Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 11
MIÐVTKUDAGUR 19. MARS 1997
11
DV
Fréttir
Breytingar á lögnm um llfeyrissjóðl:
Almenningur
eigi val milli
lífeyrissjóða
- segir Friðrik Sophusson Q ármálaráðherra
„Það er bráðnauðsynlegt að sett
séu í lög ákvæði um starfsemi líf-
eyrissjóðanna. í fyrsta lagi vegna
fjárreiðna þeirra, þar sem tekið
verði fram hvemig þeir megi ráð-
stafa þeim peningum sem þeir hafa
til varðveislu. í öðru lagi þarf að
setja lög um það hvert sé innihald
skyldutryggingarinnar. Auk þess
þcuf að setja lífeyrissjóðunum, sem
starfa á grundvelli kjarasamninga
ASÍ og VSÍ, skorður þannig að ljóst
sé hver er þeirra vettvangur og
hver sé vettvangur anncura aðila
sem taka á móti langtímaspamaði,"
sagði Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra í samtali við DV um hin
umdeildu frumvarpsdrög um lífeyr-
ismál sem unnið er að.
Hann sagði að stefnt væri að því
að einstaklingar fengju að ráða því
sjálfir hvort þeir greiddu í almenn-
an lífeyrissjóð eða séreignasjóð
greiddu þeir meira en 10 prósent í
lífeyrissjóð.
í frumvarpinu verða væntanlega
sett lög um það að fólk eigi val um
aö setja einhvem hluta lífeyris-
greiðslna sinna í séreignasjóði. Það
ákvæði varð til þess að aðilar
vinnumarkaðarins fóm á fund for-
sætisráðherra til að koma í veg fyr-
ir að eitthvað af þeirri 10 prósent líf-
eyrisgreiðslu, sem almenningur
greiðir til almennu lífeyrissjóðanna,
fari til séreignasjóða.
Um þetta mál varð nokkur um-
ræða á Alþingi í gær þegar Ágúst
Einarsson tók það upp í fyrir-
spumatíma til ráðherra. Hann taldi
að kaup Landsbankans á helmings-
hlut í VÍS væri þessu tengt. Boðaði
Ágúst utandagskrárumræðu um
máliö á Alþingi í dag.
Friðrik Sophusson sagði í þeirri
umræðu að nefnd, sem hann skip-
aði til aö skoða lögin um lífeyris-
sjóðina, hefði leitað samkomulags
milli ólíkra sjónarmiða í lífeyris-
málum. Hann sagði að frumvarpið
væri ekki tilbúið og alltaf hefði stað-
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra glaður á góðri stund.
ið til að hafa fullt samstarf við aðila
vinnumarkaðarins í málinu. Hann
minnti á að séreignasjóðimir væm
gildir lífeyrissjóðir og i vissum til-
fellum gætu menn uppfyllt laga-
skyldur til að greiða beint inn í sér-
eignasjóðina.
„Það liggja fyrir beiðnir í fjár-
málaráðuneytinu um að sjóðir fái
að velja á milli þess hvort allt fram-
lagið eigi að fara til séreignasjóða
eða til samtryggingasjóða,“ sagði
Friðrik Sophusson.
-S.dór
Loðnuveiöiskipið Þóröur Jónasson EA 350 við bryggju á Seyðisfirði. Verið
er að lagfæra nót skipsins. DV-mynd Jóhann
Mestu landað
á Seyðisfirði
um til frystingar. Loðnufrysting á
Rússlandsmarkað hefur gengið vel
og lýkur senn.
Heildarloönuaflinn á vetrarver-
tíðinni er nú orðinn meira en 500
þúsund lestir en frá upphafi vertíð-
arinnar 1. júlí í fyrra er heildar-
loðnuaflinn orðinn rúmlega ein
milljón lesta sem er veruleg aukn-
ing frá vertíðinni á undan. Loðnu-
skipin em enn á miðunum en sjó-
menn telja að vertíðarlok séu
skammt undan. -JJ
DV, Seyöisfirði:
Mestri loðnu hefur verið landað á
Seyðisfirði á yfirstandandi loðnu-
vertíð en verksmiðja SR-mjöls hefur
tekið á móti rúmlega 64 þúsund lest-
um.
Þórður Jónasson EA og Huginn
VE eru síðustu skipin sem landað
hafa loðnu á Seyðisfirði en hana
fengu þeir við Ingólfshöfða. í síð-
ustu viku landaði Svanur RE þokka-
legri loðnu og fór megnið af farmin-
Jassklúbbur Akureyrar endurvakinn
DV, Akureyri:
Jassklúbbur Akureyrar hefur
hafið starf að nýju eftir nokkurra
ára hlé, og verða fyrstu tónleikar
klúbbsins á Café Olsen annað kvöld.
Þar leikur ný hljómsveit, „Na Nú
Na“ en hana skipa Karl Petersen á
trommur, Stefán Ingólfsson á raf-
bassa, Heimir Freyr Hlöðversson á
píanó, Róbert Sturla Reynisson á
rafgítar og Wolfgang Frosti Sahr á
saxófón. Aðgangur á tónleikana er
ókeypis.
Tvennir aðrir tónleikar em komn-
ir á dagskrá, 14. apríl leika Bjöm
Thoroddsen, Egill Ólafsson, Ole Ras-
mundsen og P.A. Toolboom á Hótel
KEA og 7. maí leikur kvartett Péturs
Östlunds á sama stað. -gk
Héraðsdómur:
Sigurður má
ekki aka leigubíl
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt i máli ákæravaldsins gegn Sig-
urði Jónssyni, 76 ára gömlum leigu-
bifreiðastjóra, og er dómurinn á þann
veg að Sigurði er bannað að aka leigu-
bil. Samkvæmt lögum eigi leigubif-
reiðastjórar að hætta akstri 75 ára.
„Ég hef þegar ákveðið að fara
með málið fyrir Hæstarétt," sagði
Sigurður í samtali við DV.
Hann varð fyrst að hætta akstri
þegar hann var 71 árs en þá máttu
leigubifreiðastjórar vinna til sjö-
tugs. Þá var lögunum breytt þannig
að leigubílstjórar fá atvinnuleyfi
eitt ár í senn til 75 ára aldurs. Sig-
urður Jónsson telur sig eiga inni
eitt ár vegna lagabreytinganna.
Sigurði var ekki dæmd refsing
fyrir að halda áfram að aka en hann
þarf að greiða sakarkostnað sem
era saksóknaralaun og laun skipaðs
verjanda, samtals 70 þúsund krón-
ur. -S.dór
Til fermingargjafa
Bakpokar
35-65 lítra.
Verð 4.700
til 8.900
Gri-sport
leðurgönguskór
Gri-Tex fóðraðir fyrir vatni og vindi.
Bólstraðir með hitajafnandi einangrun
Migrosólar: Mjög léttir.
Með auka hælpúðum.
St: 37 - 47.
Verð 9.620
og 10.890
Fluguveiðisett
Stöng, hjól og lína.
Verð kr. 10.800 til 16.700
WSSTIMROST
Laugavegi 178
Sími 551-6770 og 581-4455