Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Page 5
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 5 I>V Fréttir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir: Tæp 3 prósent fara í meðferð fyrir tvítugt Kynning a Sœlkera eggjum frá Gudrun laugardaginn 22. Mars 1997. Verslunin Vtnberið - Laugavegi 43 V, Akureyri: Þórarinn Tyrfingsson, formaður og yfirlæknir SÁÁ sagði á ráðstefnu um áfengis- og vímuefnanotkun unglinga á Akureyri í gær, að nið- urstaða samkvæmt samkeyrslu á gögnum sýni að 2,5% allra fæddra íslendinga komi til meðferðcu- á Vogi áður en þeir ná tuttugu ára aldri. Þórarinn sagði að af þeim sem fæddust árið 1972 hafi 82 ein- staklingar komið til meðferðar. Sú tala hafi hækkað verulega, því úr árganginum 1976 hafi komið 112 til meðferðar fyrir tvítugt og út frá þessum tölum og fleirum lesi menn að 2,5% íslendinga þurfi að leita eft- ir meðferð áður en þrítugsaldrinum er náð. Sé svo litið til 25 ára aldurs- ins, hafi 7% pilta leitað meðferðar. Þórarinn gerði grein fyrir ýms- um tölulegum upplýsingum um meðferðarstarf SÁÁ og fyrir því hvaða fíkniefni eru mest notuð. Hann sagði að amfetamín sé í dag algengasta, ólöglega fíkniefnið hér á landi, en sé litið til 20 ára og yngri séu kannabisefni í fyrsta sæti. „Við höfum safnað saman ná- kvæmum upplýsingum um neyslu- venjur fólks á aldrinum 14-19 ára og þar kemur fram að 95% þeirra sem til okkar leita hafa notað ólög- leg vímuefni. 83% hafa prófað kannabisefni, 80% hafa prófað am- fetamín, 47% hafa prófað helsælu, 45% hafa notað sveppi sem vímu- efni, 30% hafa notað LSD, kókaín 25% og 2% heróín, en á síðasta ári heyrðum við í fyrsta skipti sann- færandi sögur um að heróín væri hér eitthvað á sveimi," sagði Þórar- inn. Hvað forvarnir varðar sagði hann að nauðsynlegt væri að svara fjórum lykilspurningum. í fyrsta lagi hvort nægu fé væri varið til þeirra. „Ég segi nei. 50 milljónir til forvarna er ekki neitt, ég vil sjá 500 milljónir á ári sem fara i þetta,“ sagði Þórarinn. 1 öðru lagi hvort fénu væri veitt til þeirra sem væru í mestri þörf fyrir það, en þá pen- inga sagðist hann ekki sjá hjá SÁÁ. í þriðja lagi þyrfti að svara þeirri spumingu hvort stefnan væri rétt, en henni svaraði hann á þá leið að hún væri nokkuð góð. Fjórðu og síðustu spumingunni um hvort peningunum væri vel varið sagðist hann svara þannig að stundum fyndist sér svo ekki vera. „Ég held að fénu sé best varið ef því er beint til þeirra sem hafa unnið að þessum málum og munu vinna að þessum málum og sitja eftir með vandann þegar átakið er búið. Það er allt of mikið um það að menn eru að búa til ný apparöt,“ sagði Þórarinn. -gk Patreksíjörður: Sýslumaður kærður Sigurður Ingi Pálsson, veit- ingamaður á Felgunni á Patreks- fírði, hefúr kært sýslumanninn á Patreksfírði, Þórólf Halldórs- son, til dómsmálaráðuneytisins fyrir vanhæfni í starfi. í stjómsýslukærunni er þess krafist að áminning sýslumanns á hendur Sigurði verði felld úr gildi og einnig að ráðuneytið skipi nýjan sýslumann til að fara með mál embættisins og Sigurðar. -RR ÆHmu tesa/ Solignum málning Litupinn er sérverslun með málningarvörur þar sem þú nýtur persónulegrar þjónustu fagfólks, sem hugsar a&eins um þarfir þínar. Prufudás á 100 kr. léttir leitina a& rétta litnum! 1977-1997 ...réfti liturinn, rétta verðið, rétta fólkið Síbumóla 15, sími 553 3070 Fagnaðu með Litnum! afmæHsafsláttin*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.