Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Page 31
4
i
■ i
LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1997
^Ulí?i33
Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Reykjavíkur:
Benidorm og Cancun
Feröaskrifstofan Heimsferöir veröur meö feröir til Cancun í Mexíkó, en þetta er fimmta áriö sem Heimsferðir bjóöa
þann staö.
Ferðaskrifstofur gefa margar
hverjar út sumarbæklinga sina um
þessa helgi og meðal þeirra eru
Heimsferðir og Ferðaskrifstofa
Reykjavikur. Heimsferðir halda nú
upp á 5 ára afmæli sitt með ferðahá-
tið á Hótel Borg á morgun, sunnu-
dag, milli klukkan 14 og 16, um leið
og ferðatilboð sumarsins verða
kynnt ásamt nýjum bæklingi.
Aðaláfangastaðir Heimsferða í
sumar verða Costa del Sol,
Benidorm og Paris, en á alla þessa
staði fljúga Heimsferðir vikulega í
leiguflugi. Nú er Marbella kynnt í
fyrsta sinn sérstaklega í áætlun -
kunnasti lúxusstaðurinn á suður-
strönd Spánar. Á öllum þessum
áfangastöðum bjóða Heimsferðir
þjónustu íslenskra fararstjóra og
fjölda spennandi kynnisferða.
Að auki eru kynnt sérstök tilboð
til Barcelona og til Cancun í
Mexíkó, en þetta er fimmta árið sem
Heimsferðir þjóða Cancun sem er
vinsælasti áfangastaðurinn í Karí-
bahafinu nú.
Benidorm
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur
kynnir bækling sinn á morgun,
sunnudag, í húsakynnum sínum að
Aðalstræti 16 frá klukkan 13-16. ís-
laug Aðalsteinsdóttir er fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar.
„Aðaláherslan hjá okkur er lögð á
Benidorm á Spáni sem við erum
búin að vera með í fjölda ára. Verð-
ið til Benidorm er mjög hagstætt í
ár, í mörgum tilfellum lægra en
áður en örlítið hærra í einstaka til-
fellum. Við bjóðum upp á íbúðahót-
elið Les Dunes Suites sem er mjög
gott og vel staðsett. Þar er móttaka,
matsalur, bar og örstutt á strönd-
ina,“ sagði íslaug.
„Svo erum við einnig með Barcel-
ona sem er alltaf að verða vinsælli
enda áhugaverð borg. Þar geta
menn farið í helgarferð, viku eða
tekið flug og bU. Sitges, sem er ekki
nema % klst. akstur frá Barcelona,
er mjög vinsæll sólarstaður. Við er-
um einnig með ferðir til Dóminík-
anska lýðveldisins á vegum Atlanta
og þar er íslensk stúlka sem tekur á
móti ferðamönnum í gistingu.
Af öðrum stöðum má nefna
Þýskaland, ferðir með LTU tU
Múnchen og Hamborgar, Prag sem í
boði er aUt árið, Paris sem er á góðu
verði núna, borgimar London, Glas-
gow og Manchester, sem er nýtt.
Ekki má gleyma málaskólunum
okkar þar sem hægt er að læra
ensku, þýsku, frönsku og spænsku.
Enn fremur má minnast á samninga
okkar við hoUensku ferðaskrifstof-
una Arke Reisen,“ sagði íslaug.
-ÍS
í sérferöabæklingi Úrvals-Útsýnar eru einnig spennandi nýjungar og má
þar nefna gönguferöir í Skotlandi.
Sólarhátíð Úrvals-Útsýnar:
Betri ferðir á lægra verði
í tUefni af útgáfu ferðabæklinga
sumarsins heldur ferðaskrifstofan Úr-
val-Útsýn sólarhátíð í Lágmúla 4 og
víða úti á landsbyggðinni um helgina.
Úrval-Útsýn mun kynna nýjan sumar-
bækling undir kjörorðunum „Betri
ferðir - lægra verð“, enda hefur fram-
boð aldrei verið fjölbreyttara né verð-
ið betra og er umtalsverð lækkun á
ýmsum ferðum frá síðasta ári.
Ú-Ú bendir á ýmsar leiðir tU að fá
lægsta verð, eins og tU dæmis „Rauð-
ar dagsetningar", StökkpaUinn, Flug-
léttar greiðslur tU 24 mánaða svo eitt-
hvað sé nefnt, en þetta er aUt saman
vel kynnt í Sumarbæklingi Úrvals-Út-
sýnar.
Spennandi
nýjungar
I sérferðabæklingi Úrvals-Útsýnar
eru einnig spennandi nýjungar og má
þar nefna gönguferðir í Skotiandi og á
Mallorca, mjög áhugaverða ferð um
Suður-Ameríku og skemmtisiglingar
með nýjum og glæsilegum skipum.
Á sólarhátíðinni er glæsUegt skaf-
miðahappdrætti, Lukkuferðir Úrvals-
Útsýnar og verða dregnir út 1170
vinningar að heildarverðmæti
1.225.000 krónur. Meðal vinninga eru
ferðavinningar tU MaUorca, Portúg-
als, Kanaríeyja og flugfarseðlar til
Amsterdam, Kaupmannahai'nar,
Boston, Glasgow, Óslóar, Hamborgar
og Parísar. Einnig eru í vinning 150
bolir frá Úrvali-Útsýn og 1000 ævin-
týraferðir í herminn við Kringlutorg.
í Lágmúlanum taka Brassbræður
létta sveiflu og Bangsinn kemur og
spjaUar við börnin. Um helgina er
opið hjá sölu- og umboðsskrifstofum
Úrvals-Útsýnar í Keflavík, Hafnar-
firði, Akureyri, Vestmannaeyjum, ísa-
firði, Neskaupstað, Akranesi, Sauðár-
króki, SeUossi og EgUsstöðum.
-ÍS
39
Stöðva verkfall
( Flugstjórar hjá American
I Airlines, stærsta flugfélagi
Bandarikjanna, hafa hótað
í; verkfalli ef launakjör þeirra
| verða ekki bætt. Forráðamenn
fyrirtækisins gerðu sér vonir
■ um að ná samningum í gær tU
i að koma í veg fyrir að Qugflot-
| inn stöðvist. Á hverjum degi
| Qjúga um 200.000 manns með
; American Airlines.
I
I1 SAS verðlaunað
Skandinavíska Qugfélagið
SAS er með besta Qugpunkta-
kerfið fyrir fasta viðskiptavini.
Þetta er niðurstaða úr skoðana-
könnun meðal 30 stærstu Qugfé-
laga heims. Átján þúsund far-
þegar tóku þátt í þessari könn-
un. SAS fékk einnig viöurkenn-
Iingu fyrir að vera með bestu
þjónustuna fyrir farþega sem
safna Qugpunktum, með besta
fréttabréfiö og að vera með
bestu netsíöuna.
Lama samgöngur
Starfsfólk í Qutningaþjónustu
í Frakklandi hefur veriö í verk-
falli í hátt í viku og hefur verk-
fallið truQað og jafnvel lamaö
samgöngukerfi neðanjarðar-
lesta og langferðabifreiða í
landinu. Starfsmennimir krefj-
ast styttri vinnuviku og lækk-
aðs eftirlaunaaldurs.
í' » -
Fangelsun
Fólk sem verður uppvíst að
þvi að reykja eða spila háværa
tónlist í strætisvögnum eða far-
þegabifreiðum í Manila, höfuð-
borg Filippseyja, verður fang-
elsað samkvæmt nýjum lögum
sem tóku gildi i síðustu viku.
«
1
Herða
eftírlit
Umferðarnefnd innan Evr-
ópusambandsins leggur tU að
; hámarkshraði á þjóöbrautum
I álfunnar verði lækkaður víðast
j hvar og beitt verði tUviljunar-
S kenndum rannsóknum á bU-
stjómm tU að athuga hvort'þeir
séu með óleyfilegt áfengismagn
í blóði. Á hverju ári láta um
45.000 manns lífið í umferðar-
í slysum í Evrópu og stefnt er að
í því að ná þeirri tölu niöur í
! 25.000 fyrir árið 2005.
Handhöfum Eurocard og Visa
býðst nú að greiða fyrir öll
flugfargjöld og pakkaferðir
með raðgreiðslum til allt að
24mánaða.
Leiðin
út í heim
Flugleiða
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafélagi