Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 23 íþróttir íþróttir Gríski körfuboltinn: Teitur meiddist á ökkla - Larissa tapaöi og hörð fallbarátta blasir við Teitur Örlygsson lék ekki með Larissa í griska körfuboltanum um helgina þar sem hann meiddist á æfmgu í síðustu viku. Larissa lék gegn Iraklis á sunnudag og tapaði eftir framlengingu á heimavelli. Eftir venjulegan leiktíma var stað- an 51-51 en Iraklis hafði betur i framlengingunni og sigraði, 57-61. Þrjú lið heyja haröa fallbaráttu á næstu vikiun en sex umferðir eru eftir í deildinni. Larissa, Iraklis og Peiraikos eru öll með 25 stig og BAO er líklega fallið en það er í neðsta sæti með 21 stig. Beinflís þrýstir á taugar „Ég sneri mig á ökkla á æfingu í síðustu viku og horfði því á félaga mína tapa um helgina. Læknamir halda að beinflís í ristinni þrýsti á taugar og sinar. í gær fór ég í sprautumeðferð og get vonandi far- ið að æfa í þessari viku. Úr því að við fórum að tapa leik fyrir liði sem var fyrir neðan okkur á töfl- unni er spenna hlaupin í fallbarátt- una. Við eigum eftir að leika við fjögur efstu liðin þannig að það get- ur ýmislegt gerst ennþá. Það em tvö lið sem falla beint niður í 2. deild. Deildinni lýkur upp úr miðj- um mars en þá tekur við úrslita- keppnin," sagði Teitur Örlygsson í samtali við DV. -JKS Geir Sveinsson og félagar i Montpellier úr leik í Evrópukeppninni: „Svona brottvís- anasyrpu hef ég aldrei séð áður“ Geir Sveinsson og félagar hans í Montpellier féllu úr leik í EHF-keppninni í handknattleik um helgina þegar þeir töpuðu naumlega fyrir Granollers á Spáni, 26-24 og samanlagt 46-45. „Þetta byrjaði mjög vel fyrir okkur og eftir 20 mín- útna leik var staðan orðin 6-12 okkur í vil. En þá hófst þáttur króatisku dómaranna og aðrar eins tveggja brott- vísana syrpu hef ég aldrei sé. Þeir vísuðu okkur trekk í trekk af leikvelli og það nýttu Spánverjamir sér í botn, skoraðu sjö mörk í röð og komust yfír, 13-12, en staðan i hálfleik var jöfn, 13-13. Einn leikmanna okkar afrekaði það að fá sína þriðju brottvísun á nokkurra mínútna kafla í fyrri hálfleik og ég fór sömu leið þegar 10 mínútur vom eftir. Staðan þá var 22-20 og við vorum í sókn. Ég reif mig lausan á lín- unni og skoraði en dómararnir dæmdu ólöglega blokkeringu á mig og vísuðu mér af velli og sömuleiðis einum leikmanna Granollers. í kjölfarið varð allt vitlaust í herbúðum okkar og eðli- lega misstu menn móðinn. Granollers náöi fjögurra marka forskoti en við náðum að minnka muninn í tvö mörk þegar 25 sekúndur vom eftir og okkur hefði því dugað eitt mark til viðbótar til að fara áfram,” sagði Geir í samtali við DV í gær en hann skoraði eitt mark í leiknum. -GH KR vanní Reiðhöllinni KR sigraði Leiftur, 4-3, í úr- slitaleik á afmælismóti Fylkis í innanhússknattspyrnu sem fram fór í Reiðhöllinni í Víöidal á laugardaginn. Þormóður EgUs- son skoraöi sigurmark KR í hörkuspennandi leik. Þetta er fyrsta stóra mótið sem spilað er í ReiðhöUinni en þar hafa mörg félög af höfuð- borgarsvæöinu æft undanfama vetur. Eins hafa reiðhaUirnar í Kópavogi, Hafnarflrði og Mos- feUsbæ verið mikið notaðar til æfinga hjá knattspyraufélögun- um. Átta lið tóku þátt í mótinu sem haldið var í tUefni af 30 ára afmæli Fylkis sem er á þessu ári. -VS Súgfíröingar sigruöu í ftjklsr um íþróttum DV, Suðureyri: Héraðssamband Vestur-ísfirð- inga stóð fyrir innanhússmóti í frjálsum íþróttum í íþróttahús- inu á Flateyri í febrúarmánuði. Súgfirðingar sigruðu á mótinu en aUs tóku 90 manns þátt, frá þremur íþróttafélögum; Suður- eyri, Flateyri og Önundarfirði. Lið Stefnis frá Súgandafirði hlaut 324 stig, lið Grettis frá Flat- eyri hafnaði í öðra sæti, hlaut 274 stig, og íþróttafélagið Önund- ur hafnaði í þriðja sæti, hlaut 254 stig. Góð þátttaka var á mót- inu, eða um og yfir 90 manns. Lið Höfrungs frá Þingeyri tók ekki þátt í mótinu. Keppt var í hástökki, lang- og þrístökki, með og án atrennu, kúluvarpi, boltakasti og hlaupagreinum. Þetta er fyrsta innanhússmót sem HVÍ hefur staöið fyrir. -R.Schmidt Enn eitt áfallið hjá LA Lakers Lið LA Lakers varð fyrir miklu áfaUi í NBA-deUdinni í fyrrakvöld er framherjinn Robert Horry meiddist og verður hann frá í sex vikur hið minnsta. MeiðsU Horrys koma i kjölfarið á meiðslum ShaquiUes O’Neals sem verður frá næstu 8-10 vikurnar. -SK Muster sigraði í Dubai Austurríkismaðurinn Thomas Muster vann sigur á miUjón doUara móti í Dubai. Muster lagði Króatann Goran Ivanisevic í úrslitaleik, 7-5, 7-6 (7-3). Á myndinni hampar Muster glæsUegum verðlaunagrip. Svíinn Thomas Enqvist bar sigur úr býtum á opnu tennismóti í MarseiUe. Hann sigraði þar Marcelo Rios frá ChUe í úrslitaleik, vann fyrri lotuna, 6-3, en í annarri lotu varð Rios að hætta keppni vegna meiðsla. Loks var opiö kvennamót í París og því lauk með sigri Martinu Hingis frá Sviss. Hún sigraði Anke Huber í úrslitum, 6-3, 3-6, 6-3. -JKS/Slmamynd Reuter Kim aftur á sigurbraut Kim Magnús Nielsen komst aftur á sigurbraut í skvassinu um helgina þegar hann vann Jökul Jörgensen, 3-1, í úrslita- leik á Hróa hattar skvassmótinu í Veggsporti. Heimir Helgason, sem vann Kim Magnús á síðasta móti, varö í þriöja sæti í meist- araflokki karla. Kristján Daní- elsson vann Runólf Sveinbjöms- son, 3-0, í úrslitaleik í opnum flokki. -VS Siglfiröingar sigursælastir SigUirðingar unnu í þremur flokkum af sex í Hólsgöngunni á Siglufirði um helgina. Mótiö er liöur í íslandsgöngunni 1997. Magnús Eiríksson sigraði í 20 km göngu í eldri flokki karla, Ingólfur Magnússon í 10 km göngu karla og Árni Teitur Steingrímsson í 5 km göngu karla. Einar Ólafsson, Akureyri, sigraði í 20 km göngu í yngri flokki karla, Guðrún Magnús- dóttir, Ströndum, í 10 km göngu kvenna og Bergljót Þrastardótt- ir, Fljótum, I 5 km göngu kvenna. -VS Halla María meö níu mörk Halla María Helgadóttir skor- aði 9 mörk fyrir Sola þegar liðið tapaði, 27-33, fyrir Stabæk í norsku 1. deildinni í handbolta um helgina. Halla var talin besti leikmaður vallarins og nokkur norsk 1. deildar félög hafa áhuga á að fá hana fyrir næsta tímabil en allt bendir til þess að Sola falli í 2. deild. -DVÓ/VS Larvik komiö í undanúrslit Larvik frá Noregi, sem Krist- ján Halldórsson þjálfar, komst um helgina í undanúrslit í Evr- ópukeppni bikarhafa kvenna í handbolta. Larvik geröi þá jafn- tefli, 22-22, við Corteblanco á Spáni en Larvik vann fyrri leik- inn í Noregi, 30-17. -VS Missterkir riðlar í Evrópukeppninni Um helgina var dregið í riöla fyrir 8-liða úrslitin í Evrópu- keppni kvennalandsliða í knatt- spymu. Mikill styrkleikamunur þykir á riðlunum tveimur. í þeim fyrri eru Noregur, Þýska- land, Ítalía og Danmörk en í þeim síðari Svíþjóð, Spánn, Rússland og Frakkland. Fjögur fyrrnefndu liðin hafa ávallt ver- iö við toppinn í Evrópu og í heiminum en af hinum hefur að- eins Svíþjóð náð langt. Riðlarnir verða leiknir í Noregi og Sviþjóð í sumar. ,vs Loks unnu þær norsku í Svíþjóð Noregur vann sinn fyrsta úti- sigur á Svíþjóð í kvennalands- leik í knattspymu um helgina, 2-0. Linda Medalen og Hege Riise skoruðu mörkin. Leikur- inn fór fram innanhúss á velli í fullri stærð. .ys Rosenborg með þann fyrsta í ár Rosenborg vann sinn fyrsta titil á árinu í norsku knattspym- unni um helgina og heldur greinilega fyrri yfirburðum þar í landi. Rosenborg vann þá Sta- bæk, 4-0, í úrslitaleik norska innanhússmeistaramótsins sem leikiö er í norsku knattspymu- höllunum. -VS Linta til liðs við Akranes? Ivan Golac, hinn nýráðni þjálfari íslandsmeistara Akurnes- inga í knattspymu, hefur í hyggju að styrkja lið meistaranna fyrir átökin sem fram undan eru í sumar. Líklegt er að landi Golacs, Aleksanda Linta, 21 árs gamall miðvallarleikmaður, komi til Skagamanna fljótlega en Golac hefur fylgst með honum um hríð og hefur verið í sambandi við hann. Linta leikur með OFK Belgrad í Júgóslavíu en liðið leik- ur í 2. deild. „Ég veit að Golac hefur stúderað þennan strák og hann er mjög hrifinn af honum. Þetta er sterkur vinstri fótarmaður og ég held að það sé fullur vilji að fá hann til okkar mjög fljótlega. Golac hefur verið að kynna sér leikmannahópinn síðan hann kom til landsins og það er í hans höndum hvort hann vill fá fleiri leikmenn," sagði Gylfi Þórðarson, formaður Knattspymu- félags ÍA, í samtali við DV í gærkvöldi. Mörg lið úr júgóslavnesku 1. deildinni hafa haft augastað á Linta en hann hefur lýst yfir áhuga á að koma til Akraness. Mál Bjarna Guöjónssonar eru ennþá í biöstööu Ekki hefur enn skýrst hvað verður um Bjama Guðjónsson. Ensku stórliðin Newcastle og Liverpool hafa eins og áður hefur komið fram lýst yfir miklum áhuga á að fá Bjarna i sínar raðir en Skagamönnum hefur ekki borist nein formleg tilboð enn þá frá þessum félögum. Fyrir helgina báðu forráðamenn Newcastle Skagamenn um að gefa sér upp væntanlegt kaupverð sem og Skagamenn gerðu. „Ég vil ekki nefna þá tölu á þessu stigi en ég býst fastlega við að heyra frá báðum félögunum í vikunni," sagði Gylfi Þórðarson við DV í gærkvöldi -GH leikur Larusar Orra Dæmdu vel í Noregi Stefán Amaldsson og Rögnvaldur Erlingsson dæmdu leik Drammen og Creteil frá Frakklandi i 8-liða úrslitum borgakeppni Evrópu í handknattleik sem fram fór í Noregi á sunnudaginn. Drammen sigraði, 26-19, en fyrri leiknum lauk með jafntefli. Stefán og Rögnvaldur fengu mjög góða dóma hjá þulum norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 sem sögðu að þeir væra meðal bestu dómara á Norðurlöndum, hefðu látið leikinn ganga vel og engin mistök gert. -DVÓ/VS Allt um NBA-deildina í nótt og fyrrinótt á bls. 25 Urslitin voru ráöin í gærkvöldi þegar Ríkharöur kom inn á. Stór ósigur Rikka og Kalamata Kalamata, lið Ríkharðar Daðasonar, tapaði á heimavelli fyrir Olympiakos, 1-4, í grísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Ríkharður lék síðustu 30 mínút- ur leiksins og spilaði þar með sinn fyrsta leik fyrir félagið í deildinni. „Öll mörkin komu í fyrri hálfleik þannig að úrslitin vom ráðin þegar ég kom inn á. Ég náði að skapa mér eitt færi en varnarmaður Olympiakos náði að bjarga á síðustu stundu. Við vorum betri fyrstu 20 mínúturnar en á skömmum tima skoraði Olympiakos þrjú mörk og þar með var þetta búið,“ sagði Ríkhaður við DV í gærkvöldi. Kalamata er í 11. sæti eftir ósigur- inn með 25 stig en Olympiakos er efst með 51 stig. -GH Valdimar frá í 6-8 vikur Láras Orri Sigurðs- son lék á laugardag- inn sinn 100. leik með Stoke City í ensku 1. deildinni þegar liðið beið lægri hlut fyrir Southend, 2-1. Þar af hefur Láms Orri spilað 97 leiki í röð, alla í byrjunarlið- inu. Hann er fyrsti ís- lenski knattspyrnu- maðurinn sem leikur 100 leiki fyrir sama fé- lagið í ensku deilda- keppninni. Þeir Þorvaldur Ör- lygsson og Guðni Bergsson eiga báðir fleiri leiki að baki en hvorugur hefur náð þessum fjölda fyrir eitt félag. Þorvaldur hefur spilað um 160 deildaleiki samtals fyrir Nottingham For- est, Stoke og Oldham og Guðni Bergsson um 140 deildaleiki fyr- ir Tottenham og Bolton. -VS 16 undir pari Valur og Henning á meðal þeirra bestu - komu Óðinsvéum í dönsku úrvalsdeildina BK Óðinsvé tryggði sér á dögun- um sæti í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næstu leiktíð með því að vinna sigur á Vejle, 86-79. Tveir íslendingar hafa leikið stórt hlutverk með liðinu í vetur, þjálfar- inn Valur Ingimundarson, fyrrum leikmaður Njarðvikur og Tinda- stóls, og Henning Henningsson sem lék með Haukum og Skallagrími. ólokið erum við búnir að tryggja okkur í úrvalsdeildina. Við erum eitt af fáum liðum sem ekki eru með Kana í liðinu en þrátt fyrir það hef- ur þetta gengið vel,” sagði Henning Henningsson við DV í gær. Henning og Valur hafa verið máttarstólpar liðsins. Henning leik- ur nú í fyrsta sinn i stöðu leik- stjórnanda og hefur verið að spila Henning. hefur komið okkur á óvart og ég mundi segja að flest liðin í þessari deild sem við erum í myndu sóma sér vel í úrvalsdeildinni heima. Það er mikill uppgangur í greininni hér í Danmörku. Úrvalsdeildin er sterk og það er ljóst að Óðinsvé þarf að fá liðsstyrk fyrir næsta tímabil. Ég reikna með að koma heim um næstu áramót og Fyrsti sigur Lonards á ferlinum Heimamaðurinn Peter Lonard sigraði á ástralska masters mótinu í golfi sem fram fór í Melboume um helgina. Lonard sigraði landa sinn Peter O’Malley í bráðabana. Lonard, sem lék á 16 höggum undir pari, sést hér með hinn sérstaka en fallega verðlaunagrip. Lonard ætti að eiga fyrir salti í grautinn á næstunni þvi verðlaunafé fyrir fyrsta sætið nam 15 milljónum króna á mótinu. Stórt golfmót var einnig haldið í Sun City í Bandaríkjunum um helgina en þar voru samankomnir margir af bestu kylfingum heimsins í dag. Nick Price, Zimbawe, sigraði þar með yflrburðum, lék á 268 höggum. Banda- ríkjamaðurinn David Frost varð í öðru sæti á 276 högum og Daninn Thomas Björn kom geysilega á óvart með því að ná þriðja sætinu á 277 höggum. leikur ekki Stjórnunni. hef sjaldan getað stillt upp mínu sterkasta liði,” sagði Valdimar en hann mun stjórna sínum mönnum af varamanna- bekknum það sem eftir lifir íslandsmótsins. Til marks um óheppn- ina í röðum Stjömunnar sleit Brynjar Kvaran að- stoðarþjálfari liðbönd í fæti fyrir skömmu og gengur þessa dagana um á hækjum. -GH Lárus Orri Sigurösson varö fyrstur til aö ná 100 leikja markinu. Valdimar Grímsson, . leikmaður og þjálfari Stjömunnar, leikur ekki meira með liði sínu á þessu tímabili en eins og kom fram í DV í gær slasaðist hann illa í Evr- ópuleik gegn Vigo á laug- ardaginn. „Það kom í ljós að bein fyrir ofan þumal- flngur fór í sundur. Ég verð frá í 6-8 vikur svo tímabilið með Stjöm- unni er búið en ég hef ekki útilokað þátttöku á heimsmeistaramótinu í Japan. Tímirin verður að leiða það í ljós hvort ég verð tilbúinn fyrir HM en auðvitað stefni ég á að vera með,“ sagði Valdimar við DV í gær. Slysið átti sér stað þegar nokkrar sekúndur vom eftir af fyrri hálf- leik. Valdimar var að skjóta á markið þegar varnarmaður Vigo kom með hnéð út á móti hon- um og lenti hnéð á hönd Valdimars. „Nú verður maður bara að stilla upp nýju liði og leysa þetta á ann- an hátt. Það þýðir ekki að láta deigan síga því það kemur alltaf maður í manns stað. Óheppnin hefur svo sannarlega elt okkur í vetur hvað meiðslin varðar og ég Þessi árangur Óðinsvéa hefur kom- ið mjög á óvart en liðið vann sér sæti í 1. deildinni fyrir þetta tímabil undir stjóm Vals. „Þetta hefur gengið vonum fram- ar og þegar tveimur umferðum er 32-36 mínútur í leik og Valur hefur þurft að spila framherjastöðuna og miðherjastöðuna til skiptis og hefur eins og Henning verið að spila megnið af leiknum. „Körfuboltinn hér í Danmörku spila i úrvalsdeildinni heima en á þessari stundu veit ég ekki með hvaða liði það verður,” sagði Henn- ing. -GH Everton gerði tíu á Jersey Everton átti frí í ensku knatt- spymunni um helgina og brá sér því til Ermarsundseyjarinnar Jersey. Þar vann Everton úrvalslið eyjaskeggja, 10-1, og skoraði Nick Barmby fjögur markanna. RichardRufus til Newcastle? Newcastle hefur síðustu daga sýnt mikinn áhuga á varnar- manninum Richard Rufús frá Charlton. Rufús er metinn á 275 milljón- ir króna og átti stórleik með enska 21-árs landsliðinu sem vann ítali 1 síðustu viku. Paul Gascoigne kyrr hjá Rangers Paul Gascoigne sagði í gær að hann væri ekki á fórum frá Rangers í Skotlandi og hygðist skrifa undir nýjan samning við félagið. Sunderland hafði sýnt honum mikinn áhuga síðustu daga. Evrópukeppnin í handknattleik Evrópukeppni meistaraliða Barcelona-Pick Szeged 40-17 (6642) Badel Zagreb-Braga .. 26-22 (4946) Kiel-Santander...24-18 (4745) Lasko-Winterthur .... 28-19 (4940) Evrópukeppni bikarhafa: Irvy-Bogdand .....35-23 (7045) Bidasoa-Plock.... 23-14 (44-35) Lemgo-Magdeburg . . . 29-22 (4848) EHF-keppnin: Prato-Virum..... 26-26 (47-51) Granollers-Montpell. . 26-24 (46-45) Gorenj e-Flensburg . . . 17-28 (36-57) Borgakeppnin: Drammen-Creitel .... 26-19 (5043) Sandefjord-Sittardia . . 16-14 (36-36) Nettelstedt-Ademar . . 28-21 (4948) Svíar fögnuðu sigri í Bangkok Svíar fóra með sigur af hólmi á 4 landa knattspymumóti sem lauk i Bangkok um helgina. Svíar sigmðu Tælendinga i úrslitaleik, 3-1. Gary Sundgren, Joakim Persson og Robert Stein- er gerðu mörk Svía sem léku án margra sinna bestu manna. í leik um þriðja sætið sigraði Jap- an lið Rúmena, 2-0. -JKS Mætast risarnir í skoska bikarnum? Celtic og Hibernian gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum skoska bikarsins í knattspyrnu í Edinborg í gærkvöldi. Liðin verða því að leika að nýju og sigurvegarinn mætir stórliði Glasgow Rangers. Aðrir leikir eru þeir að Fal- kirk mætir Raith, Hearts eða Dundee United mæta Motherwell eða Hamilton og Morton eða Dundee mæta Kilmamock. Leikirnir verða 8. og 9. mars. Mikil fótbolta- veisla í London Úrval-Útsýn gengst fyrir hóp- ferð á tvo toppleiki í London dag- ana 23. og 24, mars. Á sunnudeginum 23. mars verður leikur Wimbledon og Newcastle og á mánudeginum leikur Arsenal og Tottenham. Takmarkaður miðaíjöldi er í þessa ferð sem kostar kr. 42.500. Innifalið: flug, skattar, gising og miðar á báða leikina. Nánari upplýsingar em í síma 569-9300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.