Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
15
Stundi kona á annaö borö þjálfun er engin ástæöa til annars en aö halda henni áfram á meögöngu. Þó þarf að fara
mjög gætilega og ætti hver kona aö hanna æfingaprógramm í samráöi viö lækni.
í huga margra kvenna er reglu-
leg hreyfing og gott líkamsástand
sjálfsagöur og nauðsynlegur part-
ur af tilverunni. Meðganga þarf
ekki að þýða að regluleg hreyfing
og þjálfun sé úr sögunni. Svo lengi
sem konan er heilbrigð og með-
gangan gengur eðlilega fyrir sig er
engin ástæða til annars en að við-
halda reglulegri hreyfingu. Kona
ætti þó ætið að ræða við lækni um
hvaða tegund hreyfingar hentar
henni best og hvað skuli helst var-
ast. Þjálfun á meðgöngu þarf að
skipuleggja með tilliti til hverrar
konu, hennar persónulega líkams-
ástands og þeirra breytinga sem
verða á líkama hennar við með-
göngu. Fyrst og fremst á þjálfunin
að vera örugg fyrir móður og barn.
Hjólreiðar, sund og
ganga
Rétt þjálfun á meðgöngu getur
styrkt hjarta og lungu, komið í veg
fyrir bakverki og leitt til að konan
sé sneggri að ná sér eftir fæðing-
una. Að sjálfsögðu er það skilyrði
að konan hafi stundað reglulega
þjálfun fyrir meðgöngu. Það getrn-
verið hættulegt fyrir konu í lítilli
sem engri þjálfun að ætla að taka
upp reglulegt æfingaprógramm á
meðgöngu.
Nokkrar æskilegar
æfingar
Landssamtök bandarískra fæð-
ingar- og kvensjúkdómalækna
hafa gefið út eftirfarandi ráðlegg-
ingar:
Regluleg hreyfing, þrisvar til
fjórum sinnum í viku, er mun
heppilegri heldur en einstaka
hreyfing öðru hvoru.
Sérstaklega er mælt með sundi,
rólegum hjólreiðum og gönguferð-
um.
Byrjaðu rólega. Ætlir þú t.d. í
röskan göngutúr er gott að ganga
rólega í fimm mínútur áður en
hraðinn er aukinn.
Sértu að gera æfingar skaltu
gera þær á öruggum gólffleti, t.d. á
teppalögðu gólfi, til að minnka
hættu á meiðslum.
Hraðar æfingar skal ekki gera
lengur en 15-20 mínútur í senn.
Hægar æfingar má gera lengur eða
allt upp í 40 mínútur.
Mældu hjartsláttinn. Hann má
ekki fara yfir 140 slög á mínútu hjá
óléttri konu. Önnur einföld leið til
að áætla hvort of stíft sé æft er
„talprófið“. Ef þú getur ekki átt
eðlilegar samræður meðan á þjálf-
un stendur, verður að draga djúpt
andann og annað í þeim dúr er æft
of stíft.
Eftir gólfæfingar skaltu fara var-
lega i að standa upp til að koma í
veg fyrir blóðþrýstingsfall. En gæt-
ið einnig að því að eftir fjórða
mánuð meðgöngu er ekki ráðlegt
að gera æftngar sem krefjast þess
að þú liggir á baki eða hægri hlið.
Það getur leitt til þess að legið
þrýsti á æð sem flytur blóð til
hjartans.
Góð næring skiptir máli
Góð næring á meðgöngu skiptir
höfuðmáli, ekki síst þegar konan
hreyfir sig reglulega. Tilgangur
hreyfingar á meðgöngu ætti aldrei
undir nokkrum kringumstæðum
að vera að grennast.
Vertu dugleg við að drekka vatn
þegar þú hreyfir þig. Hvíldu þig
strax ef þú finnur fyrir þreytu.
Forðist æfingar sem krefjast
hoppa eða snöggra breytinga á lik-
amsstöðu.
Ekki stunda æfmgar er þú ert
með hitavott. Gættu þess líka að
ekki sé of heitt í því herbergi sem
þú æfir þig í.
Hættumerki
Hættu strax öllum æfingum og
hafðu samband við lækni ef þú
finnur fyrir eftirfarandi einkenn-
um:
Sársauka
Svima
Mæði
Óreglulegum hjartslætti
Samdráttarverkjum
Blæðingum
Breytingmn á hreyfingum fóst-
urs.
-ggá
Hjátró um meðgöngu:
Brjóstsviði þýðir síðhærður drengur
- og fleiri skemmtilegar hágiljur
Menn hafa bæði fyrr og síðar
skemmt sér við að reyna að spá
fyrir um ýmsa eiginleika væntan-
legrar persónu. Fyrst er þess að
geta að af ýmsu þykir mega ráða
hvort kona gangi með
dreng eða stúlku. Svein-
börn eru sögð sprikla
meira í móðurlífi en mey-
börn. Ef konan er mjög
gild gengur hún með pilt,
einkum ef þykktin er breið
og íflöt. En standi hún hins
vegar fram eins og strýta
þá gengur hún með stúlku.
En foreldrum á fyrri tíð
var ekki ætið sama, þá
frekar en nú, hvort þeim
fæddist sonur eða dóttir.
Hægri-vinstri
kenningin
Helsta alþýðutrú í því
sambandi var sú að konan
skuli halla sér á hægri hlið meðan
á getnaði stendur ef hún vill eign-
ast son, en á vinstri hlið annars og
sælast til að liggja á sömu hlið
fyrst um sinn á eftir. Þessi trú
byggist á þeirri kenningu griska
læknisins Hippókratesar, sem
læknaeiðurinn er kenndur við, að
efni til karlkynja fóstur sé hægra
megin i konuxmi en kvenkynja i
vinstri hlið. Sú trú var og talsvert
almenn að væri karlinn áfjáðari til
getnaðarins en konan myndi fæð-
ast meybarn en sveinbam ef kon-
an væri kynglaðari. f samræmi við
Ef þunguð kona er rjóð í andliti,
einkum hægra megin, gengur hún
með sveinbam. Hafi hún brjóst-
sviða um meðgöngutímann, geng-
ur hún með síðhæröan dreng.
Leggi menn saltmola á
brjóstvörturnar leysist
hann upp ef konan geng-
ur með pilt en breytist
ekki ef hún á von á
stúlku. Einkenni hljóðar
svo:
Tak þvag konunnar, lát í
glas og set í sólu um tvo
sólarhringa. Ef konan er
vanfær setjast agnir á
botninn eins og smálýs.
Ef þær eru rauðleitar á lit
gengur hún með svein-
barn, ef þær em svartleit-
ar gengur hún með mey-
barn.
þessa vinstri-hægri kenningu kem-
ur sú skoðun að þykkt konunnar
sé meiri til hægri hliðar ef hún
gengur með dreng og öfugt, einnig
að hægra brjóstið stálmi meira ef
hún gengur með sveinbam. Önnur
útgáfa þessa er sú að vaxi hægra
brjóst ungrar stúlku fyrr eða meir,
þá verði hennar fysta barn piltur
og öfugt.
Bábiljur um næstu
börn
Nefna má nokkur fleiri gaman-
mál og hégiljiu-:
- Ef ungbam segir fyrr mamma
en pabbi á næsta barn að verða
stúlka, annars drengur.
- Ef fyrsta bam var drengur á
hið síðasta einnig að verða það.
- Ef fyrsti gestur sem konan sér
eftir að hún er komin á fætur er
karlmaðim þá á hún að eignast
dreng næst, en væri gesturinn
kvenmaður yrði næsta barn
stúlka.
- Segi bamið fýrr nei en já á
næsta barn móðurinnar að verða
drengur, en stúlka segi það fyrr já.
Heimildir fengnar úr bókinni
Merkisdagar á mannsævinni eftir
Árna Bjömsson. -ggá
Síðasti bekkurínn
er að byrja...
/ kvöld kl. 19.30 byrjar síðasti bekkur vetrarins
í skemmtilegasta skólanum í bœnum,
Sálarrannsóknarskólanum.
Ef þig langar að vita flestallt sem vitað er um líf eftir
dauðann, hvemig miðlar starfa, um hættrn- í andlegum málum
og hvar og hvemig þessir væntanlegu handanheimar okkar
líklegast em, í þægilegum skóla eitt kvöld í viku eða eitt
laugardagssíðdegi í viku fyrir hófleg skólagjöld þá áttu
samleið með okkur. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar
um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag.
Svarað er í sfma skólans alla daga vikunnar, kl. 14 -19.
Vegmúla 2
s. 561 9015 & 588 6050