Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997
Utlönd
## Jarðýtur ísraelsmanna halda áfram landbroti í Jerúsalem:
Oryggissveitirnar viö-
búnar hörðum átökum
Jarðýtur ísraelsmanna hófu á ný
í morgun að ryðja land fyrir nýrri
hyggð gyðinga í arabíska hluta Jer-
úsalem. Framkvæmdirnar, sem
hófust í gær, hafa mjög spillt fyrir
samskiptum ísraela og Palestínu-
manna. ísraelsk stjórnvöld hafa vís-
JCvenskór
nýkomnir
Mjúkir, léttir
leðurskór
með góðu
innleggi og
höggdeyfi
í hæl.
^Skóvcrslun
ÞÖRÐAR
GÆÐI & ÞJÓNUSTA
Laugavegi 40
Sími 551-4181
Póstsendum
Verð kr. 5.790
að allri gagnrýni á framkvæmdirn-
ar á bug.
ísraelskar öryggissveitir eru í
viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra
átaka við Palestínumenn sem vilja
mótmæla byggingaráformunum.
Ekki kom til neinna átaka á fyrsta
vinnudeginum í gær.
Bandarísk stjómvöld, dyggustu
bandamenn ísraela, sögðu að jarðý-
tumar sem ruddu hæðina sem ísra-
elsmenn kalla Har Homa og þar
sem ætlunin er að reisa 6500 íbúðir
fyrir gyðinga gætu gert friðarvonir
manna að engu. Embættismenn í
Washington hvöttu aðila til að taka
aftur upp viðræður sín í milli.
„Ég mæli með því við viðkom-
andi að þeir láti af öllum ýkjum. Ég
er viss um að haldið verði áfram að
vinna að friði,“ sagði Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra ísraels.
Stjóm hans samþykkti byggingar-
framkvæmdirnar þrátt fyrir viðvar-
anir bæði Palestínumanna og emb-
ættismanna ísraelsku öryggissveit-
anna um að þær kynnu að leiða til
víðtækra mótmæla.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, ráðfærði sig við helstu að-
stoðarmenn sina í gærkvöldi um
hvernig PLO ætti að svara gerðum
ísraelsmanna sem herða enn frekar
tök þeirra á Jerúsalem og styrkja
stöðu þeirra fyrir viðræðurnar um
endanlega stöðu borgarinnar.
„Þetta er svartur dagur fyrir
friðarumleitanirnar,“ sagði Saeb
Erekat, samningamaður Palestínu-
manna. „Ég efast stórlega um að
friðarumleitanirnar lifi enn.“
Arafat hefur hafnað boðum Net-
anyahus um fund og ísraelsmenn
hafa þess vegna sakað hann um að
kynda undir spennunni í samskipt-
um ísraela og Palestínumanna, og
var hún þó mikil fyrir.
Netanyahu sagði að Arafat hefði
gefið harðlínumönnum meðal mú-
slima, sem drápu 59 ísraelsmenn í
sjálfsmorðsárásum í fyrra, grænt
ljós á að hefja sprengjuárásir sínar
á ný. Reuter
ísraelskir lögregluþjónar viröa fyrir sér hjólbaröa sem kveikt var í til aö mótmæla byggingarframkvæmdum ísraela í arab-
íska hluta Jerúsalem. Byggja á 6500 íbúöir fyrir gyöinga. Áformin hafa valdiö mikilli reiöi um heim allan. Símamynd Reuter
Forsætisráð-
herra Albaníu
ræðir við upp-
reisnarmenn
Ráðgert er að Bashkim Fino,
forsætisráðherra Albaníu, fari
til suðurhluta landsins í dag til
viðræðna við uppreisnarmenn
sem þar ráða ríkjum. Uppreisn-
armenn krefjast afsagnar Sali
Berisha forseta.
Leiðtogi uppreisnarmanna,
Agim Ghozita, sem er fyrrum
hershöfðingi, sagði við frétta-
menn í gær að ef forsetinn færi
ekki frá myndu úppreisnarmenn
kjósa eigið forsetaráð. Ghozita
lagði á það áherslu að uppreisn-
armenn vildu stjómmálalega en
ekki hernaðarlega lausn á
kreppunni sem ríkt hefur í Al-
baníu í þijár vikur.
Berisha hefur lofað að fara frá
ef flokkur hans, Lýðræðisflokk-
urinn, sem verið hefur við völd
í fimm ár, tapar í kosningunum
sem ráðgerðar eru í júní. Upp-
reisnarmenn sætta sig ekki við
þessa yfirlýsingu forsetans.
Á strönd Albaníu við Adría-
haf ríkir öngþveiti. Þar reyna
þúsundir manna að komast um
borð í báta og sigla til Ítalíu. í
gær tókst 2500 manns að flýja
þangað. Reuter
Albright um stækkun NATO:
Rússar hafa ekki
neitunarvald
Madeleine Al-
bright, utanríkisráð-
herra Bandarikj-
anna, sagði í gær að
Atlantshafsbandalag-
ið, NATO, yröi
stækkað þrátt fyrir
andstöðu Rússa.
Sagði utanríkisráð-
herrann að Banda-
ríkin myndu ekki
semja af sér rétt Mið-
Evrópu.
Orðalag Bills Clint-
ons Bandarikjáfor-
seta, sem mun ræða
við Borís Jeltsín
Rússlandsforseta í Helsinki á morg-
un og fóstudaginn, var mildara er
hann ræddi væntanlegan fund leið-
toganna. Kvaðst hann búast við ár-
angri á fundinum þar sem aðallega
verður fjallað um Atlantshafsbanda-
lagið, vopnaeftirlit og efnahagsum-
bætur i Rússlandi. Forsetinn fór
hins vegar ekki út í nein smáatriði.
Albright sagði að Atlantshafs-
bandalagið yrði stækkað, með eða
án samþykkis yfir-
valda i Moskvu. Hún
lagði á það áherslu að
Vesturlönd væru
ekki undir neinum
þrýstingi að ná form-
legu samkomulagi við
Rússland á fundinum
í Helsinki.
Sagði bandaríski
utanríkisráðherrann
að Bandaríkin og
Rússland væru
bandamenn fremur
en andstæðingar en
bætti við: „Rússland
er með í viðræðunum
um Evrópu en það hefur ekki neit-
unarvald við ákvarðanatöku."
Jeltsín Rússlandsforseti sagði í
sjónvarpsviðtali á sunnudaginn að
Rússar gætu ekki gefið meir eftir.
Aðspurð um þessa athugasemd for-
setans sagði Albright að eftirgjöf
væri ekki rétta orðið. „Þetta eru um-
ræður um hvemig samvinna Rússa
eigi að vera í nýrri Evrópu," sagði
Albright meðal annars. Reuter
Madeleine Albright, utanrík-
isráöherra Bandaríkjanna.
Símamynd Reuter
Ólga í PNG
Óeirðir blossuðu upp á götum
höfuðborgar Papúa Nýju-Gineu í
morgun og liðsforingjar í hernum
stóðu með yflrmanni sínum sem
var rekinn úr embætti í gær.
Kveikjan að látunum var ákvörð-
un stjórnaiinnar að beita erlend-
um málaliðum gegn uppreisnar-
mönnum.
Nýr tilnefndur
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti gerir sér
vonir um að
komast hjá frek-
ari árekstrum
við öldunga-
deild þingsins
með því að til-
nefha George
Tenet i embætti yfirmanns leyni-
þjónustunnar CLA. Tenet er gam-
áll leyniþjónustumaður.
Hraðar, hraðar
Háttsettur sendimaður frá Jap-
an hvatti Alberto Fujimori, for-
seta Perú, að hraða sem mest við-
ræðum um lausn gíslanna sem
uppreisnarmenn halda í japanska
sendiherrabústaðnum í Lima.
Spáir stjórnleysi
Æðsti leiðtogi Norður-Kóreu
óttast að stjómleysi kunni að
bijótast út í landinu vegna mikils
matarskorts. Hermenn em meira
að segja matarlitlir líka. Suður-
kóreskt dagblað skýrði frá þessu.
í felum
Enginn veit hvar norður-
kóreskur embættismaður, sem
flúði land og var fluttm- frá Pek-
ing í gær, er nú niðurkominn.
Kemur á óvart
Anatólí
Tsjúbaís, fyrsti
aðstoðarforsæt-
isráðherra
Rússlands, hef-
ur lofað því að
frekari upp-
stokkanir í
stjórn landsins
eigi eftir að
koma mönnum á óvart. Ný stjórn
umbótasinna vann áfangasigur í
gær þegar verkalýðsfélög lofuðu
að fara ekki fram á afsögn henn-
ar í mótmælaaðgerðum 27. mars.
Kofi bjartsýnn
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, er bjartsýnn á að lönd þriðja
heimsins muni fallast á tillögur
hans um niðurskurð á starfsliði
en ýmsir fulltrúar þessara landa
voru heldur óhressir í gær með
viðræður hans við bandaríska
þingmenn um endurskipulagn-
ingu SÞ.
Konur mega ekki sjást
Talebanar í Afganistan hafa
skipað íbúum í Kabúl að mála
gluggarúður sínar svo að ekki sé
hægt að sjá konur innan heimilis-
veggjanna utan frá götunni.
Vopnahlé við Kisangani
Uppreisnarleiðtoginn Laurent
Kabila í Saír lýsti í gær yflr
vopnahléi við höfuðborgina
Kisangani. Sagði hann töku Kins-
hasa næsta markmið skæruliða.
Reknar burt
Fjölskyldur
kínverskra and-
ófsmanna, sem
sitja í fangelsi,
sögðu í morgun
að þær yrðu
neyddar til að
yfirgefa Peking
eða yrðu undir
auknu eftirliti
lögreglu vegna heimsóknar Als
Gores, varaforseta Bandaríkj-
anna, til Kína í næstu viku.
Góð hugmynd
John Howard, forsætisráð-
herra Ástralíu, hringdi í gær í
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, og óskaði honum góðs
gengis i kosningunum 1. maí
næstkomandi. Sagði Howard
kappræður við Blair, leiðtoga
Verkamannaflokksins, góða hug-
mynd.
Reuter