Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Qupperneq 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 Kvótakerfinu kennt um allt „Sumir kenna kvótakerfínu um allar sínar ófarir og er það svipað og að kenna umferðar- reglunum um ef maður keyrir bílinn út í skurð.“ Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Útvegsmannafé- lags Norðurlands, í Degi-Tím- anum. Brask með veiðiheimildir „Stór hluti af aflatilfærslum er ekkert annað en brask með veiðiheimildir og á ekkert skylt við hagræðingu." Sævar Gunnarsson, form. Sjó- mannasambandsins, í DV. Hrist upp í Júróinu „Það er kominn tími til að hrista upp í Júróinu. Ég vona að hann verði mjög krassandi.“ Stefán Hilmarsson söngvari, um þátttöku Páls Óskars í Eurovision. Ummæli Afkomendur kolkrabbans „I dag fóndra börn og bama- böm með hlutabréf fjölskyldunn- ar í hinum ýmsu deildum kol- krabbans og sitja stjómarfundi hver hjá öðrum eða klippa arð- miða í faðmi fjölskyldunnar á kvöldin. Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi-Tímanum. Gengur saman um þessar mundir „Honum auðnast ef til vill að koma Alþýðublaðinu í hold þó sjálfur gangi hann heldur saman um þessar mundir eins og kunn- ugt er.“ Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, um Össur Skarp- héðinsson, í Alþýðublaðinu. Halastjörnur eru ávallt spenn- andi viöfangsefni fyrir stjörnuá- hugamenn. Halastjörnur Halastjarnan Hale-Bopp er nýjasta halastjarnan á himin- hvolfinu og er stutt síðan tilvist hennar kom í ljós. Hún æðir nú um himinhvolfið í átt til sólar og sést best á norðurhveli jarðar. Halastjömur eru furðulegar og fagrar og í augum jarðarbúa líta þær út eins og stjömur með hala. Áður fyrr hélt fólk að þær Blessuð veröldin væru skelfdegir fyrirboðar um dauða og óáran. Nú vitum við að halastjaman sjálf, kjarninn, er svo lítil að hún sést ekki frá jörðu. Hún er gerð úr ísi og ryki eins og óhreinn snjóbolti. Þegar hún kemur nærri sólu verður hitinn til þess að ský úr ryki og gasi myndast umhverfis kjam- ann. Þetta kallast hjúpur og sól- vindurinn teygir úr honum og gerir hann að geysilega löngum hala. Gasið glóir og rykið endur- speglar sólarljósið og þá verður til þessi dýrlega sýn sem blasir við okkur frá jörðu. Kólnar aftur í Víðáttumikil 930 mb lægð verður á vestanverðu Grænlandshafi, vest- ur af íslandi í dag. Veðrið í dag Suðlæg átt og rigning, allhvasst eða hvasst en sums staðar stormur í fyrstu. Lægir fyrst vestan til. Suð- vestan stinningskaldi og slydduél vestanlands en styttir upp austan- lands síðdegis. Suðvestankaldi eða stinningskaldi í nótt og éljagangur um vestanvert landið en að mestu þurrt austanlands. Hlýtt verður í bili, víða 3ja til 9 stiga hiti en kóln- ar aftur siðdegis. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss eða hvöss suðlæg átt og slydduél fram eftir degi, suðvestan stinningskaldi og él síðdegis. 3ja til 6 stiga hiti i dag en frystir aftur í kvöld. kvöld Sólarlag í Reykjavík: 18.56 Sólarupprás á morgxm: 08.21 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.15 Árdegisflóð á morgun: 03.03 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 6 Akurnes rigning 5 Bergstaöir alskýjaö 4 Bolungarvík rigning 7 Egilsstaöir Keflavíkurflugv. rigning 5 Kirkjubkl. rigning 5 Raufarhöfn rigning 1 Reykjavík rigning 6 Stórhöföi rigning 7 Helsinki skýjaö 1 Kaupmannah. léttskýjað 3 Ósló léttskýjað 2 Stokkhólmur hálfskýjaö 3 Þórshöfn skýjaö 8 Amsterdam léttskýjaö 3 Barcelona þoka 10 Chicago alskýjaö 1 Frankfurt rigning 7 Glasgow lágþokublettir -1 Hamborg þoka í grennd 0 London rigning og súld 7 Lúxemborg þoka 7 Malaga þokumóöa 13 Mallorca þokuruöningur 10 Miami Paris skýjaó 10 Róm lágþokublettir 3 New Yorlt snjókoma 1 Orlando heiöskírt 20 Nuuk hálfskýjaö - -26 Vín rigning 4 Winnipeg léttskýjaö - -17 Eiríkur Þorláksson, í alþjóðastjórn AFS: Skiptinemar sendir til allra heimsálfa „AFS em skiptinemasamtök sem urðu til út frá sjálfboðaliðastarfl sjúkrabílstjóra í heimsstyrjöld- unum. Skammstöfunin var upphaf- lega fyrir American Field Service. Eftir seinni heimsstyrjöldina komu þessir menn saman og vildu halda sínum félagsskap og starfa að mannúðarmálum á einhverju sviði. Úr varð starf i þá áttina að flytja nemendur á unghngsárum á miili styrjaldarþjóða. Þetta starf byrjaði 1947 með því aö skiptinemar fóra frá Frakklandi til Bandarikjanna. Strax varð mikil gróska í þessu starfl og það breiddist út um alian heim og nú era rúmlega fimmtíu lönd innan AFS. Starfið hér á landi hófst 1957,“ segir Eiríkur Þorláks- son sem nýlega var kjörinn í al- Maður dagsins þjóðastjóm AFS til næstu þriggja ára en hann hefur verið í stjórn AFS á íslandi í mörg ár og var um tíma formaður. Eiríkur segir að hér á landi sé starfsemi AFS með miklum blóma: „Við erum að senda skiptinema til allra heimsálfa og tökum á móti er- lendum skiptinemum hingað. Við erum stórir í samtökunum þegar Eiríkur Þorláksson. miðað er við íbúafjölda, sendum um eitt hundrað nemendur á ári til útlanda og tökum á móti um það bil þrjátíu skiptinemum sem búa allir hjá íslenskum fjölskyldum." Eiríkur segist aðspurður vera einn af þeim fáu sem starfa á veg- um AFS sem ekki hefur sjálfur ver- ið skiptinemi: „Ég kom ekki þá leið- ina inn í samtökin heldur fyrst sem starfsmaður fyrir AFS á síðasta áratug. Hafði ég mjög gaman af að starfa í kringum þetta. Það er gef- andi að sjá unglingana taka út mik- inn þroska og fá víðari lífssýn á þeim tíma sem þeir era skiptinem- ar og þá er einnig mjög gaman að fylgjast með útlendu krökkunum, sem margir hveijir erera orðnir hálfgerðir íslendingar þegar þeir hverfa af landi brott.“ I alþjóðastjóm AFS, sem Eiríkur er nú kominn í, era átján einstak- lingar og sagði Eiríkur að auk þess að stjóma þá væri eftirlit mikilvæg- ur þáttur í starfi stjórnarinnar: „Það þarf að fylgjast með að allt gangi eins og það á að ganga. Al- þjóðaskrifstofan, sem er í New York, er með fólk sem fylgist vel með alþjóðamálum og öryggismál- um i þeim löndum sem skiptinemar era og hefur vald til að loka á starf AFS í einstökum löndum tímabund- iö ef talin era líkindi á einhverju sem gæti skaðað skiptinemana." Allt starf Eiríks fyrir AFS er sjálfboðaliðastarf. Aðalstarf hans er að vera framkvæmdastjóri Fulbrig- htstofhunarinnar á íslandi og með því er hann myndlistargagnrýn- andi hjá Morgunblaðinu. Auk þessa sagðist hann vera mikið fyrir að ganga í óbyggðum á sumrin." Myndgátan Rennandi blautur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. ________________DV Tveir leikir í úrvals- deildinni Tveir leikir í úrvalsdeildinni í körfubolta era á dagskrá i kvöld. Keflvíkingar gera aðra tilraun til að komast til ísafiarðar og er leikurinn gegn KFÍ settur á kl. 20.00. Keflvíkingai' eru sigur- stranglegir 1 leiknum enda verið með mjög sterk lið í vetur, en ís- firðingar hafa sýnt það að þeir eru erfiðir heim að sækja og gætu allt eins unnið leikinn. Á Sauðárkróki leika á sama tíma Tindastóll og Haukar. íþróttir Einn leikur er í handboltanum í kvöld. Efsta liðið í 2. deild, Vík- ingur, leikur gegn Breiðabiiki. Víkingar hafa unnið afla sína leiki I deildinni og verða því að teljast sigurstranglegri. Leikur- inn hefst kl. 20.00. Háskólatónleikar Á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu á morgun flytja Ár- mann Helgason klarínetturleik- ari, Guðmimdur Kristmundsson víóluleikari og Miklós Dalmay píanóleikari þrjú lög úr Acht Stúcke op. 83 eftir Max Brach og Márchenerzahlunken eftir Ro- bert Schumann. Tónleikarnir, sem eru um hálftíma langir, hefi- ast kl. 12.30. Tónleikar Þeir Ármann, Guðmundur og Miklós stofnuðu tríóið á síðasta ári. AUir hafa þeir komið víða við í íslensku tónlistarlífl undan- farin ár og leikið með ýmsum kammerhópum, meðal annars Camerarctica og Caput. Bridge Forbomótið í sveitakeppni er haldið ár hvert í febrúarmánuði í HoUandi og eru jafnan margar af sterkustu sveitum heims þar meðal þátttakenda. ísland (Aðalsteinn, Sævar, Sverrir, Bjöm E.) sendi sveit á mótið og komst í úrslit 16 efstu sveitanna (af 64). Sveitinni gekk þó heldur laklega í úrslitariðlinum og hafnaði að lokum í 15. sæti. Forbo- mótið var haldið dagana 21.-23. febr- úar og hófst á fiögurra landa keppni Bandaríkjamanna, Frakka, ítala og Pólverja. Leikur Frakka og ítala endaði 16-14 fyrir þá fyrmefhdu, en sveiflur voru margar í leiknum. Hér er eitt dæmi um sveifluspil í leikn- um, suður gjafari og a-v á hættu: 4 DG98 KG •f Á753 * 1073 * Á764 «4 65432 ♦ -- * ÁG94 * K32 * 98 •f DG10642 * D5 Suður Vestur Norður Austur Muller Swarc De Boer Bompis 2 * pass 2 Grönd pass 3 f p/h Tveggja laufa opnun Mullers í suður sýndi annaðhvort veika opn- un í tigli, eða fimasterka jafnskipta hendi. Tveggja granda sögn norðurs spurði um hönd suðurs og Frakk- amir sáu enga ástæðu til að skipta sér af þeim sögnum. Þrír tíglar fóra tvo niður, 100 til AV og það virtist ekki vera góð niðurstaða fyrir hugs- anlega 1430, ef a-v villtust alla leið í 6 hjörtu á spilin. Á hinu borðinu opnaði suður á hindrunarsögninni þremur tíglum og Versace, sem sat í vestur, doblaði til úttektar. Noröur stökk í 5 tígla og Bocchi i austur do- blaði. Eftir hjarta út frá vestri, tóku a-v 6 toppslagi og þar að auki eina spaðatrompun og skrifuðu 1100 i sinn dálk. Isak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.