Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELfAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Tllfærsla á fáokun
Samkvæmt erlendri hagfræði er áreiðanlega gott að
koma á samkeppni um varðveizlu og ávöxtun lífeyris
landsmanna, svo að menn séu ekki skyldaðir til að borga
í lífeyrissjóð stéttarinnar, ef hann hefur reynzt halda
lakar á peningunum en hæfustu samkeppnisaðilarnir.
Samkvæmt erlendri hagfræði leiðir samkeppni af
slíku tagi eins og önnur samkeppni til þess, að stærri
hluti af lífeyrisspamaði þjóðarinnar renni til arðbærari
þarfa. Þannig ætti lífeyrir hvers og eins að aukast meira
en ella og þjóðarhagur ætti að eflast meira en ella.
Hins vegar verður að setja fyrirvara um samkeppni og
markaðslögmál á íslandi. Vegna smæðar markaðarins
og valdamikifla hagsmuna hefur mótast fáokunarkerfi
stórfyrirtækja, sem ekki skflar fólki lækkun verðs á
vöru og þjónustu að hætti samkeppnishagfræðinnar.
Dæmi um sérstöðu íslands er bankakerfið, sem er
rúmlega tvöfalt dýrara en danska bankakerfið. Rekstrar-
kostnaður og afskriftir eru 5,1% af efhahagsreikningi ís-
lenzkra banka, en 2,4% af efnahagsreikningi danskra
banka. Munurinn stafar af íslenzkri fáokun.
Nú hefur verst rekni bankinn keypt helming í trygg-
ingafélagi tfl að tryggja stöðu sína í nýju mynztri fjár-
málafyrirtækja, þar sem bankar, tryggingafélög, verð-
bréfasjóðir og aðrir ávöxtunarsjóðir reyna að sameinast
á ýmsa vegu tfl að búa tfl fáokun handa sér.
Á íslandi keppa valdastofnanir hagkerfisins nefnflega
ekki um markaðinn. Menn reyna fremur að sameinast
um hann með því að kaupa hlutabréf hver í öðrum eða
skiptast á hlutabréfum. Markmiðið er að fækka rekstr-
areiningum í hverjum geira án aðstoðar samkeppni.
Þess vegna er öldungis óvíst, að aukið frelsi í ráðstöf-
im lífeyris muni fylgja erlendum hagfræðikenningum.
Líklegra er, að það færi frekar völd ffá einni tegund
fáokunarfyrirtækja tfl annarrar tegundar fáokunarfýrir-
tækja, frá lífeyrissjóðum tfl fjármálafýrirtækja.
Fyrirhugað frumvarp ríkisstjómarinnar um lífeyris-
sjóði gengur ekki langt. Samkvæmt því áttu núverandi
4% launþegans og 6% launagreiðandans upp að ákveð-
inni krónutölu að renna í núverandi lífeyrissjóði, en
meira frelsi að ríkja um ráðstöfun þess, sem umfram er.
Eftir að upp komst um tflvist frumvarpsins hefur for-
sætisráðherra lofað stéttarfélögunum því, að þau 10%,
sem nú renni tfl lífeyrissjóða, verði ekki skert. Hins veg-
ar er enn haldið opnu, að nýjar fjárhæðir, sem séu um-
fram þessi 10%, megi ávaxta á frjálsum markaði.
Andstaða stéttarfélaga og raunar einnig samtaka
vinnuveitenda byggist ekki á því, að verið sé að skerða
hagsmuni launþega með frumvarpinu, þótt því sé haldið
fram. Það er verið að þrengja að hagsmunum stjómar-
manna í þessum sjóðum, þar á meðal verkalýðsrekenda.
Fulltrúum stéttarfélaga og samtaka vinnuveitenda líð-
ur vel í stjómum lífeyrissjóða. Þeir óttast breytingar,
sem geta aukið samkeppni við þá og flutt hluta af spam-
aði fólks tfl annarra stofnana, þar sem aðrir sitja í
stjómum. Þetta er orsök andstöðunnar við frumvarpið.
Þessi staðreynd mælir með frumvarpinu. Hún bendir
ein út af fyrir sig tfl þess, að ávöxtun af sparnaði muni
aukast með auknu frelsi. En á móti Kémur svo, að nýju
ávöxtunaraðflamir kunna að renna saman í fáokunar-
sæng að hætti Landsbankans og Vátryggingafélagsins.
Vegna sérstakra aðstæðna, sem látnar em viðgangast
á íslandi, er ekki unnt að sjá, hvort fyrirhugað frumvarp
um lífeyrissjóði verði tfl góðs eða ifls eða einskis.
Jónas Kristjánsson
Gunnar Gissurarson, formaöur byggingarnefndar, og Guörún Jónsdóttir, fulltrúi í skipulagsnefnd. -
dróttanir hvort í annars garö.
Þungar aö-
Skipulagt kaos
Stjómsýsla Reykjavíkurborgar
er að verða harmsaga eða kannski
öllu heldur tragíkómískt undur.
Allt frá því að R-listinn komst til
valda í Reykjavík hafa borgar-
stjóri og aðrir talsmenn vinstri
flokkanna í Reykjavík talað um
nauðsyn þess að gera stjórnsýslu
borgarinnar skilvirkari. Því leng-
ur sem líður á kjörtímabilið kem-
ur hins vegar betur og betur í ljós
að stjómsýsla borgarinnar er á
leið í gagnstæða átt, svo að ekki sé
meira sagt. Embættismönnum
borgarinnar fjölgar stöðugt með
tilheyrandi tilkostnaði og stjóm-
kerfi borgarinnar verður þyngra í
vöfum.
Persónulegur ágreiningur
Nú er svo komið að nefndir
borgarinnar, nánar tiltekið skipu-
lags- og byggingamefnd, eru lent-
ar upp á kant hvor við aðra eins
og þrætugjamar kerlingar. Hvort
sem því veldur persónulegur
ágreiningur innan R-listans eða
ágreiningur um meginreglur í
skipulags- og byggingarmálum.
Ekki er fráleitt að ætla að per-
sónlegur ágreiningur sé farinn að
hafa áhrif á ákvarðanir R-listans
og vísa ég í því sambandi til frétta-
skýringar í Helgar-
póstinum þann 6.
mars sl. þar sem R-
listafulltrúamir
Gunnar Gissurar-
son, formaður
byggingarnefndar,
og Guðrún Jóns-
dóttir, fulltrúi 1
skipulagsnefnd,
fara fram með
þungar aðdróttanir
hvort í annars
garð. Þar er Gunn-
ar sakaður um spillingu en hann
sakar Guörúnu um rógburð. Þegar
ágreiningur er farinn að kristall-
ast með þessum hætti í fjölmiðlum
er líklegt að undir sléttu yfirborð-
inu kraumi ýmislegt sem þolir illa
pólítíska dagsbirtu.
Byggingarnefnd gegn
skipulagsnefnd
Nýjasta deiluefnið snýst um
Kjallarinn
sameiningu lóða og
niðurrif tveggja
húsa á Laugavegin-
um. Lóðarhafi einn
á Laugaveginum
hyggst sameina
tvær lóðir, rífa hús-
in, sem á þeim
standa, og byggja
nýtt hús á sam-
einaðri lóð. Eins og
lög gera ráð fyrir
sendi lóðarhafinn
erindi til byggingar-
nefndar þar sem
óskað er eftir heim-
ild nefndarinnar
fyrir niðurrifi hús-
anna. Einnig sendi
lóðarhafinn erindi
til skipulagsnefndar
þar sem óskað er
eftir því að fá að sameina um-
ræddar tvær lóðir. Meirihluti
skipulagsnefhdar lagðist gegn nið-
urrifi húsanna á grundvelli hús-
verndarsjónarmiða en tók ekki af-
stöðu til þess hvort sameina mætti
lóðimar.
Byggingarnefnd samþykkti hins
vegar samhljóða að heimila niður-
rif húsanna gegn því að lóðarhafi
sýndi fram á ásættanlega lausn á
GunnarJóhann
Birgisson
borgarfulltrúi
„Nú er svo komið að nefndir
borgarinnar, nánar tiltekið
skipulags- og bygginganefnd,
eru lentar upp á kant hvor við
aðra eins og þrætugjarnar kerl-
ingar.u
uppbyggingu lóðanna. M.ö.o. ef
byggingarnefnd samþykkir teikn-
ingu af nýju húsi á lóðunum fær
lóðarhafi að rífa húsin. En með
þessari dæmalausu afgreiðslu er
lóðarhafi settur í nokkum vanda.
Til þess að byggingamefnd geti
staðfest teikningu af nýrri bygg-
ingu á lóðunum þarf skipulags-
nefnd að hafa samþykkt samein-
ingu lóðanna. En þvi hefur meiri-
hluti skipulagsnefndar
ýtt út af borðinu.
Hvemig á lóðarhafinn
nú að snúa sér? Hvem-
ig á hann að fá botn í
þessa afgreiðslu? Af
hverju eru borgaryfir-
völd að setja einstak-
ling í þennan vanda?
„Opiö og lýöræö-
islegt stjórnkerfi"
Ef byggingamefnd
hefði synjað um niður-
rif húsanna hefði lóðar-
hafinn getað skotið
þeim úrskurði til æðra
stjómvalds og væntan-
lega fengið þann úr-
skurð felldan úr gildi
eins og dæmin sanna.
En hvað gerir hann nú?
Á hann að skjóta málinu til æðra
stjómvalds á grundvelli þess að
málsmeðferöin sé ígildi synjunar
þar sem afstaða skipulagsnefndar
kann að koma i veg fyrir að bygg-
ingamefnd geti afgreitt málið?
Þessi afgreiðsla er væntanlega
gott dæmi um lýðræðislegt og opið
stjómkerfi, sem var eitt af kosn-
ingaslagorðum R-listans. Kannski
merkir „opið stjórnkerfi" það að
allar ákvarðanir stjómvalda eigi
að vera opnar I báða enda?
Hægt er að skrifa langar greinar
um húsfriöun og borgarvernd og
nauðsyn þess að reglur, sem um
þau mál gilda, verði teknar til end-
urskoðunar. Ekki síst vegna þess
að ófært er að yfirvöld geri til-
raunir til þess að leggja tugmillj-
óna króna húsfriðunarkostnað á
einstaklinga sem sitja uppi með
ónýtar húseignir. Slík umræða
breytir hins vegar ekki þeirri stað-
reynd að vinnubrögð af því tagi,
sem hér er lýst, eiga ekki að líðast.
Stjómmálamenn verða að var-
ast að persónugera mál af þessu
tagi þannig að persónuleg óvild
þeirra, sem um málið fjaila, í garð
hver annars hafi ekki áhrif á nið-
urstöðuna.
Gunnar Jóhann Birgisson
Skoðanir annarra
Landsbankinn öflugri
„Með kaupunum á VÍS er Landsbankinn gerður
að öflugra og betra fyrirtæki. Það liggur fyrir að rík-
isstjómin hyggst breyta ríkisbönkunum í hlutafélög
og afla sér heimildar til að breyta eignaraðOd þeirra,
að hluta til, með sölu á auknu hlutafé þeirra. í mín-
um augum er það undanfari þess að ríkið hætti af-
skiptum af fjármálamarkaðnum og í því ljósi ber að
skoða kaup Landsbankans á 50% hlut í VÍS.“
Kjartan Gunnarsson
í Degi-Tímanum 18. mars.
Erlenda bankafjárfesta
„Til þess að tryggja faglega stjórnun banka, stuðla
að samkeppni og draga úr hættu á fákeppni eigum
við að fá erlenda fjárfesta til liðs við okkur. Um leið
þarf að tryggja lágmarks eignar- og stjómunaraðild
erlendra banka. Takist það þá tryggir það um leið
hagsmuni almennings og yrði í sjálfu sér framfara-
spor að því er varðar samkeppnishæfni í bankaþjón-
ustu á íslandi... Sannleikurinn er sá að það má ekki
draga það lengur að knýja fram breytingar í þessum
efnum. íslensku bankamir em svo litlir að þeir ráða
ekki við að þjónusta öflugustu fýrirtæki okkar.“
Jón Baldvin Hannibalsson í Alþbl. 18. mars
Lífeyrissjóðakerfíð
„Eins og lífeyrissjóðakerfið er byggt upp og hefur
verið í áratugi greiðir launþegi 4% af launum sínum
í lífeyrissjóð og vinnuveitandi hans horgar 6%. Út á
þessi 6% eiga vinnuveitendur fúlltrúa í sijómum líf-
eyrissjóða og og út á 4% launþegans tilnefna verka-
lýðsfélög fulltrúa í stjómir lífeyrissjóða. Auðvitaö
era 6%, sem vinnuveitendur borga hluti af heildar-
kjörum launþegans og þess vegna em þau 10%, sem
ganga til lífeyrissjóðanna hans fé en ekki annarra.“
Úr forystugrein Mbl. 18. mars.