Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Side 46
54 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 Sigmundur Stefánsson Sigmundur Stefánsson, viðskipta- fræðingur á Skattstofu Reykjanes- umdæmis, Logafold 163, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferiil 1994, varamaður í stjórn Sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar 1994-95 og varamaður í stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1996. Sigmundur fæddist í Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi í Ámes- hreppi og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi við Héraðsskólann á Laugarvatni 1964, stúdentsprófi frá ML 1968 og kandidatsprófi í við- skiptafræði frá HÍ 1974. Sigmundur var fulltrúi hjá Trygg- ingaeftirlitinu 1974-79, skrifstofu- stjóri Bandalags háskólamanna 1979-83, framkvæmdastjóri banda- lagsins 1983-92, stundaði ýmis skrif- stofustörf hjá BHMR 1993-94 og hef- ur verið starfsmaður eftirlitsdeildar Skattstofu Reykjanesumdæmis frá 1994. Sigmundur var formaður Skólafé- lags Héraðsskólans á Laugarvatni 1963-64, formaður Bridgefélags Reykjavíkur 1981-84, varaforseti Bridgesambands íslands 1987-89, i stjóm Ámesingafélagsins í Reykja- vík 1975-91, i stjórn Foreldrasam- taka bama með sérþarfir 1988-92, í stjóm Foreldrasamtaka fatlaðra frá Fjöiskylda Sigmundur kvæntist 5.7. 1980 Hafdísi Sigur- geirsdóttur, f. 20.6. 1948, sérkennara við Folda- Sigmundur skóla. Hún er dóttir Sig- son- urgeirs Frímanns Jón- atanssonar, f. 27.4. 1902, d. 8.1. 1996, bónda að Skeggjastöðum í Fremri- Torfustaðahreppi í Vestur- Húna- vatnssýslu, síðar húsvaröar í Reykjavík, og Lám Ingu Lámsdótt- ur, f. 16.2. 1924, húsfreyju á Skeggja- stöðum, síðar ritara í menntamála- ráðuneytinu. Böm Sigmundar og Hafdísar eru Lára Inga, f. 23.4. 1980, framhalds- skólanemi; Sigurgeir Atli, f. 7.3. 1983, nemi. Stjúpsonur Sigmundar er Þröstur Freyr Hafdísarson, myndlistarmað- ur og starfsmaður við leikmuna- gerði Borgarleikhússins, en dóttir hans er Þórunn Bríet, f. 18.4. 1995. Systkini Sigmundar: Gissur Grétar, f. 8.12. 1941, d. 16.11. 1958; Ing- unn, f. 16.7. 1943, hús- móðir í Reykjavík; Mar- grét, f. 19.8. 1948, hús- freyja að Gerðum í Gaul- verjabæjarhreppi; Hann- es, f. 3.10. 1949, kennari við FS. Foreldrar Sigmundar vora Stefán Hannesson, Stefáns- f 22.6. 1911, d. 5.10. 1974, bóndi í Arabæ í Gaul- verjabæjarhreppi, og Þórdís Gissurardóttir, f. 13.6. 1910, d. 26.9. 1988, húsfreyja. Ætt Stefán var sonur Hannesar, b. í Ánanaustum, Sigurðssonar, b. í Björk, Jónssonar, b. í Óseyramesi, Jónssonar, b. þar, Snorrasonar. Móðir Hannesar var Ragnheiður Hannesdóttir, b. í Tungu, Einars- sonar, spítalahaldara í Kaldaðar- nesi, Hannessonar, ættföðm- Kald- aðarnesættarinnar, Jónssonar. Móðir Stefáns var Ingunn ívars- dóttir, b. á Vorsabæjarhóli, Guð- mundssonar, b. þar, Gestssonar, b. í Vorsabæ, Guðnasonar, b. í Gerðum, Filippussonar. Móðir Ingunnar var Margrét Einarsdóttir, b. í Brekku á Álftanesi, Björnssonar. Þórdís var dóttir Gissurar, b. í Gljúfurkoti i Ölfusi, Guðmundsson- ar, b. í Saurbæ, Gissurarsonar, b. á Reykjum, Þóroddssonar, b. í Dalseli, Gissurarsonar, b. á Seljalandi, ís- leifssonar. Móðir Gissurar var Sig- ríður Gísladóttir, b. í Hvammi, Gíslasonar, b. í Reykjakoti, Guðna- sonar, ættfoður Reykjakotsættar- innar, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Jórunn Erlendsdóttir, b. í Reykjakotshjáleigu, bróður Gísla í Reykjakoti. Móðir Þórdísar var Margrét Jón- ína Hinriksdóttir, b. í Seli á Sel- tjarnarnesi, Helgasonar, b. á Læk í Ölfúsi, Runólfssonar. Móðir Hinriks var Ólöf Sigurðardóttir, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Holti við Stokkseyri, Bergssonar, ættföð- ur Bergsættarinnar, Sturlaugsson- ar. Móðir Margrétar Jónínu var Ingibjörg Bessadóttir, b. á Leiðólfs- stöðum, Guðmundssonar, b. á Ormsstöðum, Guðmundssonar. Sigmundur og Hafdís taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 15.2. kl. 17.00-19.00. Herdís Fjeldsted Jakobsdóttir Herdís Fjeldsted Jakobsdóttir kennari, Austurgötu 14, Hofsósi, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Kvenfélagið, slysavamafélagið Hörpu, hestamannafélagið Svaða, Leikfélagið og Tónlistarfélag Skaga- fjaröar, auk þess sem hún syngur með kirkjukórnum og Rökkurkórn- um. Herdís fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Er hún gifti sig hófu þau hjónin búskap á Smáragrund á Sleitubjarnarstöðum í Skagafirði þar sem þau áttu heima til 1973. Þá fluttu þau á Hofsós þar sem þau hafa átt heima síðan. Herdís vann við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki í nokkur ár en á Hofs- ósi hefur hún einkum stundað verslunarstörf. Nú seinni árin hefur hún kennt við Gmnnskóla Hofsóss. Herdís er söngelsk og listhneigð. Hún hefur setið í stjórnum og tekið virkan þátt í starfi hinna ýmsu fé- lagasamtaka. Má þar t.d. nefna Fjölskylda Herdís giftist 29.10. 1966 Páli Magnússyni, f. 29.7. 1944, bifvéla- virkja er rekur eigið bifvélaverk- stæði. Hann er sonur Magnúsar Hofdals Hartmannssonar, f. 9.4. 1910, d. 1985, og Sigurbjargar Hall- dórsdóttur, f. 5.3. 1905, d. 1989, bænda að Brekkum í Óslandshlíð í Skagafirði. Börn Herdísar og Páls eru Sigríð- ur S. Pálsdóttir, f. 9.5.1966, nemi við Söngskóla Reykjavíkur, dóttir henn- ar er Agatha Ýr Gunnarsdóttir, f. 20.12. 1985; Magnús Ómar Pálsson, f. 11.1. 1971, rafeindavirki í Reykjavík, kona hans er Anna Margrét Skúla- dóttir og era dætur þeirra Amanda Sjöfn Magnúsdóttir, f. 1994, og Emelía Magnúsdóttir, f. 1996. Alsystkini Herdísar eru Halldór Karel Jak- obsson, f. 20.7. 1941, sjó- maður á Þórshöfn; Lár- us Fjeldsted Jakobsson, f. 5.1. 1945, d. 1996, sjómaður á Þórshöfn og á Hofsósi; Grétar Fjeldsted Jakobs- son, f. 7.6. 1950, jámiðnaðarmaður i Stykkishólmi; Karólína Sigurrós Jakobsdóttir, f. 12.1. 1956, húsmóðir í Reykjavík. Herdís Fjeldsted Jak- obsdóttir. Hálfbróðir Herdísar, sammæðra, er Stefán Ped- ersen, f. 7.12. 1936, Ijós- myndari á Sauðárkróki. Hálfsystkini Herdísar, samfeðra, eru Reynir Jak- obsson, f. 22.11. 1936, bíla- málari í Reykjavík; Gréta H. Hjartardóttir, f. 30.1. 1938, húsmóðir í Reykja- vík; Hilmar Jakobsson, f. 18.3. 1940, verkamaður í Reykjavík. Foreldrar Herdísar vora Jakob Líndal Jósepsson, f. 24.4. 1917, d. 1993, vörubifreiðar- stjóri á Sauðárkróki, og k.h., Sigríð- ur Sigurlína Halldórsdóttir, f. 24.4. 1919, d. 1962, húsmóðir. Herdís verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðmundur Einarsson Guðmundur Einars- son, skipstjóri og út- gerðarmaður, Dísar- landi 4, Bolungarvík, verður fertugur á morg- Starfsferill Guðmundur fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann tók fiski- mannapróf frá Stýri- Guðmundur mannaskólanum í son. Reykjavík 1977. Guðmundur fór ungur til sjós og var hjá aflamönnunum Einari Hálfdánarsyni og Jóni Eggert Sig- urgeirssyni. Þá var hann á Guð- björginni ÍS-46 hjá þeim aflafeðg- um Ásgeiri Guðbjartssyni og Guð- bjarti Ásgeirssyni. Eftir að Guð- mundur lauk stýrimannaprófi hef- ur hann lengst af verið fyrsti stýri- maður. Guðmundur stofhaði eigin út- gerð með föður sínum og mági 1987 og hefur hann stundað útgerð- ina með togarasjómennskunni. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 18.8. 1984 Einars- Asgerði Jónasdóttur, f. 15.11.1957, ritara. Hún er dóttir Jónasar Guð- bjömssonar og Sólveigar Sorensen. Börn Guðmundar og Ásgerðar era Jónas Guð- mundssonm, f. 8.3. 1976, nemi, í sambúð með Unu Guðrúnu Einarsdóttur nema; Einar Guðmunds- son, f. 11.5. 1981, nemi; Tinna Björg Guðmunds- dóttir, f. 15.6. 1984, nemi. Systkini Guðmundar era Hrólfur Einarsson, f. 3.2. 1958, verkamaður í Bolungarvík; Daðey Steinunn Einarsdóttir, f. 27.2. 1960, kennari á Akranesi; Sofila Þóra Einarsdóttir, f. 24.4. 1961, skrif- stofumaður á ísafirði; Jón Þorgeir Einarsson, f. 22.5. 1962, endurskoð- andi í Bolungarvík; Jóhanna Ein- arsdóttir, f. 11.6. 1966, skrifstofu- maður á Bifröst í Borgarfirði; Hólmfríður Einarsdóttir, f. 3.9. 1972, nemi í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar eru Einar Guðmundsson, f. 7.1. 1937, útgerð- armaður í Bolungarvík, og Ásdís Svava Hrólfsdóttir, f. 8.9.1939, fisk- vinnslukona. Guðmundar er að heiman. Valdimar Jónsson Vcildimar Jónsson bif- vélavirki, Heiðarbrún 18, Stokkseyri, er sex- tugur í dag. Starfsferill Valdimar fæddist í Garðbæ á Stokkseyri og ólst upp á Stokkseyri. Hann stundaði sjó- mennsku frá fimmtán ára aldri og var af og til á vetrarvertíðum til ársins 1971. Hann hóf nám í bifvélavirkjun 1954 hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi og lauk sveinsprófi 1959. Valdimar starfaði hjá Kaupfé- lagi Árnesinga til 1969, var vél- gæslumaður hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar í nokkur ár, starf- rækti eigið bifvélaverkstæði á Stokkseyri í tíu ár, hóf þá aftur störf hjá bifreiðaverkstæði Kaup- félags Árnesinga á Selfossi 1992 sem nú heitir Bílfoss og starfar þar enn. Hann hefur alla tíð verið búsettur á Stokkseyri. Valdimar Jónsson. Valdimar kvæntist 24.12. 1957 Sigurbjörgu Helgadóttur, f. 14.5. 1936, d. 18.1. 1993, húsmóður og handavinnukennara. Hún var dóttir Helga Sigurðsson- ar, f. 18.2. 1903, d. 10.9. 1977, skipstjóra í Bræðraborg á Stokks- eyri, og k.h., Sigrúnar Einarsdóttur, f. 16.9. 1903, d. 21.8. 1948, hús- móður. Börn Valdimars og Sigurbjargar eru Sigrún Helga, f. 30.8. 1957, hús- móðir, gift Pétri Krist- jánssyni trésmið og eiga þau tvo syni, Ragnar Helga og Gunnar Valberg; Guðrún Jóna, f. 12.3. 1961, hárskeri, gift Gylfa Péturssyni vélstjóra og eiga þau þrjá syni, Valdimar, Heimi og Bjarka; Steinar Ingi, f. 24.6. 1964, í sambúð með Jóhönnu Guðjóns- dóttur kennara og eiga þau einn son, Bjarna. Sambýliskona Valdimars er Ás- laug Hannesdóttir. Systur Valdimars voru Eygló, f. 26.9. 1927, d. 23.9. 1992; Guðlaug María, f. 10.1. 1931, d. 17.3. 1992. Foreldrar Valdimars voru Jón Óskar Eðvaldsson, f. 10.9. 1905, d. 26.2. 1988, verkstjóri í Garðbæ á Stokkseyri og síðar í Ranakoti, og Guðrún Þórðardóttir, f. 25.11. 1906, d. 30.1. 1993, húsmóðir. Valdimar tekur á móti gestum í Gimli á Stokkseyri í dag, laugar- daginn 15.2., frá kl. 20.30. Til hamingju með afmælið 15. febrúar | 85 ára Sólveig Sigríður Guðjóns- dóttir, Túngötu 9, Seyðisfirði. 75 ára Guðný Þorvaldsdóttir, Höfðagrund 14, Akranesi. 70 ára Þórður Sveinsson, Urðarteigi 12A, Neskaup- stað. Sigríður Hrólfsdóttir, Lagarási 2, Egilsstöðum. Erna Sigfúsdóttir, Hellum, Andakílshreppi. Sveinbjörg H. Ammunds- dóttir, Bláskógum 10, Reykjavík. 60 ára Benedikt Sæmundsson, Efstaleiti 83, Keflavík. Fjóla Björgvinsdóttir, Kálfsárkoti, Ólafsfirði. 50 ára Örlygur Eyþórsson, Ásbúð 3, Garðabæ. Elínborg Gisladóttir, Krummcihólum 2, Reykja- vík. Jóhanna Gústafsdóttir, Borgarflöt 9, Stykkishólmi. Anna Guð- rún Sigurð- ardóttir, Kambagerði 5, Akureyri. Svava Guðmundsdóttir, Hálsaseli 56, Reykjavík. Ásgrímur Hilmisson, Beykilundi 16, Akureyri. Ragnar Ólafsson, Laugarvegi 26, Siglufirði. Erik Ingemann Jensen, Vatnsendabletti 124, Kópa- vogi. 40 ára Brynjar Stefán Jacobsen, Heiðarlundi 61, Akureyri. Hann tekur á móti gestum í Gamla Lundi í dag milli kl. 17.00 og 20.00. Hilmar Arason, Maríubakka 24, Reykjavík. Erlendur Þórisson, Garðbraut 51, Garði. Laufey Jóhannsdóttir, Drápuhlíð 11, Reykjavik. Benedikt Eyjólfsson, Funafold 62, Reykjavik. Sigurborg Sigurðardóttir, Bollasmára 8, Kópavogi. Jón Thoroddsen, Fálkagötu 18A, Reykjavík. Hope Elísabet Millington, oW milli hirnins V, Smáauglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.