Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. J3'V 10 Hr enning Ástríðufull Og eyðslukló „Ég varö hreinlega ástfangin af Bang meðan ég var að vinna að bókinni um hann, og það verður ævinlega rúm í hjarta mínu fyrir hann,“ segir nýjasti bókmenntaverðlaunahafi Norðurlanda- ráðs, Dorrit Willumsen, um söguhetju sína, danska rithöfundinn Herman Bang. Harry Jacobsen skrifaöi ævisögu Bangs fyrir rúmum þrjátíu árum, en þó að söguþráðurinn sé auðvitað svipaður er sú saga allt öðruvísi en bók Dorrit, því liún ákvað að breyta verkinu i skáld- sögu eftir að hafa legið ármn saman yfir heimild- um um Bang. Það gerði hún til að komast nær sinni frægu söguhetju. „Ég las auðvitað bók Jacobsens," segir Dorrit, „en ég hafði meira gagn af öðrum heimildum, einkum bréfum, bæði frá Bang og til hans, sem eru geysimörg á Konunglega bókasafninu. Svo las ég mér að gagni aðrar ævisögur, því vinir hans og kunningjar skrifa mikið um hann í sín- um endurminningabókum, rithöfundar, leikarar, blaðamenn, skólabræður og fleiri. Og ég varð hissa á hvað Bang tekur á sig ólíkar myndir I þessum bókum. Leikarinn Albrecht Schmidt sem Bang leik- stýrði gefur mjög skemmtilega og lifandi mynd af Bang sem leikstjóra. Hann lék allar rullurnar fyr- ir leikarana. Hann gat verið ungum leikkonum skeinuhættur því hann dáleiddi þær til að leika nákvæmlega eins og hann vildi. Svo þegar þær léku næst stóð kannski i blöðunum: „Hún olli sannarlega vonbrigðum - skyldi Bang vera eitthvað lasinn?" En hann var skínandi góður persónuleikstjóri fyrir stórstjörnurnar. Ýmislegt í ævi hans kom mér líka á óvart. Til dæmis vissi ég að honum hafði verið visað úr landi í Þýskalandi, og líka um árás Johannes V. Jensen á hann, en ég vissi ekki hvað þetta hafði verið Bang mikið áfall. Seinna skrifar Johannes til Bang og seg- ir að þessar árásir hafi ekki ver- ið meintar svo persónulega; þá geymir Bang bréfið í tvær vikur, svarar honum svo - á þýsku - og segir að ef til vill sé best að þeir hittist ekki framar, en hann óski honum velgengni á rithöfúndar- brautinni. Þetta fannst mér sýna stórlyndi og yfirvegun sem ég átti ekki von á. Nú er Bang vinsælli höfundur i Danmörku en Johannes V. Jen- sen. Öll bréf sem ég birti í bókinni eru ekta nema eitt. Ég skrifaði sjálf bréfið til Önnu Ferslew, því foreldrar hennar eyðilögðu það, eins og hún segir í endurminn- ingum sínum. Þar kemur líka vel fram hvað hún var ástfangin af honum. Og hann af henni - þó að hann hrifist meira af karl- mönnum. En hún var af auðugu fólki og foreldrar hennar vemd- Næsta skáldsaga gerist í nutímanum og aöalpersonan veröur kona, segir Dorrit Willumsen. Noröurlandaþjóöirnar flagga fyrir Dorrit Willumsen. DV- myndir GB uðu hana fyrir honum - þó að þau væm sjálf hrif- in af Bang og gerðu mikið fyrir hann. Svo að það voru ekki aðeins ástir fólks af sama kyni sem áttu erfitt uppdráttar á þessum tíma, ástir milli karls og konu voru oft kvaldar. Enn eitt sem kom mér á óvart var hvað Bang lét sér annt um fólk sem vann fyrir hann, jafnvel löngu eftir að það var hætt i vistinni hjá honum. Hann sýnir iðulega örlæti langt umfram eigin efni þegar þetta fólk á erfitt. En hann var líka eyðslukló sem áreiðanlega hefði lent í útistöðum við skattinn ef hann væri uppi núna.“ Saga um óstýrilátan kött Dorrit Willumsen kom fram í Norræna húsinu á laugardaginn fyrir fullu húsi. Hún hefur ekki haft mikinn tíma til skrifta eftir að hún fékk verðlaunin; samt hefur hún lokið við litla sögu - um kött: „Ég tók kött nágrannans i fóstur um tíma og hann lifði afar dramatísku lífi, sá köttur. Ég hélt dagbók fyrir hann þessa daga og hún kemur út fyrir jól. Nei, þetta er alls ekki bamabók - kött- urinn var allt of lífsreyndur til þess! En næsta bók verður samtímaskáldsaga um fólk með konu í aðalhlutverki. Ég hlakka til að byrja á henni.“ Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika í Lista- safni íslands síðastliðið mánudagskvöld. Báru tónleikarnir yfirskriftina „í Vesturheimi", enda samanstóð efnisskráin af verkum eftir þrjú bandarísk tónskáld, þá Copland, Torke og Adams. Einnig mátti heyra tónsmið eftir Árna Egilsson en hann hefur dvalist langdvölum fyrir vestan, og líka verk eftir Stravinsky er nefnist Dumbarton Oaks eftir óðali nokkm í Bandaríkjunum. Stjórn- andi kammersveitarinnar var Bemharður Wilk- inson. Fyrst á dagskrá var Quiet City eftir Aaron Copland (1990-1990). Eins og nafnið ber með sér er um eins konar næturljóð að ræða; tónskáldið hefur reynt að kalla fram næturstemningu í stór- borg þar sem ámátlegt væl í trompet er í fyrir- rúmi. Verkið er fyrir trompet, englahom og strengjasveit, og voru þeir Eiríkur Öm Pálsson trompetleikari og Daði Kolbeinsson, sem sá um englahomið, í einleikshlutverki. Skiluðu þeir sínu með miklum ágætum en tókst ekki að lappa upp á þessa tónsmíð, sem er ósköp flatneskjuleg og ber þess ekki vitni að Aaron Copland hafi ver- ið að deyja úr innblæstri þegar hann samdi hana. Tónlist Jónas Sen Næst á efnisskránni var The Yellow Pages eft- ir Michael Torke, en hann fæddist árið 1961. Hvers vegna verk hans heitir eftir gulu blaðsíð- unum í símaskránni er undirrituðum ráðgáta, þetta er ekki skáldlegasti titill sem maður hefur heyrt. Hvað um það; The Yellow Pages er kröftug tónlist með öflugum danstakti og hefur margan áheyrandann ömgglega langað til að standa upp og fá sér snúning. Sérstaklega þar sem flutningur nokkurra meðlima kammersveitarinnar var svo fjörmikill og glæsilegur. Síðasta verkið fyrir hlé var að mati undirritaðs hið áhugaverðasta sem Kammersveitin bauð upp á þetta kvöld. Það er eftir John Adams (f. 1947) og heitir Shaker Loops, og er einhvers konar tónræn lýsing á trúarapplifunum meðlima Millennial kirkjunnar. Þeir biðja svo ákaflega að þeir detta í djúpan trans og skjálfa þá brjálæðislega. Adams hefur tekist að galdra fram dulúðuga stemningu og var ekki laust við að maður hristist í alsælu við að hlýða á. Eftir hlé vora fluttar tvær tónsmíðar, „Is it?“ fyrir strengjakvartett og kontrabassa eftir Áma Egilsson, og Dumbarton Oaks eftir Stravinsky. „Is it?“ er ágætlega samin tónlist en ekki sérlega grípandi við fyrstu áheyrn. Dumbarton Oaks er aftur á móti hið skemmtilegasta, með tilvísunum í ýmsar áttir. Það var snilldarlega flutt af Kamm- ersveit Reykjavíkur og var enn ein fjöður í hatt þessarar ágætu hljómsveitar. Böövar Guömundsson - enginn hefur sagt honum neitt. Ekki hefur verið samið við Böðvar „Ég hef ekkert frétt um þetta sjálfur og enginn hefur reynt að semja við mig um neitt. Það komu einhverjir að máli við mig áður en umsóknum var skilað í Kvikmyndasjóð, en ég hef ekki heyrt neitt um hvern- ig þeim gekk,“ segir Böövar Guðmundsson rithöfundur, en heyrst hefur að skáldsögurnar Híbýli vindanna og Lífsins tré eftir Böðvar verði kvikmynd- aðar. í Vikublaðinu og Morg- unblaðinu kom fram að Kvik- myndafélagið Umbi hefði feng- ið kvikmyndaréttinn. Sam- kvæmt heimildum Vikublaðs- ins eru samningar við Böðvar Guðmundsson á lokastigi og þar segir einnig aö þegar sé byijaö að kynna verkefiiið í Kanada. Ákveðið hafi verið að gera 150 mínútna sjónvarps- mynd og ekki sé loku fyrir það skotið að styttri útgáfa verði gerð fyrir kvikmyndahús. Böðvar gaf leyfi til að menn nefndu hans nafn í sambandi við umsóknir til Kvikmynda- sjóðs. Síðan hefur ekki verið talað við hann og það fyrsta sem hann frétti um framhaldið var það sem hann las um að Umbi hefði fengið kvikmynda- réttinn. Ekki hefur verið kom- ið að máli viö hann vegna und- irskriftar samninga. „Eins og ég túlkaði það sem ég sá í Morgunblaðinu þá held : ég að kvikmyndafélagið þeirra Guðnýjar Halldórsdóttur hafi fengið styrk tU þess að taka kvikmyndina. Ég myndi gjama vilja hafa hönd í bagga með handritsgerð ef af þessu verð- ur,“ segir Böðvar. -em Dagný Kristjánsdóttir. Fyrirlestur um kvennafræði Dr. Dagný Kristjánsdóttir heldur opinberan fyrirlestur á morgun kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, og nefhir hann Kona varð til. Þar ætlar hún að ræða tilurð doktorsritgerðar sinnar og fræðileg vandamál og úr- lausnarefni sem hún glímdi við við samningu hennar. Einnig langar hana til að halda áfram umræðum sem komu upp á doktorsvöm hennar í síðasta mánuði og ekki vannst tími til að ljúka þá, og tala um eðlis- hyggju og mótunarhyggju og hvar femínisminn stendur í póstmódemískri umræðu. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.