Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Mislæg gatnamót Til bóta eru flestar breytingar í tiilögu að endurskoð- uðu aðalskipulagi Reykjavíkur. Tekið hefur verið tillit til, að þróunin hefur eins og eðlilegt er að ýmsu leyti orð- ið önnur, en ráð var fyrir gert, þegar núgildandi aðal- skipulag var samþykkt af borgarstjóm á sínum tíma. Eitt atriði breytist þó til hins verra samkvæmt nýju tillögunni. Samkvæmt henni verður hætt við mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar. Þetta er og verður eitt mesta umferðarhorn borgar- innar og þar þurfa margir ökumenn að skipta um götu. Eðlilegt er að stefna að því, að helztu umferðarásar höfuðborgarsvæðisins hafi mislæg gatnamót, einkum Miklabraut og Kringlumýrarbraut. Sérhagsmunir í Kringlunni mega ekki hindra borgina í að gera umferð- ina sem greiðasta, ódýrasta og öruggasta. Ef brú á þessum stað er talin spilla víðsýni, er unnt að grafa aðra götuna undir hina, svo sem fyrirhugað er að gera við vesturenda Miklubrautar, þar sem hún mætir Snorrabraut og Rauðarárstíg. Auk þess eru ýmis dæmi um, að brýr í Reykjavík falla vel að landinu. í tillögunni er fallið frá fyrri hugmyndum um hrað- braut út fyrir Öskjuhlíð og inn Fossvogsdal, enda hefur komið í ljós, að lítil þörf er fyrir þessa götu, sem þar að auki hefði spillt friðar- og útivistarsvæðinu í dalnum. Þessi breyting er til bóta frá fyrra aðalskipulagi. Þessari breytingu fylgir, að væntanlega verður hætt við gallaðar hugmyndir fyrra aðalskipulags um nýja flugstöð innanlandsflugs í Nauthólsvík og henni í stað- inn valinn miðlægari staður, sem er nær stofhunum miðborgarinnar og núverandi aðalgatnakerfi hennar. Hins vegar er helzti galli fyrirhugaðs aðalskipulags hinn sami og eldra aðalskipulags, að ekki er tekið af skarið um, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Meira mun kosta að endurgera þennan flugvöll en að búa til nýjan eða flytja flugið á Keflavíkurvöll. Núverandi meirihluti borgarstjómar hefúr sætt gagn- rýni fyrrverandi meirihluta borgarstjómar fyrir að falla ekki frá fyrra aðalskipulagi fyrrverandi meirihluta um athafnasvæði í Geldinganesi. Þessi gagnrýni er síðbúin og málafátæk sjálfsgagnrýni fyrrverandi meirihluta. Laukrétt var og er enn, að Geldinganes er afar heppi- legt land fýrir íbúðabyggð, ef þar væri eingöngu íbúða- byggð, en ekki blönduð byggð, svo sem gert var ráð fýr- ir í eldra aðalskipulagi. Hins vegar þarf borgin nauðsyn- lega að geta útvegað fleiri athafnalóðir á hafnarsvæðinu. Framsýnar em hugmyndir aðalskipulagsins um sam- fellt kerfi brúa yfir Kleppsvík, Eiðsvík, Leiruvog og Kollafjörð. Þetta færir umferð Vesturlandsvegar frá íbúðahverfom Mosfellsbæjar og styttir leiðina upp á Kjalames, þar sem rædd er sameining við Reykjavík. Tillagan að nýju aðalskipulagi staðfestir, að litlir möguleikar eru á að þenja borgina inn í landið, svo sem upp í Hólmsheiði. Það þýðir, að ónotað byggingarland í borginni verður að mestu á þrotum, þegar byggt hefur verið á Korpúlfsstaðalandi og í Geldinganesi. Þegar kemur fram yfir aldamót, verða jaðarsveitarfé- lög höfuðborgarsvæðisins að taka við útþensluhlutverki borgarinnar. Það verða Hafnarfjörður, Mosfellssveit og Kjalames, sem þá verða að geta útvegað lóðir því fólki og þeim fýrirtækjum, sem vilja byggja á svæðinu. í stórum dráttum er vel staðið að þessu aðalskipulagi eins og hinum fyrri, enda byggist það á þeirri skynsam- legu og farsælu reglu að breyta sem allra fæstu. Jónas Kristjánsson „Eiginleikar þessara vinsælustu skemmtikrafta landsins eru þess eölis aö þeir ættu aö vera tákn þjóöarinnar og í skjaldarmerkinu," segir Guöbergur m.a. Óskabarn þjóðarinnar Þaö er tímanna tákn að vin- sælasta sjónvarpsefniö skuli vera eins konar bamasaga fyrir mið- aldra fólk sem var áður æskukyn- slóðin en er byrjað að vera höku- sítt. Sagan fjallar um það hvemig ofvöxnum strák, Gaua litla, tekst að ná af sér meira en litlu magna- spiki og auk þess fituvörtum á bakinu. Mikið er það spennandi. íslendingar bíða í ofvæni eftir dagsljósinu á kvöldin til að ganga úr skugga um hvort hinum klepraða mömmudreng, tákni vel- megunaráranna, hafi tekist að verða einni fellingu fátækari með aðstoð menntaðs fólks á sviði fjöl- miðlunar. Varla er hægt að hugsa sér neitt fróðlegra, aðeins gáfuþjóð getur óskað sér jafn andlegs fóðurs eftir fréttir og kvöldmatinn. Eilíföarefni? Einhvem tímann hljóta allar fellingar að fara af grísnum, nema ætlunin sé að hafa megrunina fyrir eilífðarefni og leikiö á okkur og Gaui fitaður þegar . hann er falinn á daginn. Þá meiðir hann sig og fer á Slysavarðstofuna og er alltaf með plástra eins og aðrir mömmu- drengir. Það þarf hugkvæmni til að fmna jafn vandað efni af hálfu þeirra sem ýmist fela eða sýna grísinn í sjónvarpsstíunni. Setjum sem svo að Gaui fari einhvern timann úr hold- unum, væri þá ekki tilvalið að finna eitt- hvað álika sniðugt og færa horaðan í fitu og það andlega hold sem Gaui var í? T.d. Jón Viöar... Hver yrði fyrir valinu? Spyr sá sem ekki veit. Það liggur best við að nota inn- anhússmann, t.d. Jón Viðar. Maður þarf _______________ ekki annað en sjá hann á skjánum, hvað þá að hlusta, til að vita að hann er tilvalinn að fara á sviö í Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur „Það er tímanna tákn að vin- sælasta sjónvarpsefnið skuli vera eins konar barnasaga fyrir miðaldra fólk sem var áður æskukynslóðin en er byrjað að vera hökusítt. “ fituleikhúsinu. Hann fengi góða dóma hjá al- menningi sem gæfi honum fjórar stiörnuhlussur. Þetta mætti ekki verða til þess að hann hætti gagnrýni og gæti hald- ið henni áfram með Áma Þórarinssyni, ei- lífðarbítlinum með augnagoturnar bresku og lungumjúkan talanda hinnar greind- arlegu meðal- mennsku. í skjaldarmerkið Eiginleikar þessara vinsælustu skemmti- krafta landsins eru þess eðlis að þeir ættu að vera tákn þjóðar- innar og í skjaldar- merkinu. Ykkur finnst kannski tillag- an einkennileg af því kraftarnir eru þrír en landshomin fjögur. En sé haft í huga að hagfræðingar og stefna stjómarinnar í efnahags- málum hyggjast sníða eitt hom af landinu, þá er þetta rétt. Og verði með tímanum öll hom sniðin af nema eitt, suð-vesturhor- nið, verður auðvitað að farga Jóni og Áma, gera átak, fita Gaua á ný, færa aftur inn í fellingarnar á heila hans safaríku brandarana, plástrana á mömmuputtana og gera hann aö tákni fyrir hinn eina sanna útkjálka og nesjamennsk- una á höfúðborgarsvæðinu. Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Einföldun skattkerfis „Markmið okkar hefur verið að einfalda skattkerf- ið, en eins og ég skil þessar hugmyndir eru þær fallnar til að flækja skattkerfið. Mér skilst að þeir leggi til að tekið verði upp annað skattþrep. Almennt séð er það ókostur að vera með mörg þrep í skatt- kerfinu því það leiðir til að skattar verða að hluta til eftirágreiddir.Við munum fyrir okkar leyti reyna að flýta okkar viðbrögðum, en við verðum þá jafn- framt að sjá að samningagerðin að öðm leyti sé að þokast áfram.“ David Oddsson í Mbl. 15. febr. Dokum við „Það em gríðarlega margar vömr frá Bandaríkj- unum, sem virðast munu hverfa af markaðnum núna. Við getum nefnt sem dæmi Philsburys hveiti, Uncle Bens og River hrísgrjón og allan barnamat í krakkum. Verðið á slíkum mat frá Evrópu mun vera allt að þrefalt hærra...Flestir era nú sammála um að amerísku merkingamar eru betri fyrir markaðinn en þær evrópsku, enda er matvælaeftirlit Bandaríkj- anna langt á undan öðrum þjóðum. Við erum lítill markaður á íslandi og fáum ekki sérpakkningar frá framleiðendum. Reglurnar era komnar en það varð að samkomulagi aö doka við.“ Ólafur Bjömsson í Degi-Tímanum 15. febr. Sumardagurinn fyrsti „Hvað era vissir menn að tala um - að flytja sum- ardaginn fyrsta fram á haustdaga! Það er ekki í verkahring vinnuveitendasambandsins að fara fram á það við vinnandi fólk að hafa sumardaginn fyrsta af okkur. Verkalýðshreyfingin þarf að ýta þessari kröfu út af samningaborðinu en að öðru leyti myndi það koma hreyfingunni í koll...Það má enginn for- sætisráðherra taka sumardaginn fyrsta út úr fyrstu grein forsetaúrskurðarins um fánadaga - hann fengi bágt fyrir hjá þjóðinni ef hann gerði slíkt. Jón Magnússon í Mbl. 16. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.