Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
Spurningin
Hvernig bíl ekur þú?
Krisíján Júlíusson bifvélavirki:
Mustang sem ég hef átt í 16 ár. Ég
vil enga japanska bíla.
Svanur Sigurðsson bóndi: Ég er á
LandCruiser sem ég hef átt í hálft
ár.
Halldóra Halldórsdóttir nemi: Ég
ferðast um í strætó.
Einar Njálsson bæjarstjóri: Ég ek
Bronco sem ég hef átt frá 1990 og
líkar vel við.
Ágúst Sumarliðason blikksmið-
ur: Ég er núna á Volvo 244 en ég á
tvo bíla.
Jóna Björg Vilbergsdóttir leik-
skólakennari: Ég er á Bronco sem
ég hef átt í þrjú ár. Mjög góður bíll.
Lesendur
Keflavíkurflugvöllur
brátt í fjársvelti
- borgaralegt flug í hættu
é
m
Keflavíkurflugvöllur hefur verið (slendingum aö kostnaðarlausu að mestu
frá upphafi.
Bjöm Jónsson skrifar:
Sú ákvörðun bandaríska flotans
að taka ekki á sig neinn nýjan
kostnað vegna fyrirhugaðrar stækk-
unar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
eða annarra framkvæmda á Kefla-
vikurflugvelli ætti ekki að koma ís-
lendingum á óvart. Ákvörðunin tek-
ur einnig til allra umsvifa vegna
borgaralegs flugs um Keflavíkur-
flugvöll.
Það hefur verið opinbert leyndar-
mál lengi, þótt því hafi ógjamcm
verið flaggað, að Bandaríkjamenn
hafa í raun rekið KeflavíkmflugvöO
aflt frá því viðauki var gerður við
vamarsamninginn á sjötta áratugn-
um. Eiga enda Bandaríkjamenn
helftina af öOum byggingum og
tækjum á Keflavikurflugvelli sem
máli skipta fyrir flugið. íslendingar
hafa ekki einu sinni þurft að
hreinsa snjó af flugbrautunum,
hvað þá að sjá um viðhald á þeim.
Góðverkum Bandaríkjamanna fyrir
íslenskar samgöngur i lofti er sem
sé að ljúka.
Svar íslenskra stjómvalda er
hins vegar það að þau séu að vísu
tflbúin í sparnað, verði þau nauð-
beygð til, en kostnaðarþátttaka ís-
lendinga í rekstri Keflavíkurflug-
vaflar sé ekki í myndinni. íslending-
ar misskilja líklega meira en lítiö
starfsemi þessa eina mfllilandaflug-
vaOar í landinu. FlugvöOurinn var
byggður sem herflugvöOur sem ís-
lendingar tróðu sér síðan inn á með
miUilandaflugið.
Merkflegt er að Bandaríkjamenn
skuli yflrleitt hafa ljáð máls á því að
taka þátt í kostnaði við að aðskilja
borgaralegt flug frá sinu eigin. Væri
sú vitneskja almennt á vitorði
bandarískra skattborgara yfli það
miklu uppþoti sem eðlilegt er.
Og nú hafa Bandaríkjamenn knú-
ið á um kostnaðarþátttöku íslend-
inga við KeflavíkurflugvöU og sér-
stök nefnd sett á laggirnar til þess
aö við íslendingar gætum komið
með raunhæfar tfllögur um spamað
i rekstri. Sú nefnd hefur ekki skflað
neinu frá sér og raunar ekki fundið
neitt til að lækka kostnaö við rekst-
ur flugvaUarins. í dag er svokallað
borgaralegt flug um Keflavíkurflug-
vöU orðið ívið meira en það hernað-
arlega og myndi líklega aukast ef
aUt væri með feUdu.
íslendingar eru hins vegar ekki í
stakk búnir tfl að taka við auknum
umsvifum borgaralegs flugs vegna
fjárskorts. Að óbreyttu mun því við-
hald til borgaralegs flugs drabbast
niður og þar meö er flug af hálfú ís-
lands í hættu. - Eitt merki þessa er
að stækkun Flugstöövar Leifs Ei-
ríkssonar hefur verið frestað. Hugs-
anlega mætti fínna leið til að íslend-
ingar gætu tekið á sig meiri kostn-
að af flugi um KeflavíkurflugvöU.
Það felst í því að loka Reykjavíkur-
flugveUi að fuUu. Þar með fengist
ljármagn sem fært yrði til reksturs
á KeflavíkurflugveUi. Það væri
skynsamleg lausn. Við getum ekki
ætlast til að Bandaríkin reki flug-
vöU fyrir íslendinga um ókomin ár.
Hinn rómaði félagsmálabær, Kópavogur
- snýst í andhverfu sína
Unnur Ósk Tómasdóttir skrifar:
Það er með ólíkindum hvað hiö
opinbera gengur hart fram í því að
koma fjölskyldum á götuna. Hjón
með 3 böm misstu íbúðina sína í
verkamannakerfinu á uppboði sl.
haust. Þau fengu að vera í henni
gegn leigu til 15. janúar 1997.
Þau voru svo heppin að fá aðra
íbúð á sama skólasvæði leigða hjá
einstaklingi. Þau voru búin að vera
þar í 3 vikur þegar þau fá boðsent
bréf á laugardegi frá lögfræðingi
Húsnæðisstofnunar Kópavogs þar
sem þeim er gert að rýma íbúðina
innan hálfs mánaðar. Þetta er hrein
og klár persónuárás á þetta fólk, að
mínu mati. Hvaö geta þau gert aö
þvi þótt eigandi íbúðarinnar standi
sig ekki gagnvart reglum Húsnæðis-
nefndar? Ég tek það fram að eigandi
íbúðarinnar fékk ekki bréf varðandi
þetta mál.
Þau töluðu við Félagsmálastofh-
un Kópavogs þar sem þau verða á
götunni þann 25. febrúar nk. Félags-
málastofnun svaraði því til að
henni kæmi það ekki við hvort þau
yrðu á götunni eða ekki. Þetta er
hinn rómaði félagsmálabær, Kópa-
vogur, sem hefur svo gjörsamlega
snúist í andhverfu sína í orði og á
borði. Ef hið opinbera hefur ekki
skyldur til að hjálpa fólki í þessari
aðstöðu, hver er það þá?
Hvaða embætti eða stofnun sem
er yfir húsnæðisnefhdum landsins
ætti að fara að efla eftirlit með
starfshæfni og starfsreglum þessara
nefnda. Það er of mikið um mistök
og geðþóttaákvarðanir hjá þeim.
Ungliöar stjórnmálanna:
Sterkara siöferöi en hinna eldri
Einar Sigurðsson skrifar:
Þær ógnvekjandi upplýsingar
sem komið hafa fram síðustu daga
um siðspfllingu stjómsýslukerfis-
ins og tregðu stjómmálamanna til
að láta undan þrýstingi cdmenn-
ings tfl að lækka skatta, draga til
baka launahækkanir hæstlaun-
uðu embættismannanna og nú
síðast bankastjóra ríkisbankanna
hafa hvatt ungliðahreyfingar
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks til að skora á einstaka ráð-
herra beggja flokka að taka söns-
[LÍÍHitM þjónusta
allan sólarhringii
fldeins 39,90 r
-eða hringið ísíma
5000
milli kl. 14 og 16
Þarf að líta til ungliöahreyfinga stjórnarflokkanna þegar siöferöi í pólitík er
annars vegar?
um og afnema misræmiö í skatta-
og launamálum.
Hér er vel að verki staðið hjá
ungliðahreyfingum stjómarflokk-
anna. Ég minnist þess ekki að
hafa lesið um slíkar samþykktir
A-flokkanna t.d. eða annarra
stjórnmálasamtaka. Ætla verður
að siðferðið sé mun betra hjá
yngri kynslóðinni í stjórnmálun-
um. Slæmt að ekki skuli vera
hægt að skipta út mönnum fyrr en
að loknum kosningum.
DV
Fínt að fá frétt-
irkl. 22.30
Ásgeir skrifar:
Það er frábær ákvörðun hjá
Stöð 2 að ætla að koma með
kvöldfréttir kl. 22.30. Þetta var
búið að margbenda Sjónvarpinu
á en án árangurs. Seinni fréttir
kl. 23 eru heldur seint á ferð. Það
munar um hálftíma. Nú verða
allar fréttir dagsins inni hjá Stöð
2, innlendar sem erlendar. Þá
getur maður sleppt einhverjum
fréttatímanum um kvöldmatar-
leytið. Stöð 2 verður að vera inni
líka um helgar. Annað er plat.
Hvatning til
þrautpíndra
B.S.J. skrifar:
Ég hvet menn eindregið til að
tjá sig opinberlega nú, og það
fremur en endranær, um meint
óþurftarverk kaldrifjaðra ráða-
manna og framkvæmdaraðila
þeirra í öllum stéttum og sam-
tökum - til dæmis í lífeyrismál-
um. Þegar við, sem þeir sitja á
og þrautpína, kvörtum og bend-
um á ósvífnina þá eru það þeirra
fyrstu viðbrögð að kíma lítið eitt
og bera við „hörðum skrápi“.
Samlíkingin er ekki út í hött.
Hákarlinn hefur t.d. það orð á
sér að eira engu, hrifsa og
gleypa. Menn geta svo velt því
fyrir sér hvemig þeir stofna til
skrápsins. Ég segi viö ykkur,
hina þrautpíndu: Skrifið um
dapra reynslu annars vegar og
hins vegar um „rausnarskap-
inn“ og „gjafmildina“.
Rússneskar
rottur á land?
Soffía hringdi:
Maður trúir því varla að ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld séu svo
glámskyggn að hafa ekki þann
fyrirvara á að rússneskum tog-
ara verði ekki leyft að koma að
bryggju á Akureyri nema öllum
rottum í skipinu hafi verið út-
rýmt. Svona áhætta er óverjandi
af landlækni eða hans fulltrúa á
Akureyri. Smit er mjög fljótt að
berast með rottunum og það
verður ekki aftur tekið þegar
einhver ókennfleg pestin eða
þaðan af verra skellur á okkur.
Þetta háttalag verður að for-
dæma og það sterkt.
íslenska smygl-
stúlkan í Dan-
mörku
Steinþór hringdi:
Nú hefur verið upplýst að ís-
lenska stúlkan sem er í haldi í
Kaupmannahöfn vegna smygls á
eiturefnum frá Suður-Ameríku
fór tvær ferðir en ekki eina eins
og flestir héldu hér á landi eftir
fréttum að dæma. Og svo var ver-
ið að básúna óvitaskapinn í
henni! Einnig tók hún þátt í að
tæla íslenska aðfla í Danmörku tfl
að leika sama leikinn. Svona fólki
þarf ekki að vorkenna og vonandi
fara nú ekki einhverjar sálir að
væla um að ráðuneytin hér óski
eftir framsali til að hún geti af-
plánað refsinguna i heimaland-
inu. Megi hún verða sem lengst
fjarverandi, þessi vesalingur.
Rætin árás á
Dagsljós
Björn Magnússon skrifar:
Ég tek undir skrif Kristínar
Magnúsdóttur í DV sl. föstudag
um óréttmæta gagnrýni í grein í
Degi-Timanum á Dagsljósþáttinn
og rætni í garð Kolfinnu Bald-
vinsdóttur, Loga Bergmanns
Eiðssonar og stjómanda þáttar-
ins, Svanhildar Konráðsdóttur.
Svo rætin og ómakleg ski-if eru
sjaldgæf i garð einstakra per-
sóna. Dagsljós er einmitt að
flestra mati langtum betra en
þegar það var ein listamanna-
vella og nánast óskfljanlegt. Nú
er þátturinn stórfínn.