Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997
Viðskipti
Samkeppnisráö:
Bannar
auglýsingar
Á fundi Samkeppnisráðs voru
teknar ákvarðanir um að banna
Bræðrunum Ormsson að auglýsa
Pioneer-hljómtæki sem „mest
seldu hljómflutningstæki á ís-
landi“ þar til fullyrðingin hefði
verið sönnuð. Þá var bann lagt
við dreifingu á auglýsingabæk-
lingnum „Ég fer sem Au Pair“ frá
íslensku Au Pair þjónustunni á
þeim forsendum að útgáfan bryti
í bága við góða viðskiptahætti i
atvinnustarfsemi. Loks var Japis
bannað að auglýsa stórútsölu og
tilboð á vörum sínum nema að
um raunverulega verðlækkun sé
að ræða.
Tvöfalt meiri
útflutningur
Borgarplast hélt upp a 25 ára af-
mæli á síðasta ári og flutti þá
rífleaga tvöfalt meira út en áður,
fyrir um 140 milljónir króna. Ker
eru 75% framleiðslunnar og alls
seldust um 18 þúsund slík á ár-
inu, 44% aukning. Veltan á af-
mælisárinu var 370 milljónir
króna og jókst um tæp 42% miðað
við fyrra ár. Rekstrarafkoma árs-
ins var viðunandi.
Landsbanki íslands:
262 milljóna
hagnaður
Á árinu 1996 skilaði Lands-
banki íslands 262 miUjón króna
hagnaði eftir skatta og óregluleg
gjöld. A.ukningin nam 48% en
rekstramiðurstaðan er mun síðri
en æskilegt væri. Bankinn af-
skrifaði 1.237 milljónir vegna út-
lána á síðasta ári til samanburðar
við 1.366 milljónir árið áður.
Fríkort:
Punktum safnað
Hagkaup, Skeljungur, Húsa-
smiðjan, Flugleiðir og íslands-
banki hafa sent ölliun landsmönn-
um, 18 ára og eldri, Fríkort sem
þeir geta notað þegar keyptar eru
vörur eða þjónustu hjá fyrirtækj-
unum eða greitt með debet- eða
kreditkorti frá íslandsbanka. í
hvert skipti sem greitt er fær fólk
punkta sem safnast saman og eft-
ir að hafa safnað nægjanlegum
fjölda punkta, mismarga eftir
áfangastöðum, fær fólk fría ferð
með Flugleiðum eða getur breytt
punktunum í eitthvað annað,
leikhúsferð eða málsverð á veit-
ingahúsi að eigin vali.
Hlutabréf Elkem
N.kr.
1 on
1*1 n /V. i/.
ÍOO ?_// 1 yw V V 1
VaV/ j { rLx/ . * 5
11/2 25/2
____l!l___________4/3asal
Hlutabréf í
Elkem hækka
DV, Akxanesi:
Geysileg hækkun hefur orðið á
hlutabréfum Elkem síðasta mán-
uöinn eða svo. Daginn sem fyrir-
tækiö eignaðist meirihluta í ís-
lenska Járnblendifélaginu seldust
hlutabréf í Elkem á hlutabréfa-
markaði í Osló á 123 norskar
krónur. Daginn eftir voru þau á
123,5 og stuttu síðar 124 krónur.
Hæsta boð í hlutabréf í Elkem var
fyrir nokkru upp á 125 norskar
krónur og lægsta boð 120 krónur
og því hafa hlutabréf hækkaö um.
Bréf í fyrirtækinu hafa hækkað
mjög mikið í verði frá því í byij-
un febrúar eins og sést á línurit-
inu. -DVÓ
DV
Rekstrarkostnaður banka sem hluti af efnahagsreikningi:
Tvöfalt hærri en
víðast í Evrópu
- hagræðum með sameiningu stofnana, segir Finnur Sveinbjörnsson
„Við höfum reynt að benda á —
að þegar litið er á einhverjar
stærðir sem hlutfall af efna-
hagsreikningi komum við eðli
máls samkvæmt illa út. Hér á
landi eru allar einingar smærri
en gengur og gerist í nágranna-
löndunum og íslenskir bankar
eru ekki að lána hundruð millj-
óna eða milljarða eins og gert
er annars staðar. Kostnaðurinn
við að veita stórt lán er nánast
sá sami og þegar veitt er lítið
lán. Einnig höfum við bent á að
víða erlendis eru fjárfestingar-
lán til atvinnulífsins og hús-
næðislán innan bankakerflnsi
en hér á landi eru þau í veru-
legum mæli í höndum sér-
stakra sjóða,“ segir Finnur
Sveinbjörnsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra við-
skiptabanka.
í Hagtölum mánaðarins fyrir
skömmu voru sýndar sláandi
tölur um tvöfaldan rekstrar-
kostnað íslenskra lánastofn-
ana, sem prósentur af efna-
hagsreikningi. Eins og sjá má í
grafi með fréttinni er rekstrar-
kostnaðurinn hér á landi meira
en tvöfaldur á við það sem
hann er í Danmörku, Þýska-
landi, Grikklandi og Noregi.
Bankar í Danmörku taka 3,4%
af efnahagsreikningi í hreinar
vaxtatekjur en sambærileg tala ___
fyrir ísland er 5,0. Þá kemur
fram í tölunum að framlag í afskrift-
ir hjá íslenskum bönkum er 1,9% af
efnahagsreikning á meðan það er
0,5% í Þýskalandi, 0,4% í Grikk-
landi og 1,4% í Noregi og Dan-
6%
5
4
3
2
1
0
Rekstrarkostnaður
bankastofnana
- meöaltöl 1990-1994 -
5,1
Hlutföll (%) af efnahagsreikningi
3,1
2,4
(Q
Q.
<fí
o
já
X
(O
«o
>
2,2
«o
1°
*3T
■c
(0
2,4
<B
C
(B
■Q
(0
4->
Q.
5
(0
«o
>
2,6 2,6
<s
c
(0
(B
X.
c
(B
JD
(B
(0
iO
>
iO
'O
(B
CL
<fí
«o
'O
*3T
(B
Q.
<fí
BJO
O
(B
•Q
(B
4-1
Q.
X.
<fí
«o
>
Danmörk Grikkland Noregur Island
Þýskaland Portúgal Noregur
DV
mörku.
Finnur Sveinbjömsson segir að
þegar kostnaður sé reiknaður út frá
rekstrartekjum eöa rekstrargjöldum
lagist samanburðurinn verulega
fyrir ísland þótt enn séu menn held-
ur í hærri kantinum hér á landi.
„Það er sjálfsagt fyrir bankastofn-
anir hér að halda áfram að reyna að
gera betur og draga úr kostnaði og
“ víða hefur náðst mjög góður ár-
angur eins og nýjar tölur úr Is-
landsbanka sýna.“
Aðspurður hvað sé hægt að
gera til þess að minnka rekstr-
arkostnaðinn enn frekar segir
Finnur að það sé tvímælalaust
með því að sameina stofiianir.
Því hafi t.d. verið haldið fram
að spara mætti milljarð með
því að sameina Búnaðarbanka
og Landsbanka og án efa muni
kaup Landsbankans i VÍS leiða
til hagræðingar.
„Það er mjög mikilvægt
markmið að hagræða í banka-
kerfinu og bankarnir hafa sjálf-
ir bent á þá hagræðingu sem í
því er fólgin að fjárfesting-
alánasjóðirnir sameinist
bankakerfinu. Það kemur við-
skiptavinunun tvímælalaust til
■ góða,“ segir Finnur Svein-
bjömsson.
í umfjölluninni i Hagtölum
mánaðarins er vitnað í skýrslu
OECD um afkomu banka í að-
ildafríkjum OECD og rétt er að
ítreka að í grafinu em valin
þau lönd sem koma hagstæðast
út fyrir ísland, þ.e. minni Evr-
ópulöndin. Á það er lögð
áhersla að enn séu ónýttir fjöl-
margir möguleikar til frekari
hagræðingar sem vissulega sé
nauðsynlegt að grípa til vegna
_LI harðnandi samkeppni við bank-
ana, bæði erlendis frá og af
hálfu annarra innlendra lánastofn-
ana. -sv
Hlutabréfamarkaður síðustu viku:
Bréf í Þormóði ramma renna út
Rúmlega 300 milljóna króna sala
var á hlutabréfamarkaði Verðbréfa-
þings íslands og Opna tilboðsmark-
aðarins í síðustu viku. Mest seldist
af bréfum í Þormóði ramma, fyrir
tæpar 67 milljónir, og í íslands-
banka, fyrir um 42 milljónir króna.
Bréf fyrir um 24 milljónir vom seld
í Eignarhaldsfélagi Álþýðubankans,
fyrir um 18 milljónir í íslenskum
sjávarafurðum. Bréf í Eimskip seld-
ust fyrir tæpar 9 milljónir og hluta-
bréf fyrir rúmar 8 milljónir seldust
í Flugleiðum. Tæpar 11 milljónir
vom notaðar í kaup hlutabréfa í
Skeljungi.
Tölulækkunin sem orðið hefur á
gengi hlutabréfi í Eimskip skýrist af
því að greiddur var út 10% arður og
síðan gefin út jöfnunarhlutabréf.
Sambærilegt verð hlutabréfa og fyr-
ir aðalfund frá því í fyrri viku væri
í kringum 7, er í dag 6,9 og því er
lækkunin óveruleg.
Þingvísitala hlutabréfa heldur
áfram að hækka og hefur nú alls
hækkað um 13,48% frá áramótum.
Verð á dollara stendur nokkuð í
stað frá fyrri viku en pundið lækk-
ar úr 114,61 kr. í 113,43 kr. Þýska
markið heldur áfram að sveiflast ör-
lítið upp og niður en jenið fer að-
eins niður á við eftir sveiflu upp á
við um nokkra hríð.
-sv
Jen
Þingvísit. hlutabr.
2500
2400
2300
2200
2100