Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 Fréttir_________________________________________________________________________________pv Alexander Abramov, forstjóri UTRF, segir íslendinga erfiöa samstarfsmenn: Vandræði vegna drykkju- skapar og virðingarleysis - eignir ÍS að verðmæti 700 milljónir króna eru enn á Kamtsjatka Alexander Abramov lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í Rússlandi aö UTRF heföi ákveöiö aö slíta samningnum viö IS. „Það hefur verið mjög erfitt að vinna með íslendingum hér á Kamtsjatka. Helmingurinn af þeim sem hafa unnið hérna var ekki hæf- ur í þau störf sem í boði voru. Síð- an voru vandræði vegna drykkju- skapar íslendinga og virðingarleys- is þeirra á rússneskum he£ðum,“ sagði Alexander Abramov, forstjóri rússneska útgerðarfyrirtækisins UTRF, þegar DV náði tali af honum í Petropavlovsk í gærkvöld. UTRF hefur, eins og fram kom í DV í gær, sagt upp samstarfssamn- ingi sínum við íslenskar sjávaraf- uröir hf. sem framlengdur hafði verið sl. haust. Abramov lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í Rússlandi á sunnudag. Aðspurður sagði Abramov við DV í gærkvöld að hann hefði reynt að fá samningnum við ÍS breytt en forráðamenn ís- lenska fyrirtækisins ekki viijað það. Abramov vildi ekki segja nán- ar frá hvaða atriði í samningnum hann vildi breyta. „Við gátum ekki unnið á þeim grundvelli sem fyrir var og það hefði einungis stefnt fyrirtækinu í gjaldþrot. Því var ekki um annað að ræða en að segja samningnum upp. í samningnum var ákvæði um að hann mætti rjúfa ef breytingar yrðu á rússneskri löggjöf og nú hafa orðið miklar breytingar á gjaldeyrislögum í landinu. Ég er til- búinn til samninga á grundvelli nýrra gjaldeyrislaga og það er stefnt að því að funda með forráða- mönnum ÍS í Moskvu í næstu viku,“ sagði Abramov. Hluthafa- fundur hefur staðið yfir hjá UTRF síðustu tvo daga. 700 milljónir enn ytra Eignir ÍS að verðmæti allt að 700 milljónir íslenskra króna eru enn á Kamtsjatka. Um er að ræða þúsimd- ir tonna af fiski sem eru í togurum ytra auk olíu o.fl. Engin uppskipun afla hefur enn farið fram. Að sögn þeirra sem til þekkja á þessum slóð- um er mikil hætta á að þessi verð- mæti ÍS veröi kyrrsett þar ytra. Að- spurður um það sagði Abramov að hann hefði ekki í hyggju að halda því sem hann ætti ekki. Fyrr í vetur missti UTRF tvo tog- ara á nauðungarsölu og samkvæmt heimildum DV var þar um að ræða tvö bestu skipin í flotanum. Samið hafði verið í haust til þriggja ára um útgerð þessara tveggja togara. Það var því augljóslega mikið áfall fyrir fyrirtækin tvö og verkeftiið í heild þegar þeir voru gerðir upp- tækir. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, vildi ekkert tjá sig um þessi atriði málsins í gær. Hann staðfesti að stefht væri að því að funda með forráðamönnum rússneska fyrir- tækisins í Moskvu í næstu viku og reyna að leysa málið með einhverj- um hætti. „Eins og ég hef áður sagt þá er uppsögn samningsins vissulega áfall og hefúr mikil áhrif á rekstur ÍS. Þetta gerir hins vegar engan gæfumun fyrir fyrirtækið," segir Benedikt. Hagnaður ÍS af samningnum á Kamtsjatka var tæpir 4 milljarðar á síðasta ári eða tæplega 20% af veltu fyrirtækisins. Uppsögn samnings- ins var því mikið áfall fyrir ÍS og ef við bætist síðan að eignir IS að verðmæti allt að 700 milljónir króna verða kyrrsettar á Kamtsjatka yrði það að sjálfsögðu gífurlegt tjón fyrir fyrirtækið. ÍS er með afurðalán i Landsbankanum upp á 350-450 milljónir króna sem nú er bundið í farmi og eignum fyr- irtækisins ytra. „Ég hef ekki neinar áhyggjur af ástandinu á þessu stigi. Við erum með viöskipti við ÍS og geri ekki ráð fyrir öðru en fyrirtækið standi skil á þeim lánum sem það hefur fengið hér í bankanum,“ segir Már Hallgrímsson hjá afurðalánadeild Landsbankans, aðspurður um stöð- una. -RR Eldur laus á ísafirði Eldur varð laus í húsi við Hnífs- dalsveg á ísaflrði í gær. Verið var að vinna við rafsuðu í hluta hússins og að sögn lögreglu er það líklegasta skýringin fyrir elds- upptökum. Slökkvilið ísafjarðar réð auðveldlega við eldinn. -RR Stuttar fréttir Atvinnulausum fækkar í heild í febrúarmánuði voru tæplega 124 þúsund atvinnuleysisdagar skráðir á landinu öllu, rúmlega 54 þúsund dag- ar hjá körlum og tæplega 70 þúsund hjá konum. Þetta kemur ffarn í yfir- litsskýrslu Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins um atvinnuá- stand í landinu. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði um tæplega 23 þúsund frá mánuðinum á undan og um tæplega 15 þúsund frá febrúarmánuði 1996. Atvinnuleysisdagar í febrúar sl. jafngilda því að 5.720 manns hafi aö meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 15,3% frá janú- armánuði en hefur fækkað um 10,6% frá febrúar í fyrra. Samkvæmt yfir- litsskýrslunni er hlutfallslegt atvinnu- leysi nú mest á Norðurlandi vestra en minnst á Vestfjörðum. -RR Atvmnuleysi i februar 1995-1997 6% A sjötta hundraö bankamanna sóttu almennan félagsfund hjá Sambandi íslenskra bankamanna í gær. Fundurinn samþykkti einróma aö skora á félagsmenn aö fella sáttatillögu sem lögö hefur veriö fram í deilu þeirra og bankanna. Mikil harka er nú aö færast í kjaradeilurnar og er því spáö aö langvinn verkföll geti allt eins oröiö aö veruleika. Mynd- in er frá fundinum í gær og á innfelldu myndinni er Friöbert Traustason, formaöur bankamanna. DV-mynd bg Samherji færir enn út kvíarnar: Hlutur í þremur fyrirtækjum DV, Akureyri: Á aðalfundi Samheija hf. á Akur- eyri, sem haldinn var í gær, kom fram að hagnaður af rekstri fyrirtækisins á rödd FOLKSINS 904 1600 Eru nýju kjarasamningar VR viðunandi? síðasta ári nam 670 milljónum króna. Fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins var kynnt á aðalfundinum og þar kom ffarn að nú í vikunni hefst sala nýrra hlutabréfa í fyrirtækinu. Alls verða seld hlutabréf fyrir 115 milljónir, og þar af bréf á almennum markaði fyrir 45 milljónir króna að nafnvirði á genginu 9,0. Aðaleigendur fyrirtækisins, Þor- steinn Már Baldvinsson og bræðumir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir hafa ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn að nafnvirði 70 milljónir króna á genginu 9,0 í þeim tilgangi að ffarn- selja hann. Landsbréf á Norðurlandi munu annast hlutafjárútboðiö og munu útboðsgögn liggja fyrir á fóstu- dagsmorgun. Eftir fyrirhugaða sölu á nýju hluta- fé og þegar lokið verður samrunaferli Hrannar hf. við Samheija sem og hlutabréfaskiptum við hluthafa Fiski- mjöls og Lýsis hf., þar sem Samheiji eignast 98% hlutafjár, verður heildar- hlutafé Samherja hf. tæplega 1,4 millj- arðar króna. Eignarhlutur Samheija- þremenninganna mun verða 60%, eig- endur Hrannar eiga 8,5% og eigendur Fiskimjöls og Lýsis 10,5%. Nýtt hlutafé verður notað tU lækk- unar skulda og nýrra fjárfestinga. Er fyrirhugað að nýta 300 mUJjónir króna hins nýja hlutafjár tU fláífest- inga innanlands og aðra eins upphæð tU fjárfestinga erlendis. Nú i vikunni var gengið ffá kaupum á hlut í tveim- ur útgerðarfyrirtækjum og einu vinnslufyrirtæki á austurströnd Bandarikjanna. Þessi fyrirtæki gera út fjögur skip sem aðaUega stunda veiðar á sUd, makrU og smokkfiski. Tvö þessara skipa ffysta aflann. Á fundinum var ákveðið að eftia tU framhaldsaðalfundar innan tveggja mánaða. -gk R-listi áfram Dagur-Tíminn segir að R-list- inn verði boðinn fram aftur í Reykjavík í næstu sveitarstjóm- arkosningunum. Formleg ákvörðun verði tekin um næstu helgi. Námsgagnastofnun einkavædd Ríkisstjórnin kannar nú hvort vit sé í að einkavæða Náms- gagnastofnun, að sögn Viðskipta- blaðsins. Pólverjar fjölmennastir Flestir útlendingar sem starfa tímabundið á íslandi koma frá PóUandi. 1016 atvinnuleyfi tU út- lendinga voru gefin út árið 1996. Morgunblaðið segir ffá. Þjóðarátak rannsakað Dómsmálaráðuneytið hefur falið lögreglunni í Reykjavík að kanna fjármál samtakanna Þjóð- arátak gegn fikniefnum. Frum- kvöðuU samtakanna er sakaöur um að hafa staðið að fjársöfnun í eigin þágu. RÚV sagði frá. Nýtt varðskip Nefhd, sem athugað hefur skipamál Landhelgisgæslunnar, vUl að nýtt skip verði smíðað, helmingi stærra en Ægir og Týr. Dómsmálaráöherra hefur lagt tU við ríkisstjómina að það verði gert. Ekki er talið borga sig að lappa upp á varðskipið Óðin. 500 þús. tonn Fiskafli veiðiflotans í febrúar varð tæp 504 þúsund tonn, sem er 50 þúsund tonnum meira en á sama tima í fyrra. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.