Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 3 Fréttir Hæstiréttur segir álagningu hás jöfnunargjalds á franskar kartöflur ólögmæta: Von á hundraða milljóna endurkröfum á ríkið - fangelsisdómar, gjaldþrot og há álagning innflytjenda lagt til grundvallar Umfangsmikill málarekstur er fram undan hjá nokkrum núverandi og fyrrverandi mnflutningsaðilum á frönskum kartöflum þar sem ríkið verður að líkindum krafið mn hund- ruð milljóna króna í endurgreiðslu vegna jöfnunargjalds sem nú hefur komið á daginn að stjórnvöld lögðu á með ólögmætum hætti. Kröfumar eru og verða byggðar á því að Hæstiréttur hefur nýlega með nákvæmum efnis- dómi komist að niðurstöðu um að ákvörðun landbúnaðarráðherra árið 1988 um nærri fímmfóldun jöfnunar- gjalds, allt að 190 prósent, á franskar kartöflur hafi ekki samrýmst þeim takmörkunum sem ráðherra voru settar - ríkið hafi ekki getað fært rök fyrir hinu háa gjaldi. Hæstiréttur hefur fellt úr gildi álagningu ríkistollstjóra og ríkistolla- nefndar í máli eins innflytjandans, S. Óskarssonar og Co - álagningu sem samt sem áður er nú notuð til grrrnd- vallar í sakamáli gegn forsvarsmanni fyrirtækisins. Nokkrir innflutningsaðilar fro- sinna franskra kartafla hafa verið dæmdir í sakamálum á undanfomum misseram, þar á meðal einn þeirra í 3ja mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Rekstraraðilar fyrirtækjanna hafa síðan í kjölfarið farið i gjaldþrot, að miklu leyti vegna hárrar álagningar og sekta. Það er ekki síst vegna þessa sem menn huga að skaðabóta- og end- urkröfumálum. Allt frá því á seinni hluta síðasta áratugar hefur innflytjendur kartafln- anna greint á um við stjómvöld um lögmæti hins háa jöfnunargjalds - gjalds sem lagt var á til að vemda hagsmuni íslenskra framleiðenda. Gjaldið var engu að síður sett á og voru kartöflurnar fluttar inn í þús- undir skipta. Á siðustu árum hafa innflytjendurnir síðan verið ákærðir og dæmdir fyrir að hafa lækkað raun- verulegt innkaupsverð kartaflnanna erlendis í því skyni að komast hjá hinu háa innflutningsgjaldi - sam- kvæmt þeirri álagningu stjómvalda sem nú hefur verið felld úr gildi. Með öðrum orðum - menn voru dæmdir fyrir að svindla á aðflutningsgjöldum sem voru ólögleg af hálfú stjórnvalda. Það sem gerir eina hlið málsins heldur einkennilega er að nú hefur forsvarsmaður S. Óskarssonar og Co., sem fór í gjaldþrot eins og aðrir kart- öfluinnflytjendur, verið ákærður eins og hinir aðilamir. Það var einmitt í máli þrotabús þess fyrirtækis sem Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að álagning innflutningsgjald- anna hefði verið ólögmæt. Héraðs- dómur Reykjavíkur stendur því nú frammi fyrir því að taka afstöðu til ákæra þar sem sakbomingnum eru gefm að sök brot á reglugerð sem í raun var ólögleg, samkvæmt ný- gengnum hæstaréttardómi. Sjúkrahús Akraness: Bylting í rekstri og hagnaður 1996 DV, Akranesi: Algjör umskipti urðu á rekstri Sjúkrahúss Akraness 1996 þegar miðað er við rekstur fyrri ára en sjúkrahúsið, sem rekið hefur verið með nokkrum halla undanfarin ár, skilaði hagnaði í fyrra. 1 áætlun í ársbyrjun 1996 var reiknað með tapi upp á 4,1 milljón króna. „Áætlaður hagnaður Sjúkrahúss Akraness 1996 er 1,5 milljónir króna og skýrist það meðal annars af því að sértekjur okkar hafa aukist, einkum á rannsóknarstofu eða um 6 milljónir. Launaliðurinn er lægri vegna fækkunar starfsfólks á árinu. Hann lækkaði um 10 milljónir," sagði Ásgeir Ásgeirsson, skrifstofu- stjóra hjá Sjúkrahúsi Akraness, við DV. í lok ársins fékk Sjúkrahús Akra- ness aukafjárveitingu - 24 milljónir - upp í halla fyrri ára en hún hefur ekki áhrif á reksturinn 1996. Fjár- veiting til sjúkrahússins var í fyrra 461 milljón króna og verður 473,8 milljónir 1997. „Hækkun á fjárveitingum til sjúkrahússins 1997 skýrist meðal annars af því að við fengum sérstak- lega 6 milljónir í gervilimaaðgerðir og auk þess er gert ráð fyrir eðlileg- um kjarahækkunum á launaliðn- um. Ég hef trú á því að við ættum að vera innan fjárlaga á þessu ári. í nóvember sl. var gerð áætlun sem gerði ráð fyrir halla upp á 6 milljón- ir 1997. Ég er samt hjartsýnn á að þetta verði í lagi hjá okkur,“ sagði Ásgeir. DVÓ Hvað sem sakamálinu líður hefur Jón Magnússon, lögmaður S. Óskars- sonar, ritað bréf til ríkistollstjóra þar sem gerð er grein fyrir 43 milljóna króna endurgreiðslukröfu fyrirtækis- ins, fyrir utan vexti og kostnað, á hendur ríkinu vegna jöihunargjald- anna sem Hæstiréttur telur ólög- mæta. Jón sagði í samtali við DV í gær að hann reiknaði með að endurkröfur hinna fyrrum kartöfluinnflytjenda, sem sumir hafa verið dæmdir í saka- málum, muni að líkindum nema hundruðmn milljóna króna. -Ótt SHARP 72AS-18SN Titrandi sjónvarpsmyndir tilheyra nú sögunni. MeZ> 100 riða (Hz) Digital Scan tækninni gefur SHARP glampafríi ia Mynd í mynd tæknin er í Joessu lullkomng 29" SHARP sjónvarpsteeki, Þú getur t.d. horft ó fréttir á Stöð 2 og haft RÚV inni í myndinni á skjánum þar til aS fréttirnar byrja þar eSa horft á RÚV fréttir og haft StöS 2 í minni mynd joar til aS „Eiríkur" byrjar. SHARP hljóðtækni er í hæsta gæSaflokki joar sem ný (origgja vídda tækni er notuS (DIGI TURBO SOUND). Þar sem mikil vídd og dýpt í hljómi, sem gerir áheyrandann aS miSdepli atburSarrásinni. ____________ Lágmúla 8 • Sími 533 2800 ivi iukdw owuimuj rar sem miKii viaa og aypr ' BRÆÐURNIR m ORMSSON Láamúla 8 • Sími 533 2800 Umboösmenn: Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafver, Bolungarvfk.Hljómborg, ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Suðurland: Árvirkinn, Seifossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. — 'ICANDER£^. Vissir þú að... Mesta úrval náttúrukorks á Islandi. Þ.ÞORGRIMSSON & CO ÁRMÚLI 29 108 RVK SÍMAR: 553-8640 & 568-6100 — Útsölustaðir TOf orkur er frá náttúrunnar hendi byggður upp af loftfylltum J\. holum. í hveijum rúmsentimetra af kork eru 125.000 loftsellur semþjðir að 50% korksins er loft. Þess vegna er svo gott að ganga á korkgólfum. Þau þola velþijstingfrá þungum húsgögnum og mjóum hœlum vegna þess að korkurinn réttir úr sérþegarþrjstingurinn hverfm - alveg eins og korktapþi úr kampavímflösku. W/icandersgólfin hafa einstakt "fagurfmðilegt W langlífi". Náttúrugólfefni eins og viður og korkur hafa gífurlegayfirburðiyfir önnur gólfefni þar sem þau eru sígild. Þau eldast fallega og eru fógur jafnvelþó þau séu orðin gömul.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.