Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997
Spurningin
Hver er uppáhaldsteikni-
myndapersónan þín?
Sigrún Stefánsdóttir sölumaður:
Denni Dæmalausi.
Carl A. Bergmann úrsmiður:
Andrés Önd.
Jóna Margrét Baldursdóttir
sjúkraliði: Hómer Simpson
Þóra Sævarsdóttir mamma: Bart
Simpson.
Kittý Magnúsdóttir leikskóla-
kennari: Hómer Simpson.
Kristín María Hafsteinsdóttir
kennari: Brakúla greifi.
Lesendur
^ Opið bréf til aðildarfélaga VSÍ
Ovissa og örþrifaráð
ná yfirtökunum
Samningar handsalaðir í Karphúsinu. - Samninganefnd launafólks tók í taumana og aftenqdi
handsaliö.
Guðmundur
Sigurjónsson
skrifar:
Þegar fréttir
tóku að berast
frá fundi samn-
ingamanna í
Karphúsinu um
að skrifað hefði
verið undir
samninga af
hálfu Dagsbrún-
ar, Framsóknar
og VSÍ hins veg-
ar, ráku margir
upp stór augu.
Var þetta þá
niðurstaðan eft-
ir allt? Engin
rauð strik, eng-
in opinber
trygging gegn
nýjum sköttum
eða þjónustu-
gjöldum, og
óveruleg hækk-
un lægstu laun-
anna? Voru þá
VR- og Iðju-
samningamir
fordæmið sem
skyldi gilda aUs
staðar?
Nú er búið að fella þessa samn-
ingsgerð. Yfirlýsing ríkisstjórnar-
innar um frekari aðgerðir í skatta-
málum sá því aldrei dagsljósið. Þar
var slælega að verki staðið. Hefði sú
yfirlýsing verið bitastæð gagnvart
launþegum, kynnu mál að hafa
skipast á annan veg. - Það eru
einmitt innihaldslitlar yfirlýsingar
stjórnvalda og fádæma stirfni
Vinnuveitendasambands islands,
sem virðist vega þyngst í kyrrstöðu
samninganna.
Óvissa og örþrifaráð hafa náð
yfirtökunum hjá launþegunum í
lægstu launaflokkunum, og nær
hún orðið til þeirra sem hafa
svokölluð miðlungslaun. Eftir að
hafa setið á sér gegnum tvær þjóð-
arsáttir og tekið á sig þungar byrö-
ar, á meðan aðilar VSÍ hafa notið
góðs af þeim „sáttum", verða al-
mennir launþegar sárir og reiðir
þegar þeir finna að engin von er um
að þeirra hagur vænkist i þessu
samningaferli. Það er ekki við því
að búast að launþegar láti ganga á
sér endalaust.
Mun meiri skattalækkun, ásamt
samningsbundinni tryggingu af
hálfu hins opinbera um stöðugan
kaupmátt, átti að vera rauði þráður-
inn í samningunum. Auk verulegr-
ar hækkunar lægstu launanna við
undirskrift samninga. Dettur fáum í
hug lægri tala en 90 þúsund krónur.
Enn fremur ætti VSÍ og aðildarfélög
þess að sjá sóma sinn í því að bjóða
samning frá og með 1. janúar sl. eða
þá eingreiðslu til alls þorra launa-
fólks sem nemur þeirri hækkun
sem verða myndi á því tímabili.
Raunar skuldar VSÍ öllum laun-
þegum sínum einhvers konar
drengskaparboð fyrir þaö tap og
niðurlægingu sem launafólk hefur
orðið að þola á tímabili tveggja þjóð-
arsátta, sem eingöngu nýttist þess-
um sömu aðildarfélögum VSÍ. Það
er ekki sæmandi framkvæmda-
stjóra VSÍ að koma fram í fjölmiðl-
um og lýsa afgreiðslu samninga-
nefndar Dagsbrúnar og Framsóknar
ólöglega.
- Láglaunafólk í landinu hefur
engu að tapa, það sér ekki fram á
bjartari tíma við núverandi aðstæð-
ur. Óvissan hefur altekið þjóðar-
likamann. Hér er ekkert við að vera
við óbreyttar aðstæður. Ríkisstjóm,
en þó sérstaklega VSÍ, er ábyrgt fyr-
ir leiðréttingu í kjaramálum héðan
af.
Svíkja lífeyrissjóðirnir lífeyrisþega um eigið fé?
Guðmundur Stefánsson skrifar:
Á árinu 1969 var mikil umræða
hér um að allir vinnandi landsmenn
skyldu greiða í lífeyrissjóði. Og átt
við þá sem ekki greiddu þegar í líf-
eyrissjóðina. Menn móttóku bréf
þar sem þetta var útskýrt nánar.
Við áttum að borga ákveðin hund-
raðshluta launanna til sjóðanna,
sem við gerðum frá árinu 1970.
Var miðað við að lífeyrissjóðir
færa að greiða fólki við 67 til 70 ára
aldur. Atvinnurekendur áttu einnig
að borga ákveðin prósent af launum
starfsmanna til sjóðanna, en þó að-
eins meira en starfsmenn. Þetta hef-
ur verið við lýði síðan 1970. Lífeyr-
issjóðirnir áttu síðan að ávaxta
þessa peninga á sem hagkvæmastan
hátt fyrir lifeyrisþega.
Þá var einnig tekið fram í þessum
skrifum, að aldur til töku lífeyris
myndi „lækka í 64 ár á um það bil
27 ára tímabili", eða 1997. Áttu
menn aö geta haldið sama lífeyri og
launin voru þegar þeir hættu störf-
um. Sem dæmi er ég 64 ára og ör-
yrki. Ég fæ úr lífeyrissjóði kr. 46.458
á mánuði, eða einn þriðja af þeim
launum sem ég var á þegar ég hætti
að vinna.
Þeir sem stjóma lífeyrissjóðun-
um eru enn að setja reglugerðir til
að hafa peninga af lífeyrisþegum.
Sú síðasta sem ég veit um er að fólk
verður að bíða í 4 mánuði frá því
það hættir að vinna, þar til það fær
að fá greitt úr sjóðunum.
Þetta eru að sjálfsögðu ekkert
annað en svik af hendi þeirra sem
stjórna lífeyrissjóðunum. Svo geta
þessir sömu menn komið fram í fjöl-
miðlum og sagt að sjóðimir standi
vel, eigi þrjú hundmð milljarða
króna!
Innflutningur á atvinnuleysi frá Noregi
Einar Vilhjálmsson skrifar:
Tölur Hagstofunnar um milli-
ríkjaviðskipti sýna að víðar þarf að-
gát í skiptum við Noreg en á hafinu.
í matvörubúðum hér em margs
konar norskar vömr og má þar
HIÍHilíM þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
SL^SÓ 5000
i kl. 14 og 16
nefna t.d. fiskafurðir í dósum og
túpum, sósur og súpur í pökkum,
þ.á m. norska kjötsúpu!
Norskur ullarfatnaður og vinnu-
fot fylla hillur verslana, norsk hús-
gögn, búsáhöld, minjagripir og leik-
fóng em hluti þessa innflutnings.
Veiðarfæri og ýmis búnaður til
skipa er einnig fluttur inn frá Nor-
egi þótt íslendingar geti vel fullnægt
eftirspurn sjálfir. Stór þáttur í þess-
um innflutningi er skip og bátar, en
eins og kunnugt er eyðilögðu tveir
framsóknarforingjar skipasmíða-
iðnaðinn í landinu með fiskveiði-
kvótanum.
íslenskir neytendur ættu að fylgj-
ast vel með hvert uppranaland vör-
unnar er og kaupa fremur íslenskt
sé þess kostur.
Innflutnlngur Útflutningur Vlðskiptahalli
1991 5.571.900.000 1.449.900.000 4.122.000.000
1992 14.113.800.000 1.956.600.000 12.157.200.000
1993 11.298.700.000 3.187.300.000 8.111.400.000
1994 14.672.300.000 3.168.900.000 11.503.400.000
1995 11.565.000.000 3.818.500.000 7.746.500.000
57.221.700.000 13.581.200.000 43.640.500.000
Þessar tölur vekja til umhugsunar viöskipti viö Noreg.
DV
Þeir dæma leigu-
bílstjórann
Unnur skrifar:
Réttarkerfið var ekki lengi að
grípa til svipunnar þegar einn af
eldri borgumm okkar, leigubíl-
stjóri orðinn 75 ára gamall, átti í
hlut. Hann var bara dæmdur frá
kjól og kalli vegna aldurs. Já,
það varð að gera eitthvað, mað-
urinn gat verið hættulegur á göt-
unum, ekið yfir fólk og svona!
En að taka á alvöra glæpamönn-
um, eins og þessum eiturefha-
sala, það er þungt í vöfum og
vefst fyrir yfirmönnum í dóms-
kerfinu hvemig höndla skuli.
Húrra fyrir þjófum og glæpa-
mönnum, þeir lengi lifi í réttar-
kerfinu.
„Örkuml“, ömur-
legt nafn
Svanur hringdi:
Mér finnst þeir í listamanna-
geiranum - ef má þá flokka þess-
ar poppgrúppur undir listamenn
- vera famir að seilast langt þeg-
ar þeir gefa hljómsveitunum
nafn. Neðst komast þeir í „Ör-
kumli-‘, hljómsveitinni sem nú
er auglýst upp undir þessu heiti.
Skyldu þeir þekkja örkuml af
eigin raun? Nöfnin Botnleðja eða
Kolrassa krókriðandi eru svo
sem ekki mikið skárri. En þetta
allt sýnir auðvitað lítið annað en
lágkúru þá sem ríkir hér á landi
og virðingarleysi fyrir öllu og
öllum.
Nýja fríkortið
fyrir bí
Magnús Sigurðsson skrifar:
Nýja fríkortið þessara snjöllu
fjármálaspekinga ætlar ekki að
reynast notadrjúg auðlind. Og þó
var reynt að spila á útfararþrá
landans. Vissu sem er, að íslend-
ingum er ekkert happ dýrara í
hendi en að fá utanlandsferð. Og
hana alveg fría. Bara burt af
landinu, það er mergurinn máls-
ins. En „frístundataflan" eða
„frípunktataflan" eins og hún er
líka nefnd í bæklingnum dugar
ekki til neins, nema bara halda
áfram að versla og versla, og svo
kemur ferðin einhvem tíma á
næstu öld. - Þetta em nú spek-
ingar í lagi, og það hjá stærstu
fyrirtækjum landsins!
Módel fyrir kjara-
samningana
Jakob hringdi:
Ég er eindregið þeirrar skoð-
unar að rétt hefði verið hjá rík-
isstjórninni að stuðla að afnámi
tekjuskattsins sem lausn kjara-
samninganna. Ég tek undir með
Sigurþóri sem skrifaði lesnda-
bréf i DV sl. miðvikudag um
þessi mál og bendir á eins konar
módel til lausnar yfirstandandi
kjaradeilu, þ.e.a.s. 90 þús. kr. lág-
markslaun, rauð strik í samn-
ingana sem hefðu tekið gildi frá
síðustu áramótum. Það verður
ekki við neitt minna unað úr
þessu, hvenær sem svo samið
verður.
Þætti Stöðvar 3
aftur inn
Harpa hringdi:
Ég og margir aðrir sem ég hef
rætt við sakna mjög sumra dag-
skrárþáttanna sem Stöð 3 sýndi
en era ekki á dagskrá Stöðvar 2
þótt hún ætti að vera komin með
yfirráð yfir þeim núna. Ég nefni
þætti eins og David Letterman,
Vísitölufjölskylduna og Murphy
Brown. Allt feikna vinsælir
þættir og mikil afþreying. Við
getum alveg litið framhjá nöldr-
inu í sjálfskipuöum menningar-
vitum sem eru að skrifa sig
sveitta út af „ómemiingunni" í
sjónvarpsstöðvunum og eiga þá
við þessa léttu skemmtiþætti
sem við einmitt viljum fá inn
aftur.