Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 17. MARS 1997
7
DV Sandkorn
Fréttir
Kínvenknr pottréttwr
jrk Fím<*hí
IBBb kr./pakkinn
Tpákkinn
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
Nýtt leikhús á Akureyri:
Ódýrara að byggja leikhús?
Dy Akureyri:
„Það er ein hugmynd að kaupa Nýja
bió og breyta því í leikhús en það er
aðeins hugmynd, enn sem komið er
a.m.k. Það þarf að skoða hvað þetta
kostar og hugsanlega er ódýrara að
byggja nýtt hús fyrir Leikfélagið," seg-
ir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfúiltrúi
á Akureyri.
Húsnefnd Samkomuhússins, sem
hýsir starfsemi Leikfélags Akureyrar,
hefúr gert þá tillögu að Nýja bíó verði
keypt og því breytt í leikhús og að
aðliggjandi húsnæði við Ráðhústorg
verði einnig keypt i þessu sambandi.
Bæjarráð hefur samþykkt að hús-
nefndin afli upplýsinga um heildar-
kostnað við kaup hússins og endur-
bætur sem gera þyrfti á þvi.
Gísh Bragi Hjartarson segir að fleiri
möguleikar hafi verið skoðaðir, m.a.
að kaupa Sjallann og breyta honum í
ieikhús en slíkt hafi ekki verið talið
svara kostnaði auk þess sem húsnæð-
ið myndi ekki henta Leikfélaginu.
Hann segir ljóst að geysilegar endur-
bætur þyrfti að gera á Nýja bíói eigi
það að geta þjónað sem leikhús auk
þess sem hugsanlega þyrfti að ráðast í
viðbyggingar.
„Bæjarráð hefúr ekki tekið neina af-
stöðu til málsins aðra en að kostnaður
við Nýja bíó verði kannaður en ég sé
ekki neina ástæðu til að kaupa húsið ef
sú könnun sýnir að um dýra fram-
kvæmd verður að ræða, þá kæmi frem-
ur til álita að mínu mati að kaupa lóð
og byggja frá grunni," segir Gísh Bragi.
Á næstu dögum verður hafist handa
við endurbætur á Samkomuhúsinu
þar sem Leikfélag Akureyrar hefur
verið til húsa og er áætlað að þær
framkvæmdir, sem snúast aðahega um
endurbætur á kyndingu í húsinu,
muni kosta um 20 mihjónir króna.
Ljóst er að húsið getur ekki þjónað
sem ffamtíðarhúsnæði Leikfélagsins,
m.a. vegna þess að gera þyrfti á því
endurbætur sem Húsffiðunamefhd
heimhar ekki.
„Það er á borðinu að Samkomuhús-
ið er ekki framtíðarhúsnæði og því
þarf að finna lausn á húsnæðismálum
Leikfélagsins. Samkomuhúsið getur
hins vegar nýst annarri starfsemi og
ég sé t.d. að það gæti sem best nýst
Tónlistarskólanum fyrir einhveija
starfsemi," segir Gísh Bragi. -gk
Misheppnuð
framkvæmd
Djöfuls...
Þeir hafa ekki verið öfundsverðir
sjómennimir okkar sem hafa verið
að loðnuveiðum undanfamar vikur,
þvi veöurfar hefur verið með af-
brigðum slæmt.
Segja má að
óveiðandi hafi
verið lengst af
vegna brælu og
ótíðar en menn
hafa látið sig
hafa þaö og
barist um í
óveðrunum sem
dunið hafa yfir.
Þeir eru hins
vegar ekkert að
skafa utan af því sjómennimir þeg-
ar þeir tjá sig um þessar aðstæður
eins og lýsir sér í eftirfarandi sem
skipstjórnarmaður viðhafði um
ástandið við sandkomsritara á dög-
unum: „Heyrðu, það er þessi sami
helvítis bræluskítur og druha eins
og venjulega. Það er andskotans
ómögulegt að vera við þetta helvítis
helvíti en andskotinn hafi það, mað-
ur lætur sig bara hafa það þótt það
sé djöfull erfitt."
Ný „orðabók"
Útdráttur úr svokallaðri „nýrri
orðabók“ hefur verið sendur á milli
faxtækja landsmanna að undan-
fómu og kennir þar ýmissa grasa.
Sem dæmi um
starfsheiti má
nefna að nýtt
orð yfír banka-
stjóra er neit-
andi, Qugmaður
er flygill og fé-
hirðir verður
þjófur. Þá verð-
ur spaghetti að
pottormum, að
afhenda þýðir að
höggva hönd af
einhverjum, bakpoki verður að
herðakistli og nýtt orð yfir að vera
feitur er kúlulegur. Auðvitað er að-
eins farið „niður fyrir beltið“ og þá
verður tíðarskarð að skauti konu og
tryggur eiginmaður verður sam-
kvæmt því heimskautafari. En þeir
karlmenn sem era lauslátir fá heit-
ið skautahlauparar.
Eitthvert skýrasta dæmið um
misheppnaða framkvæmd opinberra
aðila á Akureyri í langan tíma er
opnun göngugötunnar að hluta fyrir
bílaumferð. Lát-
ið var undan
þrýstingi kaup-
manna við göt-
una sem töldu
að verslun
myndi aukast
mjög ef umferð
ökutækja yrði
leyfð og sumir
þeirra vora svo
vissir um aö
þetta myndi
bjarga málunum að þeir krossuðu
sig og signdu í velþóknun þegar
fyrstu bílamir rannu eftir götunni.
Nú hefur hins vegar komið á dag-
inn aö framkvæmdin var gjörsam-
lega misheppnuö, búin var til
„renna" í götunni sem afinörkuö
var með steinstólpum. Nær engin
bilastæði vora útbúin og fram-
kvæmdin því ekki til annars en að
hægt væri að keyra þama í gegn,
menga andrúmsloftið og valda gang-
andi óþægindum. Rúsínan í pyláu-
endanum verður svo e.t.v. aö leggja
þarf í mikinn kostnað við viögerð á
hellulagðri götunni þegar þessari
misheppnuðu tilraun lýkur í vor.
Hin hliðin
Andstæða þessarar misheppnuðu
framkvæmdar Akureyrarbæjar er
svo sú vinna sem unnin hefur verið
við strandlengjuna sunnan Strand-
götu und-
anfarin ár
en gatan
og um-
hverfi
hennar
hafa tekið
algjörum
stakka-
skiptum
og svæðið
er að verða skemmtilegt og fallegt
göngusvæði. Þar hafa menn greini-
lega hugsaö áður en þeir fram-
kvæmdu og útkoman er glæsileg.
Þótt um dýra framkvæmd sé að
ræða sýnir útkoman hvemig veija
á skattpeningum borgaranna en það
verður seint sagt um vitleysisgang-
inn i miðbænum, bæði varðandi
opnun göngugötunnar tyrir bilaum-
ferð sem og aðrar framkvæmdir í
götunni og á Ráðhústorgi undanfar-
in ár.
ödúrt
í MPPkafi víM
• namnn, namm
túkall
VJtVI'
betra
sMpt
lkr./kg
frá
.-irTnrifc i^íWTpakki n n
kr./pakkinn
Nýtt greiðslukortatímabil
Tilboðin gilda mánudag og þriðjudag
HAGKAUP
Nýttogfer^