Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 9
J ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 9 I>V Útlönd Breska stjórnin haföi sigur í atkvæðagreiðslu um kúariðumálið: Sambandssinnar skáru Netanyahu boð- ar til fundar um framkvæmdir í Jerúsalem Major úr kosningasnöru John Major, forsætisráðherra Bretlands, þarf ekki að boða til skyndikosninga eftir að íhalds- flokknum tókst að fella tillögu stjómarandstæðinga þar sem með- ferð kúariðumálsins var vítt. Tillagan, þcir sem hörð gagnrýni kom fram á Douglas Hogg landbún- } aðarráðherra, var felld í neðri deild breska þingsins með 320 atkvæðum gegn 307. | Ef stjómin hefði tapað atkvæða- greiðslunni hefði vantrauststiilaga fylgt í kjölfarið og þá hefði Major hugsanlega neyðst til að boða til kosninga nú þegar í stað þess að reyna að styrkja stöðu sína þar til kosningar verða haldnar í vor. Talið er að þær verði þann 1. maí. Verkamannaflokkurinn, sem skoðanakannanir spá að muni komast aftur til valda eftir kosningamar, í fyrsta sinn frá árinu 1979, þurfti að fá stuðning allra hinna stjómarandstöðuflokkanna, auk stuðnings að minnsta kosti eins uppreisnarmanns innan íhaldsflokksins, til þess að hafa betur í atkvæða- greiðslunni. íhaldsmenn hafa 322 þingmenn í neðri deildinni, nákvæmlega sama fjölda og allir stjómarand- stöðuflokkamir. Ríkisstjómin reri hins vegar að því öllum ámm áður en til atkvæðagreiðsl- unnar kom að fá níu þing- menn flokks sambandssinna á Norður-írlandi til að greiða ekki atkvæði með Verka- mannaflokknum. Hogg sagði þingheimi í varnarræðu sinni að hann mundi á næstunni leggja fram tillögur í framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins um að útflutningsbanni á bresku nautakjöti yrði að hluta til aflétt. Það loforð, svo og loforð um aukna að- stoð við norður-írska kúa- bændur, virðist hafa gert út- slagið. Norður-írsku sam- John Major getur varpaö öndinni léttar eftir sigur- bandssinnamir sátu hjá i at- inn i gærkvöldi. Sfmamynd Reuter kvæðagreiðslunni. Reuter Töframaðurinn David Copperfield sýnir kvikmyndaleikkonunni Elísabetu Taylor leikni sína á samkomu sem haldin ver i tilefni 65 ára afmælis leikkonunnar. j Blóðugt fingra- far fannst við morðstaðinn Blóðugt fingrafar fannst á staðnum þar sem Nicole Brown Simpson og vinur hennar, Ron Goldman, vom myrt en lögreglan eyðilagði það með klúðri. Þetta kemur fram í nýútkominni bók eftir fyrrum leynilögreglumann- inn Mark Fuhrman í Los Angeles. Fuhrman segir rannsóknarlög- reglumennina, sem tóku við af honum á morðstaðnum, aldrei • hafa rannsakað fingrafarið sem fannst á hliði við heimili Nicole Brown. Þeir hefðu ekki tekið eftir ) því og þeir hefðu heldur ekki les- ið athugasemdimar sem hann gerði á morðstaðnum þar sem greinilega var minnst á fingrafar- ið. Fuhrman var einn af fyrstu lögreglumörmunum sem komu á vettvang og hann fann blóðugan hanska á lóð Simpsons sem var sams konar og hanski sem fannst á morðstaðnum. Reuter Sfmamynd Reuter Albright vekur athygli fyrir málakunnáttu Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Madeleine Albright, situr í dag fyrsta fúnd sinn með utanríkis- ráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brassel. Mun Albright vilja fá staðfestingu á að bandalagið sé ein- huga um stækkun í austurátt áður en hún ræðir við rússneska leiðtoga síðar í þessari viku. Albright heimsótti franska leið- toga í gær og var henni heilsað með kossi. Eftir því var tekið að banda- ríski utanríkisráðherrann talaði frönsku opinberlega sem og við frönsku ráðamennina. Hún svaraði meira að segja spumingu eins fréttamannsins á rússnesku. Albright hóf á sunnudaginn 11 daga ferðalag um níu ríki í Evrópu og Asíu. Fyrsti viðkomustaðurinn var Bonn, þá Róm, París í gær og Utanríkisráöherra Frakklands, Her- ve de Charette, heilsar Albright meö kossi. Sfmamynd Reuter svo Brassel í dag. Evrópskir fiöl- miðlar hafa hyllt Albright og kallað hana jámfrú. Þykir hún andstaða fyrirrennara síns, Warrens Christophers, sem þótti fremur var- færinn. Gert er ráð fyrir að Albright greini Rússum meðal annars frá því að herir Atlantshafsbandalagsins verði líklega ekki með fast aðsetur í nýjum aðildarríkjum. Margir utanríkisráðherrar Atl- antshafsbandalagsins hafa hitt rúss- neska leiðtoga nýlega eða munu, eins og Albright, gera það á næst- unni. Era heimsóknimar liður í herferð til að sannfæra yfirvöld í Moskvu um að stækkun Atlants- hafsbandalagsins muni koma á stöð- ugleika í Evrópu en ekki ógna Rúss- landi. Reuter Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sem er undir miklum þrýstingi um að láta byggja hverfi gyðinga í hinum ar- abíska austur- hluta Jerúsal- em, hefur boð- að til fundar um málið í dag. Næsta víst er talið að mál þetta muni spilla fyrir samskipt- unum við Palestínmnenn. Netanyahu hefúr verið gagn- rýndur, bæði af mönnum innan og utan Likud-bandalagsins, fyrir að hafa lofað Bill Clinton Banda- ríkjaforseta að stöðva fram- kvæmdir við byggingu 6.500 íbúða og þar meö stuðla að varanlegri skiptingu borgarinnar milli ísra- ela og Palestínumanna. Öllum gíslunum í Tadsjikistan var sleppt Uppreisnarmenn múslíma í Tadsjikistan létu í gær lausa síð- ustu gísla sína, fimm starfsmenn Sameinuöu þjóðanna sem þeir höfðu haldið í tvær vikur. Emb- ættismaður í stjórn Tadsjikistans sagði að Imomali Rakhmonov for- seti, sem hefði persónulega samið um lausn fimmmenninganna, hefði hitt þá í þorpinu Obigarm sem er um 80 kílómetra austur af höfuðborginni Dusjanbe. Embættismaöurinn sagði við Reuters-fréttastofuna að allir gísl- amir væra á leiðinni til höfúð- borgarinnar. Gíslamálið hófst þann 4. febrú- ar þegar hópur uppreisnarmaima tók fyrstu gíslana af fimmtán og krafðist þess að stjómvöld leyfðu bróður leiðtoga hópsins og um 40 stuðningsmönnum hans að koma frá Afganistan. Eldflaug áhuga- manna rýfur hljóðmúrinn Fyrstu eldflaug áhugamanna sem tókst að rjúfa hljóömúrinn í Evrópu var skotið á loft f Bret- landi í gær en hún fór síöan af réttri braut og týndist. „Þetta heppnaöist fullkomlega. Hún fór meira en þrjár mílur (15.000 fet) og rauf hljóðmúrinn, eins og viö vonuðumst til. Eldflaugin hélst í heilu lagi, að því er við best vit- um,“ sagði Steven Bennett sem smíðaöi eldflaugina. Aðeins efsta hluta flaugarinnar var skotið á loft í gær en í apríl stendur til að hún fari öll upp og er vonast til að hún nái þá í 15 mílna hæð. Heimsmet eldflauga áhugamanna er tíu mílur. Alain Juppé og listaklíkan kom- in í hár saman Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, og helstu listamenn og menningarvitar landsins eru komnir í hár saman vegna frum- varps til nýrra innflytjenda- laga og sökuðu hvorir aðra í gær um aö ganga erinda hægri öfga- manna. Þúsundir menntamanna hafa undirritað áskoranir um aö efna til borgaralegs andófs vegna lagafrumvarpsins sem þeir segja að endurspegli hugmyndir Þjóðar- fylkingarinnar sem er andvíg út- lendingum. Reuter l 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.