Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 erlend bóksiá Átján ára dótturdéttir Guðmundu Elíasdóttur stígur sín fyrstu skref í Operunni: Leiðinlegt gagnvart hinum að svona písl komist að „Mér finnst það mikil náð að geta komist svona fljótt áfram. Það er kannski svolítið leiðinlegt gagnvart hinum sem hafa verið í söngnámi í mörg ár að svona písl komist strax að,“ segir Sigurlaug Knudsen, átján ára gömul mezzosópransöngkona sem nýverið hóf að syngja í óp- erukómum. Einnig hefur hún feng- ið lítið hlutverk í Kátu ekkjunni. Sigurlaug er óvenjuung til þess að fá hlutverk í Óperunni. Hún er bamabam söngkonunnar Guðmundu Elíasdóttur en i síðasta Helgarblaði DV var einmitt rætt við barnabarn Stefáns íslandi. Guð- munda og Stefán fóm með aðalhlut- verk í fyrstu óperunni sem sett var Sigurlaug Knudsen er aö stíga sín fyrstu skref á sviði íslensku óperunnar. DV-mynd GVA á svið í Þjóðleikhúsinu en það var Rigoletto. Alltaf yngst Sigurlaug er dóttir Stefáns Ás- grímssonar blaðamanns og Siijar Knudsen, deildarstjóra á Dalbraut. Hún á eldri bróður sem er við nám í ballettskóla í Hollandi. Sigurlaug ólst upp í Danmörku og í vestur- bænum. Hún er komin með kærasta upp á arminn sem heitir Hallgrímur Stefán Sigurðsson. „Ég er alltaf yngst alls staðar sem ég kem. Stundum gleymi ég því að ég sé bara átján ára því ég umgengst oftast nær fólk sem er eldra heldur en ég. Mér finnst mjög fint líka að umgangast fólk á mínum aldri en það hefur náttúrlega allt önnur áhugamál heldur en ég. Það hugsar um föt og skemmtanir og nýjar kærustur og kærasta," segir Sigur- laug. Söngurinn fór í taugarnar Sigurlaug segir að sumir jafnaldr- ar hennar eigi við unglingavanda- mál að stríða en það er eitthvað sem hún þekkir ekki til frá sjálfri sér. Jafnaldrar hennar hafa engan áhuga á því sem hún er að gera og einungis allra bestu vinimir mæta þar sem hún syngur. Sigurlaug byrj- aði að syngja fyrir tveimur árum og er nú á fimmta stigi í Söngskólan- um hjá Ásrúnu Davíðsdóttur. Söng- urinn hefur ekki verið neitt sérstakt áhugamál hjá Sigurlaugu frá barn- æsku. Amma hennar bjó í sama húsi en það vakti ekki áhuga Sigur- laugar á söng. „Þegar amma bjó fyrir neðan mig fóru söngæflngarnar mjög mikið í taugarnar á mér. Það gekk alls ekki að hún myndi kenna mér söng þeg- ar ég var yngri og ég hafði aldrei áhuga á söng. Ef hún fór að gagn- Metsölukiljur • ••••••••• • • •♦• Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The Upstart. 2. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 3. Marian Keyes: Lucy Sulllvan Is Getting Married. 4. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 5. Colln Forbes: Preclplce. 6. Dlck Francls: Come to Grlef. 7. Jostein Gaarder: Sophie’s Choice. 8. Mlchael Klmball: Undone. 9. Ranulph Fiennes: The Sett. 10. Bernard Cornwell: The Bloody Ground. Rit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvikmyndaútgáfa) 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 5. Fergal Keane: Letter to Danlel. 6. Blll Bryson: The Lost Continent. 7. Jung Chang: Wlld Swans. 8. Andy McNab: Immedlate Action. 9. Blll Bryson: Made in Amerlca. 10. Nlck Hornby: Fever Pltch. Innbundnar skáidsögur: 1. Catherlne Cookson: Bondage of Love. 2. Patrlcla D. Cornwell: Cause of Death. 3. Tom Clancy: Executlve Orders. 4. Penny Vlncenzl: The Dilemma. 5. Mary Wesiey: Part of the Furnlture. Innbundln rit almenns eölis: 1. Dava Sobel: Longltute. 2. Nicholas Faith: Black Box. 3. Scott Adams: The Dilbert Principle. 4. V. Reevcs & B. Mortlmer: Shootlng Stars. 5. Matt Groenlng: Bart Simpson's Gulde to Life. (Byggt á The Sunday Tlmes) Morðinyinn sem semur glæpasögur Fyrir 44 árum myrtu Pauline Parker og Juliet Hulme, tvær unglingsstúlkur í Christchurch á Nýja-Sjálandi, móður Pauline með því að berja hana ótal sinn- um með steini sem þær höfðu stungið inn í nælonsokk. Vegna ungs aldurs (þær voru 15 og 16 ára) sluppu stúlkurnar við dauðarefsingu en voru dæmdar til ótímabundinnar fangavistar og bannað að hittast nokkru sinni aftur. Fimm árum síðar var þeim sleppt úr haldi þar sem yflrvöld töldu þær hættulausar umhverfí sínu. Þetta morð telst til alræmdustu glæpamála á Nýja-Sjálandi og þar hefur áhugi á morðinu og stúlk- unum tveimur verið mikill ára- tugum saman. Frumsýnt var leik- rit um þær, Daughters of Heaven, 1991 og fyrir þremur árum kvik- myndin Heavenly Creatures sem nýverið var sýnd hér undir heit- inu Himneskar verur. Margir sem sáu þá kvikmynd velta því vafalaust fyrir sér hvað orðið hafl um Pauline og Juliet. Það verður rakið hér vegna þess að önn- ur þeirra er kunnur höfundur spennusagna sem hafa selst saman- lagt í nokkrmn milljónum eintaka. Búa báðar í Bretlandi Svo sérkennilega vili til að síð- ustu áratugina hafa þær báðar búið í Bretlandi án þess að hafa haft hug- mynd hvor um aðra - en þær hafa ekki hist síðan þær voru dæmdar árið 1955. Pauline Parker, sem skrifaði um ástríðufullt samband sitt við Juliet og undirbúning sjáifs morðsins i dagbók sem varð helsta sönnunar- Anne Perry er höfundur 22 spennusagna. gangið gegn þeim við réttarhöldin, var sleppt úr fangelsi árið 1959. Hún tók sér nýtt nafn, Hilary Nathan, gegndi ýmsum störfum um hríð en fór síðan i háskóla og lauk prófi. Umsjón Elías Snæland Jónsson Árið 1967 lét hún sig hverfa. Það var fyrst í síðasta mánuði að blaða- manni tókst að hafa uppi á henni. Þá kom í ljós að hún hafði um árabil starfað sem kennari á Englandi en síðustu tíu árin rekið eigin reiðskóla í þorpi skammt frá Rochester. Hún er sögð einræn og hafa leitað trausts í kaþólskri trú. Hún býr ein og á hvorki útvarp né sjónvarp. Höfundur 22 bóka Juliet hefur átt mun við- burðarikari ævi þótt það hafi fyrst komið í ljós opinberlega fyrir tæpum þremur árum þeg- ar Heavenly Creatures var frumsýnd í Bretlandi. Þegar hún slapp úr fangels- inu, 21 árs að aldri, fékk hún nýtt nafn - Anne Stuart. Hún var snarlega send til Englands þar sem móðir hennar bjó ásamt nýjum eiginmanni, Bill Perry, tók eftirnafn stjúpa síns og gegndi ýmsum störfum næstu árin en hélt til Bandaríkj- anna árið 1967 þar sem hún tók trú mormóna. Nokkrum árum síðar, 1972, sneri hún aftur til Bretlands og fór að sinna gömlu áhugamáli sínu; að semja sögulegar skáldsög- ur. Sú fyrsta þeirra, The Cater Street Hangman, kom út árið 1979 og síðan hver af annarri. Þetta eru spennandi glæpasögur sem gerast á tímum Viktoríu drottningar. Hjónin Charlotte og Thomas Pitt eru söguhetjurnar sem hverju sinni finna hina réttu lausn sakamálanna. Hin síðari ár hefur hún einnig samið nokkrar spennu- sögur sem segja frá afrekum annars lögreglumanns, Wiliiams Monks. Margar af sögum hennar fást í enskum kiljuútgáfum í reykvískum bókabúðum. Anne Perry hefur nokkur undan- farin ár búið skammt frá Invemess í Skotlandi þar sem hún sinnir rit- störfum flesta daga ársins. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Danielle Steel: Five Days in Parls. 2. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patient. 3. Taml Hoag: Guilty as Sln. 4. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 5. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 6. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 7. Rlchard North Patterson: The Flnal Judgment. 8. John Saul: The Blackstone Chronicles: Part 1. 9. Peter Blauner: The Intruder. 10. Davld Baldacci: Absolute Power. 11. Irls Johansen: The Ugly Duckling. 12. Phillp Frledman: Grand Jury. 13. Mlchael A. Stackpole: X-Wing: The Baeta War. 14 Elalne Coffman: If You Love Me. 15. Michael Conelly: The Poet. 16. Mlchael Crlchton: The Lost World. Rlt almenns eölis: 1. Jonathan Harr: A Clvll Action. 2. Mary Pipher: Revlvlng Ophelia. 3. Andrew Well: Spontaneous Healing. 4. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvillzatlon. 5. Dava Sobel: Longttude. 6. Mary Karr: The Llar's Club. 7. B. Gates, Myhrvold & Rinearson: The Road Ahead. 8. Barbara Kingsolver: Hlgh Tlde in Tucson. 9. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 10. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run Wlth the Wolves. 11. John Felnstein: A Good Walk Spolled. 12. Isabel Fonseca: Bury Me Standlng. 13. Thomas Moore: Care of the Soul. ) 14. Betty J. Eadie & Curtis Taylor: Embraced by the Llght. 15. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 16. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. (Byggt á New York Tlmes Book Review) I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.