Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1997, Síða 36
533-lOOQ Kvöld- og helgarþjónusta MERKILEGA MERKIVELIN brother íslenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar (tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veðrið á morgun: Stinnings- kaldi Á morgun er gert ráö fyrir suð- vestankalda eða stinningskalda með allhvössum éljum um vest- anvert landið. Veðrið í dag er á bls. 36 PAÐ SKIPTA5T Á SKIN OG SKÚRIRÍ HVALFIRPI? TT# (XÖ^vinng FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óhað dagblað ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 1997 Umferðarslys: Ung stúlka slasaðist Ung stúlka liggur alvánega slös- uð á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að hún varð fyrir bíl á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar í nótt. Stúlkan var að hlaupa yfir götuna þegar hún fór beint í veg fyrir bíl. Ökumaður bifreiðarinnar var einnig fluttur á slysadeild en hann fékk vægt taugaáfall. Stúlkan er ekki í lífshættu. -RR Hreppti fjórar , milljónir á heimleið DV, Akranesi: Oft hefur verið sagt að mánudag- ar séu til mæðu hjá fólki en í gær fór það á annan veg í Ölveri í Glæsi- bæ í Reykjavík þvi að maður, sem var á heimleið úr vinnu kl. 16.30 og kom við í Ölveri, skellti sér í Gull- námu Happdrættis Háskóla íslands og nældi sér í rúmar fjórar milljón- ^ ir í gullpotti, rétt á eftir féll silfrið einnig í Ölveri upp á tæpar hundrað þúsund krónur og fimm aðrir unnu frá 30 þúsund upp í 50 þúsund, allt á einum og hálfum tíma. Þetta var fimmti gullpotturinn í Ölveri og hafa unnist þar í gull ca 34.904.259 krónur sem er sennilega hæsta tala í gulli á einum stað. -DVÓ Kópavogur: Vatn flæddi víða inn Vatn flæddi inn í íþróttahúsið í Digranesi í Kópavogi í nótt. Var slökkvilið Reykjavíkur kallað út til j* að aðstoða við að dæla vatninu burt með vatnssugu. Þá lak vatn einnig inn í skipti- stöðina á Digranesvegi og í húsnæði Kópavogsbæjar. Ekki var búið að meta tjónið í þessum flóðum. Að sögn lögreglu í Kópavogi var mikill vatnsflaumur víða í bænum í nótt og urðu bæjarstarfsmenn að losa úr niðurfóllum til að vatn kæmist leið- ar sinnar. -RR Snjóflóð í Skötufirði Allstórt snjóflóð féll í austanverð- um Skötufirði í gærkvöld. Flóðið var allbreitt og um fjögurra jL metra djúpt. Engin umferð var nálægt þeim stað þar sem flóðið féll en veg- farandi kom að seint í gærkvöld og til- kynnti það lögreglu. -RR Kjarasamningaviðræðurnar aldrei viðkvæmari og erfið mál óafgreidd: Menn óttast að upp úr slitni - fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar á fund forsætisráðherra í dag Nokkrir af helstu mönnum verkalýðshreyfingarinnar sögðu í samtali við DV seint í gær að þeir óttuðust mjög að upp úr kjaraviðræðunum væri að slitna, gagntfiboð VSÍ yrði of lágt. Fólk, sem orðið væri þreytt og pirrað á seinagangi viðræðn- anna, gengi út þess vegna. Þetta kemur í ljós í dag eða í síðasta lagi á morgun. „Verði gagntilboð vinnuveit- enda um launaliðinn á þeim nót- um sem þeir hafa talað um til þessa óttast ég að upp úr viðræð- unum slitni, svo mikil spenna er komin í kjaraviðræðurnar," sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssamband iðjufé- laga, í samtali við DV í morgun. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í morgun að staðan væri afar við- kvæm og það myndi ráðast á næstu tveimur sólarhringum hvort allt færi í bál og brand á vinnumarkaði. „Vissulega er strengurinn þan- inn, það er alltaf spenna í kjara- viðræðum á þessu stigi. En ég skal alveg viðurkenna aö staðan er firnaviðkvæm og það þarf ekki mikið til að illa fari,“ sagði Þórarinn V. Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands- ins, sagði stöðuna í kjaraviðræð- unum viðkvæma og allt gæti gerst. Hann sagði að fyrir utan launaliðinn væru enn nokkur at- riði, sem vega þungt, óafgreidd. Hann tók undir með Þórarni að næstu 2 sólarhringar gætu ráðið úrslitum. Varðandi launaliðinn hafa landssambönd ASÍ verið með þá kröfu að lægstu laun hækki í 70 þúsund krónur en á alla taxta komi tvisvar sinnum 5 þúsund króna hækkun á samningstíma- bilinu sem verði 2 ár. Vinnuveitendur hafa til þessa verið að tala um 3 til 5 prósent launahækkun, að öðrum kosti fari verðbólgan og efnahagslífið úr böndunum. Bankamenn hafa boðað verk- fall 20. mars og hver vinnuhóp- urinn á fætur öðrum hjá Dags- brún og Framsókn boðar nú verkfall frá 9. eða 12. mars. Sömuleiðis járniðnaðarmenn hjá Eimskip og Samskipum sem boð- að hafa verkfall 12. mars. -S.dór Kynning fyrir Sopexa-vínþjónakeppnina fór fram á Hótel Sögu í gær. Keppnin sjálf fer fram á mánudag og þriðjudag í næstu viku og þar verður útnefndur vínþjónn ársins á íslandi. Keppnin tekur tillit til þekkingar, fróöleiks og fram- leiðslu á vínum. Á myndinni sjást þau Þorsteinn Gunnarsson, formaöur Félags framleiðslumanna, og Dominique Plédal Jónsson, fulltrúi Sopexa á íslandi, gæða sér á sætu hvítvíni á kynningunni í gær. DV-mynd ÞÖK Skoðanakönnun DV: Umræðan of tengd afkom- unni - segir formaður SÓL „Niðurstöðumar eru áþekkar og í könnun Félagsvísindastofnunar þó að heldur halli meiraá okkur nú. Hið op- inbera hefur haldið á lofti í umræð- unni um álver á Grundartanga að það tengist beint atvinnu og lífskjörum í þessu landi, en forðast að fjalla á mál- efnalegan hátt um mengunar- og um- hverfismál. Niðurstöðurnar verða að skoðast í því ljósi,“ sagði Ólafur Magnús Magnússon, formaður sam- takanna Sól í Hvalfirði, þegar honum voru kynntar niðurstöður skoðana- könnunar á fylgi við ný álver á Keilis- nesi og Grundartanga þar sem fram kemur að mikill meirihluti aðspurðra vill álver á Grundartanga. Ólafur segir að þrátt fyrir þetta hljóti fylgi við sjónarmið samtakanna, sem mælst hefur á bUinu 35-40%, að vera verulegt og að tala um það sem lítinn þrýstihóp veki upp þá spurn- ingu hvað t.d. Framsóknarflokkurinn sé þá en hann er í heUd mun minni en þessi hópur. Það hljóti að vera erfitt fyrir stjórnvöld að ganga fram hjá þessum skoðunum. Sjá skoðanakönnun á bls. 4 -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.