Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 ÞRIí Sviðsljós i i i Whitney heim eftir hörkurifrildi Söngkonan Whitney Houston og eiginmaöur hennar, Bobby Brown, lentu í hörkurifrildi í rútu á tónleikaferðalagi í Utah á dögunum. Deilan endaði með því að Whitney skipaði bilstjór- anum að stansa svo hún gæti farið út ásamt barni sínu og barnfóstru. Söngkonan steig upp í aðra rútu hópsins og hélt síðan til Los Angeles. Courtney Love leikur í mynd Formans: Getur þakkað Havel Warren Beatty pabbi í þriðja sinn Warren Beatty er framtaks- samur loksins þegar hann er bú- inn að stofna fjölskyldu. Eigin- kona hans, Annette Bening, er búin að eignast þriðja bam þeirra, litla dóttur. Fyrir eiga þau fjögurra ára dóttur og tveggja ára son. Leikkonan Donna D’Errico, ein af gellunum í sjónvarpsmyndaflokknum Strandveröir, sýnlr hér einn af sundbolunum sem hún notar í þáttunum. Bol- inn gaf hún á sérstakt safn á Planet Hollywood. Sfmamynd Reuter fyrir Hin umdeilda pönkrokksöngkona Courtney Love fékk stjörnuhlutverk í kvikmyndinni The People vs. Larry Flint vegna þess að Vaclav Havel, forseti Tékklands, mælti með henni. Milos Forman leikstjóri kveðst hafa valið Love, þrátt fyrir reynslu- leysi hennar í kvikmyndaleik, úr hópi 60 kvenna eftir að hafa sýnt Havel, sem er vinur hans, prufur með þeim þremur sem helst komu til greina. „Mér leist einna best á Courtney en ég var ekki alveg viss. Ég sýndi Vaclav og eiginkonu hans Olgu pruf- umar og þau mæltu sérstaklega með Courtney," sagði Forman á frétta- mannafundi í Berlín um helgina. Havel, sem var leikritaskáld og and- ófsmaður áður en hann varð forseti fyrir sjö árum, missti eiginkonu sína Olgu fyrir ári úr krabbameini. Hann kvæntist nýlega tékkneskri leik- konu. Madonna heiörar Elísabetu Taylor, sem veröur 65 ára í þessum mánuði, meö ræöu. Símamynd Reuter Hollywoodstjörnur heiðra Elísabetu Allar helstu Hollywoodstjömum- ar, þar á meðal konungur poppsins, hinn nýbakaði faðir, Michael Jackson, heiðruðu á sunnudags- kvöld kvikmyndaleikkonuna Elísa- betu Taylor í tilefni 65 ára afmælis henneæ síðar í þessum mánuði. Elisabet þótti með eindæmum glæsileg í veislimni þótt hún væri nýstigin upp úr inflúensu. Leikkon- an mun á næstunni gangast undir aðgerð vegna góðkynja heilaæxlis. „Ég er ekki hér til að halda upp á afmælið mitt heldur til að heiðra allt það fólk sem er með alnæmi,” sagði Elísabet meðal annars í stuttu ávarpi. Hún þakkaði áhorfendum fyrir framlag þeirra og sagði að þeirri miUjón dollara, sem safnast hefði á þessari góðgerðarsamkomu, yrði varið i þágu baráttunnar gegn alnæmi. Elísabet kom til samkomunnar í fylgd Michaels Jacksons sem er einn af bestu vinum hennar. Patti LaBelle, Rod Stewart og Harry Connick yngri skemmtu með söng og leikarinn Hugh Grant, sem þátt tók í hátíðarhöldunum ásamt Elísa- betu Hurley, unnustu sinni, sagði að þrjár Elísabetur væru í sérstöku uppáhaldi hjá sér: imnustan, Eng- landsdrottning og svo kvikmynda- leikkonan. Miðvikudaginn 12. mnrs fylgir hin sívinsæla fermingorgjafahandbók DV Þessi handbók hefur þótt nauðsynleg upplýsinga- og innkaupabók fyrir alla þó sem eru í leit að fermingargjöfum. Þeir sem hafa óhuga ó að koma ó framfæri efni í jaetta blað eru beönir að hafa samband viS GySu Dröfn í síma 550-5000 sem allra fyrst. Auglýsendum er bent ó aS hafa sam- band viS Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720, hið fyrsta svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.: Skilafrestur auglýsinga er til 28. febrúar. stjömuhlutverk Að sögn Formans voru hinar 59 I hópnum allar leikkonur. Sú eina sem kunni hlutverkið utan að, er hún kom í prufu, var Courtney Love. Love, sem er ekkja rokkstjörnunn- ar Kurt Cobain, hefur oftar en einu sinni lent í kasti við lögin í Banda- ríkjunum, Hollandi og Ástralíu á undanförnum árum. Hún hefur með- al annars ráðist á áhorfendur á tón- leikum sinum, verið handtekin vegna fikniefhamála og kærð fyrir ólæti um borð í flugvél. Kvikmynd Formans fiallar um viðburðaríkt líf Larrys Flints sem rak nektarklúbba í Ohio í Bandaríkj- unum áður en hann fór að gefa út klámtímaritið Hustler 1973. Kven- réttindakonur hafa fordæmt kvik- myndina, sem hlotið hefur tvær ósk- arstilnefningar, og segja hana lof- syngja klám. Forman vísar þessu á Courtney Love á fundi meö fréttamönnum er myndin The People vs. Larry bug og segir myndina fjalla um Flint var kynnt. Símamynd Reuter prentfrelsi. t Flækmfótur Mummi Síctctí Lísa ocr Láki Andrés önd Gissur crullrass Hvutti Hrollur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.