Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Page 7
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 7 i>v Sandkorn Af horfnum góð- hestum í Fjarðarpóstinum er sagt frá þvi aö maður einn í Haftiarfirði hafi ver- iö grunaður um hrossaþjófnað. Lögreglán fékk hann dæmdan í gæsluvarðhald meðan rann- sókn málsins stóð yfir. Hin- um grunaða hrossaþjófi þótti vistin daufleg í fanga- klefanum. Fór hann þess vegna fram á það að fá einhveija bók að lesa til að stytta sér stundimar. Einn í hópi hafnfírsku lögregluþjónanna, hjarta- hlýr, dugandi og skjótráður maður, brá viö skjótt, fór á bókasafnið og kom til baka með bók handa fangan- um. „Héma er eitthvað fyrir þig að lesa, karl minn,“ sagði lögregluþjónn- inn. „Hvaða bók ertu með?“ spurði hinn meinti hrossaþjófur. „Ég valdi bókina Horfnir góðhestar, eftir Ás- geir Jónsson frá Gottorp," svaraði lögregluþjónninn. Tekur því ekki Frí-kortin svokölluðu hafa vakið hörö viðbrögð hjá Neytendasamtök- unum og raunar fleirum sem telja þetta sölu- bragö eingöngu. Kunningi Sand- komsritara, maður um sex- tugt, hreifst hins vegar af hugmyndinni og lagði til við ' konu sina að nú versluðu þau hvergi nema í Hag- kaupi héöan í frá. Ferð til Glasgow væri í boði þegar ákveðnum punkt- um væri náð ef þau versluðu þar ein- göngu. Konan tók dræmt í þetta, setti heimilistölvuna í gang og fór aö reikna út. Síðan sagði hún manni sinum að hugsa ekki meira um þetta. Miðað við þá peningaupphæð sem þau keyptu fyrir á viku til heimilis- ins yrðu þau 32 ár að vinna fyrir ferð, bara fyrir einn. „Og ætlar þú að fara að flækjast einn til Glasgow 92 ára gamall?," spurði frúin. Þessi guli Litblindir menn geta ekki orðið skipstjórar frekar en flugmenn. Ung- ur maður fyrir vestan átti sér þann draum æðstan að verða skipstjóri. Hann var litblindur en sötti samt um skólavist í Stýrimannaskol- anum. Umsókn- inni þurfti aö fylgja læknisvottorð um að litaskynið væri í lagi. Hann fékk vin sinn til að fara til læknis, skrökva til nafns og fá vottorð um að hann væri ekki lit- blindur. Allt gekk þetta eftir og Vest- firðingurinn hóf nám í Stýrimanna- skólanum. Svo gerðist það um vetur- inn að vinurinn var í tima með skólafélögum sínum þegar mikill hvellur heyrðist utan af götunni fyr- ir framan.skólann. Menn ruku út í glugga og sáu tvo bíla, grænan og rauöan, mikið skemmda eftir árekst- ur. „Nei, djöf... er að sjá þennan gula," hrópaði Vestfirðingurinn og allt komst upp. Öfund? Fyrir nokkru birtum við í Sand- komi vísu eftir Jón Kristjánsson, formann fjár- laganefndar Al- þingis, um sál- arkvalir séra Hjálinars Jóns- sonar alþingis- manns þegar hann heyrir óm- inn af tónlist og ópum gesta sem horfa á nektar- dansmeyjar í Óðali, hinum megin við vegginn á skrifstofú hans. Kristbjörg Bjama- dóttir, Skagfirðingur eins og séra Hjálmar, sendi okkur vísu, þar sem hún tekur upp hanskan fyrir klerk- inn. Presti varö í hamsi heitt, hélt viö sálartjóni, en ætli gæti ekki neitt öfundar hjá Jóni? Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Bílstjórafélagið Fylkir á Suðurnesjum: Reykjanesbraut er stórhættuleg DV, Suðurnesjum „Reykjanesbrautin er orðin mjög slæm og raunar stórhættuleg. Það er lífshættulegt fyrir óvant fólk að aka hana þegar væta eða krap liggur í djúpum hjólfórunum í veginum. Þetta vita þeir sem aka brautina oft og þekkja hana hvað best,“ segir Baldur Konráðsson, leigubílstjóri og formað- ur bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum, í samtali við DV. Á aðaífundi Fylkis sem haldinn var í Keflavík nýlega var samþykkt áskorun á þá aðila sem fara með samgöngumál í landinu, að byrja þegar í stað að undirbúa það að tvö- falda Reykjanesbrautina. Um veg- inn fari miklir þungaflutningar sem skapi verulega hættu fyrir þær tvær milijónir manns sem árlega fara um Reykjanesbraut. Hvergi á landinu á 50 km vegarkafla utan þéttbýlis hafi orðið eins mikil slys eins og á þessum vegarkafla og brautin eins og hún er þoli hvergi þá umferð sem um hana fer og í veg- inn myndist djúpar raufar sem eru stórhættulegar allri umferð. „Um brautina er keyrt allt elds- neyti fýrir millilandaflugið, flskur til útflutnings er fluttur um hana í stórum gámum og svo mætti lengi telja. Það er ekki nóg að tala um að það þurfl að tvöfalda brautina, það þarf að framkvæma það strax,“ segir Baldur Konráðsson. -ÆMK Séicrossíum Sérstæóur silfurkross með kúptum steini (grænum, rauðum eða bláum) Verð með festi kr. 4.850 Staerð 2,8 cm Tákn fyrir trúna á híð jákvaeða Hönnuður: Axel Eiríksson QULL-ÚRIÐ AXEL EIRÍKSSON Álíabakka 16, Miáddmni, s. 587-0706 ASalstiiti 11, fsafiiSi, s. 456-3023 'r....... 1 m ^ MARANTZ MX-550 hljómtækjasamstajðan er 32CW (160 RM5) með 4 liða Pynamic Bass doost, 7 banda 5pectrum Analyzer, tónjafnara með 6 minni, geislaspilari með 40 laga minni, sýnishornaspilun, endurtekningu o.fl., stafrasnt útvarp (FM-MW-LW) með 30 stoðva minni og RD5-kerfi, tvöfalt kassettutask! með Dolby B, hraðupptöku Oi3 síspilu n, góðir hátalarar, tengi fyrir heyrnartól, fjarstýring o.m.fi. Öfiug græja! 5AM5UNG MAX-445 hljómtaskjasamstæðan er með 60 W (40 RM5) magnara, þriggja forstilltra tónstillinga (pop, rock jazz), 3 diska geislaspilara með 24 minnl, stafrasnu útvarpi með MW/FM-byigjum og 30 stöðva minni, klukku og þriggja liða tímarofa, tvöföldu kassettutaski, fullkominni fjarstýríngu, tengl fyrir heyrnartól og góðum hátölurum / i v EjTrapppHpB 5AMSUNG MAX-630 með 200 W (100 RM5) magnara, 7 banda tónjafnara auk þriggja forstillinga (pop, rock jazz), 3 diska geislaspilara, stafrasnu útvarpi með MW/FM-bylgjum og 30 stöðva minnl, klukku og þriggja liða tímarofa, tvöföldu kassettutaski með Dolby og síspilun, fullkominni fjarstýringu, tengi fyrir heymartól og góðum hátölurum ' . V' 5AM5UNG MAX-477 með 120 W (60 RM5) Surround-magnara, tónjafnara með 4 minni (pop, jazz, classic rock), 5uper Bass, 6 diska geislaspllari, stafrasnt ' > útvarp með FM-MW-LW-bylgjum og 30 stöðva minnl, klukku og tímarofa, tvöfalt 1'11 kassettutaski með Dolby B og síspllun, fullkomin fjarstýring, tengi fýrir heymartól í og góðir hátalarar. v,' ■ 5AMSUNG RCD-750 ferðataski með geislaspilara, kassettutaski og útvarpi. Mjög góður hljómur og átrúlegt verð I ssÉm*mrnr:‘': tí lifvJ SAM5UNG RCD-1650 ferðahljómflutningstæki með fjarstýringu, geislaspilara, stafrænu útvarpl með minni og tvöföldu kassettutaski. Hrikaleg hljómgasði! i SONIC-3745 er 14" sjónvarpstaski með Black Matrix-skjá, textavarpi, 5cart-tengi, aðgerðastýringum á skjá, innbyggðu loftneti o.m.fl. Skipholti 19^ Sími: 552 9800 EUROCARD raðgreiðslur RADGRUDSLUR *eB| 11 * *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.