Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 27 Fréttir Fyrirhugaður sparnaður á landsbyggðarsjúkrahúsunum: Aðeins hægt með allsherjaruppskurði - segir Friöfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins á Húsavík „Við sjáum engar leiðir til þess að skera þetta mikið niður. Menn hafa verið í aðhaldsaðgerðum og þetta er of stór biti þar ofan á. Þetta er ekki hægt að okkar mati nema með al- gerum uppskurði á kerfínu. Við erum tilbúnir til þess að skoða það en það er ljóst að við þurfum til þess lengri tíma en hér um ræðir,“ segir Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins á Húsavík, um svör framkvæmda- stjóra sjúkrahúsanna á landsbyggð- inni við boðun heilbrigðisráðuneyt- isins á 160 milljón króna niður- skurði á sjúkrahúsunum næstu þrjú árin. Nefnd á vegum ráðuneytisins hef- ur unnið að málinu í nokkum tíma og um helgina rennur út sá frestur sem hún gaf framkvæmdastjórun- um til þess að skila inn tillögum um það hvemig ná mætti þessum spamaði á hverjum stað. Spara átti 60 milljónir þegar á þessu ári, 60 milljónir á því næsta og síðan 40. „Við gagnrýnum vinnubrögð nefndarinnar harðlega og sérstak- lega þá útreikninga sem notaðir eru til þess að sjá hvað megi spara á hverju sjúkrahúsi fyrir sig,“ segir Friðfinnur. „Við erum búnir aö kynna tillög- ur okkar fyrir frammámönnum sjúkrahúsanna og nú bíðum við formlegra svara. Við ætlum að heimsækja sjúkrahúsin strax í næsta mánuði og það má vel vera að við eigum eftir að komast að því að við þurfum lengri tíma í okkar að- gerðir. Þá skoðum við það með opn- um huga,“ segir Kristján Erlends- son, læknir og skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, við DV í gær. -sv Konur við vinnu í nýja frystihúsinu. DV-mynd PjA Skagamenn dug- legir að synda DV, Akranesi: Þó svo að Akumesingum hafl fækkað á síðasta ári hafa þeir sem eftir eru ekki látið sitt eftir liggja í því að leggja rækt við sundiðkun- ina. Á árinu 1996 komu 73.898 gestir í Jaðarsbakkalaug á Akranesi og hafði þeim fækkað um tæp 1500 á milli ára en árið 1995 vom gestimir 75.437. Sömu sögu er ekki að segja um Bjamalaug, eldri sundlaug þeirra Skagamanna, sem reist var til minningar um Bjama Ólafsson, þann kunna aflamann, sem lést árið 1939. Laugin var tekin í notkun árið Sauðárkrókur: Klessa fyrir framan löggustöðina Ró lögreglumanna sem vom á vakt á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudags var raskað um eittleytið þegar þeir heyrðu skell nokkum. í ijós kom að tveir bílar höfðu klesst saman á Skagfirðingabraut beint Neskaupstaður: Loðnufrysting i hus- um og togurum DV, Neskaupstað: Loðnufrysting er í fullum gangi í hinu nýja og glæsilega frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. Auk þess er fryst loðna í gamla frystihúsi fyrir- tækisins og þá eru tveir af togumm fyrirtækisins látnir frysta um borð. Lítils háttar hefur verið fryst á Japansmarkað en það er erfiðleik- um háð vegna þess að loðan er of smá og of hátt hlutfall hængs er í aflanum. Þess vegna hefur megnið af fram- leiðslunni farið á ódýrari markaði, mest á Rússlandsmarkað, en til- koma hins nýja frystihúss gerir slíka vinnslu hagkvæmari. í fryst- ingunni er unnið á vöktum meðan hráefnið endist. -PA 1944 og var þá afhent bænum skuld- laus af Minningarsjóði Bjarna Ólafssonar. Árið 1996 kom 19.841 gestur í þessa 12,5 metra innilaug en árið áður vom þeir 17.086 og hafa því 2755 fleiri sótt Bjarnalaug á síð- asta ári. Þess má einnig geta að þar er að- eins einn starfsmaður, Helgi Hann- esson, knattspyrnukappi á árum áður, og er þar allt í öllu - mikill sundgarpur og útivistarmaður. Alls hafa því komið 93.898 gestir í báðar sundlaugar Skagamanna sem jafngildir því að hver Skagamaður hafi stimgið sér í sund 18 sinnum á síðasta ári. -DVÓ fyrir framan lögreglustöðina. Lög- reglumennimir hafa líklega aldrei verið sneggri á vettvang og til allrar hamingju urðu engin slys á fólki. Skemmdir urðu hins vegar talsverð- ar á bílunum. -bjb Hringbraut: Ekið á ölvaðan mann á gangbraut BO var ekið á mann sem var að teljandi meiðsla frá óhappinu. Var fara yfir gangbraut á Hringbraut þó fluttm- á slysadeild. Ökumaður fyrir framan Landsspítalann bílsins var allsgáður og fullyrti við skömmu eftir miönætti í aðfaranótt lögreglu að hinn ölvaði hafi farið í sunnudags. Hinn gangandi vegfar- veg fyrir bílinn á rauðu gangbraut- andi reyndist ölvaður en slapp án arljósi. -bjb r Islensku tónlistarverölaunin 1997 V veröa afhent á Hótel Borg fimmtudaginn 20. febrúar Fram knma Emilíana Torrini og hljómsveit, Botnleöja, Anna Halldórsdóttir, Todmobile sem eiga öll tilnefningar í flokknum "lag ársins". Einnig kemurfram heiðursverðlaunahafi frá í fyrra, Guðmundur Steingrímsson og tríó. K YIUUL--- Matsefíil Ætíur Húsið verður opnað kl. 19.00 fyrir matargesti en kl. 21.30 fyrir aðra. Matur er borinn fram kl. 19.30. Þetta kvöld fara fram gullplötuafhendingar, auk þess sem heiðursverðlaun verða veitt. Verö: 2.900 (Einnig er hægt aö velja um grænmetisrétti) SHF Samband hljómplötuframleiðenda Forréttur: Laxa-quesedillas með lárperumauki og salati. Aðalréttur: Ofnbakað basilikum-marinerað lambafile í polienthjúpi meö sinnepsbalsamicosósu, ristuðu grænmeti og rauðlauk, fylltum með kartöflumousse. Ábætir: Ostakaka með ávaxtasósu. # FIH Félag íslenskra hljómlistarmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.