Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 Fréttir Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur ítrekað rekið sig á að starfa á gráum svæðum: 5 ár frá því að beðið var um „skýrar línur“ - á ystu nöf í kókaínmálinu og samskiptum viö Franklín Steiner Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, segist ekki reka minni til að embætti hans hafi á síðustu 5 árum borist svör frá rík- issaksóknara varðandi óskir um skýrar vinnureglur fyrir fíkni- efnadeildina um rannsóknarað- ferðir sem teljast vera á svonefnd- um gráum svæðum. Egill Stephen- sen saksóknari segist hins vegar hafa svarað þeim spumingum sem embættinu hafi borist á sínum tíma eftir bestu getu - á hinn bóg- Fréttaljós Úttar Sveinsson inn hefði verið betm- viðeigandi að dómsmálaráðuneytið svaraði ósk- um lögreglunnar um vinnureglur þar sem ríkissaksóknari væri meira og minna málsaðili þegar ákært er í sakamálum. Sumarið 1992 lagði lögreglu- stjóri fram nokkrar spumingar varðandi fikniefiiarannsóknir sem Egill vísar til. Eftir að ríkissak- sóknari hafði sent svörin var af- staða Björns Halldórssonar hjá fikniefhadeildinni hins vegar nán- ast óbreytt. í september sama ár sagði hann eftirfarandi í viðtali við DV: „Það er ekkert launungarmál að okkur hefur vantað skýrar vinnu- reglur til að fara eftir. Okkur skortir enn skýr rannsóknarfyrir- mæli um hvænær og hvemig megi beita þessrnn svokölluðu óhefð- bundnu rannsóknaraðferðum. Að sjálfsögðu verðum við að vinna eftir reglum og þess vegna erum við að biðja um skýr fyrirmæli," sagði Björn. Hann átti síðan eftir að ítreka þessa skoðun sína í blað- inu á næstu misserum þegar fjall- að var um fíkniefnamál í heild sinni. Sú ákvörðun dómsmálaráðherra að fara nú fram á opinbera rann- sókn á vinnubrögðum lögreglunn- ar í tengslum við Franklín Steiner telst heldur einkennileg í ijósi þess að fíkniefnalögreglan hefur á sið- ustu árum oft talað um og óskað eftir að skýrar vinnureglur séu settar til að vinna eftir. Á hinn bóginn er vart hægt að hreyfa at- hugasemdum við að siðferðilega sé rétt að fá úr því skorið hvort lög- reglan sé að „versla við“ brota- mann og halda yfir honum hlífi- skildi í skiptmn fyrir upplýsingar og e.t.v. að heita honum einhverri annarri mnbun. Á ystu nöf í kókaínmáli Þegar kókaínmál Steins Ár- manns Stefánssonar kom upp á sínmn tíma - um svipað leyti og óskað var eftir framangreindum vinnureglum - þótti ýmislegt benda til að fikniefnadeildin hefði farið út á ystu nöf hvað varðaði rannsóknaraðferðir. Deildin átti mjög undir högg að sækja þegar réttarhöldin stóðu yfir en við rannsókn málsins var „virk tál- beita“ notuð sem m.a. „sogaði í sig kókaín“ með sakbomingnum á meðan lögreglan hleraði í fjar- skiptatæki. Lögreglan fór ekkert dult með það á sínum tíma og næstu misser- um á eftir að hana vantaði skýrar línur frá ríkissaksóknara eða ráðuneyti og e.t.v. löggjafanum um hvaða rannsóknaraðferðum mætti beita við rannsóknir. Kókainmálið varð hins vegar ekki til þess að reglur voru settar en á hinn bóg- inn hefur verið stuðst við eins konar innanhússreglur. Hvað varðar Franklín Steiner er um annars konar grátt svæði að ræða - upplýsingastreymi til lög- reglu um fíkniefnamál sem í raun eru á engan hátt lík öðrum af- brotamálum. Flestum er Ijóst að lögregla getur illa án upplýsinga verið. En hvað varðar skýrar línur í þeim efhum þá hefur fíkniefiia- deildin verið talin einangruð og hún reyndar mætt takmörkuðum skilningi og áhuga í Ijósi þess hve verkefiii hennar eru sérhæfð. Ekkert skal fullyrt hvort deildin hefur stigið línudans með Frank- lín Steiner í því skyni að upplýsa fikniefiiamál á sama hátt og grá svæði voru farin í kókaínmálinu árið 1992. Hins vegar liggur nokk- uð Ijóst fyrir að „skýru línumar" vantar ennþá. Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur hvaö eftir annaö rekiö sig ó þaö aö starfa á gráum svæöum. Engar skýrar reglur eru til um þaö meö hvaöa hætti deildin má afla sér upplýsinga og má þar nefna mál Franklíns Steiners sem og táibeitunnar í stóra kókaínmálinu. Hér má sjá Björn Halldórsson, yfir- mann ffkniefnadeildarinnar, fyrir utan Héraösdóm Reykjavíkur þegar stóra kókaínmáliö var þar til meöferöar. DV-mynd GVA Dagfari A5 Nú er búið að gera okkur íslend- ingum tilboð sem ekki er hægt að neita. Nokkur stórfyrirtæki í land- inu hafa gefið út fríkort til allra landsmanna. Með notkun þessa korts í viðskiptum viö tilgreind fyrirtæki geta korthafar safnað punktum sem opna margar dyr í viðskiptalífinu. Eftir þrjá mánuði og nægilega marga punkta færðu frítt í leikhús. Eftir sex mánuði færðu frítt að borða. Og ef þú hef- ur safnað nógu mörgum punktum færðu frítt far með Flugleiðum út í heim. Fyrirtækin sem standa að þessu uppátæki eru Hagkaup, Skeljungur, Húsasmiðjan og ís- landsbanki. Ekkert slor það. Fljótt á litið sýnast þetta vera kostakjör. Hver hefur á móti þvi að versla við Hagkaup og Skeljung? Og hver vill ekki versla við ís- landsbanka sem nú græðir svo rosalega að elstu menn muna ekki annað eins. íslandsbanki bókstaf- lega veltir sér upp úr hagnaði og þó að þessi hagnaður myndist væntanlega í krafti þeirra peninga sem viðskiptavinir bankans reiða fram fyrir þjónustu bankans er þetta góður og öruggur banki, sem útlanda gaman er að skipta við. Svo fá menn líka punkta fyrir að greiða peninga til bankans svo hann græði, þannig að það græða báðir. Bankinn í rekstrinum, viðskipta- vinimir í punktunmn. Það er líka auðvelt að skipta við Skeljung því að bensínið hjá þeim kostar það sama og bensínið hjá öðrum og það er ekkert nema verk- fallið sem kemur í veg fyrir að við- skiptin hefjist strax. Gallinn er hins vegar sá að það tekur nokkuð langan tíma að safna punktmn sem duga fyrir utanlandsreisunni. For- maður Neytendasamtakanna segir að menn þurfi að versla fyrir 8,6 milljónir króna hjá Hagkaup til að eiga nógu marga punkta til að fá frítt til Glasgow. Hann segir lika að það taki 40 til 50 mánuði að safna punktunum fyrir utanlandsreisunni en á sama tíma fyrnist punktar eftir 48 mán- uði. Þaö er þvi ljóst að menn verða halda vel á spilunum til að dæmið gangi upp. Það ætti þó að takast í matarkaupunum ef vel er á haldið. íslendingar éta mikið og 8,6 miljón- ir króna í matarinnkaupum ættu ekki að vera þeim ofraun. Það má alltaf bæta á sig extra máltíðum og kaupa dýrt í matinn, þegar það liggur fyrir að matarinnkaupin eru hreinn gróði í punktum og menn eru að éta fyrir utanlandsferð. Rétt er þó að vekja athygli á ein- um vamagla. Ef menn ná ekki aö éta upp í punktana áður en korta- tímabilinu lýkur fyrnast punktam- ir. Menn em kannski búnir að éta á 48 mánuðum fyrir 8 milljónir, og þá tapast punktamir og fymast vegna þess aö það vantar 600 þús- und krónur upp á. Menn verða að hafa bókhaldið í lagi og tímasetningu innkaupanna í lagi og skipuleggja mataræði sitt til að þetta gangi upp. í þessu sam- bandi er áríðandi að menn herði róðurinn og herði átið eftir því sem líður á tímabilið, án þess þó að éta yfir sig, enda er ekkert vit í því að éta og éta meira af matvörum frá Hagkaup, ef lokaspretturinn klikkar og átið verður til einskis vegna fyrningar. Korthafar verða þess vegna að að éta jafnt og þétt til að eiga punkta fyrir farinu þegar stóra stundin rennur upp og varast að vera búnir að éta á sig gat áður en þeir komast frítt í ferð til út- landa út á punkta sem þeir hafa étið út á. Nú ef menn eiga ekki fyrir matn- um má alltaf slá lán í íslandsbanka og þú færð punkta út á lánið, þannig að þú ert alltaf að græða þótt þú eigir ekki fyrir punktun- um. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.