Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Side 18
MÁNUDAGUR 17. MARS 1997 18 fjjþenning ■* V örumerkin eru liðin tíð Porri Hringsson viö Hrísgrjónarönd í yfirstærö. DV-mynd GVA Þorri Hringsson opnaði sýningu á sér- stæðum málverkum á Sjónarhóli, Hverfis- götu 12, fyrir rúmri viku. Þau eru öli af mat. Fagurlega skreyttum réttum, allt frá brauð- sneið með roastbeef upp í dádýrshrygg, og minna á myndir í dönsku blöðunum fyrir nokkrum áratugum. Þorri hefur sagt að hugmyndina hafi hann fengið úr mat- reiðslubók. Var hún íslensk? „Nei, hún er bandarisk," svarar Þorri, „og heitir The American Housewife’s Cook- book. Þegar ég sá hana vissi ég hvað það var sem ég hafði verið að leita að. Þetta er rit- skoðuð stríðsútgáfa af bókinni en samt eru allar uppskriftirnar rosalega flottar. Siðan hef ég leitað markvisst að bókum af þessu tagi. Ég var fyrst og fremst að leita að myndum til að sjá hvemig fólk býr til imyndir af lík- amlegri vellíðan. Þetta eru raunverulegar skýjaborgir, ef svo má segja, það er hægt að búa þessa rétti til þó að fæstir nái útkom- unni á myndinni. Fyrst heillaði yfirborðið, hvemig matur- inn leit út, en eftir því sem ég gerði fleiri myndir fann ég betur að það sem heiilaði var á bak við þær. Núna finnst mér ég vera að athuga hvaðan við komum - úr hverju við eram. Þetta era myndir sem sýna þrá kynslóðar foreldra minna. Hér má sjá litlu útópíuna hennar. Ef fólk er ekki alveg úr takti við veruleikann þá eiga allir vonina um að lífið geti orðið aðeins betra. Ekkert ofboðslega miklu betra eða allt öðmvísi heldur eru nokkur stig í því hvemig maður vill hafa það betra. Frelsi, jafnrétti og bræðralag er stór útópía og henni hefur aldrei verið náð - en þeim litlu er hugsanlegt að ná.“ Innihaldið skiptir mestu „Fyrir mér er þetta ekki popplist,“ heldur Þorri áfram. „Ég er ekki að deila á neysluna. En þó þetta sé ekki pólitísk myndlist get ég ekki gengið fram hjá þvi að hugmyndafræðin hefur skilað ákveðnum hlutum inn í málaralistina. Það er í þessum myndum dálítið popp og nat- úralismi en ekki í þeim skilningi að ytra ástand hlutanna komi upp um þá, að þeir standi fyrir sínu einir og sér. Mér finnst heldur ekki að ég sé að fjalla um form, innihaldið skiptir öllu máli fyr- ir mig. Það er munurinn á þessum verkum og barokkmálverkum af mat. Stundum máluðu barokkmálaramir heimilislega hluti til að sýna að það sé í raun og veru hégómi sem við erum að sanka að okkur. En í hina röndina er í þeim ánægja með að hafa allt þetta, vera loksins orð- inn ríkur. Og vel getin- verið að það sé líka svo- lítið í mínum myndum. Þær era beinlínis frá þeim tíma þegar við vorum nýrík þjóð og öðluð- umst allsnægtir á okkar litla mælikvarða.“ - Nú em myndimar unnar af stakri ná- kvæmni og handbragðið afar fint. Af hverju málverk en ekki ljósmyndir? „Að mála eitthvað er í eðli sínu athöfh sem gefur þvi sem þú málar ákveðið gildi. Og með því að mála næ ég persónulegu sambandi við viðfangsefnið sem ég næði ekki á sama hátt með ljósmyndun. Ég get breytt fyrirmyndinni ef ég vil, einfaldað hlutina. Og svo er ég málari, skilurðu, þess vegna mála ég hlutina.“ - Nákvæmnin í handverkinu minnir á pabba þinn, Hring Jóhannesson, en heldurðu að hann hefði verið sáttm- við þetta efnisval - allt þetta majonnes? „Pabbi var með umburðarlyndari mönnum sem ég hef þekkt. Hann var búinn að sjá nokkr- ar myndir áður en hann dó og honum fannst þær fyndnar. Hann gaf að vísu ekkert meira út á þær, hann hafði ekki mörg orð um verk ann- arra yfírleitt en hann var sáttur við þær. Og ég er ekki að útiloka neitt efhi með þess- ari sýningu. Mér finnst ágætt að svissa á milli, mála í ólíkum stíltegundum á sama tímabili og gera öllum jafnhátt undir höfði. Ef næsta sýn- ing verður öðmvísi þá er það ekki vegna þess að ég hafi hafnað þessum myndum. Fyrir mig skiptir innihald máli og ef mér finnst að það sem ég vil ná kalli á mynd sem er svipuð myndum pabba þá myndi ég ekki hika við að mála hana. Það er liöin tíð að menn séu í einhverju einu sem síðan er þeirra vörumerki. Enda væri fáránlegt að ritskoða sjálfan sig á þann hátt.“ í húsi Völundar Ljónið og úlfynjan i kjallaranum. Þorsteinn Gunnarsson og Hanna María Karlsdóttir í hlutverkum sínum. DV-mynd Pjetur Mennimir em völundarhús. Lífið er völ- undarhús. Og svo eru auðvitað til raunvem- leg völundarhús með krókum og kimum, eins og víðáttumikil skemman í leikriti Sigurðar Pálssonar sem L.R. fmmsýndi síðastliðið föstudagskvöld. í því húsi ræður hugsjónamaðurinn Völ- undur ríkjum. Hann er aiinn upp í Verkó og á sér þann draum að reisa samkomuhús sem geymir minningar um dansinn sem aldrei verður stiginn framar. í verkinu endurspeglar lífið í húsinu sam- félagið eða vissa þætti þess. Og húsið líkist tímavél, því að staðurinn á ekki bara að vera Leiklist Auður-Eydal afturhvarf til fortíðar heldur líka vegur inn í 21. öldina. Á annarri hæð á að koma tölvuver, „Netkaffi" og þar með er sýndarvemleikinn kominn í spilið. Spurningin er bara hvort öll tilveran er ekki einn allsheijar sýndarveruleiki. Að minnsta kosti er líf þeirra sem sitja fastir i þessu furðulega húsi á föstudaginn langa hálf- gerð martröð og ástandið minnir á tölvuleik með óvæntum vendingum. Leikendumir sprikla fastii; á netinu og eiga ekki svo glatt undankomu auðið. Persónumar mynda hópa, en saga Vilborg- ar gömlu, sem eitt sinn var næstum því orðin leikkona, stendur sér. Hún er núna horfin á vit minninganna, og í túlkun Guðrúnar Ás- mundsdóttur verður þessi persóna sú eina í verkinu sem slær raunvemlegan lífstón. Kannski líka Beta dótturdóttir hennar í lok verksins (Halldóra Geirharðsdóttir). Aðeins. „Dýrin“ í kjallaranum, Leó, Barði og Ylfa era tákn fjármálabrasks og úrkynjunar. Þetta furðulega tríó, sem er harla klisjukennt og ýkt í orði og æði, er leikið af Þorsteini Gunnarssyni, Sigurði Karlssyni og Hönnu Maríu Karlsdóttur. Þau vinna úr hlutverkunum eins og til stendur. Augljóst hlutverk „Leikflokksins á götunni" er að tengja fortíð og nútíð, lífið og leikhúsið og velta upp spumingum um raunveruleika og skáldskap. En þessi efnisþáttur, þó matarmikill sé, virkar ekki fullkomlega og hefði kannski verið betur kominn í sérstöku verki. Af því leiðir að „rauða liðið“ verður óþarflega utan- gátta þó að t.d. Ari Matthíasson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir fái að sýna góða takta. Kristján Franlín Magnús leikur spilafíkil- inn sem villist inn og kemst ekki út. Byrjun- in var ansi uppskrúfuð hjá homun, en svo settlaðist persónan og Kristján vamx vel úr hlutverkinu, þó að persónan færist til hliðar í verkinu þegar á líður. Valgerður Dan var ekkert ofsæl af hlut- verki nöfnu sinnar og gekk erfiðlega að halda henni saman á samnunum. Aðalpersónan, Völundur, er leikinn af Pétri Einarssyni. Völundur er á allan máta sér- kennilegur einstaklingur, vagar um með sín- ar furðulegu hugsjónir og skrollar þegar hann talar. Gervið er afgerandi og Pétur vinnur hlutverkið mjög vel. Þó vantar eitthvað upp á að persónan virki fullkomlega. Völundarhús er fært upp á stóra sviði Borg- arleikhússins og afturúr baksviðs þannig að áhorfendur sitja fremst á sviðinu og horfa inn eftir þvi. Við blasir mikill víðgemlir sem Steinþór Sigurðsson gerir skemmtilegt og sannfærandi sviðsumhverfi, sem lýsing og hljóðmynd fullkomna. En víöáttan reyndist líka fela í sér hættur. Sífelld gönuhlaup leik- aranna út og suður, þar sem hlaupastíllinn var svona og svona, vom til dæmis ofnotuð og þreytandi til lengdar. Sigurður Pálsson leikur sér með margar hugmyndir í verkinu, og leikstjórinn, Þórhild- ur Þorleifsdóttir bætir um betur. Gállinn er sá að inntakið verður óþarflega gisið og fram- vindan of langdregin, þrátt fyrir góða spretti og afburða skemmtilegt orðfæri inn á milli. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviði (og bak- sviðsl: Völundarhus Höfundur: Sigurður Pálsson Hljóð: Baldur Már Arngrímsson Lýsing: Lárus Björnsson Búningar: Þórunn Jónsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir PS . . . Vantaði bara eina Regnboginn er farinn að sýna úr stórmynd Kenneths Branagh eftir leikriti Shakespeares um Hamlet. Það sem athygli vekur í útdrætt- inum - fyrir utan ijöldasenur og glæsilegt umhverfi utan og innan dyra - em aukaleikaramir. Allir sem em eitthvað í London, París, Hoilywood em með: Derek Jacobi, John Gielgud, Gerard Depardieu, Jack Lemmon, Charlton Heston, Billy Chrystal (hann er grafarinn), Robin Williams ... Geirþrúði drottningu leikur Julie Christie, en um hana var sagt í leikdómi í London í hittifyrra þegar hún kom fram á sviðið eftir áratuga hlé að það væri eins og hún hefði verið geymd í formalíni, svo fógur er hún sem forðum. Hún var vinsæl kvikmyndastjama á sjöunda áraugnum, lék meðal annars í „tíð- arandamyndinni" Darling eftir John Schlesinger. Ofelía er leikin af ungstjömunni Kate Winslet sem er svo eftirminnileg í hlutverki Maríönnu í Sense and Sensibility. Það var bara eitt andlit sem maður saknaði í sýnishorninu - Emmu Thompsons. Ekki meir - ekki meir Hamlet Branaghs hefur fengið yfirgnæfandi góða dóma og furðu- mikla aðsókn þó að myndin sé fjór- ir tímar. Kenneth Branagh leik- stýrir sjálfur - auk þess sem hann leikur aðalhlutverkið - og flytur verkið til nítjándu aldar og inn í Blenheim-höll. Hann dældi gervi- snjó á flatimar umhverfis höllina og gagnrýnandi Times Literary Supplement hefur orð á því að það sé alltaf hávetur í Danmörku í myndinni, líka þegar veslings Ófel- ía bindur sér blómakransa til að drukkna með. Sami gagnrýnandi rifjar upp hvað Branagh hafi verið líffnikiil Hamlet þegar Derek Jacobi stýrði honum á sviði fyrir nokkrum árum en segir að nú vanti aðalleikarann bagalega leikstjórn. „Hann grettir sig þegar hann ætlar að vera fynd- inn, hann er pirraður þegar hann Ræður Branagh við tvöfalt hlutverk I Hamlet? alla. Hann útvegar sér píslarvættis- dauða og safiiar hundmðum svart- klæddra aukaleikara í jarðarfór- ina. Einhver hefði átt að segja, nú er komið nóg.“ Ekki útibú Nýr leikhússtjóri Konunglega leikhússins danska, Klaus Hoff- meyer, er nýbúinn að leggja frarn verkefhaval sitt fyrir næsta leikár. Honum finnst löðurmannlegt að flytja bara inn erlend kassastykki og ætlar að veðja á innlent efiii. Sjö verk af þrettán verða eftir danska höfunda, flest skrifúð sérstaklega fyrir leikhúsið. „Við höfúm engan áhuga á að vera einhvers konar útibú í Evr- ópu norðanverðri," segir Klaus í viðtali við Politiken, „þess vegna vdjum við byggja upp sambönd við dönsk leikskáld. ... Okkur virðist líka eins og ein eöa tvær kynslóðir « rati ekki td okkar og því viijurn við breyta. Viö ætlum að láta unga leikstjóra segja þessar sögur á svið- inu í þeirri von að nýr tími renni upp í leikhúsinu." Hann gerir sér fuda grein fyrir áhættunni, en hún er líka nauðsyn- leg í listinni. Umsjón Silja AOalsteinsdóttlr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.