Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Page 2
2 MÁNUDAGUR 17. MARS 1997 Fréttir Fiskistofa upplýsti kvótamisferli í Sandgerði og Garði: Tugir tonna af þorski skráðir sem ufsi - tvö frystihús ásamt netabáti og togara aðilar að málunum Fiskistofa upplýsti í síðustu viku, samkvæmt heimildum DV, kvóta- misferli í Garði og Sandgerði. Um er að ræða misferli þar sem tugum tonna af þorski var landað sem ufsa. í Garði var áhöfn dragnótarbáts staðin að verki á fostudag þar sem landað var úr bát þeirra tæpum tveimur tonnun af þorski sem falin voru undir lagi af ufsa. Eftirlits- menn Fiskistofu voru á bryggjunni og stóðu menn að verki. Sérstaka at- hygli vakti að ufsinn var ekki að- eins ofan á fiskikörunum heldur einnig í botni þeirra. í þessu tilviki má útgerðin búast við að verða svipt veiðileyfi í a.m.k. þrjár vikur. í Sandgerði upplýsti Fiskistofa um kvótamisferli þar sem tugum tonna af þorski af togara frystihúss á staðnum var skotið undan og skráð sem ufsi. Grunur vaknaði um misferlið þegar í ljós kom í skýrsl- um að stór hluti vinnslunnar var skráður sem ufsi en við eftir- grennslan kom í ljós að stærstur hluti þess hráefnis sem imnið var í húsinu reyndist þorskur. Menn Fiskistofu unnu að rannsókn máls- ins í febrúar og mars. í þessu tilviki má útgerðin búast við sviptingu veiðileyfis í allt að 3 mánuði vegna umfangs málsins. Mál frystihúsanna beggja munu fara fyrir dómstóla sem skera úr inn refsingar. Málið í Sandgerði er með stærstu málum sem Fiskistofa hefur upplýst frá upphafi. Hilmar Baldursson, lögfræðingur Fiskistofu, vildi ekki tjá sig um þessi mál þegar DV bar þau undir hann. Hann sagðist hvorki vilja játa né neita að umrædd mál hefðu kom- ið upp. Mikil þorskveiði hefúr verið við Reykjanes að undanfömu og mörg skip kvótalítil. Af því tile&ii hefur Fiskistofa hert eftirlit með lönduðum afla. -rt/-ÆMK Vík í Mýrdal: Ferðamenn kláruðu DViVík: „Það kom hingað hópur fólks sem var á leiðinni austur á Skeiðarársand og þau keyptu alla nýmjólkina, léttmjólkina, undanrennuna og rjómann", sagði Áifheiður Gísladóttir, af- greiðslukona í KÁ í Vik, við fréttaritara DV. En fólkið sem var úr Reykjavík hefur verið að ná sér í mjólkurbirgöir vegna verkfallsins í Mjólkursamsöl- unni. Að sögn Álfheiðar koma nýjar birgðir af mjólk austur í dag, mánudag, en verslunin væri lokuð á sunnudögum þannig að heimafólk fyndi lítið fyrir mjólkurskorti. -NH Frumvarpsdrög ríkisstjómarinnar um lífeyrismál: Hluti lífeyrisið- gjalds fari á opinn peningamarkað - setti samningaviöræöur í uppnám „Við komumst að því að á borði ríkisstjórnarinnar lægju drög að frumvarpi um lífeyrismál með al- varlegum skerðingum fyrir al- mennu lífeyrissjóðina. Til stóð að takmarka peningainnstreymi inn í kerfið eins og það er en beina pen- ingunum yfir á þennan svokallaða frjálsa fjármagnsmarkað. Þar átti öllum að vera leyfilegt að keppa um þessa peninga nema lífeyrissjóðun- um. Vinnuveitendasambandið er ekki með í þessu og þess vegna fór- um við cameiginlega á fúnd forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra á laugardaginn. Þar vorum við beöin um að halda áfram viðræðum, svör kæmu í dag, sunnudag. Við höfnuð- um þessu og stöövuðum samninga- viðræður. í morgun fengum við síð- an svör. Þau eru ekki mjög ákveðin en þó í rétta átt og því voru samn- ingaviðræður teknar upp aftur. Það verðm" hins vegar engum kjara- samningum lokað nema þetta vil- yrði veröi gulltryggt og að fyrir liggi skýr svör frá ríkisstjóminni hvað menn ætla að gera í lífeyris- málunum,“ sagði Ari Skúlason, framkvæmdasljóri Alþýðusam- bands íslands, í samtali við DV í gær. Það sem hér um ræðir er að i frumvarpinu átti að leyfa að ákveð- inn hluti af þeirri 10 prósenta greiðslu, sem hver og einn greiðir í lífeyrissjóð, mætti fara á frjálsan markað. Þetta hefði þýtt umtals- verða skerðingu á greiðslum til líf- eyrissjóðanna. Samkomulagið sem gert var í gær milli ráðherra og að- ila vinnumarkaðarins er á þá leið að 10 prósenta greiðslan verði óskert. Þar sem meira er greitt í líf- eyrissjóð, eins og hjá opinberum starfsmönnum, megi hluti lífeyris- greiðslunnar fara á fijálsan mark- að. „Það er greinilegt að hér eru fjár- magnsöflin farin að gægjast yfir sjónarrönd í átt til lífeyrissjóðanna. Menn vita að það verður aukið framlag til lífeyrismála í framtíð- inni og fjármagnsöflin ætla að ná í þá viðbót. Það er greinilegt að á meðan launþegahreyfingin er að frétta þetta á skotspónum eru fjár- magnsöflin fúllkomlega upplýst í málinu. Það sýnir meðal annars kaup Landsbankans á helmingseign í VÍS. Að sjálfsögðu munum við krefjast fundar með ríkissfjóminni á næstunni vegna þessa máls. Við viljum fá að vita hvemig þessi rammalöggjöf um lífeyrismálin snertir lífeyrissjóðina yfirleitt," sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, í gær. Lífeyrisgreiðsla opinberra starfs- manna er 15,5 prósent. Þess vegna gæti 5,5 prósent af þeirri greiðslu farið frá lífeyrissjóði þeirra yfir á fijálsan markað. Ögmundur segir að sér þyki það óeðlilegt að ekki skuli haft náið samstarf við launþegahreyfinguna í landinu þegar svona breytingar eiga sér stað. Það verði ekki þolað. -S.dór Vinnuslys í Vinnuslys varð í fiskverkunarfyr- irtæki á Óseyrarbraut í gærdag þeg- ar starfsmaður lenti með hendina í flökunarvél og missti framan af tveimur fingrum. Hafnarfirði Maðurinn fór í aðgerð á slysa- deild þar sem læknar björguðu fingrunum. Maðurinn fékk að fara heim í gærkvöld. -RR Þú getur svaraö þessari spurningu með því að hringja í síma 9041800. 39,90 kr. mínútan Ji 1: Nol |i j röda FOLKSINS 904 1600 i kjarasamningar mandi? Eru nýji VR viði Paö var ekki mikill gangur í samningaviöræöunum i gærdag. Samningamenn úr rööum beggja gáfu sér tíma til aö horfa á handboltaleik í sjónvarpinu síðdegis. í gærkvöldi voru samningamenn verkalý&shreyfingarinnar aö vonast eftir einhverju nýju útspili vinnuveitenda. DV-mynd Pjetur Ritt Bjerregaard, umhverfisstjóri ESB, í Norræna húsinu í gær: Kom ekki til að segja ykkur fyrir verkum - sagði Ritt m.a. í samtali við DV Ritt Bjerregaard, umhverfismála- sfjóri Evrópusambandsins og fyrr- um formaður danska Sósíal- demókrataflokksins, hélt fyrirlestur um umhverfismál í alþjóðlegu sam- hengi fyrir fullu húsi í Norræna húsinu síðdegis í gær. Að því loknu hélt hún á fund Guðmundar Bjama- sonar umhverfisráðherra. í millitíð- inni náði DV tali af henni í Nor- ræna húsinu. Hún sagðist fyrst og fremst hafa komið hingað til að upplýsa íslend- inga um stöðu umhverfismála í heiminum og hvemig ríki heims hafa framfylgt samþykktum frá Ríó- ráðstefnunni 1991. Áhrif sem veður- farsbreytingar kunna að hafa á næstu árum em henni ofarlega í huga sem og að tengja umhverfis- mál meira inn í umræðu um ^lþjóð- leg stjómmál. Þá flutti hún tíðindi frá Norðursjávarráðstefnunni í Bergen í Noregi þar sem umhverfis- og sjávarútvegsráöherrar rikja sem liggja að Norðursjó ræddu umhverf- ismál og fiskveiðar þjóðanna. „Það er mikið að gerast í um- hverfismálum á þessu ári og marg- ar ráðstefnur á döfinni sem koma til með að segja mikið um þróun mála í framtíðinni. Evrópusambandið hefur sett sér ákveðin takmörk í því að draga úr mengun í andrúmsloft- Ritt Bjerregaard í Norræna húsinu í gær. DV-mynd S inu og þótt ísland sé ekki meðlimur að sambandinu þá er mjög mikil- vægt að þið fylgist vel með og hagið málum í samræmi við stefiiu Evr- ópusambandsins. Ég mun forvitnast um stefnu íslenskra stjómvalda í þessu efni þegar ég hitti umhverfis- ráðherra ykkar. Ég kom ekki til að segja íslendingum fyrir verkum og segja hvar væri vel gert í umhverf- ismálum og hvar illa,“ sagði Ritt við DV og bætti við að henni væri það kappsmál að umræða um umhverf- ismál tengdist meira efnahagsmál- um og afkomu þjóða. Aðspurð um stefnu stjómvalda hér á landi í stóriðjumálum og áformum um ný álver sagði Ritt að það væri alfarið okkar vandamál. Evrópusambandið gæti ekki skipt sér af slíku. Mestu skipti að öll ákvæði og reglur okkar í umhverfis- málum væm uppfyllt og fariö eftfr- Að loknum fýrirlestri fékk Ritt fyrirspumir úr sal og sagði áhuga gesta hafa verið mestan á mengun í andrúmslofti og leyfilegu magni koltvísýrings. Til að lækka slík mörk gætu þjóðir t.d. þurft aö seija á sérstaka umhverfis- og orku- skatta. Slikt væri ávallt deiluefni í stjómmálum. -bjb Stuttar fréttir Davíð til Fsreyja Davíð Oddsson og kona hans, Ástríður Thorarensen, halda í dag til Færeyja í opinbera heimsókn í boði landsstjómarinnar. Ferðinni lýkur síðdegis á miðvikudag. Hale-Bob sést ví&a Að undanfomu hefur sést vel til halastjömunnar Hale-Bob á norðvesturhimni að kvöldi til- Rétt er að nota tækifærið og kíkja eftir henni því hún mun ekki láta sjá sig aftur fyrr en eftir 3A þús- und ár. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.