sem fyr- ir eru, „búið fullkomnustu tækjum“. Bæjarbúar fara ekki var- hluta af þessu góðæri og heil hverfi einbýlishúsa spretta upp. í þá daga voru Vestfirðingar í hópi stolt- ........ ustu íbúa lcmdsins, báru höfuðið hátt hvar sem þeir komu. Engan grunaði að þeir væru einmitt þá að gera mistök sem yrðu til þess að fimmtán árum síðar yrði vandfundinn sá Vestfirðingur sem bæri höfuðið hátt. ... og hvaö viö lönduðum öll. hausuöum, flökuöum og frystum af afla þessa skips... Málið er reyndar ekki einfalt. Vissulega hirtu Vestfirðingar ekki um að fjárfesta í björgunarbát, svo Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur sem í formi atvinnustarfsemi sem hefði skotið fieiri og Fjöl- breyttari stoðum undir byggð- ina, enda átti sjávarpláss þá bara að vera sjávarpláss. Vissulega voru þeir vantrúað- ir á kvótakerfið og ekki að ástæðulausu. En það var ekki við þá eina að sakast þegar þorskstofninn hrundi, hvað þá þegar ríkis- stjórnin dreiföi rækjukvóta þeirra á loðnuskipin. Það var ekki heldur við þá eina að sakast þó að margir treystu sér ekki lengur til að búa í fjórðungnum, þoldu allt í einu ekki einangrunina, ein- hæfnina og vetrarveðrin. Það var ekki við þá eina að sakast — þó að þjóðfélagið breyttist. ... þeir sigldu fleyinu okkar stolta inn í stærra fyrirtæki... Já, það fer að sönnu vel um landsbyggðarfólk innan um flettiskiltin. Á sumrin heldur það heim í átthagana og hlustar á fjöll- in. Og fjöllin segja farir sínar ekki sléttar, nú langi þau suður líka, gráti snjóflóðum á dimmum vetr- um þegar fáir komi aðrir en þjóð- garðsverðir. Að lokum lætur allt undan tíðarandanum. Að lokum hrynja glæstustu turnar, stökkir af stolti. Rúnar Helgi Vignisson Með og á móti Nafnið Flugfélag íslands tekið upp Einróma samþykkt „Stjórn Flugleiða hefur ein- róma samþykkt að sjálfstætt fyr- irtæki um innanlandsflug skuli fá nafnið Flug- félag íslands. Nú er hér um bil aldarfjórð- ungur frá því að ákveðið var að sameina rekstur hins gamla Flugfé- lags íslands og Loftleiða undir merkjum Flug- leiða. Þótt á sínum tíma hafi verið ákveðið að hætta rekstri undir nöfnum gömlu félaganna þá er mér ekki kunnugt um stjómar- eða hlut- hafasamþykkt sent leggur bann við því aö nota hin gömlu nöfn í viðskiptum um alla ft-amtið. í því sambandi má minna á að félagið hefur haldið nafni Loftleiöa á lofti 1 aldarfjóröung með starf- rækslu Hótel Loftleiða við Reykjavíkurflugvöll. Flugleiðir Einar Sigurösson, aöstoöarmaöur for- stjóra Flugloiöa. eru afar hreyknar af sögu sinni og þeim arfi sem félagið býr að frá stofnfélögunum báðum. Þegar ákveðið var að færa rekstur inn- anlandsflugsins má segja að ekk- ert annað nafn hafi komið til greina en Flugfélag íslands. Það félag hafði lengst af veg og vanda af innanlandsfluginu’ og rekstur innanlandsflugs í dag er byggður á áratuga starfi Flugfélags ís- lands. Nánast allir sem hafa sam- band við félagið vegna hins nýja Flugfélags íslands hafa lýst ein- dreginni ánægju með nafhgift- ina. Það á við jafnt um gamla Flugfélags- og Loftleiðamenn og það er tímaskekkja að gera þessa nafngift að tilefni sundrungar.“ Brot á samein- ingarsáttmála „Að nafnið Flugfélag íslands skuli tekið upp á ný er skýlaust brot á sameiningarsáttmálanum. Á sínum tíma, þegar Loftleið- ir og Flugfélag íslands voru sameinuð, var alltaf gert ráð fyrir að þau legðu bæði niö- m- sín nöfh og merki. í Upp- Kri«t|ana Mllia hafi var flug- Thor«teln»«on vlö- reksturmn «Klptaira>Oingur. ekki sameiginlegm* en þaö gekk mikið á til að sameina hann þaimig aö ekkert yrði til sem heitir Loftleiðir eða Loftleiða- flugvél eða íiugfélag íslands. í samþykktum Flugleiða stendur að ekki megi breyta tilgangi fé- lagsins að verulegu leyti. Ég tel að það að taka upp nafn annars félagsins heyri vrndir það atriði. í sjálfum sameiningarsamningn- um, sem ég hef undir höndum, er hvergi talað mn það að taka upp nafn annars félagsins enda er það svo mikil fjarstæða að eng- um hefur dottið það í hug fyrr. Þetta lýsir í mínum huga skorti á hugmyndaflugi. Það hlýtur að liggja beint við að taka nú upp á ný nafn Loftleiða, það félag átti allt Ameríkuflugið og um 70 pró- sent af Evrópufluginu. Þar með ætti að teljast eðlilegt að utan- landsflugið yrði kallað Loftleiðir. Hvað varðar sameininguna sjálfa þá er vitað að innanlands- flug Flugleiða hefur verið rekið með miklu tapi undanfarin ár. Það er margbúið að reyna árang- urslaust að rétta þennan rekstur við. Það getur því verið góð leið að sameinast Flugfélagi Norður- lands og auka þannig breiddina í flugvélaflotanum. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.