Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Fréttir Tónlistarsafn í Keflavík: Staöið verður að því af miklum metnaði - segir Rúnar Júlíusson tónlistarmaður DV, Suðurnesjum: „Það er mjög áhugavert að setja upp hér í bænum tónlistarsafn. Þar gætu ungir sem aldnir skoðað tón- listarsöguna og notið þess sem safn- ið kemur til með að bjóða upp á. Þessi hugmynd hefur legið í loftinu lengi, verið draumur margra og vonandi heppnast þetta og að safnið verði að veruleika," sagði Rúnar Júlíusson, tónlistarmaðurinn þekkti í Keflavík. Á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar nýlega var ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að kanna með hvaða hætti mætti koma sliku safni á laggirnar. Þetta hefur verð draumur Rúnars lengi en nú getur farið svo að hann verði að veruleika. Rúnar fór fyrir nokkru á fund Ell- erts Eiríkssonar bæjarsljóra til að kynna honum hugmynd sína og það varð til þess að nefndin var stofnuð. Rúnar er í henni ásamt Guðmundi Hermannssyni og Kjartani Má Kjartanssyni, skólastjóra Tónlistar- skóla Keflavíkur. Eftir er að móta hugmyndina sem er á algjóru byrj- unarstigi og nefndarmenn eru ný- byrjaðir að funda um verkið. Menn- ingarnefnd bæjarfélagsins telur Keflavík vera vöggu íslenskrar Rúnar Júliusson. popptónlistar og safnið eigi hvergi annars staðar heima en í sveitarfé- laginu. „Ég vona að þetta gangi hratt fyr- ir sig og hægt verði að finna hent- DV-mynd GVA ugt húsnæði. Þetta verður gert með miklum metnaði," sagði Rúnar. Að- spurður um nafn á tónlistarsafnið sagði hann að Tónlistarsafn Islands í Keflavík myndi hljóma vel.-ÆMK Iþróttahúsiö á Akranesi: Enn deilt um nýja gólfið DV, Akranesi: Samþykkt bæjarstjórnar Akra- ness um að leggja 17 milljónir króna í að skipta um gólfefni 1 íþróttahúsinu við Vesturgötu og fresta um sinn framkvæmdum við að leggja slitlag á KalmannsveEi og Smiðjuvelli, þar sem á annað hund- rað manns vinna, valda enn deilum sem hafa hleypt Úlu blóði í forráða- menn fyrirtækjanna. Áskorun hefur borist frá þeim um að lagt verði shtlag á göturnar á svæðinu og þeir ætla að fylgja henni eftir með því að ganga á fund bæjarráðs til að þrýsta enn meir á bæjaryfirvöld um að farið verði í þessar framkvæmdir. Einn af for- svarsmönnum fyrirtækjanna fór nýlega í íþróttahúsið til að skoða gólfið. Niðurstaða hans var sú að hægt væri að gera við skemmdimar á gólfinu með því að sMpa þær nið- ur. -DVÓ Vígsla á Stöðvarfirði: Skólahús 14 ár í byggingu og þó ekki fullgert DV, Stöðvarfirði: Nýbygging grunnskóla Stöðv- arfjarðar var formlega tekin í notkun 15. febrúar sl. en um 14 ár eru síðan hafist var handa við byggingu skólans. Stærð nýju byggingarinnar er 830 m2 en eldri byggingin er um 330 m2 að flatarmáli. Kostnaður er kominn yfir 60 milljónir en eftir er að ganga frá aðstöðu fyrir kennara, félagsað- stöðu nemenda svo og eldhúsi. Er ráð fyrir því gert að það verði tilbúið fyrir næsta skólaár og þá verður kostnaður kominn í 70 milljónir króna. í húsinu er auk kennsluaðstöðu mikið miðrými, með litlu sviði sem kemur í góð- ar þarfir við samkomuhald nem- enda. Við vígslu léku nemendur grunn- og tónlistarskólans stórt hlutverk. Fluttu þeir tónlist og sýndu dansa frá fjórum þjóð- löndum sem nemendur skólans eru frá eða hafa búið í, öðrum en íslandi. Fjölmenni var og eftir ávörp og skemmtiatriði gæddu menn sér á drykkjum og bakk- elsi, m.a. tertu einni mikilli í líki skólans. Margir hafa unnið að byggingunni frá ýmsum stöð- um á Austurlandi. Arkitekt var dr. Maggi Jónsson. GH Frá vfgslunni. Skólastjóri er Jónas Ólafsson. DV-mynd Garöar Þáttur Boney M tekinn á íslandi selst vel DV, Suðuinesjum: „Ég er mjög ánægður - fjöldi sjón- varpstöðva viða um heim hefur keypt sýningarrétt þáttarins um Bo- ney M sem var tekinn upp hér á landi. Þetta er mikil landkynning," sagði Gunnar Árnason, umboðsm- aður Boney hér á landi. Hann er ný- kominn heim eftir að hafa staðið í ströngu erlendis við að selja þátt- inn. Hann var tekinn upp á íslandi þegar hljómsveitin var hér síðasta vetrardag 1996. Gunnar er hug- myndasmiðurinn við þáttinn en þar er saga Boney M rakin frá upphafi ásamt viðtölum. Saga-film er fram- leiðandi. „Þátturinn á eftir að seljast til fleiri landa og ég var alltaf bjart- sýnn á að þetta mundi ganga upp. Hann er vel gerður í alla staði og kostnaður var mikill. Þátturinn verður sýndur hér í sjónvarpi en ekki er búið að ákveða dagsetningu eða stöð," sagði Gunnar. -ÆMK Miðvikudaginn 19. mars mun aukablað um mat og kökur fylgja DV. Blaoið veröur fjölbreytt og efnismikio en í því verÖur fjallao um flest þao er viokemur matartilbúningi fyrir páskana. Meoal efnis veröa uppskriftir aö kökum, brauöréttum, ostaréttum og hátíöarmatseöill fyrir páskana. Sagt verður frá páskasiSum o.fl. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaoi vinsamlega hafi samband vio Guöna Geir auglýsingadeild DV, hio fyrsta í síma 550-5722. Umsjón efnis er í höndum Ingibjargar Óoinsdóttur, í síma 567-6993. Vinsamlegast athugio ao síoasti skiladagur auglýsinga er fimmtud. 14. mars. Þrotabú Miklalax þinglýst eign Byggðastofnunar - ekkert í sjónmáli nú um framtíð stöðvarinnar DV, Sauðárkróki: Fiskeldisstöð fyrrum Miklalax í Fljótum hefur verið þinglýst eign Byggðastofnunar. Það gerðist í síð- ÞJÓDLEIKHÚSIÐ 1.1 Þjóðleikhúsinu 2. H.C. Andersen 3. Litli-Kláus 4. Djákninn 5. Bergur Þór Ingólfsson og Jóhann Sigurðsson UZM ÞVERHQIT11 - SÍMI550 SOOQ ustu viku. Þrotabú Miklalax fékk fyrir skömmu rift kaupum NFO Gruppen vegna vanskila norska aðilans. Miklilax leysti stöðina til sín með greiðslu vangoldinna fast- eignagjalda og brunatrygginga að upphæð tæplega fimm milljónir króna. Að sögn Jóns Magnússonar hjá útibúi Byggðastomunar á Sauðár- króki er ekkert í sjónmáli í dag um framtíð stöðvarinnar. „Við munum reyna til þrautar að koma af stað starfsemi í stöðinni. Reynt verður að tryggja að sá rekst- ur endist lengur en síðasta tilraun. Aðalatriðið er að þær fjárfestingar sem þarna eru nýtist og fólk í Fljót- unum fái atvinnu. Ýmsar þreifingar hafa verið en ekkert raunhæft uppi á borðinu i dag. Það er fyrst núna sem stofnunin getur raunverulega beitt sér í þessu máli, eftir að eign- arhaldinu er náð," sagði Jón Magn- ússon. Það er norski aðilinn Stormöllen sem hefur annast rekstur stöðvar- innar við Miklavatn og í samvinnu við heimamenn alið þann fisk sem er í stöðinni. Síðasta fiskinum verð- ur slátrað í júlí í sumar og nú er ekki séð hvort eitthvert lífsmark verður með Miklalaxstöðinni eftir þann tíma. Þar starfa tveir menn, en kallað er út lið úr sveitinni þeg- ar slátrað er. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.