Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 Fréttir *>v Stækkun jámblendiverksmiðjunnar: Hlutur ríkisins úr 55% í 35,5% - Elkem eignast 51% í staö 30% áður Samkomulag náðist um stækkun jámblendiverksmiðjunnar milli ís- lenskra stjórnvalda og Elkem í Noregi seint í fyrrakvöld. Sam- kvæmt því eignast Elkem 51% meirihluta í íslenska járnblendifé- laginu en átti áður 30%. Hlutur rík- isins sem var 55% verður nú 38,5% og hlutur Sumitomo sem áður var 15% verður 10,5%. Þá verður fyrir- tækið gert að almenningshlutafé- lagi og skráð á almennum hluta- fjármarkaði strax á þessu ári og hlutabréf ríkisins síðan seld í áföngum. Þetta kom fram hjá Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra á Al- þingi í gær. „Við almennir starfsmenn höfum ekki verið spenntir fyrir því að El- kem eignist meirihluta í félaginu. Okkur hefur liðið ágætlega hingað til og samskipti hafa gengiö vel. Við vitum hvað við höfum og vitum líka að það hafa verið ákveðnir erfiðleik- ar í samskiptum í norsku verk- smiðjunum sem okkur langar ekki að verða fyrir,“ sagði Sigurður Guðni Sigurðsson, formaður Starfs- mannafélags jámblendiverksmiðj- unnar, eftir starfsmannafund í jám- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga í gærmorgun í samtali við DV. Sigurður sagði að menn óttuðust uppsagnir, en búið væri að skera svo mikið niður í mannahaldi að það yrði varla hægt að fækka fólki meir. Hann sagði það þekkt að El- kem vildi keyra verksmiðjur sínar með sem minnstum mannskap. „Þá óttumst við að Elkem flytji íjár- magnið úr landi og að við þurfum að kaupa þjónustu af þeim og þeir verðleggi hana svo hátt aö hagnað- „Samningurinn um stækkun verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér að Elkem skrifar sig fyr- ir nýju hlutafé til að fjármagna þriðja ofn verksmiðjunnar sem eykur afkastagetu hennar úr 70 þúsund tonnum á ári í 110 þúsund tonn,“ sagði Finnur Ingólfsson iðn- aðarráðherra í gær þegar hann kynnti samkomulagið á Alþingi. Iðnaðarráðherra sagði að jafnframt hefði verið samið um það við Landsvirkjun að íslenska járn- blendifélagið geti nýtt sér forkaups- rétt á raforku til þriðja ofnsins með þeim skilmálum sem kveðið er á um í rafmagnssamningi milli ís- ur af íslenska járnblendifélaginu minnki," sagði Sigurður Guðni. Samkvæmt fréttum norska ríkis- sjónvarpsins NRK í gær mun Elkem þurfa að reiða fram 2,7 milljarða til byggingar á nýja otninum í jám- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga og samkvæmt sömu fréttum hefur Elken gert samning við ís- lenska rikið um ódýra orku til fram- leiðslunnar næstu 20 ár. Reiknað er með að ofninn komist í notkun 1999 og verður ársframleiðsla hans 40000 tonn. Samningur ríkisins og Elkem um stækkun járnblendiverksmiðjunnar og meirihlutaeign Elkem í verk- smiðjunni var kynntur á starfs- mannafundi hjá íslenska járn- blendifélaginu í gær. Hann var afar daufur og ekki boðið upp á umræð- ur. Engar fyrirspurnir voru leyfðar og var starfsfólkinu nánast stillt upp frammi fyrir orðnum hlut. Þá var einnig haldinn fundur með trúnaðarmönnum og svokallaðri samstarfsnefnd. Þar lýstu menn yfir áhyggjum vegna breytinganna. -DVÓ lenska járnblendifélagsins og Landsvirkjunar frá 9. janúar sl. Iðnaðarráðherra sagði að í samn- ingunum væri hlutafé ríkisins met- ið á rúma 2,5 milljarða króna. Hið nýja hlutafé frá Elkem yrði 932,5 milljónir króna en fjárfesting vegna nýja ofnsins verði 2,7 millj- arðar. Það sem á vantar eða um 1,8 milljarðar verði fjármagnað með lánsfé, en þetta tryggi mjög hátt eiginfjárhlutfall íslenska járn- blendifélagsins. Frá hlutafjáraukn- ingunni verði formlega gengið á næsta aðalfundi félagsins í apríl nk. Þar verði einnig kjörin ný stjórn og fái Elkem fjóra fulltrúa í stjórn, ríkið tvo og Sumitomo einn. Iðnaðarráðherra sagði að vegna stækkunarinnar yrði að gefa út nýtt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna á Grundartanga og í þvi verði gerð- ar ítrustu körfur um mengunar- vamir og þeim fylgt eftir. Hann sagði að með samningnum heföi tekist að tryggja rekstrarstöðu Jámblendifélagsins til frambúðar, samkeppnisstaða þess heföi verið tryggð, svo og atvinnuöryggi starfs- fólksins. í þriðja lagi kæmi inn er- lent áhættufé í atvinnurekstur á ís- landi og í fjórða lagi væri skotið styrkari stoðum undir rannsóknir og þróun í iðnaði. -SÁ Sturla Böðvarsson: Miklir möguleikar opnast Sturla Böövarsson, Sjálfstæð- isflokki, fagnaði samningunum við Elkem um stækkun járn- blendiverksmiðjunnar og sagði að með þeim hefðu opnast mögu- leikar til áframhaldandi upp- byggingar. „Það er mitt mat að stækkun um þriðja ofn og heimild til að undirbúa stækkun um fjórða ofn og yfírlýsing Landsvirkjunar um samninga um fimmta ofninn skapi þvílíka möguleika fyrir okkur íslendinga á iðnaðarapp- byggingu að það sé fyllilega for- svaranlegt að gera þessa samn- inga,“ sagði Sturla. í sama streng tóku Stefán Guð- mundsson og Magnús Stefánsson Framsóknarflokki og Ágúst H. Einarsson Þjóðvaka, að hluta. Ágúst taldi þó að kostir samn- ingsins yfirgnæföu gallana. -SÁ Elkem: III var þín fyrsta ganga - sagði Svavar Gestsson „Mér finnst að um Elkem megi segja, - ill var þín fyrsta ganga,“ sagði Svavar Gestsson alþingismaöur um Elkem-samn- ing iðnaðarráðherra. Svavar kvaðst ekki treysta sér til að taka afstöðu til samnings iðnaðarráðherra og Elkem þar sem hann hefði engin gögn séð um hann. „Við hljótum að horfa á raforkusamninginn, mengun- armálin, umhverfismálin, en starfsleyfi liggur ekki fyrir. Við hljótum að líta á skattastöðu fyr- irtækisins, eignarhaldið sem slíkt, á byggðaþróun og einnig á sambýli jámblendiverksmiðj- unnar við aðra stóriðju," sagði Svavar um afstöðu þingflokks Alþýðubandalagsins til hans. Svavar sagði að reynslan af samskiptum við Elkem væri ekki góð og honum sýndist í fljótu bragði að framlag íslands tU járnblendiverksmiðjunnar, sem í heild nemur um íjórum milljöröum króna, sé í samn- ingnum metið á 1,3 milljarða. ís- land hafi því gefið eftir i öllu dæminu 2,7 milljarða króna til að ná þessum samningi sem nú liggur fyrir. -SÁ Stækkunin: Bæði kostir og gallar - sögðu alþingismenn „Þessum samningi fylgja vissu- lega stórir kostir en einnig nokkr- ir gallar, en ég tel að kostimir vegi miklu þyngra á vogarskálun- um,“ sagði Sighvatur Björgvins- son á Alþingi í gær og flestir þing- manna sem til máls tóku um samninginn tóku í svipaðan streng með misjafnlega mikilli áherslu á ókosti samningsins. Sighvatur sagði að kostirnir væru þeir að starfsemi verksmiðj- unnar væri tryggð, að störfum muni fjölga í stað þess að fækka og að markaður fyrir afurðir verksmiðjunncir tryggðir. Stærsti gallinn væri hins vegar sá að samningurinn væri við Elkem, en reynsla af samskiptum við það fyrirtæki væri sú að þar færa mjög harðvígir aðilar, Elkem ætti í deilum við starfsfólk í öllum verksmiðjum sínum. Þá sagði Sig- hvatur að stjórn Elkem hefði tek- ið upp á þeim sið að rukka verk- smiðjur sem á vegum þess starfa um stjórnunargjöld. „Það er þeirra aðferð til þess að flytja fjár- muni úr rekstri verksmiðjanna og til aðalstöðvanna í Ósló,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi: 150 þúsund tonn af koltvíoxíði í viðbót - brunum fram úr skuldbindingum „Hvemig ætli þær ítrustu um- hverfisvarnir verði ef litið er á það sem til stendur í tengslum við ál- bræðslu á Grundartanga," sagði Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagi um Elkem-samninginn og stækkun járnblendiverksmiðj- unnar á Grandartanga á Alþingi í gær. Hjörleifur sagði að meö stækkun járnblendiverksmiðjunnar væri ætlunin að bæta í losun á koltví- oxíði frá íslandi um 150 þúsund tonn á ári og nýlegar skógræktar- áætlanir næðu hvergi að upphefja áhrif slíkrar viðbótarlosunar. „Hvernig standa samningar hæst- virts umhverfisráðherra í tengsl- um við þetta stóra mál sem tengist loftslagsbreytingum? ísland er að bruna fram úr skuldbindingum sínum. Með þessari ákvörðun er verið að þrengja að öðru atvinnu- lífi í framtiðinni þegar það verður, ef til vill í lok þessa árs, lagalega skuldbindandi fyrir íslendinga að draga úr þessari losun. Hver á að draga úr henni? Fiskveiöar? Ferða- þjónusta," spuröi Hjörleifur Gutt- ormsson. -SÁ Finnur ingólfsson iönaöarráöherra kynnti þingheimi í gær nýjan samning um stækkun Járnblendiverksmiöjunnar á Grundartanga. Svavar Gestsson taldi reynsluna af samstarfinu viö Elkem ekki góöa. Umhverfisáhrif vegna stækkunar verksmiðjunnar koma til kasta Guömundar Bjarnasonar um- hverfisráöherra. DV-mynd E.ÓI. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista: Er full tortryggni „Ég er full tortryggni. Hverju mun þessi samningur skila til fram- tíðar, hvert er það verð sem fæst fyrir orkuna og hver verður hagn- aðurinn þegar upp verður staðið?" spurði Kristín Halldórsdóttir í um- ræðu um Elkem-samninginn. Kristín minnti á þau orð við- skiptaráðherra eftir að upp úr við- ræðum við Elkem slitnaði að 55% meirihluti ríkisins í Járnblendifé- laginu væri einskis virði vegna þess hve vel réttindi minnihlutans væru tryggð. Það væri því spum- ing nú hvort aðrir eigendur Jám- blendiverksmiðjunnar heföu metið hlutina á annan hátt eöa hvort svo hefði verið búið um hnútana að dregið hafi verið úr réttindum minnihlutaeigenda í fyrirtækinu. Kristín sagði að samningurinn staðfesti enn eitt dæmið um rangar áherslur ríkisstjómarinnar i at- vinnumálum sem í raun vinna gegn þeim möguleikum sem fyrir- finnast í atvinnumálum, sérstak- lega þeim sem byggja á hreinleika og lítt menguðu umhverfi og hins vegar á virkjun hugvits og þekk- ingar. „Það er hart aö á sama tíma og hæstvirtur iðnaðarráðherra, í nafni ríkisstjómarinnar, vinnur af alefli að aukningu og eflingu meng- andi stóriðju i landinu, þá er upp- lýst að atvinnukostir sem byggja á hugviti, þekkingu og rannsóknum eru afskiptir og vanræktir,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. SÁ Járnblendiverksmiðjan: Starfsmenn óttast aukin áhrif Elkem - óttast að Elkem flytji fjármagn úr landi DV, Akranesi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.