Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 32
i LWf I ^mna FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 DV-mynd S Frá vettvangi í nótt. Kópavogur: Innbrotí skartgripa- verslun Skartgripum að verðmæti allt að 600 þúsund krónur var stolið úr skartgripaverslun að Hamraborg 5 í Kópavogi í nótt. Innbrotsþjófurinn eða þjófamir brutu rúðu í versluninni og gátu þannig teygt sig i mikið af verðmæt- um. -RR Loðnan: Ágæt dag- veiði í Faxa- flóa DV, Akureyri: Ágætis loðnuveiði var á miðun- um í Faxaflóa í gærdag, en skipin hafa getað verið við veiðar þegar dagsbirtu hefur notið en loðnan ver- ið óveiðanleg meðan dimmt hefur verið. Hólmaborgin frá Eskifirði mun m.a. hafa náð 1100 tonnum í gær- dag, og í birtingu í morgun, þegar DV hafði samband við skipið, var búið að kasta að nýju. Mörg skipanna þurfa í langa sigl- ingu til að losna við aflann. Þor- steinn EA þurfti t.d. í 36 klukku- i >_istunda siglingu af miðunum norður fyrir land og alla leið til Neskaup- staðar en Þorsteinn var á leið á mið- in að nýju í morgun. -gk Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir 24 ára göml- um Hafnfirðingi, sem grunaður er um að hafa banað Hlöðveri Sindra Aðalsteinssyni 30. desember sL, var í gær framlengt til 30. apríl. Maðurinn var upphaflega úr- skurðaður í gæsluvarðhald 4. febrú- L O K I Þórarinn V. segir gjörning Dagsbrúnar/Framsóknar ólöglegan: Skrifuðu undir en felldu síðan - stefnir í haröari verkfallsátök en 1955, segir Halldór Björnsson Stóra samninganefnd Dags- brúnar, sem hafnaði samning- unum í gærkvöldi, er skipuð hundrað manns. Af þeim fjölda skrifuðu um 60 undir nýjan kjarasamning í Karphúsinu í gær. Síðan gerðist það að stór hluti af þeim hópi greiddi at- kvæði á móti þeim sama samn- ingi á fundi stóru samninga- nefndarinnar í gærkvöldi. Þar var samningurinn, sem undirrit- aður hafði verið, felldur með 70 atkvæðum gegn 28. „Ég skal viðurkenna að ég varð hissa á því að menn skyldu skrifa undir samninga en fella þá svo en svona var þetta. Ég sagði mínu fólki að ég spáði því að nú stefndi í harðari verkfallsátök en í því fræga verkfalli árið 1955,“ sagði Halldór Björnsson, formað- ur Dagsbrúnar, í morgun. Hann segir að nú haldi verk- fallið áfram og komið sé að fólki að sýna samastöðu. Málið sé al- fariö í höndum sáttasemjara. „Það er alveg af og frá að ég fari með þessa samninga í alls- herjar atkvæðagreiðslu í félag- inu. Þeir verða þá að dæma mig til að gera það,“ sagði Halldór „Ég er sannfærður um að það sem Dagsbrúnarmenn gerðu í gær er ólöglegt. Það ert skýrt í lögunum að það er kominn á samningur þegar samninga- nefndin hefur skrifað undir. Það segir enn fremur að hann standi nema hann sé felldur í allsherjar atkvæðagreiðslu í félaginu. Þessi stóri hópur, sem hélt fundinn í gærkvöldi, er augljóslega ekki samninganefhd þótt hún sé köll- uð það. Hún er baknefnd. Þess vegna fórum við fram á það við sáttasemjara að hann kannaði þetta og það ætlaði hann að gera,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ, í morgun. „Ég lít nú ekki á þetta sem van- traust á mig en auðvitað snertir þetta mann. Við skrifuðum undir samning og þá reynir maður auð- vitað að ná honum fram. Það verður þá bara að koma í ljóst hvort menn vilja skipta um aðal- samninganefnd," sagði Halldór Björnsson, formaður Dagsbr- únar, í morgun. Hann var spurð- ur hvort hann liti á atburði gær- dagsins sem vantraust á sig og aðalsamninganefnd félagsins. Þórarinn V. segir að í gær hafi legið fyrir efnislegt samkomulag við Verkamannasambandið og fleiri landssambönd. En þá kom þessi sprengja frá Dagsbrúnar- fundinum og menn frestuðu frek- ari fundahöldum. „Ég á von á því. að skrifað verði undir þessa samninga í dag,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son. -S.dór Það getur verið erfitt að hneppa flibbahnappinum eftir átakafundi, það fékk Halldór Björnsson, formaður Dagsbrún- ar, að reyna í gærkvöldi. Myndin er tekin eftir að stóra samninganefnd félagsins hafði fellt nýgerðan kjarasamning. Halldór spáir nú harðari verkfallsátökum en í langa verkfallinu 1955. DV-mynd Hilmar Þói Skattrannsóknarstj óri: Gróði fíkni- efnasölu er ekki andlag til skattlagningar Skúli Eggert Þórðarson skattrann- sóknarstjóri sagði við DV í morgun að „ólöglegur ávinningur" sé ekki andlag skattlagningar. Það eigi við um sölu eða meinta sölu á smyglgóssi - áfengi, fikniefnum eða öðrum smyglvamingi. Skúli vildi ekki tjá sig um málefni einstakra gjaldenda en sagði að á hinn bóginn væri af- rakstur fíkniefnasölu upptakanlegur til ríkissjóðs auk sekta: „Smyglið verður hins vegar að sanna,“ sagði Skúli. „Það er svo aftur allt annað mál að stundum liggja ekki fyrir upplýsingar hjá skattyfír- völdum um afrakstur af ólöglegri starfsemi en engu að síður liggur fyr- ir að tekjur vantar. Ef gjaldandi gef- ur ekki fullnægjandi skýringar þá er skattstjóra heimilt og skylt að áætla skattstofna ef framtalið er ekki nægi- lega örugg heimild um tekjumyndun viðkomandi,“ sagði skattrannsóknar- stjóri. -Ótt SeNDIBlLASTÖÐ 533-1000 Kvöld- og helgarþjónusta brother. tölvu- límmiöa- prentari Nýbýlavegi 28 - Sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.