Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Page 16
16 )ennmg MANUDAGUR 17. MARS 1997 Erlendar hljóm- plötur Geldingur? Öm Ámason lék einhvern tíma kontratenór í Spaugstof- unni og var spurður í viötali: Hver er munurinn á kontraten- ór og geldingi? Öm svaraði: „Sko, geldingur er ekki með ... eh, er ekki með ... er ekki með sambærilega menntun!“ Mörg- um finnst karlmaður sem syng- ur með kvenmannsrödd ótta- lega afbrigðilegur, en hvað um það; ein skærasta stjaman í heimi ge ... kontratenóra í dag er Andreas Scholl. Rödd hans er engilfógur og gerir að verk- um að þetta er frábær diskur sem unaður er að hlýða á. Vivaldi: Stabat Mater Andreas Scholl, kontratenór Ensemble 415 Stjórnandi: Chiara Banchini Harmonia Mundi Píanóverk á færi- bandi Franz Liszt (1811-1886) samdi svo mörg píanóverk að fæstir hafa á þeim tölu. Undirrituöum skilst aö þau séu um sjö hund- mð talsins, og eru þá ótaldar allar píanóútgáfurnar af hljóm- sveitar- og söngverkum ann- arra tónskálda. Píanóleikarinn Leslie Howard hefur nú ráðist í þaö stórvirki að leika öll þessi verk inn á óteljandi geisladiska - og er langt kom- inn. Skiljanlega eru margar þessara tónsmíða frsmur ómerkilegar, eins og hið fræga lag Gaudeamus Igitur sem Liszt hefúr skreytt með innantómu píanóglingri og óþarfa látum. Hvað um það; Howard er frábær píanóleik- ari og gerir allt mjög vel. Þó diskur sem hér um ræðir sé fremur leiðinlegur er vel hægt að mæla með mörgum öðrum Liszt- diskum sem hann hefur spilað inn á. Liszt: Gaudeamus Igitur og fleiri verk Leslie Howard, píanó Hyperion Rússneskt messu- söngl Neðangreindur diskur er ágætur fyrir þá sem vilja til- breytingu frá messusöngnum sem tíökast í kirkjum hér á landi. Einnig fyrir þá sem eru að læra liturgísk fræði. Aðrir ættu hins vegar að sleppa hon- um, því hann er óttalega leiðin- legur og tilbreytingarlaus. Rússneski Patríarkakórinn er vissulega í fremstu röð - það er bara ekki nóg. Divine Liturgy for the Feast of St Peter and St Paul Rússneski Patríarkakórinn Anatoly Grindenko stjórnar Rosalegur karlakór Rússar eiga yndislega þjóð- lagahefð sem hefur haft mikil áhrif á sígilda, rússneska tón- list. Nú gefst kostur á að njóta þessa merka tónlistararfs, því efnisskráin á umræddum geisladiski er eins konar þver- skurður af honum. Karlakór Moskvu er einfaldlega frábær, hann syngur af geysilegum til- finningahita án þess að vera nokkum tímann óhreinn, og er greinilegt að Anatoly Grinden- ko hefur þjálfað hann til hins ýtrasta. Ættu allir áhugamenn um karlakóra að verða sér úti um þennan disk. Songs of Old Russia Karlakór Moskvu Anatoly Grindenko stjórnar Tónlist Jónas Sen Hugmyndafræði formsins af Samanburður á sýningmn Sólveigar Að- alsteinsdóttur í Listasafiii ASÍ og Sig- rúnar Ólafsdóttur í Gerðarsafhi verður býsna fróðlegur. Ekki vegna þess að sýningamar séu líkar, heldur vegna þess hversu ólíkar þær em. Sólveig sýnir ____________ glerkrukkur ýmsum gerðum, sem greinilega hafa áður þjónað hlutverki sínu sem ílát undir sultur, mæjones og annað gómsæti en standa nú á hvolfi á málm- og plastlokum af ólikum gerðum á af- löngu borði og ljóma í skærum litbrigðum frá uppþornuðum vatnslit, er sest hefur á glerið þegar lita- upplausnin gufaði upp. Á veggjunum sjáum við svo sjálf- sprottnar bendur af basttrefjum úr japönskum pappírsljósakúl- um sem hafa farið í tætlur. Sigrún Ólafsdóttir sýnir formfasta skúlptúra sem mót- aðir eru að mestu úr málmi og/eða tré, sumir málaðir og stundum með viðbótarefiium eins og „gervikvoðu" eða silki. Þeir eiga flestir sam- merkt að vera svífandi eða í lausum tengslum við jörðina, sumir festir á vegg eða hangandi í loftinu en aðrir standa mis- föstum fótum á gólfínu. Þetta lokuð í endanlegri mynd sinni sem list- munir er hafa enga tilvísun út fyrir þá inn- byrðis spennu og afstæður sem ólíkir hlutar eða formeiningar hlutarins mynda sín á milli. Eins og verk Sigrúnar eru endanleg og lokuð um eigin merkingarheim, þá eru krukkuverk Sól- veigar opin, bæði í formi og inntaki: fjöldi og upp- röðun glerkrukknanna virðast tilviljunakennd, og ekki skipta sköpum þótt út af væri breytt. Listaverk má skoða og upplifa frá ólíkum for- sendum, og í gegnum tíðina hafa menn beitt til þess ólíkum gleraugum, ef svo mætti segja. Á tímabili hámódemismans var höfuðá- hersla lögð á fullkomna einingu og formræna heild listaverksins og að upplifun þess væri óháð stað og stund. Síðasta aldarfjórðung hefur áherslan færst yfir á sam- komnu handverki og stíl, en verkin örva áhorf- andann til að finna í hinu hversdagslegasta efni og formi ákveðna fegurð, sem ef til vill mætti kalla náttúrulega upphafhingu. Skúlptúrar Sigrúnar virðast beinlínis gerðir fyrir afmarkað og einangrað rými sýningarsalar- ins, þannig að upplifun þeirra verði tímalaus og óháð daglegu umhverfi hversdagsins. í þeim er gengið út frá lokaðri efnislegri og formlegri ein- ingu listmunarins og upphaflnni sjálfstæðri merkingu formsins. Verkin ljúkast um sjálf sig eins og ráðgátur. Þegar verkin hafa verið einangr- uð frá umheiminum með þessum hætti verður öll umræða um formlegar eigindir þeirra endanlega umræða um StsSs Sólveig og krukkur f Listasafni ASÍ. Eitt verka Sig- rúnar í Gerö- arsafni. eru upphafin form, fáguð og þaulhugsuð en hengið: það félagslega og pólitíska samhengi sem hluturinn birtist í, það merkingarlega samhengi sem lesa má út úr formgerðinni og þau tengsl sem hluturinn myndar við umhverfi sitt. Sam- hengið verður vísbending um hugmyndafræði- legt inntak eða afstöðu, sem lesa má út úr verk- inu. Glerkrukkur Sólveigar Aðalsteinsdóttur verða ekki slitnar úr samhengi við sögu sína frá verk- smiðjunni í búðarhilluna, ísskápinn, á hádegis- verðarborðið og í uppþvottavélina. Mislit lokin sem krukkumar standa á undirstrika þessi jarð- bundu tengsl og ákveðin tímavídd kemur fram í stigvaxandi styrk og þéttleika litarins í glerinu eftir því sem nær dregur botninum. Litablandan í krukkunni hefur styrkst eftir því sem upp- gufunin varð meiri. Auðvelt er að ímynda sér ótal möguleika við uppröðun og staösetningu krukkuverkanna. í þeim er hugmyndinni um hið upphafna og heilsteypta form hafnað, einnig lok- uðum merkingarheimi og persónulegu eða full- smekk, eins og reyndar kemur fram í texta í sýn- ingarskrá. Verk Sigrúnar eru smekkleg og í þeim er að flnna fagmannlega hönnun og fágað hand- verk, en á bak við gefnar forsendur listmunarins sem safiigrips liggur skilningur og skilgreining á listinni, sem undir yfirskini sjálfstæðra inn- byggðra formgilda hefur einangrað listina og þar með stuðlað að menningarlegum aðskilnaði, sem endanlega hefur með pólitíska valdaafstöðu að gera. Listmunir Sólveigar eru gjörsneyddir áru safn- gripsins, í þeim er engin listræn hönnun og ekk- ert fágað handverk, en í yfirlætisleysi sínu beina þeir sjónum okkar að þeim sjónræna veruleika sem við búum við um leið og þeir benda okkur á leiðir til að túlka hann á sjálfstæðan hátt og upp- lifa eins konar fegurð í fábrotnustu úrgangsefn- um neyslusamfélagsins. Sýning Sólveigar Aðalsteinsdóttur stendur til 23. mars. Sýning Sigrúnar Ólafsdóttur stendur til 31. mars. Andstæðurnar heilla „Ég kom til íslands af þremur ástæöum: Vegna þess að franska sendiráðið bauð mér hingað, vegna þess að hér eru engin tré og vegna þess að ég hafði spumir af blómlegu bókmenntalífl á landinu. Það voru þessar andstæður sem heilluðu mig: alger auðn og þessi feikilega gróska!" Þetta segir hinn þekkti franski rithöfundur Daniéle Sallenave sem er í stuttri heimsókn hér á landi. Hún hefur samið skáldsögur, smásögur og leikrit og næsta bók hennar er eigin- lega leikrit í skáldsögu- formi. Það er samtal milli útvarpskonu sem er að gera þáttaröð um eiginkonur fanga og eins viðmælanda hennar, en inn í það er skotið nokkrum bréfum. „Ég skrifaði þessa bók á ör- skömmum tíma síðastliðið haust,“ segir Daniéle. „Kveikjan að henni var setning sem eiginkona fanga sagði í raun og veru í viðtali í útvarpi. Hún og maðurinn hennar áttu bæði dætur af fyrri hjónaböndum og hann sat inni fyrir að nauðga þeim báðum. Og útvarpskonan spurði eiginkonuna hvort hún væri honum reið. „Nei,“ svaraði konan, „hví skyldi ég vera það? Hann gerði mér ekki neitt." Ég heyrði þetta í útvarpinu í bílnum og ég sá þetta fólk fyrir mér undir eins. Bók- in beinlínis spratt fram. í byrjun er eiginkona fangans með góða grímu eins og konan í útvarp- inu, 'ver mann sinn og réttlæt- ir hann - en smám saman kvarnast úr grímunni. Mig langaði til að skrifa um konu sem er fjarri heimi bókmenntanna og gefa henni sjálfri mál, í þeirri von að konur sem venju- lega lesa ekki bækur lesi þessa bók. Mest hefði mig Daniéle Sallenave - skrifar bæði um nauögara og heilaga frú. DV-mynd GVA langað til að bókin kæmi út í ódýrri kilju og yrði seld í frönskum bónusverslunum, en það var ekki hægt. Þessi bók heitir Nauðgun og kemur út eftir þrjár vikur. En hin bókin sem ég er með í smíðum er allt öðruvísi. Alger andstæða. Hún er um sjáanda og trúboöa frá 17. öld, Marie de l’incamation, sem fór til Kanada til að kristna indíána. Þetta var mikil ævintýrakona og skildi eftir sig talsverðar heimildir, bæði bréf um líflð í Kanada og sjálfsævisögu sem hún skrifaði handa syni sínum. Marie er fyrir- myndarkona, afar hugrökk og djörf og gerði það sem hana langaði til. í rauniiini er hún sjálf ekkert minna kraftaverk en sýnimar sem hún sá. Svo hef ég verið að gæla við þá hugmynd að skrifa ímyndaða ævisögu bróðmrins sem ég eignaðist aldrei. Ég er búin að vera að hugsa um hann í tvö til þrjú ár og mér er farið að þykja svo vænt um hann!“ Daniéle er líka þekktur gagnrýnandi í heimalandi sínu en er nú að mestu hætt að skrifa um bækur, stingur frekar niður penna um menningarviðburði og pólitísk málefni. Hún þýddi líka á tímabili skáldverk úr ítölsku á frönsku en er sömuleiðis hætt því. „Það er ekkert vit í að dreifa sér svona. Nú einbeiti ég mér að eigin skrifum og reyni að gera betur þar, kafa dýpra.“ Þeir sem hafa áhuga á að sjá Daniéle Sal- lenave og heyra hana lesa ættu að fara í húsa- kynni Alliance frangaise við Ingólfstorg í kvöld kl. 20.30. Torfl Tulinius túlkar fyrir hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.